Þjóðviljinn - 19.11.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 19.11.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjdri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Síöumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Möguleikar og áhrif t ágætri ræðu sem formaður Alþýðu- bandalagsins, Ragnar Arnalds, flutti við upphaf landsfundar þess sem nú stendur yfir, rakti hann dæmi af hinum viðtæku og margþættu áhrifum sósialisma og félags- hyggju á islensk stjórnmál og efnahagslif. Hann minnti meðal annars á það, að félagsrekstur i ýmsu formi er mjög sterk- ur þáttur i islensku efnahagslifi og hefur um alllanga hrið vegið salt á við einka- rekstur, hið svokallaða frjálsa framtak. íslensk alþýða hefur i mörgum tilvikum borið gæfu og haft áræði til þess að leysa sjálf sin atvinnumál i stað þess að biða eftir þvi,að stórir eða smáir kapitalistar dæmdu byggðalög til lifs eða dauða. Ýms- ar aðstæður i okkar smáa samfélagi hafa ýtt undir slika sjálfskaparviðleitni, gert félagslegar lausnir sjálfsagðar. Það er i þessum hefðum sem sósialiskur flokkur eins og Alþýðubandalagið á sér merka möguleika. Það er mjög i fram- haldi af henni, að flokkurinn leggur i stefnuskrá sinni mikla áherslu á að dýpka það lýðræði sem við búum við, gera það virkara, bæta það með efnahagslegu lýð- ræði. Flokkurinn þarf að halda uppi virkri könnun á allri reynslu sem fæst, hvar sem væri i heiminum, af sjálfstjórn verka- fólks, samvinnustarfi framleiðenda og þá einnig menntamanna og lista. Ragnar Arnalds gat einmitt i fyrrgreindri ræðu sinni um þá stórkostlegu möguleika á stórauknu samvinnustarfi sem hreyfing- unni er nauðsynlegt að leggja rækt við. Ragnar minntist einnig á það, að um all- langt skeið hafa hlutföll milli rekstrar- forma i islensku atvinnulifi litið breyst. Sú staðreynd minnir reyndar á hina sér- kennilegu jafnteflisstöðu milli félags- hyggju og hægristefnu, milli verklýðs- hreyfingar og auðvalds, sem um margt einkennir islenskt samfélag. Um langan aldur er sem tefld hafi verið þráskák án verulegra tiðinda, og það er þetta þrátefli sem meðal annars er ein forsenda fyrir vissri pólitiskri þreytu sem óneitanlega gætir hjá alltof stórum hópum manna. Um leið getur ýmislegt bent til þess, að pólitik á fslandi geti orðið tiðindameiri en nú um sinn hefur verið, að linur skýrist. Við höfum um hrið mátt þola rikisstjórn sem einkennist fyrst og fremst af ráðleysi, af uppgjöf fyrir vandamálum, af þvi að stjórna ekki. Um leið verða óánægjuradd- ir innan hins stóra islenska hægriflokks æ sterkari. Þær raddir eru þá flestar á þá leið, að kvartað er yfir einmitt hinum við- tæku áhrifum sósialiskra viðhorfa, yfir þeirri samneyslu sem vinstrisinnar hafa tryggt alþýðu, yfir félagslegum umsvifum i atvinnurekstri. Ungtyrkir Sjálfstæðis- flokksins bita i skjaldarrendur og heimta afturhvarf til hreinræktaðri kapitalisma. Þessu brölti fylgir að sönnu mikill flaum- ur lýðskrums i glistrupskum anda, sem ekki öllum tekst að sjá i gegnum. En engu að siður er þessi hægri þróun hjá Sjálf- stæðisflokknum um margt heppileg fyrir sósialista og aðra vinstrisinna. Hún kallar á gagnsókn, ekki aðeins til að vernda þá félagslegu sigra sem unnist hafa, heldur til stefnumótunar um nýtt frumkvæði — hvort sem væri á sviði samvinnustarfs, endurbætts rikisrekstrar, atvinnulýð- ræðis. Alþýðubandalagið er vaxandi flokkur. Það er ljóst að við engan flokk annan eru tengdar jafnsterkar vonir þess fólks, sem ber þetta samfélag uppi með starfi sinu. Þvi hvilir á Alþýðubandalagsmönnum, jafnt á landsfundi sem heima fyrir, mikil ábyrgð. Þeir þurfa að kunna að notfæra sér til hins itrasta þann byr sem sósialisk- ar hugmyndir njóta i samfélaginu, hafa áræði og hugvit til pólitisks frumkvæðis, þekkja vel hverja stöðu, allar aðstæður sem upp koma án þess að það jarðsam- band við veruleik augnabliksins skyggi nokkru sinni á langtimamarkmið okkar, okkar framtiðarsýn. Almenningsálitið sveigir til I nýútkomnum Rétti, 3 hefti 1977 er meöal annars efnis hringborösumræða um Alþýðu- bandalagiö, innra starf og bar- áttuna fyrir breytingum á þjóö- félaginu. Þátttakendur I um- ræöunum eru Adda Bára Sigfús- dóttir, Lúövik Jósepsson, Magnús Kjartansson og Ragnar Arnalds. Umræöustjórar eru Svanur Kristjánsson og Svavar Gestsson. t þessum umræðum er viöa komiö viö. Undir'lokin - veltir