Þjóðviljinn - 19.11.1977, Side 15
Laugardagur 19. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
stjórnarinnar siöari aö snúa þró-
uninni viö, m.a. meö stóraukinni
áherslu á framleiðslugreinar at-
vinnulifsins. En þrjú vinstri
stjórnarár gátu ekki aö öllu leyti
breytt þvi, sem gerst haföi á 12
svonefndum viöreisnarárum. Til
dæmis tókst ekki aö knýja fram
strúktúrbreytingar i banka- og
tryggingakerfi eða á öörum sviö-
um viöskiptalifs en sjá má i hag-
skyrslum aö á vinstri stjómar ár-
unum hefur aukning mannafla
oröið hlutfallslega mest i bygg-
ingarstarfsemi vegna störauk-
inna ibúöahúsabygginga og opin-
berra framkvæmda.
Kaupin á nýjum flota skuttog-
ara höföu I för meö sér stórfellda
hagræðingu i útgerö, þvi aö miklu
færri menn þurfti á hvert skip,
svo aö fjöldi sjómanna jókst ekki.
Hins vegar var mikill meirihluti
þessara skipa i félagslegri eign
með einum eöa öörum hætti og
þess vegna breyttust eignarhlut-
föll i landinu enn á ný og nú i
gagnstæða átt miöað viö þá þróun
sem oröiö haföiá seinasta áratug.
A vegum Þjóöhagsstofnunar fer
nú fram rannsókn á eignaraðild
aö framleiöslutækjum á Islandi.
Þar sem hún er aö sjálfsögöu
framkvæmd af visindalegri ná-
kvæmni meö aöstoö tölvu-tækni
eru niöurstööur ekki væntanlegar
fyrr en á næsta ári. Ég hef þó not-
iö aöstoðar hagfróöra manna viö
aö áætla lauslega, hvernig þessi
mál standa i dag. A 20 ára tima-
bili frá 1955-1975 jókst ibúafjöldi á
landinu um 37%, en framleiöslu-
fjármundir jukust aö verömæti
um 200% á föstu verölagi. Fram-
leiöslufjármunir i landbúnaöi
jukust langsamlega minnst en
aukin fjárfesting I verslunar-,
veitinga- og skrifstofuhúsnæöi
var talsvert yfir meöallag. Sama
gilti um iönaðinn og munar þar
mest um Alveriö i Straumsvik.
En langmest aukning fram-
leiðslufjármuna á þessu 20 ára
timabili reyndist vera 1 fiskiskip-
um eöa 263%.
Sföan 1957 hefur eignarhlut-
deild sjálfseignarbænda lækkaö
verulega eöa úr 33% i rúm 17%.
önnur hlutföll viröast hafa hækk-
aö aö sama skapi og er einka-
reksturinn skv. þessum útreikn-
ingum kominn meö tæp 44% af
framleiöslufjármunum lands-
manna, en félagslegir aöilar meö
39%.
Hin miklu skuttogara-
kaup breyttu myndinni
Þaö merkilega er, að niöurstaö-
en af þessum óná'kvæmu út-
reikningum veröur næstum sú
sama og hún var fyrir 20 árum
hvað snertir hlutföll milli einka-
rdcsturs annars vegar og félags-
legs reksturs hins vegar, ef hlut-
deild bænda er tekin úr úr mynd-
inni, þ.e. einkarekstur meö53% og
félagslegur rekstur með 47% i
staðinn fyrir 51% á móti 49%
fyrir 20 árum. Þessi niöurstaöa
bendir til þess, að hin miklu skut-
togarakaup félagslegra aðila á
þessum áratug hafi að miklu leyti
vegiö upp þá breytingu á eigna-
hlutföllum, sem sennilega varö á
seinasta áratug.
