Þjóðviljinn - 21.12.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1977, Blaðsíða 3
MiOvlkudagur 21. degember 1977 ÞJ6ÐVILJINN — SIDA 3 Vona að þær standíst tímans tönn viötal við Sigurjón Ólafsson Öndvegissúlur Ingólfs Arnars- sonar, minnisvarði um stofnun lýðveldis á islandi sem Sigurjón ólafsson myndhöggvari hefur gert, er nú risinn á lóð Bænda- hallarinnar við Hagatorg. 1 tilefni af því hafði Þjóðviljinn tal af Sigurjóni,en langt er nú liðið siðan hann gerði fyrstu uppdrætti fyrir borgarráð Reykjavikur að þessum minnisvarða. Já, það er komið á fjórða ár siðan ég kláraði þetta verk, sagði Sigurjón. Þá stóð til að reisa minnisvarðann á árinu 1974 i til- efni þjóðhátiðarárs og ég flýtti mér mikið til þess að ljúka verk- inu. Það var hins vegar á árinu 1969 að borgarráð Reykjavikur fór þess á leit við mig að ég gerði uppdrætti að slikum minnisvarða og teikningar og likan var samþykkt i borgarráði i marz 1972. Ég sagaði koparinn sjálfur, en hafði annan mann til að hjálpa mér við suðuna. Koparvinnan er hins vegar erfið og ég fékk astma, atvinnu- sjúkdóm okkar myndhöggvara, af suðunni. Ekkert varð svo af uppsetningu verksins á árinu 1974, og siðan hafa öndvegissúlurnar legið láréttar hér fyrir framan húsið hjá mér. Já, ég var farin að venjast þeim i þeirri stöðu og vissulega er hálf- tómt hér utan dyra eftir að þær hurfu. Ég hef varla haft tækifæri til þess að fara vestureftir og skoða þær lóðréttar, enda er allt- af hálfgert myrkur i þessu skammdegi. Þær koma eflaust til með að njóta sin, þegar daginn fer að lengja. Það er ánægjulegt að fá að upplifa þetta sjálfur og ég vona bara að þær standist timans tönn, þvi verðráttan hér er ansi hörð. Ég er mjög ánægður með staðarvalið, sagði Sigurjón að lokum, þvi þarna verður ekki byggt ofan i verkið. Og bráðlega mun Þjóðarbókhlaðan risa þarna skammt undan. Aí/Ljósm.—eik. Sigurjón Ólafsson, myndhöggv- Begin kynnir hugmyndir sínar: Vandi Palestínuaraba óleystur sem fyrr Gerði við geimrann- sóknastöð MOSKVU Sovéski geimfarinn Georgi Gretsjko fór út úr geim- rannsóknarstöðinni Sljút—6 og var i tuttugu minutur utanborðs vegna viðgerða, sem tókust vel. Félagi hans, Romanenko, beið inni á meðan. Þeir fóru út i geim- inn þann 10. desember á Sojús- geimskipi og lentu daginn eftir við rannsóknarstöðina, sem lengi hefur verið á lofti. Fyrir tveim mánuðum mistókst slik tenging við Sljút—6. TEL AVIV/LONDON 20/12 Begin, forsætisráðherra tsraels, leggur nú nótt við dag til að kynna hugmyndir sinar um CARABALLEDA, Venezuelu 10/12. Þegar Carlos Andreas Perez, forseti Venesúelu, setti fund samtaka oliuframleiðslu- rikja i dag, fór hann þess á leit við þátttakendur, að þeir samþykktu 5-8% hækkun á verði hráoliu. En liklegt er talið, að meirihluti að- ildarrikja, þar á meðal oliuris- arnir Irab og Saudi-Arabia, muni halda fast við verðfrystingu. friðargerð við Araba. Frelsis- samtök Palestinumanna visa þeim eindregið á bug, þeir segja að hin takmarkaða sjálfstjórn Forsetinn sagði, að frysting verðsins kæmi engum að gagni. Hún ýtti undir eyðslu á orku og svaraði ekki þeim hækkunum á varningi frá iðnaðarlöndum sem oliurikin þurfa að kaupa. Lagði hann til að hækkunin yrði notuð til að greiða niður skuldir oliu- snauðra þróunarlanda við iðnrik- in, úr þvi iðnrikin vildu ekki axla þá byrði sjálf. sem Palestinuaröbum er ætluð, þýði ekki annað en ögn mildað hernám. Og eins og Begin játaði sjálfur i sjónvarpsviðtali i New York i gær, þá gerir hann ekki ráð fyrir öðru en þær tvær miljónir Palestinumanna, sem nú eru flóttafólk i ýmsum Arabalönd- um, verði þar áfram þar sem þeir eru niður komnir. Begin kom til London i dag til að kynna hugmyndir sinar fyrir Callagahn forsætisráðherra og þá sendimanni Frakklands- forseta i leiðinni. Varnarmálaráðherra tsraels, Weizmann, flaug óvænt til Kairó i dag til að taka þátt i úndirbún- ingi að jólaviðræðum þeirra Begins og Sadats á svonefndri Riddaraeyju i Súesskurði. Talið er að hann ræði við egypska ráðamenn um brottflutning israelsks herliðs af Sinaiskaga, sem er egypskt land. Mælt med verdhækkun en Líkur á óbreyttu hráolíuverdi INDÓNESÍA: 10 þús. pólitískir fangar látnir lausir TANJUNG KASAU, Indónesiu 20/12. Indónesiustjórn hefur látið lausa 10.000 pólitiska fanga, sem eru úr hópi þeirra um það bil 400 þúsund manna sem handteknir voru fyrir 12 árum sakaðir um aðild að tilraun til valdatöku kommúnista. Erlendir sendimenn sáu um 1300 þessara fanga látna lausa úr búðum á Norður-Súmötru i dag. Þeir verða áfram undir eftirliti eins og það heitir. Meðal þeirra eru fimm ráðherrar i stjórn Súkarnós. Indónesiustjórn hefur verið undir miklum þrýstingi i þá veru að fangarnir verði látnir lausir. 20.000 pólitiskir angar eru þá enn i fangabúöum og munu þeir vart fleiri i öðru landi._ Kommúnistar stjórna San Marino? SAN MARINO 20/12. Rikisstjórar hins örsmáa lýðveldis, San Marino, hafa beðið Kommúnista- flokk landsins að mynda stjórn. Kommúnistar hafa tekið að sér að reyna stjórnarmyndun, enda þótt þeir hafi ekki nema sextán af 60 þingsætum. Sósialistar hafa niu þingsæti, og hafa neitað að styðja lengur stjórn Kristilegra sem hafa 25 þingsæti, vegna þess að stjórnin hafi ekki fundið nein ráð til að hressa upp á ferðamanna- strauminn sem lýðveldið lifir af. t San Marino eru aðeins 20 þúsundir ibúa. Kanada tekur leyfis- gjald af fiski- skipum OTTAWA 20/12 Kanadastjórn hefur ákveðið að taka leyfisgjald af þeim erlendum fiskiskipum sem fá að veiða innan 200 milna fiskveiðilögsögu landsins frá og með áramótum. Gjaldið verður ákveðið i samræmi við stærð skipa og fjölda veiðidaga. Þá verður þess krafist af erlendum fiskiskipum að þau taki um borð öðru hvoru kanadiska eftirlitsmenn og greiði kostnað við starf þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.