Þjóðviljinn - 22.12.1977, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1977
Brú yfir Ölfusárósa
kemur ekki í bráö
I hvert skipti sem stórska&ar
verða á Eyrarbakka eða
Stokkseyri vegna hafnleysu
þessara útgerðarbæja, vakna
umræöur um brú yfir ölfusár-
ósa, samgöngubót sem gera
myndi ónauðsynlegt fyrir báta
frá þessum stöðum að landa
afla við þann visi að höfn, sem
bryggjustubbarnir á Eyrar-
bakka og Stokkseyri eru. Leiðin
milli þessara staða og Þorláks-
hafnar myndi styttast svo, aö
bátarnir myndu einfaldlega
landa I hinni góðu landshöfn I
Þorlákshöfn og ekki tiltökumál
að aka aflanum þessa stuttu
vegalengd. En þvi miður, það er
alveg Ijóst að brú yfir Olfusár-
Ekki byrjaö á
brúargeröinni
fyrren
Borgarfjaröar-
brúnni er lokiö
ósa kemur ekki næstu árin, og á
henni veröur ekki byrjað fyrr en
Borgarfjarðarbrúnni er lokið,
að sögn Halldórs E. Sigurðs-
sonar.
Halldór sagði I gær, aö hann
teldi eðlilegt aö um leiö og lokiö
væri smiöi Borgarf jaröarbrúar,
yrðu hin dýru tæki sem þar eru
nú notuð flutt aö Olfusá og notuö
viö brúarsmiöi þar, ásamt þeim
mannafia, sem hefur öölast
ómetanlega reynslu viö bygg-
ingu brúar yfir Borgarfjörö.
Halldór sagöi ainfremur aö á
núverandi vegaáætlun væri ekki
gert ráö fyrir neinu fé til bygg-
ingar brúar yfir Oflusárósa.
Aöspuröur um hvort ekki væri
mögulegt aö flýta brúargerö
yfir ölfusárósa, vegna hinna
tiöu og miklu skaöa sem oröiö
hafa á Eyrarbakka og Stokks-
eyri undanfarin ár, sagöi
Halldór aö nú væri talaö um aö
rifa seglin i rikisfjármálunum
og sumum heföi þótt hann, sem
samgöngumálaráðherra, frekur
til fjarins viö gerö fjarlaga-
frumvarpsins nú, þannig aö
hann sæi enga leiö tilaö afla fjár
til smlöi þessarar brúar nú.
Gert er ráö fyrir aö smlöi
Borgarfjaröarbrúarinnar ljúki
1979 og þá fyrst er hægt aö fara
að tala um brú yfir ölfusárósa,
ef þá veröur til eitthvert fjár-
magn.
Aö sögn Helga Hallgrims-
sonar verkfræöings hjá Vega-
gerö rikisins hafa nokkrar
undirbúningsrannsóknir fariö
fram á þessari brúargerö og
gerö gróf áætlun. Fyrir tveimur
árum var gerö kostnaöaráætlun
Halldór E. Sigurðsson
og ef hún væri reiknuö til núver-
andi verölags myndi brúargerö
ásamt tilheyrandi vegum aö
brúnni kosta 1,8 miljarö i dag.
—S.dór
Velheppniið jólavaka
Alþýðubandalagið i Reykjavik efndi til velheppnaðrar Jólavöku I Lind-
arbæ I gærkvöldi með fjölbreyttri dagskrá. Meðal annars fluttu Dagný
Kristjánsdóttir, Hjördis Bergsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristin
Astgeirsdóttir og Steinunn Hafstað léttan gamanþátt, sem þær nefndu
Listin að vera kona.
Bygging verkamannabústaða í Reykjavík:
Breiðholt hf. með
lægsta tilboðið
Þann 20. des. sl. voru
opnuö tilboð í byggingu 216
ibúða á vegum Verka-
mannabústaða í Reykjavík
og reyndist tilboð
Breiðholts h.f. lægst, eða
674.492.000 kr. en kostn-
aðaráætlunin sem gerð
hafði verið hljóðaði uppá
737.180.000. Munaði nærri
70 milj. kr. á tilboði
Breiðholts h.f. og næst
lægsta tilboðinu, sem var
frá Ármannsfelli en það
hljóðaði uppá 744.277.000
kr.
Allar líkur á
aö því tilboöi
veröi tekiö
..Breiöholt h.f. heíur lagt iram
þá tryggingu sem tilskilin var og
er nærri 70 miljónum kr. lægra en
næsti aðili, þannig að ég fæ ekki
séð hvernig hægt er að ganga
fram hjá þvi, auk þess sem það
hefur lang-mesta reynslu i svona
stórframkvæmdir eftir að hafa
byggt 1200 ibúðir fyrir
Framkvæmdanefndina og 400
ibúðir fyrir Verkamannabú-
staði”, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson i gær, en hann á
sæti i stjórn Verkamanna-
bústaða, er við spurðum hann
hvort Breiðholt h.f. fengi verkið i
ljósi þeirra fjárhagserfiðleika,
sem fyrirtækið á i. Sigurður Jóns-
son framkvæmdastjóri Breiðholts
sagði i viðtali við Þjóðviljann
fyrir nokkru að það ylti á þvi
hvort fyrirtækið fengi þetta verk,
hvort það lifði eða dæi, en sem
kunnugt er hefur Breiðholt h.f.
sagt upp öllu starfsfólki sinu frá
og með 1. jan. n.k. en mun endur-
ráða þetta fólk ef það fær þetta
verk. — S.dór.