Þess vegna hef ég dregið fram
þessar hagfræöilegu upplýsingar,
aö þær segja býsng mikiö um
stööu okkar i dag. Valdastaöa for-
réttindastétta er hér miklu veik-
ari en viðast hvar i kapitaliskum
rikjum. En skilningur á nauðsyn
þess að samtök fólksins ryðji
brautina, er mjög útbreiddur og
rótfastur, einkum utan höfuð-
borgarsvæöisins. Langvarandi
jafnteflisaðstaða milli félags-
legra afla og einkaauðmagns
hefur sett sitt mark á flesta þætti
þjóðlifsins og gerir enn.
Félagshyggjumenn hafa
breiðan og sterkan
grunn að byggja á
Þaö er stórkostlega mikilvægt,
aö þessi staöa raskist ekki frekar
til hins verra. Þótt litiö eitt hafi
hallað á félagslegan rekstur á
seinustu tveimur áratugum er
munurinn enn mjög litill og is-
lenskir félagshyggjumenn hafa
þvi breiöan og sterkan grunn að
byggja á og góö skilyröi til aö
snúa vörn i sókn. I þeirri baráttu
munu Alþýðubandalagsmenn
standa fremstir i flokki og lita á
það sem eitt helsta hlutverk sitt
aö skipuleggja sókn félags-
hyggjumanna á Islandi.
Þetta verkefni veröur sist
mipna, þegar haft er i huga, aö
samvinnurekstur á Islandi hefur
löngum verið aö verulegu leyti i
höndum manna, sem haft hafa
rika tilhneigingu til samstööu
meö hægri öflum. En þeim mun
meiri er þörfin á aöhaldi frá
vinstri.
Við þurfum að marg-
falda starf okkar i Sam-
vinnuhreyfingunni.
I stórauknu samvinnustarfi
liggja stórkostlegir möguleikar
ónotaöir, eins og best má sjá á
hröðum vexti framleiöslusam-
vinnufélaga i rafiönaöi. Viö þurf-
um að margfalda starf okkar i
samvinnuhreyfingunni og um-
fram allt aö hrista úr henni þann
félagslega doöa, sem þar gerir
vart við sig.
Aukin áhrif starfs-
manna og hagræðing i
rekstri
Ekki breytir það heldur eöli
þessa máls, þótt ríkisrekstur i
höndum hægri sinnaðra stjórn-
valda hafi oft gefið vonda mynd
af félagslegum rekstri, bæði
vegna lélegrar stjórnunar og
vegna þess aö hann er vanræktur
eðamisnotaöuriþágu einkaaöila.
Það er einmitt hlutverk okkar aö
nota þau tækifæri sem gefast til
aö endurskipuleggja rikisrekstur
i landinu, bæöi með stórauknum
áhrifum starfsmanna á stjórn
fyrirtækjanna og meö hagræð-
ingu i rekstri.
Þátttaka sveitarfélaga i at-
vinnurekstri hefur fariö vaxandi
áseinustu áratugum, einkum i út-
gerö og fiskvinnslu, og viröist
ekki lengur pólitiskt deiluefni,
eins og áöur var.
Jafnframt er þörf á þvi aö leita
nýrra leiöa til eflingar félagslegs
reksturs. Einn mesti vandinn viö
uppbyggingu sam vinnufyrir-
tækja er skortur á eigin fjár-
magni, sérstaklega ef reksturinn
byggist á mikilli fjárfestingu. A
hinn bóginn eru þau fyrirtæki
óneitanlega nokkuö þunglama-
legri i uppbyggingu og rekstri,
sem háö eru fjárveitingavaldí
Alþingis eöa sveitarstjórna. Hér
þarf þvi aö leita aö hagkvæmum
millileiðum.
Samvinnufélög byggö á fjár-
hagslegum stuöningi rikis og
sveitarfélaga og með takmark-
aðri stjórnaraöild opinberra aðila
en undir forystu og stjórn starfs-
manna gætu átt fyllsta rétt á sér
og hugsanlega orðið kraftmeiri en
aörar tegundir félagslegs rekst-
urs. Hins vegar vantar fordæmi
og nauðsynlegan lagaramma.
