Þjóðviljinn - 19.11.1977, Side 7
Laugardagur 19. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Margar konur, sem stunda störf úti i þjóðfélaginu,
kunna einmitt sögu af þvi, að karlpeningurinn
hrekkur æði oft illa við, þegar hann sér þess
óræk merki, að konur taki starf sitt alvarlega.
Finnst þeim veldi
sínu ógnað?
Þaö er best að segja þaö
strax; mér fór eins og fleirum,
að ég hnaut um fyrirsögn og
frétt i Þjóöviljanum um miöjan
október, þegar verkfali opin-
berra starfsmanna stóö, og til
orðahnippinga kom milli verk-
fallsvarða BSRB og nemenda
öldungadeildar Menntaskólans
viö Hamrahlið, en kennsla viö
téða dcild var hindruð svo sem
fram kom i fréttinni.
1 fyrstu lotu beindist hneyksl-
un min einkum að þessum frasa
„finar frúr”, þótt mér sé vel
ljóst, hvert alvörumál þaö er,
þegar áætlun, sem naumt stend-
ur tímalega séð tefst vegna ytri
aðstæðna, þótt aldrei nema sjálf
stéttabaráttan sé þar komin I
algleymingi. Ég felli mig ekki
við það, að blað, sem kennir sig
við sósialisma og framfarasinn-
aða hugsun yfirleitt skuli greina
á milli fólks á þennan hátt. Mér
virðist það smáborgaraskapur
oghannheldur aumlegur. Ég fæ
heldur ekki betur séð en með
talinu um „finar frúr” sé komin
kvenfyrirlitning af þvi tagi að
hver og einn, sem leyfir sér að
kalla sig sósialista auk heldur
kommúnista hlýtur að hnjóta
þar um. Þvi miður er afskap-
lega grunnt á þessari kvenfyrir-
litningu hvenær sem i odda
skerst og jafnvel fyrr.
Margar konur, sem stunda
störf úti I þjóðfélaginu, kunna
einmitt sögu af þvi, að karlpen-
ingurinn hrekkur æði oft illilega
við, þegar hann sér þess óræk
merki, aðkonur taki störf sin al-
varlega, séu að bera sig að auka
hæfni sina og efla vitsmunalíf
sitt.
Það er likast þvi sem þeim
finnist þar með veldi sinu ógn-
að.
Nokkuð er, að ekki hefur litið
verið lagt upp úr þvi um langan
aldur að forheimska kvenkynið,
en samt finnst mér það litt skilj-
anlegt, ef þvi er virkilega þann-
ig farið að karlmenn vilji þrátt
fyrir allt ekki fá jafningja að
vitsmunum og hæfni sér við hlið
til þess að stjórna heiminum,
sem við öll eigum að búa við. Nú
mætti bæta þvi við að karlmenn
geta svo sem verið óhræddir.
Konurnarmunuekkiinnan tiðar
ná þar með tærnar sem þeir
hafa hælana, en ekki ættu menn
þar fyrir að tapa allri yfirsýn.
Það, sem mér fellur sérlega illa
að s já i blaði á borð við Þjóðvilj-
ann er t.d. þessi flokkun á kon-
um i „fínar frúr” og hver veit
hvað,enþaðerfleira,sem gefur
tilefni til umræðu i þessu
samhengi. Svo áðurnefndum
smáborgaraskap sé sleppt, og
mætti ég aftur nefna kvenfyrir-
litningu, þá sýnist mér gæta hér
meiri grunnhyggni en sósialist-
ar geta leyft sér að viðhafa.
Þessi flokkun byggist ekki á
neinu þvi, er konan sjálf hefur
fram að færa i krafti eigin
persónuleika og hæfni, heldur
byggist sú staða hennar, er fær
nafngiftina „fin frú” á framlagi
karlmannsins, þess manns, er
hún hefur bundist og tekist á
hendur samkvæmt skulum við
segja langtimasamningi að
stússa i kringum.
Stundum þarf hann að gera
„karrier”, eins og það heitir, og
þá er það ekki bráðónýtt fyrir
hann að hafa konu sér við hlið,
sem er hæfilega hæversk og hlé-
dræg eins og karlmannaþjóð-
félagið vill hafa konurnar og
truflar ekki framgang hans með
eigin fyrirætlunum, heldur styð-
ur einlægt við hann og stendur
við hliðhans, ef einhver kannast
við orðalagið, einatt með þvi að
beita ekki eigin persónuleika aö
ekki sénútalaðum það beinlinis
að þurrka hann út. Hvað skyldu
þær nú raunverulega geta sýnt
af sér allar þær konur, sem af
margþættum ástæðum er haldið
litt virkum daginn þann, er á
það kynni að reyna hvað þær
gætu sjálfar af mörkum lagt til
þess að standa undir eigin
tilveru?