Jólasöfnun Mœörastyrksnefndar:
Gísli Sigurbjörnsson og Helga M. Nielsdóttir meö heiöursmerki RKI.
r
Híutu heiðursmerki RKI
Forseti lslands hefur aö tillögu
nefndar heiðursmerkis RKt veitt
þeim Gisla Sigurbjörnssyni for-
stjóra og Helgu M. Nielsdóttur
ljósmóður heiöursmerki Rauöa
kross tslands. ólafur Mixa læknir
og formaður nefndar heiöurs-
merkis hefur afhent heiðurs-
merkin við hátiðlega athöfn i
skrifstofu RKt.
Gat hann þess aö Helga Niels-
dóttir væri brautryöjandi á
lslandi i ljósmóöurfræöum, hún
heföi stofnaö fæöingarheimili i
Reykjavik.unniö aö heimilishjálp
fyrir aldraöa og sjúka um margra
ára skeiö. Hún hefur látiö
mannúöina ráöa i starfi sinu þar
sem hún hafi veriö og sé enn
málsvari þeirra sem minna mega
sin. Gisli Sigurbjörnsson hefur á
fimmta tug ára látiö málefni
aldraöra til sin taka.
Aö lokum gat Ólafur Mixa þess
aö þaö væri Rauða krossi Islands
heiöur aö fá tækifæri til aö veita
mikilhæfu fólki þennan heiöur.
Margir í erfiðleikum
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
stendur nú sem hæst, og þegar
hafa borist á 3ja hundrað
hjálparbeiönir til nefndarinnar.
Þar er meðal annarra um að ræða
156 einstæðar eldri konur, sem
allar eiga við einhvers konar
örðugleika að striða Einnig hafa
fjölmargar einstæðar mæður,
sumar hverjar með mörg börn á
framfæri sinu, leitað til Mæöra-
styrksnefndar, svo og sjúklingar
og öryrkjar, og reynir nefndin að
sinna öllum beiðnum eftir þvi
sem hægt er.
Jólasöfnun Mæðra-
styrksnefndar fer aðallega fram
meðal fyrirtækja og stofnana i
Reykjavik. Söfnunarlistar voru
fyrir nokkru sendir til 150—200
fyrirtækja og stofnana, og hefur
þeim yfirleitt verið vel tekið. En
betur má ef duga skal. Nokkrir
einstaklingar hafa lagt leið sina á
skrifstofu nefndarinnar að Njáls-
götu 3 og lagt þar fram sinn skerf
til jólasöfnunarinnar. Einnig hef-
ur nefndinni borist talsvert af
fatnaði sem er lika vel þeginn, en
þó er enn fyrir hendi veruleg,
óuppfyllt þörf fyrir barnafatnað,
einkum skjólgóðan hlifðarfatnað,
td. úlpur á börn á öllum aldri.
Þeir sem geta séð af góðum og
hreinum barnafatnaði af þessu
tagi gerðu vel i að koma honum á
skrifstofu nefndarinnar, sem mun
ráðstafa honum til þeirra sem
þess þurfa með.
Mæðrastyrksnefnd er mikið
kappsmál að geta veitt sem flest-
um gott liðsinni,en það getur hún
þvi aðeins að Reykvikingar styðji
hana og efli af alkunnu örlæti sinu
og minnist með fjárframlögum
sinum til nefndarinnar þeirra
sem bágast eiga meðal
samborgaranna. Hjálpið Mæðra-
styrksnefnd að hjálpa þeim. Eftir
áramótin mun nefndin siðan
senda dagblöðunum greinargerð
yfir söfnunina 1977.
V erðlagshækkanir
Og við höldum áfram jafnt og
þét aö feta okkur eftir hinum
breiða vegi verðlagshækkana.
Nú siöasthefur verið heimiluð
hækkun á unnum kjötvörum og
nemur hún frá 14,9% til 19,6%.
Þannig hækka kindabjúgu um
16,4%, kindakæfa og kindafars
um 19.6% og vinarpylsur um
14.9%. Forsendur þessara
hækkana eru launahækkanir og
nýleg hækkun á kjöti.
Nefna má og, að eigendum
vinnuvéla hefuur veriö heimiluö
13% leiguhækkun og koma þar
til almennar kostnaöarhækkan-
Þótt þannig megi halda áfram
aö telja hækkanir, sem ýmist
eru aö gerast eöa undir hillir i
næstu framtiö, væri þó öfug-
mæli aö segja aö allt hækkaði.
Tvennt fer stöðugt lækkandi:
Gengi krónunnar og rlfcís-
stjórnarinnar.
—mhg