Þjóðviljinn - 19.11.1977, Síða 5
Laugardagur 19. nóvember 1977 Í»JÓÐVILJINN — SIÐA 5 '
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Blásið 1 Norðurlandstrómet
Petter Dass: Norðurlandstrómet. Þýðing
Kristján Eldjárn. Teikningar Kjartan Guð-
jónsson. llelgafell. 1977. 175 bls.
Mig fýsir að kveða um fjöru og skóg
um fjöllin er skarta með eilifum snjó
og hliðarnar, fljótin og fleira;
um hvernig i landinu búandinn býr
um bjargræðisvegina, fiska og dýr
og annað sem hollt er að heyra.
Svo segir i inngangi Norðurlandstrómets
hins norska sautjándu aldar klerks og þjóð-
skálds, Petters Dass. Kannski við getum
kallað erindi þetta stefnuskrá skáldsins.
Hann setur saman ýtarlega lýsingu á fjörð-
um, sveitum og eyjum Norður-Noregs, á
fuglum i lofti og kvikindum i sjó, á útgerð,
Löppum, fiskirii og þar fram eftir götum.
Þennan bálk hefur forseti vor þýtt sér ,,til
gamans og tilbreytingar frá annarri tóm-
stundaiðju”, mest á tveim árum. Sannar-
lega eru aðrir menn latari miklu: kvæði
Petters Dass er um hálft fimmta hundrað
erindi. Og ekki nægir áhugi á skáldskap
einum saman til að vinna svo mikið verk.
Eins og Kristján Eldjárn tekur fram i
greinargóðum formála, þá eru i kvæði
þessu upptalningar langar, einnig ,,flatrim
og hortittir”. Fræðimannsáhugi á menn-
ingarsögu verður að haldast i hendur við
það gaman sem við getum fyrirfram haft af
skáldskapartisku sem er svo fjarlæg, að
liklegt er að hún verði óvart skopleg öðru
hvoru. Þýðandinn segir einnig með réttu,
að Petter Dass hafi það mikið til brunns að
bera að hann verði aldrei leiðinlegur lengi i
einu.
I þessum bálki eru laglegar náttúrulýs-
ingar, en þetta er löngu fyrir rómantiska
tima og náttúran er þvi ekki orðin enn merk
og fögur af sjálfri sér, heldur verður henni
jafnan lýst i beinu sambandi við hagsmuni
mannfólks og bjargræði. Skemmtilegri en
nokkuð svo vélræn náttúrulýsing verður
nútimalesanda sjálfsagt hin áleitna nyt-
semdarstefna, sem lofar feita sauði, ufsa
og þorsk af einlægni og er svo óralangt frá
sjálfstjáningarþenslu okkar tima:
Vor norðlenski þorskur er næstur á skrá,
vér nefnum hann skreið vorri þjóðtungu á,
hann kórónu landsins má kalla;
hann krýnir vorn hjall
og hann krýnir vorn skjá,
þvi kostaðu, bóndi, i þorskinn að ná
sem þurft vora uppfyllir alla.
Eins og að likum lætur er það mjög margt
i lýsingu atvinnuvega og þjóðhátta, sem
gæti vel verið saman sett af islensku
skáldi: fiskigengd ræður velliðan manna og
hugarfari, það er kvartað yfir þvi, að sveit-
ir séu alltof þröngt settar, velt vöngum yfir
viðskiptum við fláráða kaupmenn, sem
hella bændur fulla til að þeir týni minni og
afla. Aðrir hlutir eru sérnorskir eins og
fróðleg skýrsla um „Finna og Lappa” þar
sem fordómar um minnihlutafólk, um þá
sem eru öðruvisi, eru settir á blað, fordóm-
ar sem að sjálfsögðu eru lifseigari miklu en .
Petter Dass og hans samtiðarmenn.
Övart verður þessi samtiðarmaður Hall-
grims Péturssonar spaugilegastur þegar
hann yrkir um mál sem koma beinlinis við
hann sjálfan: um kaup og kjör opinberra
starfsmanna, ef svo nútimalega mætti að
orði komast. Petter Dass mátti sjálfur
lengi búa við þröngan kost aðstoðarpresta,
en þeim var búinn þröngur kostur upp á
„óvissar tekjur” einar saman. En þegar
hann gengur frá kvæði sinu hefur hann
hækkað i tign, er orðinn sóknarherra, og
sparar ekki mælsku til að réttlæta það með
rökum staðhátta, laga og guðs vilja, að sú
tekjuskipting sem hann nú nýtur góðs af sé
hín ágætasta. Hann býsnast yfir öfund að-
stoðarpresta og segir:
En hver er svo djarfur að mæla þvi mót
að meðbróðir hans fái þénustubót
ef Herrann og kóngur svo kjósa?
Þeir brjóta ekki öllum af brauðinu jafnt,
þó ber oss i auðmýkt að þiggja
vorn skammt
og lukkunnar lánsfé að hrósa,
Þýðingin er gerð af krafti og hagleik
bæði, af staðgóðri þekkingu á islenskri
skáldskapariþrótt. Kristján Eldjárn segir á
þá leið i formála að hann hafi „reynt að
finna málblæ sem hæfa mætti gömlu kvæði
i nýjum búningi”. Við þessa stefnuskrá er
staðið svikalaust: við lesum á þessari bók
sigilda, „timalausa” islensku, sem ekki er
fyrnd að ráði og sniðgengur að sjálfsögðu
uppátæki okkar tima. Vissulega er það hið
vandsamasta verk aðfinna réttan málblæ á
þýðingar verka sem svo langt eru frá okkar
i tima. Einatt er það svo, að það sem mest
freistar okkur til að lesa bókmenntir frá 17.
og 18. öld er einmitt ákveöinn stirðleiki, á-
kveðnir erfiðleikar þjóðtungna (hvort sem
væri islensku, norskdönsku eða segjum
rússnesku) iglimuviðbókmenntaform sem
þá eru nýleg, við erlend áhrif, við stilræna
óreiðu. Það er liklega ógjörningur að likja
eftir þessum sérstæðu töfrum á annarri
tungu — á islensku mundi of frek viðleitni i
þá átt koma úteins og ein skopstælingin enn
á Hallgrimi Péturssyni eða eitthvað i þá
veru. Þetta hefur þýðandinn forðast; leiðir
hans eru hinar skynsamlegustu.