Ég gæti best trúað þvi, að ein-
mitt um þessar mundir séu
margar konur að heyja harða
baráttu til þess að verða færar
um að sjá sér og f jölskyldu sinni
farborða.
Það kynni að hafa farið fram-
hjá ágætum fréttamanni
Þjóðviljans, að t.d. i öldunga-
deildum menntaskóla landsins
fer fram sjálfstæðisbarátta ekki
ómerkari ýmsum, er hafa þótt
tiðindum sæta.
Ekki má láta sér sjást yfir það
sem raunverulega er að gerast,
þegar konur, og nú skulum við
sleppa hjúskaparstétt, eru sem
óðast að þyrpast á skólabekk til
að afla sér þeirrar menntunar,
sem þær af ýmsum ástæðum
fóru á mis við á æskudögum.
Það gat verið sökum uppeldis-
áhrifa og hefðar og vitanlega af
efnalegum ástæðum. Stúlka,
sem els.t upp i yfirstétt eða hjá
sæmilega efnuðum foreldrum
hefur auðvitað forskot til þess
að stunda nám, sem hugur
hennarstendurtil, en það er allt
eins vist, að uppeldisáhrif komi
þar til og hindri, að hún geri sér
ljóst, að sá dagur kemur er hún
verður að vera til þess fær að
standa áeigin fótum.
Það hafa foreldrar væntan-
lega gert syninum ljóst með til-
heyrandi ráðstöfunum og
hvatningum, en stúlkan veðjar
á giftinguna, og er i flestum til-
vikum til þess hvött.
Konur yfirstéttar búa einnig
við hatramma kynferðislega
kúgun, þótt vitaskuld megi færa
á það sönnur að fangelsi þeirra
sé bærilegra til vistar og á allan
hátt aðgengilegra hið ytra en
þröngt búr þeirra kvenna lág-
stéttanna, sem hvorttveggja
verða að sjá um sinn heimilis-
rekstur og stunda vinnu utan
heimilisins, einhæfa og illa
launaða.
Oft hefur það komið fram og
réttilega, að framgangur rót-
tækra kvennahrey finga
nútímans er ekki hvaö sist
bundinn við stéttabaráttu og
róttæka verkalýðshreyfingu.
Ekki skal hér dregið úr réttmæti
slikra fullyrðinga, en þó má
ekki gleyma þvi, að sú kvenna-
bylting, er nú hefur staðið um
hrið, hefur nokkra sérstöðu.
Hún gengur allt eins þvert á
allar skilgreiningar um stéttar-
legar afstæður og fleira i
marxiskum skilningi, en tekur
til kvenna við allar njögulegar
aðstæður og innan allra stétta.
Þetta er mannréttindabarátta,
sem likja mætti viö baráttu
blökkumanna svo sambærilegt
dæmi sé nefnt.
Kona, sem til að mynda er gift
hálaunuðum embættismanni
ellegar fjármálamanni, sem
hefur veruleg umsvif með til-
heyrandi fyrirgangi hún getur
verið fangi sinna aðstæðna, þótt
bærilegar kunni að sýnast hið
ytra rétt eins og sú kona, sem
þarf að heyja harða lífsbaráttu
dag hvern til þess að framfleyta
sér og sinum.
Að báðum er þrengt sem
manneskjum, þótt með ólikum
hætti sé, og það er einmitt það,
sem er að gerast um okkar
daga, aö konur eru aö vakna til
vitundar um, að þær vilja brjóta
af sér þá hefð, sem markar
þeim ákveðið svið og þröngt
vegna þess, að þær eru konur.
Þessa sjálfstæðis- og jafn-
réttisbaráttu vil ég, að blað,
sem kennir sig við sósialisma og
fleira gott viðurkenni og virði i
orði og verki.
Ýmsar i hópi þessara kvenna,
sem eru að heyja margnefnda
sjálfstæðisbaráttu má vafalaust
kenna við skoðanir, sem við, er
að Þjóðviljanum og t.d. Norður-
landi stöndum, myndum kalla
afturhaldssamar, en þá skulum
við ofur einfaldlega ræða við
þær, ef færi gefst á málefnaleg-
um grunni, sem sjálfstæða,
fullgilda einstaklinga, en ekki
sem eiginkonu þessa eöa hins.
S.G.
„Vonarblóm”
frá Hellissand
Ot er komin ljóðabókin Vonar-
blóm eftir Grétar H. Kristjánsson
og er þetta fyrsta bók höfundar.