Stórfelldir möguleikar á
að gagnsýra atvinnulifið
Aöalatriöiö er, aö sótt sé á af
fullum krafti aö efla félagslegan
rekstur á mörgum vigstöövum
samtimis. Sósialistar og aörir fé-
lagshyggjumenn á lslandi munu
ekki biöa þess, aö hrun auövalds-
skipulagsins færi þeim sósialisma
á silfurfati. Viö höfum stórfellda
möguleika á, aö gagnsýra at-
vinnulifið meö ýmsum tegundum
af félagslegum rekstri, ef skilyröi
veröa hagstæð, rikisvaldiö fé-
lagslega sinnaö og unnt veröur aö
koma í veg fyrir utanaökomandi
erlenda ihlutun.
Hættan liggur i inn-
streymi erlends fjár-
magns
Með erlendri ihlutun á ég aö
sjálfsögöu viö fjárhagslega ihlut-
un fjölþjóðlegra auöhringa. Við
vitum, aö leiö félagslegrar upp-
byggingar atvinnuveganna er
löng og seinfarin og þess er ekki
að vænta, jafnvel þótt þjóöfélags-
þróun næstu ára mótist að tals-
veröu leyti af viöhorfum vinstri
manna, aö um veröi aö ræöa
stökkbreytingar og snögga sigra.
Eins er þótt áhrif einkaauð-
magnsins fari vaxandi nú um
nokkurt skeiö: að ööru óbreyttu
yröi röskun á eignarhlutföllum
ekki stórfelld, a.m.k. fyrst um
sinn, þarsem félagslegur rekstur
hlyti samtimis aö taka nokkrum
þroska. Þaö eina sem gæti valdiö
stórfelldri röskun til hins verra,
er hinsvegar þaö, aö opnaðar
yrðu gáttir fyrir innstreymi er-
lends f jarmagns i stórum stil. Þar
i liggur mikil hætta, og hún hefur
aldrei veriö jafn yfirvofandi.
Frá Ásunum
A mánudaginn var lauk hjá
félaginu hraösveitakeppni 1977-
78, kennd viö Þorstein Jónsson.
Sigurvegarar, aö þessu sinni,
varö „feögasveitin”, undir
stjórn ólafs Lárussonar, en auk
hans eru f sveitinni: Rúnar
Lárusson, Hermann Lárusson
og Lárus Hermannsson.
Röö efstu sveita:
1. Ólafur Lárusson 858 stig.
2. Sævar Þorbjörnsson 836 st.
(Egill Guöjohnsen, Sigurður
Sverrisson, Guöm. Hermannss.
og Skafti Jónss.)
3. Kristján Blöndal 834 stig
(Valgarð Blöndal, Georg
Sverrisson, Friörik Guömunds-
son og Baldur Kristjánsson.)
4. Armann J. Lárusson 832 stig
(Sverrir Armannsson, Einar
Þorfinnsson og Sigtryggur Sig-
urösson)
5. Vigfús Pálsson 830 stig (Skúli
PBC:
meters”-keppni félagsins:
1. Alda Hansen — Nanna
Agústsdóttir 4192 stig
2. Halla Begþórsdóttir — Krist-
jana Steingr.dóttir 4174 st.
3. Dóra Friðleifsd.. — Sigrlöur
Ottósdóttir 4130 stig.
4. Guöriöur Guöm.d. — Kristin
Þóröardóttir 4130 stig
5. Laufey Arnalds — Asa
Jóhannsdóttir 4082 stig
6. Sigrún Isaksdóttir — Sigrún
Ólafsdóttir 4077 stig
7. Ingibjörg Halldórsdóttir —
Sigriður Pálsdóttir 4032 stig
BRIDGE
Umsjón:
Baidut Knstjansson
olafur Ldrusson
8. Sigurður Ingi Sverriss. —
Sigurður Ingim.son 110 stig
Meöalskor er 108 sti(
S.Þ.
Frá Bridgefél.
Kópavogs
Eftir 4 umferöir af 5, I hraö-
sveitakeppni félagsins, var
staöa efstu sveita þessi:
1. GrimurThorarensen 2393 stig
2. BjarniPétursson 2352 stig
3JónatanLindal 2328 stig
4.BöövarMagnússon 2234 stig
Hvað er á seyði?
