Þjóðviljinn - 19.11.1977, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1977
Vaxtahaekkunin tekur gildi á mánudag
30 prósent vextir
af vaxtaaukalánum
Víxilvextir hækka úr 171/4 % í 201,2 %
Bankastjórn Seölabankans ákvað i gær vaxtabreyt-
ingar sem gera það að verkum að heildarvextir af al-
mennum sparisjóðsbókum hækka úr 13 í 16% á ári og
heildarársvextir vaxtaaukareikninga hækka úr 26 í
29%. Forvextir af víxlum verða 20 1/2% á ári, er
voru áður 17 1/4%. Af vaxtaaukalánum greiðast nú
30% heildarvextir á ári. Breytingarnar taka gildi á
mánudaginn.
Bankastjórn Seðlabankans ákvað hækkun á verð-
bótaþætti vaxta um 3% á ári frá og með mánudegin-
um. Hækkar verðbótaþáttur allra innláns- og útláns-
vaxta úr 8% í 11% á ári. Einnig var ákveðið að hækka
grunnvexti útgerðarlána úr 6% í 7%, og grunnvexti
endurseljanlegra birgða- og rekstrarlána úr 3% í 4% á
ári. Segir í greinargerð Seðlabankans að þessar breyt-
ingar séu í samræmi við þá stefnu að minnka misræmi
i vaxtakerfinu og jafna lánskjör atvinnuveganna,
jafnframt því sem hækkun grunnvaxta af endur-
seljanlegum lánum sé forsenda nauðsynlegrar hækk-
unar vaxta af bundnu fé innlánsstof nana í Seðlabank-
anum.
Jafnhliða framangreindum vaxtabreytingum hafa
veriðgerðar breytingar á útlánakjörum. Grunnvextir
víxla hækka um 1/4% eða úr 9 1/4 í 9 1/2 á ári. Kjör
yf irdráttarlána á hlaupareikningum batna þannig að
grunnvextir lækka úr 6% í 4% ái, en viðskiptagjald,
sem reiknast af upphæð lánsheimildar, hækkar úr 5 í
7% á ári.
Heimildir innlánsstof nana til að veita vaxtaaukalán
hafa verið rýmkaðar á síðustu mánuðum, segir í f rétt
Seðlabankans og verða rýmkaðar frekar á næstunni.
EÐVARÐ SIGURÐSSON:
Olíufélag
flýr
indíána
QUITO 15/11 Reuter — Franskt
ollufyrirtæki hefur gefist upp á
framkvæmdum i frumskógunum
i austanveröu Ekvador vegna
andspyrnu indiána af ættbálk-
inum Aucas.sem drepiö hafa þrjá
starfsmenn fyrirtækisins i þess-
um mánuöi. Aucas eru aöeins um
500 talsins eftir og lifa enn aö
hætti frumskógaindiána. Þeir
hafa að vopni spjót og blásturpip-
ur, sem þeir skjóta úr örvum, og
eru meistaraskyttur með þessum
vopnum.
r .
Israelsmenn
til Mekka
TEL AVÍV 15/11 Reuter — Fjórir
israelskir Múhameöstrúarmenn
fóru i dag austur yfir Jórdan á
ieiö til Mekku I pilagrimsferö.
Eru þetta fyrstu tsraels-
mennirnir, sem fá aö fara i slikan
leiöangur til helgasta staöar
Múhameöstrúarinnar Fengu þeir
til þess leyfi hjá stjórnarvöldum
ísraels, Jórdaniu og Saúdi-
Arabiu.
Lífeyrissjóðirnir standa ekki und-
ir greiðslum þegar frá líður
Á fundi sameinaös Aiþingis í
gær mæiti Matthias Bjarnason
fyrir þremur stjórnarfrum-
vörpum, tveimur um aimanna-
tryggingar og einu um eftirlaun
aldraöra istéttarfélögum, sem öll
eru til staðfestingar bráöabirgöa-
lögum er rikisstjórnin setti s.i.
sumar til aö auðvelda kjara-
r
Arásir
BEIRÚT 11/11 Reuter —
tsraelskar herflugvélar réðust á
ýmsa staði i Suöur-Libanon i dag,
annan daginn i röð, og herma
fyrstu fregnir að 12 manns hafi
verið drepnir i árásunum i út-
hverfum hafnarborgarinnar
Týrus og i þorpi skammt þar fyrir
sunnan. Árásirnar hófust klukkan
fjögur eftir hádegi, samkvæmt
staðartima, og stóðu i 15 minútur.
samninga á vinnumarkaðinum. t
umræöu um þessi frumvörp
ræddi Eðvarö Sigurösson um
lifeyrirsjóðsmálin.
Endurskipulagning
lifeyriskerf isins
Eðvaröbenti á að það sem ein-
kenndi samkomulagið á vinnu-
markaðinum i mars 1976 og
einnig samkomulagið sem gert
var I júni i ár var að þá var sett
fram stefna um endurskoðun eða
endurskipulagningu lifeyris-
kerfisins. Þar var kveðið á um að
markmið þessarar endurskipu-
lagningar skyldi vera að samfellt
lifeyriskerfi taki til allra lands-
manna, aö lifeyrissjóður og
almannatryggingar tryggi öllum
lifeyrisþegum viðunandi lifeyri,
er fylgi þróun kaupgjalds á
hverjum tima þ.e. verðtryggður
lifeyrir.
Lífeyrissjóður fyrir
alla landsmenn
f mörg ár hefði verið um það
rætt og það verið draumur
margra að á kæmist lifeyris-
sjóður fyrir alla landsmenn.
