Þjóðviljinn - 21.12.1977, Blaðsíða 10
to StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. desember 1977
SAGT
EFTIR
LEIKINN
Birgir Björnsson:
Okkur vantaöi auðvitaö
samæfinguna og finpússning-
una á sóknarleiknum til. þess
aö mæta þvi t.d. þegar Geir
var tekinn úr umferð. En við
höfum þó æft vissar leikað-
ferðir til þess að mæta sliku og
þær ganga vonandi giftusam-
lega upp þegar lokaslagurinn
hefst. Jú, auðvitað er ég
ánægður með úrslitin en þau
komu mér þó ekkert svo mjög
á óvart. Við höfum lengi vitað
það að Islendingar leika góðan
handknattleik og alltaf má bú-
ast við jöfnum ieikjum. En
vissulega verður þessi
frammistaða að teljast fyrir
ofan meðallag hjá islenska liö-
inu miðað við þann stutta tima
sem til stefnu hefur verið og
ekki siður miðað við það hve
stutt hlé var gert á æfingum
fyrir þennan leik.
Jú, við stefnum aö sigri i
seinni leiknum. Ég veit ekki
ennþá hvort þeir Axel Axels-
son og Gunnar Einarsson
verða komnir i tæka tið.
Geir Halisteinsson.
Það sem kom mér mest á
óvart i þessum leik var hve
vörnin slapp vel frá sinu.
barna var hver langskyttan á
fætur annarri i vörninni hjá
okkur en engu að siður lokuð-
um við vel. Vafalaust má stilla
upp sterkari vörn en þessari,
en miðað við þann mannskap
sem stóð á línunni var vörnin
harla góð að minu áliti.
Það gekk lika vel i sókninni
hjá okkur. Við forðuðumst það
i lengstu lög að láta vörnina
stoppa skotin frá okkur og
raunin varö enda sú að næst-
um hvert einasta skot slapp i
gegn og endaði ýmist i mark-
inu eða fyrir utan það..en
komst allavegana i gegn!
Þetta á eftir að verða gott hjá
okkur þegar samæfingin verð-
ur meiri. Einar Magnússon og
Jón Hjaltalin voru t.d. i erfiðri
aðstöðu vegna þess hve þeir
þekkja okkur hina litið sem
ieikmenn, en samt gekk þetta
furðuvel.
Bjarni Guömundsson:
. Þetta er draumur hvers ein-
asta leikmanns. Það gleymd-
ist að visu að tryllast af fögn-
uði svona I hita leiksins en
núna eftir á er þetta svo sann-
arlega ekki ónýt minning. Ég
átti alls ekki von á þvi aö fá
boltann frá Þorbirni þarna i
lokin, et? þegar ég stóð með
tuðruna i lúkunum var ekki
um annað aö ræða en að láta
sig vaða inn. Ég sá hvar
markvörðurinn hafði staðsett
sig og hann var kominn úr
jafnvægi þegar ég lét skotið
riða af.
Jón Karlsson fyrirliði:
Ég átti von á þvi að við stæð-
um i Ungverjunum. Við vor-
um fyrirfram hræddir við
skyndiupphlaupin þeirra og
raunar margt fleira, en þegar
upp var staöið kom það i ljós
að þeir hefðu miklu frekar átt
að skelfast okkar hraðaupp-
hlaup. Það er langt siðan við
höfum náð jafnmiklum
árangri meö skyndisóknum
eins og i þessum leik. Tvö sið-
ustu mörkin, sem færðu okkur
jafnteflið, komu t.d. bæði eftir
skyndisóknir sem gengu upp.
Janus lagði okkur linuna á
fundi kvöidið fyrir þennan
ieik. Okkur gekk vel að fara
eftir þvi sem búið var að ráð-
gera og stjórn Birgis af bekkn-,
um var sömuleiðis til fyrir-
myndar. En við þurfum að æfa
meira saman. öðruvisi á þetta
ekki eftir að ganga upp hjá
okkur i Danmörku. — gSp
Gelr Hallsteinsson var enn einu sinni iangbesti maöur islenska liösins og skoraöi hann átta mörk af tólf I fyrri hálfleik. t þeim seinni var gæsl-
an á honum tviefid og eftir þaö lét hann sér nægja aö halda einum varnarmanni uppteknum úti i horni. Hér hefur Geir snúiö af sér ungverskan
varnarmann og voöinn er vis.
Óvænt en glæsilegt jafntefli gegn ungverjum
Bjami brást ekki á
síðustu sekúndunum!
og íslenska liðið vann upp þriggja
marka forskot ungverja
með gjörnýtingu tækifæranna
Það var aldeilis ekki að ástæðulausu sem félagar
Bjarna Guðmundssonar i islenska landsliðinu toll-
eruðu hann að leikslokum. Á siðustu sekúndum
þessa æsispennandi leiks rak Bjarni tvivegis enda-
hnútinn á hraðaupphlaup islenska liðsins með því
að henda sér inn úr hægri horninu og smeygja
knettinum framhjá ungverska markverðinum.
Fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna i Laugardals-
höll eftir að Bjarni skoraði jöfnunarmarkið fjórum
sekúndum fyrir leikslok, enda höfðu trúlega allir þá
afskrifað möguleikann á þvi að íslendingum tækist
að jafna metin. En raunin varð önnur. Lokatölurnar
urðu jafntefli, 23:23, og einnig var jafnt i leikhléi,
12:12. Trúlega áttu fæstir von á þessum lokatölum,
ekki hvað sist eftir að Ungverjar tóku danska lands-
liðið i kennslustund og sigruðu i þeim landsleik með
33:17.
Enda þótt Bjarni væri I sviðs-
ljósinu undir lokin verður þó ekki
litið framhjá þvi,að grunninn að
þessum sigri lagði Geir Hall-
steinsson, sem enn einu sinni fór
þannig á kostum að jafnvel and-
stæðingar hans gátu ekki dulið
undrun sina og um leið óblandna
hræðslu við þennan islenska ógn-
vald.Átta sinnum skoraði Geir i
fyrri hálfleik úr niu skottilraun-
um....og hafði hann þó á sér
„púka” nær allan timann. I siðari
hálfleik var gæslan hins veear
efld til muna og Geir dró sig i hlé
úti á velli eða inni I hornunum.
Þar hélt hann einum ungverskum
varnarmanni hverja einustu mln-
útu sem landinn sótti, en hann
varð fljótlega að gefast upp á þvi
að reyna að slita sig lausan.
Jón Hjaltalin og Einar Magnús-
son léku báðir með I gærkvöldi.
Komu þeir ágætlega frá sinu, og
einkum var þaö Jón, sem að
þessu sinni sá um linusendingar
og aðra fallega hluti i sókninni i
siðari hálfleik.
Markvarslan var hins vegar
dulitill höfuðverkur lengst af.
Gunnar Einarsson byrjaði að visu
vel, en er á leið réði hann litið viö
langskot skyttunnar miklu Kov-
acs, sem skoraði alls 9 mörk I
þessum leik. Kristján Sigmunds-
son kom svo inná I lokin og varði
þokkalega, og oft raunar á mikil-
vægustu augnablikunum.
Allt i járnum
Leikurinn gekk annars þannig
fyrir sig I stórum dráttum að nær
allan timann stóðu markatölur I
járnum og munaði aldrei meira
en tveimur mörkum til eða frá
fyrr en undir lokin að Ungverjar
komust I 20:17 og svo aftur 23:20.
Geir sá um alla Islenska
markaskorun I byrjun. Hann tók
forystuna 1:0 og skoraði svo 2. 3.
5.6. 8. 11 og 12 mark Islands. Atta
mörk alls i fyrri hálfleik og fyrir
vikið var staðan I leikhléi jöfn,
12:12.
Ungverjar náðu svo forystu i
seinni hálfleik og héldu henni
lengst af. Tiu mlnútum fyrir
leikslok var staðan 20:17 og 23:17
er tvær minútur voru eftir. En þá
sýndu islensku strákarnir hvað i
þeim býr þrátt fyrir þreytu og
e.t.v. vonleysi. Einar Magnússon
reif sig upp og skoraði 21:23. Ung-
verjar töfðu sem mest þeir máttu
en Islendingar náðu hraðaupp-
hlaupi og Bjarni skoraði. Tuttugu
sekúndur eftir, landinn lék maður
á mann vörn og Geir fiskaði
knöttinn, lét vaða fram völl þar
sem Þorbjörn stökk hæst, greip
laglega og framlengdi til Bjarna.
Aðstaðan var ekki glæsileg, en
Bjarni lét sig svifa inn i teig úr
horninu hægra megin og i netinu
endaði boltinn rétt áður en flauta
Jón Hjaltalin kom skemmtllega
inn i sóknarleikinn f seinni hálf-
ieik og átti m.s. margar góöar
linusendingar, sem aö ööru leyti
voru ailtof sjaldséöar I gærkvöldi.
timavarðanna gall til merkis um
leikslok.
íslenska landsliðið á hrós skilið
fyrir þennan leik. Auðvitað voru
annmarkar bæði i vörn og sókn á
köflum, en i heildina var frammi-
staðan og seiglan aðdáunarverð.
Samæfingin á eftir að þjappa
þessum strákum betur saman og
vist er að sú mikla vinna sem þeir
eiga framundan mun skila
árangri áður en haldið verður til
Kaupmannahafnar I heimsmeist-
arakeppnina.
Mörk Islands: Geir Hallsteins-
son 8, Jón Karlsson 5 (3 viti), Jón
Hjaltalin 2, Ólafur Einarsson 2,
Einar Magnússon 2, Bjarni Guð-
mundsson 2 og Björgvin Björg-
vinsson 2.
— gsp.