Þjóðviljinn - 19.11.1977, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1977
yera
I lögum um eftirlaun forseta
tslands nr. 26 frá 2. mai 1969
stendur eftirfarandi klausa:
,,Nú andast maður er eftir-
laun tekur samkv. þessari grein
og skal þá greiða ekjyu hans
(leturbr. blaðsins) 60 hundraðs-
hluta þeirra eftirlauna sem
hann naut. Sömu eftirlaun skal
hún fá eftir lát manns sins,enda
þótt hann hafi ekki náð 65 ára
aldri er hann lést.”
Greinilegt er af þessu að lög-
gjafanum kemur ekki til hugar
að kona geti gegnt starfi forseta
tslands, það starf er þvi samkv.
þessu frátekið fyrir karla.
Hvílík
ógn og
skelfing
Jafnrétti í
eienum
Það ervon að þeim blöskri
heimtufrekjan i Rauösokkum
blessuðum forvitnu konunum
og húsmæðrunum hans Velvak-
anda, sbr. þessa tilvitnun úr
bréfi einnar þeirra til hans 8.
þ.m. þar sem rætt er um kröfu-
gerð Rauðsokka.
Ókeypis þetta og ókeypis hitt,
og lengja fæðingarorlof og fleiri
atriði. Hver á að bera kostnað-
inn? Ríkið geri ég ráð fyrir en
hverjir eru ríkið? Skattborgar-
ar geri ég enn ráð fyrir og siðan
lendir þetta allt á okkur öllum
þ.e. það sem aðeins hluti fólks-
ins þarf að fá, svo sem dag-
heimilaþjónustan. Allir eiga að
greiða hana niður fyrir þá sem á
henniþurfa að halda. En þannig
kemur e.t.v. bezt fram stefna
rauösokkahreyfingarinnar, allir
eiga að vera saman um alla
hluti, og enginn á kannski að
eiga neitt meira en annar. Ætli
það komi ekki bráðum jafnrétti
i eignum.
Eins og sjá má nægir „þrýsti-
hópunum” ekki að heimta
ókeypis dagheimili fyrir öll
börn, heldur er gengið svo langt
að krefjast jafnréttis fyrir allt
fólk. Ja, er nema von að gott og
guðhrætt fólk fái fyrir hjartaö.
Að hugsa sér þá ógn og skelf-
ingu ef eignajafnrétti yrði að
veruleika. Allavega yrði hún
Auður Geirs að láta einhvern
spón úr askinum sínum ef slik
býsn gerðust.
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Heiga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
Vil ekki flokka
allar konur saman
— segir Lís
Margir sem vilja kynnast
Rauðsokkahreyfingunni hafa
kvartað yfir þvi að erfitt sé að
hefja störf i hópunum undirbún-
ingslitið, og hafa nokkrir gefist
upp af þeim sökum. Til að bæta
hér úr starfar að staðaldri á
haustin svokallaður Nýliðahóp-
ur og er nýju fólki þá kynnt starf
hreyfingarinnar og starfshættir
og einnig flutt erindi um ýmis
mál sem eru efst á baugi það og
það sinnið.
Nómskeiðí ræðumennsku
Nú i haust hefur nýliðahópur-
inn hist vikulega i nokkrar vikur
og hafa verið rædd alls konar
mál sem snerta jafnréttisbar-
áttuna, bæði verkalýðsmál,
uppeldismál, kvennabókmennt-
ir o.fl. 1 næstu viku gengst hóp-
urinn svo fyrir námskeiði i
ræðumennsku og fundastörfum
og eru allir Rauðsokkar að
sjálfsögðu velkomnir á nám-
skeiðið. Leiðbeinandi verður
Vilberg Sigurjónsson og er ætl-
unin að hafa fundi þrjú kvöld i
röð, 2L-23,nóv. og hefjast þeir kl.
20.30.
Fyrir skömmu heimsóttum
við nýliðahópinn þar sem hann
var önnum kafinn við að ræða
sögulega þróun kvenfrelsisbar-
áttunnar undir leiðsögn Vil-
borgar Sigurðardóttur og tókum
tali tvo nýliða, þær Lís Sigur-
björnsdóttur sem er nemandi I
6. bekk MR og Mariu Guð-
mundsdóttur, nema i hjúkrun-
arfræðum við Hl.
— Við spurðum fyrst LIs
hvers vegna hún hefði haft
áhuga fyrir þvi að koma og
kynnast Rauðsokkahreyfing-
unni.
Hef lengi haft áhuga á
jafnréttismálum.
— Ég hef lengi haft áhuga
fyrir þvi að berjast fyrir jafn-
rétti og á móti misrétti alls stað-
ar i þjóðfélaginu. Konur finnst
mér enn verr settar en karlar,
Viðtöl
við tvo
nýliða:
en auðvitað er kvennabarátta
lika stéttabarátta.
Samt finnst mér ekki að
það eigi að flokka allar konur
saman. Konur i borgarastétt
fylgja körlum i sömu stétt, en
konur og karlar i verkalýðsstétt
eiga samstöðu.
— Eru jafnréttismál mikið
rædd meðal skólafélaga þinna?
— Nei, þau eru nánast alls
ekki rædd. Mér finnst flestir
vera á þvi að ekki sé um annað
að ræða en sætta sig við rikjandi
ástand. Þetta hafi alltaf verið
svona og þá verði þvi ekki
breytt.
— i hvaða hópi innan Rauð-
sokkahrey fingarinnar viltu
helst starfa i vetur?
— Ég hef mestan áhuga á
verkalýðsmálahópnum. Ég hef
' alltaf haft mikinn áhuga á
verkalýðsmálum og þau eru jú
undirstaðan.