Grétar er Snæfellingur, nánar til-
tekið frá Hellissandi. Hann er
fæddur þar 2. marz 1944 og ólst
upp þar og hefur lengst af stundað
sjóinn. Snemma fór hann að yrkja
og hefur sagt frá þvi, aö ljóöin
verði til löngu áður en hin eigin-
lega yrking fer fram. Ljóðin bera
sterkan keim af þvi umhverfi
sem hann hefur alist upp i.
Bókin er 94 blaðsiður. Nokkrar
teikningar eru i henni eftir eigin-
konu Grétars, Guðnýju Sigfús-
dóttur, og gerði hún einnig kápu-
teikningu.
Prentverk Akraness prentaöi
bókina en höfundur er sjálfur út-
gefandi.
Guöný Sigfúsdóttir gerfti
teikningarnar i „Vonarblómi”.
Björgun
eða bráður
bani
Björgun efta bráftur bani heitir
bók eftir Brian Callison sem
Skuggsjá gefur nú út I flokki svo-
kallaöra háspennusagna. Þýft-
andi er Hersteinn Pálsson. A bók-
arkápu er vitnaft I Graham Lord i
Sunday Express. en hann segir:
„Blóðidrifin ógnarsaga um
morð, ofbeldi og dularfulla at-
burði úti á rúmsjó, sem ættu að
gleðja hina fjölmörgu lesendur,
sem velta þvi fyrir sér, hvað hafi
eiginlega orðið af hinum gömlu,
góöu ævintýrafrásögnum. Og
svarið er, að Brian Callison skrif-
ar enn slikar sögur.”
Aðalfundur Landssambands stangarveiðifélaga
Vilja nánara samstarf við
veiðiréttareigendur um
útboðsreglur
27. aðalfundur Landssambands
stangarveiðifélaga var haldinn i
Borgarnesi 12. og 13. nóvember
s.l.
veiðisvæði, láti islenska stangar-
veiðimenn njóta þeirra.
Margar tillögur voru lagöar
fram um framangreint efni, og
skorað á stjórn Landssambands-
ins að leita eftir nánara samstarfi
við veiðiréttareigendur um út-
boðsreglur, og að leysa ýmis
vandamál andstæðra hagsmuna
Framhald á 18. siðu
Aðild að landssambandinu eiga
29 stangarveiðifélög um allt land,
og sátu 80 fulltrúar aðalfundinn,
en þeir hófu störf sin með þvi aö
minnast Friðriks Þórðarsonar
forstjóra frá Borgarnesi, sem var
einn af stofnendum Landssam-
bandsins, og sat i stjórn þess i 19
ár.
Gestir fundarins voru dr. Guð-
mundur Pétursson forstöðumaö-
ur Tilraunastöðvar Háskólans i
meinafræði að Keldum, sem flutti
erindi um fisksjúkdóma, og Einar
Hannesson fulltrúi Veiðimála-
stjóra, sem talaði um viðfangs-
efni Veiðimálastofnunarinnar.
Miklar umræður fóru fram um
vandamál stangarveiðiiþróttar-
innar hérlendis, og snérust þær
einkum um ásókn erlendra veiði-
manna i islenskar laxveiðiár, en
sem kunnugt er hafa þeir margar
bestu veiðiárnar um hásumarið.
Ýmsar hugmyndir komu fram
á fundinum um hvernig ætti að
bregðast við þessu, svo sem að
leita eftir betra samstarfi við
veiðiréttareigendur um lausn
þess réttindamáls, að islenskir
stangarveiðimenn fái forgang i
sinu eigin landi.
Einnig kom fram það sjónar-
mið að hið opinbera, sem á mikl-
ar jaröeignir og viðáttumikil
Basar Kvenfélags
Karlakórs R.víkur
1 dag kl. 2 (laugardaginn 19/11
1977) heldur Kvenfélag Karlakórs
Reykjavikur hinn árlega basar
sinn að Hallveigarstöðum við
Túngötu. Er þar margt mjög
góðra muna á boöstólum, svo sem
fatnaður, jólavörur allskonar,
kökur o.m.fl.
Um árabil hefur Kvenfélag
KarlakórsReykjavikur starfað af
miklum áhuga og hefur þaö verið
kórnum ómetanlegur styrkur.
Hafa konurnar oft lagt fram
drjúgan fjárhagslegan skerf til
tónlistarstarfa kórsins, auk þess
að vera hinn ómissandi félagi i
öllu félagslifi hans. Um 40 konur
eru nú i félaginu og er formaöur
þess Jensina Jóhannsdóttir.