Einarsson, Haukur Ingason og
Þorlákur Jónsson)
Alls tóku 11 sveitir þátt i
keppninni. Næsta mánudag,
hefst aöalsveitakeppnin, og er
skráning þegar hafin i hana, i
simum 41507 Ólafur Lárusson og
81013 Jón Páll Sigurjónsson.
Skoraö er á sem flesta aö láta
skrá sig hiö fyrsta.
Stjórn Asanna minnir á hjóna-
og nema-afslátt, sem veittur er i
öllum keppnum félagsins. Spil-
aö er IFél.-heim. Kópavogs, efri
sal,og hefst keppni kl. 20.00.
Já Já-Nei Nei
Ekki hefur enn veriö hægt að
halda formannaráöstefnu á
vegum BSI. Ætlunin var, fyrir
mánuði eöa svo, aö halda þenn-
an blessaða fund á Akureyri,
eöa svo héldu menn almennt, en
ekki hefur oröiö af honum.
Nýjustu fregnir herma, aö
hann verði haldinn aðra helgi,
hérfyrir sunnan (Sjálfsagt betri
færö hér...). Hringlandaháttur
og ruglingur hefur einkennt
fyrirhugað fundarhald, auk
þess, sem það er allt of seint á
ferðinni.
A sama tima hefur stjórn BSl
ákveðið úrtökumót fyrir lands-
liö og sett ákveöin timatak-
mörk fyrir þátttökutilkynningu
i þaö mót eða 1. des.
Óhætt er aö segja, aö þá loks-
ins er aö koma einhver ákvörö-
un frá BSI, þá kemur hún sér
ákaflega illa fyrir suma. Td.
eru unglingar hér fyrir sunnan,
illa undirbúnir fyrir mót þetta,
þar sem engin ákveðin ungl.pör
(utan eitt) höfðu tekiö spil sam-
an þartil fyrir skemmstu. A ég
þar viö fastákveöinn makker-
skap, æföan og velundirbúinn.
Þessi ákvöröun er þvi full-
snemma á ferðinni, þvi ekki má
gleyma prófönnum hjá þeim
sem eru i skóla. Hallast undir-
ritaöur á þaö, að betra heföi
veriö, aö senda inn þátttökutil-
kynningu fyrir 1. jan. 78., og aö
úrtakan færi fram síðla jan.
mánaöar,er prófum er almennt
lokið. Hætter viö,aö ekki finnist
besti ungl.makkerskapurinn,
innbyröis, fram aö 1. des.
Frá bridgefél.
kvenna
Eftir 28 umferöir af 35 er
staöa efstu para þessi i „baro-
8. Gunnþórunn Erl.d. — Ingunn
Bernburg 3908 stig,
meöalskor 3672 stig.
Næstu 4 umferöir veröa spil-
aöar á mánudaginn kemur.
Spilaö er i Domus Medica.
Tropicana
keppni TBK
Fyrsta kvöldiö i Tropicana-
hraðsveitakeppni TBK, var
spilað fyrir skemmstu. Aö þvi
loknu er staöa efstu sveita
þessi:
l.Sigurbjörn Armannsson 658
stig
2. Guðmundia Pálsdóttir 638 stig
3. Bragi Jónsson 626stig
4. Hannes Ingibergsson 621 stig
5. Ragnar Óskarsson 605 stig
6. RafnKristjánsson 603stig
Meöalskorer 576stig
2. umferö var spiluð á fimmtu-
daginn var.