Arni Bergmann.
á íslensku
Kjartan Guðjónsson hefur gert ágætar og vel viðeigandi teikningar við ljóðabálkinn
— og best kann listamaðurinn við sig þegar ort er um sjósókn og skip.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
Athugasemd
vegna fréttar
Gísli Rúnar med
eigin „leir”
„Blessaö
stríöid”
,,Blessað striðið, sem
gerði syni mina rika" er
tekið til meðferðar af
Gisla Rúnari Jónssyni á
nýrri plöfu sem Svavar
Gestsgefur út. Gísli Rúnar
lofsyngur þar hernámsár-
in, eins og segir á plötual-
búninu, sem prýtt er f jölda
bráðskemmtilegra mynda,
þar sem rakin er saga
stríðsáranna og brugðið
upp leifturljósi á helstu at-
burði skemmtanalífs og
átaka.
Allir textar, eða „leirinn” eins og
það er nefnt á albúminu eru
samdir af Gisla Rúnari nema
einn. Textahöfundurinn þar heitir
„Ran-úr il-sig”, og geta þeir svo
lesið úr þessu afturábak sem
áhuga hafa á.
Óhætt er að fullyrða að Gisli
Rúnar fer ekki troðnar slóðir við
gerð þessarar plötu. Efnisinni-
hald og allur flutningurer með
öðru sniði en við höfum átt aö
venjast hjá islenskum hljómlist-
armönnum og lofsöngurinn um
hernámsárin getur meðtekist á
marga vegu þegar hlustað er á
plötuna i heild.
Magnús Ingimarsson útsetti
alla tónlist á plötunni, stjórnaði
hljómsveitarundirleik og lék
jafnframt á orgel og pianó 1 lang-
flestum lögunum.
Gisli Rúnar ber ábyrgð á öllum
leirburði, eins og segir i plötual-
búminu, auk þess sem hann valdi
og útfærði öll lögin og bjó undir
útsendingu. Ennfremur syngur
hann og raddar nær öll lögin sem
á plötunni heyrast.
Að lokum leikur Gisli Rúnar
stórt hlutverk á plötualbúminu,
þvi þar kemur hann fram i „allra
striðskvikindaliki ásamt nokkr-
um ástandsmeyjum og gangandi
vegfarendum”.
i frétt i Þjóðviljanum föstudag-
inn ll.nóvember, þar sem vitnað
er til viðtals við undirritaðan er
ranglega staðhæft að fjárveiting
til nýbyggingar fyrir Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja hafi „verið felld
út af þeim fjárlögum, sem nú
liggja fyrir Alþingi”.
Til leiðréttingar óskast eftirfar-
andi tekið fram.
Þegar umsókn barst frá skóla-
nefnd Fjölbrautaskólans s.l. vor
um fjárveitingu var þeirri um-
sókn, með umsögn menntamála-
ráðuneytisins eins og öðrum til-
lögum um fjárveitingar visað
áfram til fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunarinnar, sem undirbýr
fjárlagafrumvarpið. 1 umsögn
menntamálaráðuneytisins kom
fram sú áætlun um byggingar-
framkvæmdir, sem getið er i
fréttinni. I fjárlagafrumvarpinu
er ekki sérgreind fjárveiting til
byggingar fyrir Fjölbrautaskóla
Suðurnesja né aðra fjölbráuta-
skóla, (i Reykjavík, Hafnarfirði
og Akranesi). Sá háttur hefur
verið á hafður að i fjárlagafrum-
varpi hefur verið gert ráð fyrir
einni heildarfjárhæð til bygginga
grunnskóla og fjölbrautaskóla en
hún ekki verið sundurliðuð eftir
einstökum framkvæmdum. Er
svo einnig nú i frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1978. Fjárveitinga-
nefnd Alþingis mun að venju gera
tillögur um skiptingu heildarfjár-
hæðarinnar á einstakar fram-
kvæmdir og standa nú yfir við-
ræður milli ráðuneýtisins og
nefndarinnar um þá skiptingu og
eru málefni Fjölbrautaskóla
Suðurnesja sem og annarra fjöl-
brautaskóla og grunnskóla þar á
dagskrá.
Indriði H. Þorláksson.
] g tntttfiinpu MfW, '*
| ntm iMSyífe' * f*n og
f i SOÍ'; !>;? i;í5{\»Av.<síí
.f *8œ-**m{f* í öbo 'os
| Mswíí $$ t*gat OGtt* um . ■■
Móðir mín
húsfreyjan
Hjá Skuggsjá er komin út bókin
Móðir min húsfreyjan og hefur
hún að geyma minningar 15
manna um mæður sfnar. Þau
sem skrifa eru Ármann Dal-
mannsson, Sigriður Valdimars-
dóttir, Skúli Guðjónsson, Eiríkur
Stefánsson, Auður Eiriksdóttir,
Eirikur Sigurðsson, Guðmundur
Jónsson, Gissur Gissurarson,
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Lilja S. Kristjánsdóttir Ólafur E.
Stefánsson, Einar Gestsson, Emil
Björnsson, Hjörtur E. Þórarins-
son og Öskar Halldórsson.