Þjóðviljinn - 22.12.1977, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1977
Svava Jakobsdóttir.
Svava
tekur sæti
á Alþingi
á ný
Svava Jakobsdóttir tók þann 16
þessa mánaðar aftur sæti á
Alþingi, en hún hafði dvalið um
nokkurra vikna skeið hjá Sam-
einuðu þjóðunum, sem einn af
fulltrúum íslands i sendinefnd-
inni á fundum Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna. I fjarveru
Svövu sat Kjartan Ólafsson á
Alþingi.
Garðar Sigurðsson
Vard-
skipsmenn
fá ekki
áhættu-
þóknun
Tillaga þess efnis að veita varö-
skipsmönnum 10% launauppbót
(áhættuþóknun) var felld með
nafnakaili við 3ju umræðu fjár-
laga. Varðskipsmenn hafa notið
þessarar launaupphótar siðustu
ár, en voru fyrir stuttu sviptir
henni.og var tiigangur tiilögunnar
að bæta þar úr. Flutningsmenn
tiliögunnar voru Garðar Sigurðs-
son, Benedikt Gröndal og Karvei
Pálmason.
Alþýöu-
leikhúsið
fær ekkert
Tillaga um að veita Alþýðu-
leikhúsinu tveggja miljóna króna
styrk á fjárlögum var felld við 3ju
umræðu fjárlaga. Var tillagan
felld með 43 atkvæðum gegn 14.
Flutningsmenn tillögunnar voru
Helgi Seljan, Magnús T. Ólafsson,
Jón Arm. Héðinsson og Stefán
Jónsson.
Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar við 3ju umrœðu jjárlaga:
Allar tillögur felldar
Allar tillögur stjórnar-
andstöðunnar við einstaka
liði fjárlagafrumvarpsins
voru felldar við 3. umræðu
f járlaga. Tillögur sem þeir
fluttu við 2. umræðu voru
einnig allar felldar eins og
skýrt hefur verið frá. Hér
á eftir verður gerð grein
fyrir breytingatillögum
sem þingmenn Alþýðu-
bandalagsins fluttu við 3ju
umræðu/ ýmist einir sér
eða öðrum stjórnarand-
stöðuþingmönnum:
1) Tillaga um hækkun framlags
til stofnkostnaðar dagvistunar-
heimila, i stað 180 miljóna kæmi
300 miljónir. Flutningsmenn voru
Svava Jakobsdóttir, Benedikt
Gröndal og Magnús T. Ólafsson.
2) Tillaga um að hækka láns-
heimild Lánasjóðs islenskra
námsmanna úr 270 miljónum
króna i 360 milljónir. Flutnings-
menn voru Svava Jakobsdóttir og
Gylfi Þ. Gislason.
3) Tillaga um framlag til
Sjóminjasafns við Þjóðminja-_
safn íslands. Gerð tillaga um 5
miljónir. Flutningsmaður var
Gils Guðmundsson. Einnig flutti
Gils tillögu um að hækka framlag
Islands til aðstoðar við þróunar-
löndin úr 40 miljónum í 50 miljón-
ir.
4) Tillaga um 3 miljóna króna
hækkun framlags til Tilrauna-
stöðvarinnar Skriðuklaustri.
Flutningsmaður Helgi Seljan.
5) Tillaga um að heimila rikis-
sjóði að taka allt að 50 miljón
króna lán til þess að reisa við at-
vinnurekstur á Þórshöfn á
Langanesi með framláni til
frystihúss staðarins. Flutnings-
maður var Stefán Jónsson.
6) Tillaga um að skattvisitala
árið 1978 verði 230,7 stig miðað
við 100 stig árið 1975. Flutnings-
menn voru Geir Gunnarss., Sig-
hvatur Björgvinsson, Helgi
Seljan og Karvel Pálmason. I til-
lögum stjórnarflokkanna var
lagt til að skattvisitalan 1978 yrði
213 stig.
7) Tillaga um framlag til útibús
Hafrannsóknastofnunar i Ólafs-
vik. Gerð tillaga um 3 miljónir.
Flutningsmenn Skúli Alexanders-
son og Benedikt Gröndal.