Frá Barðstr.
félaginu
Staöan i hraösveitakeppni fé-
lagsins, eftir 2 umferöir, er
þessi:
l.Sv.RagnarsÞorsteinss. 591
stig
2. Sv. Sigurðar Kristjánss. 548
stig
3.Sv. Guöbjartar Egilssonar 547
stig
4.Sv. Siguröarlsakss. 534stig
5. Sv. Agústu Jónsd. 532 stig
6.Sv. Kristinsóskarss. 532stig
7.Sv. Viöars Guömundss. 505
stig
Af Selfyssingum
Staöan i meistaramóti félags-
ins i tvimenning eftir fyrstu
umferð er þessi:
1. Sigfús Þóröars — Vilhjálmur
Þ. Pálss. 150 stig
2. Garðar Gestss — Brynjólfur
Gests. 132 stig
3. Hannes Ingvarss. — Gunnar
Þórðars. 121 stig
4. Halldór Magnúss — Haraldur
Gestss. 117 stig
5. Jóhann Jónsson — Astráður
Olafss 115 stig
6. Leif österby — Þorvaröur
Hjaltason 115 stig
7. Friörik Larsen — Grimur Sig-
urðsson 112 stig
5. Armann J. Lárusson 2207 stig
6. Guömundur Jakobsson 2154
stig
Keppni lauk á fimmtudaginn
var, og verður nánar skýrt frá
úrslitum siöar. En næsta keppni
félagsins, sem hefst á fimmtu-
daginn kemur, veröur 4 kv. tvi-
menningskeppni m./Butler-
sniöi. Hún hefst 24/11.
Skráning er þegar hafin i
hana, og geta væntanlegir kepp-
endur látiö skrá sig i S:41794.
Frá Bridgefél.
Breiðholts
Nú er lokiö 15umferöum af 17
i Butler-keppni félagsins, og
hafa tvö pör tekið afgerandi for-
ystu.
Staöa efstu para er þessi:
1. Kristján Blöndal — Valgarö
Blöndal 283 stig
2. Guölaugur Karlss, — Óskar
Þráinss. 262 stig
3. Finnbogi Guðmundss —
Sigurbj. Armannss 238 stig
4. Eiður Guöjohnsen — Kristinn
Helgason 237 stig
5. Baldur Bjartmarss.— Helgi
Fr. Magnúss 234 stig
Hæstu skor þ. 15/11. tóku
Guðlaugur — óskar, 67 stig.
Keppni lýkur á þriöjudaginn
kemur, en vakin er athygli á
þvi, aö næsta keppni félagsins
er 3 kvölda hraðsveitakeppni,
þar sem öllum er heimil þátt-
taka.
HUn hefst þ. 29/11. Spilaö er i
húsi Kjöts og Fisks.
Frá Akureyri
Staöa efstu sveita, aö loknum
4 umferöum i aöalsveitakeppni
félagsins, er þessi:
Alfreös Pálssonar 69 stig
Páls Pálssonar 64 stig
Páls Jónssonar 63 stig
Ingimundar Arnasonar 51 stig
Siguröar Viglundssonar 45 stig
Frá BH
2.umf.sveitakeppni félagsinsvar
spiluö s.l. mánudag. úrslit uröu
sem hér segir:
Sveit Svavars Magnússonar vann
sv. ólafs Ingimundarsonar 16:4
Sveit Ólafs Gislasonar vann
Flensborg B 20:0
Sveit Ó skars Karlssonar vann sv.
Framhald á 18. siðu
I flokkinum Islensk rit:
Úrval ljóða
Davíðs Stefánssonar
Bókaútgáfa Menningarsjóös
hefur gefið út i flokkinum Islensk
rit Ljóö Davíðs Stefánssonar, úr-
val úr tiu ljóöabókum skáldsins
auk þess sem formáli Gullna
hliðsins fylgir.
Ólafur Briem menntaskóla-
kennari á Laugarvatni hefur búið
úrval þetta til prentunar og ritar
hann ýtarlegan formála um
skáldskap Daviös. Ólafur hefur
og tekiö saman skýringar og at-
hugasemdir við kvæöin, en Ólafur
Pálmason skrá um rit Ðaviös og
heimildir um hann (greinar, um-
sagnir, þýöingar o.fl).
Aöur eru komin út i þessum
flokki úrval ljóöa Jóns Þorláks-
sonar og Bjarna Thorarensens.
Aö ritflokkinum standa Menning-
arsjóöur og Rannsóknastofnun
Háskólans i bókmenntum.
Davlö Stefánsson