Vorið 1969 voru verkalýðsfélögin
orðin úrkula vonar um að lög-
gjafarvaldið hefði frumkvæði um
að koma á lifeyrissjóði fyrir alla
landsmenn og þvi sömdu verka-
lýðsfélögin þá um eigin lifeyris-
sjóði. Undanfarin verðbólguár
hafi hins vegar sýnt að sjóðsöfnun
á þennan hátt getur verið mjög
vafasöm á slikum verðbólgu-
timum. Augljóst sé að að lifeyris-
sjóðirnir geta ekki með þeim
tekjum sem þeir hafa staðið undir
lifeyrisgreiöslum þegar frá liður
og lifeyrisgreiðslurnar eru
komnar með fullum þunga á lif-
eyrissjóðina.
Sú verðtrygging sem tekin hafi
verið upp frá áðurgreindum
samningum geti þvi aðeins verið
til bráðabirgða á meöan greiðslu-
byrði lifeyrissjóðanna er ennþá
alveg i lágmarki. Það eru þeir
sem standi undir verðtrygg-
ingunni.
12 miljóna
mismunur
Þá benti Eðvarð á að i þeirri
samtryggingu lifeyrissjóðanna
sem tekin var upp með samn-
ingunum 1976 tii að standa undir
verðtryggingunni, þá láti sumir
sjóðir meira af hendi en þeir fái
til baka, vegna þess hversu
aldursskipting er ójöfn i lifeyris-
sjóðunum. Tók hann sem dæmi,
að þær 22.3 miljónir sem lffeyris-
sjóður Dagsbrúnar fékk úr þessu
kerfi á s.l. ári nægðu ekki til að
standa undir þeim verðtrygg-
ingum sem sjóðurinn tók á sig.
Vonlaus eltingaleikur
segir Ingi R. Helgason
um vaxtahœkkunina
„Ég lít svo á að það sé
óðs manns æði að elta
verðbólguna með vaxta-
hækkunum þegar ekkert
bólar á öðrum aðgerðum
til þess að stemma stigu
við verðbólguþróuninni.
Þetta er vonlaus eltinga-
leikur, sagði Ingi R.
Helgason, fulltrúi Al-
þýðubanda lagsins í
bankaráði Seðlabankans,
i gær. Hann studdi ekki þá
ákvörðun um vaxtabreyt-
ingar sem nú hefur verið
tekin. Þegar samráð var
haft við bankaráðið í
fyrradag um vaxtahækk-
unina vísaði Ingi R.
Helgason til bókunar er
hann lét gera á fundi
ráðsins 14. júlí s.l., þegar
breytingar á vaxtakerf-
inu voru til ákvörðunar.
í niðurlagi bókunarinnar
sagði m.a.:
Viö höfum þegar farið inn á þá
braut að verðtryggja útlán fjár-
festingalánasjóða og lifeyris-
sjóöa, enda er þar i flestum til-
fellum veriö að nota féð til sköp-
unar fastra fjármuna, sem
hækka i verði meö verðbólg-
unni. Allt öðru máli gegnir um
skammtfmalán og reksturslán
Ingi R. Helgason.
til atvinnulifsins. Stórhækkaðir
vextir á slikum lánum i formi
verðbóta gera að minu mati
tvennt:
a) auka almennt rekstursvand-
kvæði atvinnuveganna, og, b)
skila sér siðan I hækkuðu verði á
vöru og þjónustu út á innlenda
markaðinn og ýta undir kröfur
útflytjenda um gengislækkun.
Við mundum þvi búa til meiri
vanda en við leysum, ef við ætl-
uöum okkur að elta verðbólguna
með vaxtahækkunum.
Vandi bankakerfisins sem og
annarra þátta efnahagslifsins
verður ekki leystur meö sifelld-
um vaxtahækkunum einum sér
án viðhlitandi annarra efna-
hagsaðgerða, og með þvi að
hvergi örlar á neinum slikum
ráðstöfunum af hálfu rikis-
stjórnarinnar til að draga úr
vexti hinnar heimatilbúnu verð-
bólgu, get ég ekki stutt hinar
framkomnu tillögur banka-
stjórnarinnar.”
Eðvarð Sigurðsson
Sjóöurinn heföi orðið að greiöa
um 12 miljónir umfram það sem
fékkst úr þessum sameiginlega
sjóði og umfram það sem hann
hafði sjálfur greitt i þennan sjóð.
Kaupmanna-
samtökin
gera
athugasemd
Vegna svohljóðandi fullyrðing-
ar i forsiðugr. i Þjóðviljanum i
gær, 17. nóvember: „Fram til
þessa hefur ekki staðið á henni
(þ.e. rikisstjórninni) að sam-
þykkja hækkanir, ef þær hafa
verið til hagsbóta fyrir atvinnu-
rekendur, eða kaupmenn.”
Vilja Kaupmannasamtök Is-
lands taka fram:
I. Það er misskilningur hjá
Þjóðviljanum, að kaupmenn séu
ekki atvinnurekendur. Þvert á
móti eru þeir svo stórir sem at-
vinnurekendur, að Verslunar-
mannafélag Reykjavikur er
stærsta verkalýðsfélag landsins.
II. Um álagningarhækkunina
og núverandi rikisstjórn er það að
segja, að i tið þessarar rikis-
stjórnar hefur álagning á versl-
unarverningi farið jafnt og þétt
læWtandi og þrátt fyrir þessa á-
lagningarhækkun, sem nú er
leyfð, er álagning mun lægri, en i
tið Lúðviks Jósepssonar, sem við-
skiptaráðherra i vinstristjórn-
ínni.