Langar til þess að taka
virkan þátt í baráttunni
Maria
Og María tók mjög I sama
streng og Lis, þegar hún var
spurð hvers vegna hún hefði
fengiö áhuga á Rauðsokka-
hreyfingunni.
— Misréttið blasir alls staðar
við, sagði hún. Sérstaklega i
launamálum, og lika eru dag-
vistunarmálin i svo miklu
ófremdarástandi að eitthvað
róttækt verður til bragðs að
taka. Það er ekki aðeins að
venjulegt fólk fái alls ekki pláss
fyrir börnin sin á dagheimilum,
heldur er lika stórskaðlegt fyrir
börnin sem þar eru að alast upp
I svona einlitumjiópi, en ejns og
allir vita eru á dagheimilunum
aðeins börn einstæðra foreldra
og námsmanna. Hvers konar
þjóðfélagsmynd ætli þau f>ái?
Vil gera eitthvað — ekki
bara kvarta
— Mig hefur lengi langað til
að gera eitthvað sjálf til að þoka
jafnréttismálunum áleiðis; mig
var farið að langa mikið til að
taka virkan þátt i baráttunni,
ekki bara sitja úti i horni og
kvarta Og þess vegna er ég
hingað komin.
— Heldur þú að jafnmikið
' misrétti riki á heimilunum og
fyrir t.d. 15 árum.
— Það get ég ekki fullyrt um,
en mig grunar að viða sé jafn-
réttið þar ekki mikið og hefð-
bundin verkaskipting það al-
segir María
gengasta. Mér finnst alls ekki
rétt að ýta konum út á vinnu-
markaðinn, nema karlinn taki
um leið á sig sinn hluta af heim-
ilisverkunum og barnauppeld-
inu. Mér finnst sorglega margir
gleyma þvi að börn eigi tvo for-
eldra.
Heimilin ekki einráð um
uppeldið
— Og uppeldið þarf að mótast
alveg frá byrjuaþannig að jafn-
rétti sé sjálfsagður hlutur og
börnin alin eins upp án tillits til
kyns. Mér er það þó ljóst og hef
rekist á það hjá kunningjafólki
minu að þar eiga foreldrar oft
erfitt um vik. Uppeldið fer
nefnilega ekki bara fram á
heimilunum, og jafnvel mjög
ung börn eru greinilega mikið
nótuð af viðhorfum sem rikja ut
an heimilisins.
Ræðir ungt fólk fólk á
þínum aldri jafnréttis-
mál?
— Yfirleitt litið. Vinkonur
minar sem ég umgengst mest
gera það samt og við erum al-
veg undrandi stundum á þvi
hvað margt kornungt fólk
sem er að þvi komið að stofna
heimili virðist sljótt fyrir þess-
um málum. En mig grunar að
margir vakni upp við vondan
draum þegar veruleikinn blasir
við og menn komast að raun um
að gamla hefðbundna kerfið fær
ekki einu sinni staðist. Með þvi á
ég við að flestar konur hafi ekki
um neitt að velja, þær verði að
fara út að vinna, einfaldlega
vegna þess að laun bóndans
nægja engan veginn til að sjá
fyrir fjölskyldu. Og kannski er
karlinn þá ekki tilbúinn til að
viðurkenna jafnréttissjónar-
miðin og sinna heimilisstörfun-
um eins og konan og ætlast til að
konan bæti þeim bara á sig.
Erum að kanna stöðu
verkakvenna
Verkalýðsmálahópur Rauðsokka
vinnur með 1. des. nefndinni
Það eru alltaf fjörugar um-
ræöur i verkalýðsmálahópi
Rauðsokka, en hann er einn af
fjórum föstum staríshópum
hreyfingarinnar. Þetta er þriðja
árið sem hópurinn starfar og
fundirnir eru á hverju miðviku-
dagskvöldi i Sokkholti. Við
litum inn eitt kvöldið til að fá
fréttir af þvi sem hópurinn hefði
aðallega fyrir stafni um þessar
mundir, og hafði Guðrún ög-
mundsdóttir aðallega orð fyrir
fundarmönnum:
5 hópar
— Við erum nú að vinna með
1. des. nefndinni og erum að fást
við eitt verkefni af fimm sem
nefndin tekur fyrir i jafnmörg-
um hópum. Verkefnið sem við
erum með i er um stöðu verka-
kvenna. Hinir hóparnir fjórir
eru þessir: Konur og menntun,
konur og kynferðismál, staða
kvenna i fjölskyldunni og karl-
maðurinn.
— Við i verkalýðsmálahópn-
um komumst ekki yfir önnur
verk fram að mánaðamótum,
enda er starfið ærið sem við er-
um að vinna að. Við höfum við-
að að okkur heilmiklum upplýs-
ingum, sem við þurfum að vinna
betur úr. Við tökum t.d. fyrir og
athugum kannanir sem til eru
um hlutfall kvenna og karla i
lægstu launaflokkum BSRB,
eins um atvinnuöryggi i frysti-
húsum, en það liggur nokkuð
ljóst fyrir að uppsagnirnar i
frystihúsunum i haust bitnuðu
fyrst og fremst á konum. Þá er-
um við einnig að athuga starfs-
mat Iðjuj það er að visu gamalt
en lýsir viðhorfum til mats á
vinnu kvenna annars vegar og
karla hins vegar og við höfum
lika tölur um fjölda kvenna og
karla i lægstu launaflokkum
Iðju.
— Enn er of snemmt að nefna
hér nokkrar tölur um þessi atr-
Guðrún
iði, það gerum við i dagskránni
1. des.
Framhald á 18. siðu