Lúðvík Jósepsson t.d. fyr- ir sér möguleikum á að koma hernum burt i samstarfi viö Al- þýöuflokkinn og Framsóknar- flokkinn: „Slfk úrslit ráöast algerlega af almenningsálitinu. Ef okkur tekst meö mikilli vinnu aö fá fjöldasamtök og fólkiö almennt til þess aö þrýsta nægilega á, þá gefa þessir flokkar vafalaust eftir. Sé þessi þrýstingur ekki til staöar i nægilega rikum mæli, munu þeir hlaupa frá sam- þykktum sinum, eins og við höf- um reynslu af. Viö veröum þess vegna aö halda áfram baráttu okkar fyrir, aö fólkiö átti sig á þvi, aö máliö liggur I höndum þess. Þvi miöur er allt of áber- andi annað slagið, aö fólk dofn- ar i baráttunni og telur þetta óviðráðanlegt verkefni. Meö nægilega miklum bakþrýstingi erhægt aö sveigja flokka eins og Alþýöuflokkinn og sérstaklega Framsóknarflokkinn. Slfkt veröurhins vegar ekki gert ein- göngu með aö fá þá til aö skrifa undir yfirlýsingar.” Höfum enga afsökun Lokaspurningin i hringborös- umræöunum snýst um þaö hvaöa horfur séu á umtalsverö- um árangri i baráttunni fyrir sósialisku þjóöfélagi á Islandi. Ragnar Arnalds svarar á þenn- an hátt: „Ég geri ekki ráð fyrir, aö sósialiskt þjóöfélag skapist á Is- landi löngu áöur en sú þróun veröur i nálægum v-evrópskum löndum, og ég er svartsýnn á aö þar veröi stökkbreyting i nán- ustu framtiö. Ég tel hins vegar miklarlikurtilþessaö um jafna og ákveðna þróun geti oröiö aö ræða á næstu tveimur áratug- um. Það ermargtá seyöi i Vest- ur-Evrópu sem vekur vonir um markvissa þróun I vinstri átt. Þaö er sögulegt hlutverk okkar aö sundurgreina og draga réttar ályktanir af þeim mistökum sem kommúnistar og sósial- demókratar geröu á fyrri helm- ingi þessarar aldar. Við höfum ekki þær afsakanir, sem fyrirrennarar okkar höföu, bvi aö viö eigum aö geta lært af reynslu þessara hreyfinga Sósialistar i'V-Evrópu veröa aö draga réttar ályktanir af þróun- inni á fyrri hluta þessarar aldar og sameinast, hvort sem þeir hafa kennt sig viö kommún- isma, sósialisma eöa sósial- demókratisma. Sem betur fer virðist þróunin einmitt stefna i þá átt. Gerist þetta tel ég aö viö getum verið bjartsýn.” Einn öflugur sósíalískur flokkur Svar Lúöviks Jósepssonar er þetta: „Þetta veltur ábyggilega á þvi, að islenskir sósialistar og allir þeir sem taka undir meö þeim átti sig á þvi aö þeir þurfa að standa saman. Þeir þurfa aö skapa sér einn sterkan sósialiskan flokk og mega ekki leyfa sér aö margdeila sér upp vegna minni háttar ágreinings. Veröi það örlög okkar aö höfuö- andstæöingum takist aö kljúfa okkar fylkingu i þrennt eöa fernt eöa meira, jaf nvel þannig að viö náum ekki nægilegri samstööu innan okkar flokks til aö leggjast þar allir á eina sveif, þá veröur árangurinn ekki mik- ill. Takist okkur hins vegar aö ná þvi marki aö koma hér upp einum virkilega öflugum sósialiskum flokki sameinuöum á býsna breiöum grundvelli um meginatriöin, þá eru ábyggilega miklarlikurtil þess aö viö náum að framkvæma þaö sem viö höfum skrifað um i okkar stefnuskrá.” Eina verðuga þjóðfélagið fyrir okkur Adda Bára Sigfúsdóttir svar- ar svona: Viö gerum okkur aö sjálf- sögðu ljóst að hér er um aö ræöa baráttu og þróun sem tek- ur tima. Viö ætlum okkur aö ióta þjóöfélag þar sem allur al- menningur hefur fyllsta forræöi yfir lifi sinu og umhverfi öllu. Ég er þaö bjartsýn aö ég held að það líöi ekki á löngu þar til meirihluti Islendinga er sann- færöurum aö þetta er eina þjóö- félagiö sem er veröugt þjóöfélag fyrir okkur. Mér er Hka ljóst aö þaö eru ekki bara aðstæöumar hér sem ráða þvi, hvenær við getum sagt aö nú sé okkar þjóö- félag oröiö i megindráttum i samræmi viö okkar hugmyndir. Þróunin úti I álfu skiptir einnig miklu máli. Þaö er hins vegar okkarhlutverk aö sjá um þróun- ina hér heima. Æði löng þróun Lokaorðin á Magnús Kjartansson: Viö höfum þegar framkvæmt stófellda byltingu á Islandi á stuttum tima, verkalýöshreyf- ingin og sósialiskir flokkar. Viö höfum breytt íslandi úr einu versta eymdarbæli i Evróöu i sæmilega stætt þjóö- félag. Bylting er ekki fólgin i valda- tökum, þótt slikir atburöir hafi oft gerst i heiminum á áhrifa- mikinn hátt, sem maöur hefur lesið um af miklum áhuga. Bylting er fólgin I því aö breyta þjóðfélaginu og þaö tekur alltaf langan tima að gera þaö. Það er ekki unnt aö gera með neinu öðru móti en æöi langri þróun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.