Ný lög
Fjölmörg ný lög hafa verið
samþykkt á Alþingi siðustu daga
fyrir utan þau tekjuöflunarfrum-
vörp sem rikisstjórnin lagði fram
á siðustu dögum þingsins. Meðal
þessara iaga eru iög um mat-
væiarannsóknir og iðjuþjálfun.
Greint verður frá þéssum nýsam-
þykktu lögum fljótiega.
þingsjá
8) Tillaga um að heimila rikis-
sjóði að taka lán eða ganga i
ábyrgð fyrir láni allt að 100 mil-
jónir króna til þess að reisa við
atvinnurekstur á Breiðdalsvik
með kaupum á hentugu fiskiskipi
til þess að tryggja rekstur frysti-
húss staðarins. Flutningsmenn
Lúðvik Jósepsson og Helgi Seljan.
9) Tillaga um 300.000 króna
framlag til rannsókna á
málminnihaldi gabbrónáma i
Viðidalsfjalli (900 þús.).
10) Tillaga um 40 miljón króna
hækkun til grænfóðursverk-
smiðja. Flutningsmenn Ragnar
Arnalds og Stefán Jónsson.
11) Tillaga um byggingastyrk
til Félags einstæðra foreldra að
upphæð 10 miljónir Flutnings-
menn Ragnar Arnalds og Helgi
Seljan.
12) Tillaga um að auka styrk til
Islendings til að læra tungu .
Grænlendinga og að auka styrk til
að bjóða grænlenskum stúdent til
námsdvalar hérlendis. Flutnings-
maður Magnús Kjartansson.
Magnús flutti einnig tillögu um 20
miljón króna viðbótarframlag til
Þjóðminjasafns Islands I þeim
tilgangi að gera lagfæringar á
húsnæðinu með það i huga að auð-
velda fötluðum afnot af húsinu.
Þá flutti Magnús tillögu um
breytingu á framlagi til Orku-
sjóðs og var sú tillaga i samræmi
við þær tillögur sem Orkuráð
hafði gert.
Fjárlögin hækka um
50 miljarða kr. á ári
Tekjuöflunaifrumvörp stjórnarinnar samþykkt
Fjárlagafrumvarp rikisstjórnarinnar var
samþykkt á Alþingi i gær, og hafði þá útgjaldaliður
þess hækkað verulega frá þvi að það var upphaflega
lagt fram i haust. Samkvæmt fjárlögum verða
útgjöld rikissjóðs á næsta ári 1385 miljarðar, en
þetta þýðir að fjárlög hafa hækkað um 50 miljarða
á einu ári. Tekjur eru taldar verða 139,5 miljarðar,
en halli á lánahreyfingum 820 miljónir, þannig að
greiðsluafgangur er áætlaður 180 miljónir.
Samhliða fjárlagafrumvarpinu
voru samþykkt á Alþingi nokkur
tekjuöflunarfrumvörp sem rikis-
stjórnin lagði fram og greint hef-
ur verið frá. Er þar helst að nefna
tvöföldun sjúkratryggingagjalds,
18% vörugjalds og lögbundna
skyldulifeyrissjóða til að kaupa
verðtryggð skuldabréf fyrir 40%
ráðstöfunarfé sitt. Geg öllum
þessum frumvörpum greiddi
stjórnarandstaðan atkvæði.
Sjúkrahúsbyggingar í Reykjavík:
Tillaga um aukin
framlög yar felld
Tillaga um aukin framlög til sjúkrahúsbygginga i
Reykjavik, m.a. til Slysavarðstofunnar i Reykjavik
og Heilsugæslustöðvarinnar i Breiðholti, var felld
við þriðju umræðu fjárlaga í gær að viðhöfðu
nafnakalli. Tillagan var flutt að ósk borgarstjórnar
Reykjavikur, og ritaði borgarstjóri þingmönnum
Reykjavíkur bréf sérstaklega i þvi skyni að fá
stuðning við tillöguna.
Þessi tillaga var upphaflega
flutt við 2. umræðu fjárlaga af
Magnúsi Kjartanssyni einum, en
nú við 3ju umræðu voru með-
flutningsmenn hans Albert
Guðmundsson, Gylfi Þ. Gislason,
Eggert G. Þorsteinsson, Eðvarð
Sigurðsson og Svava Jakobs-
dóttir.
Þá var tillaga sömu aðila um 60
miljón króna framlag til Fjöl-
brautaskólans i Breiðholti einnig
felld.
Magnús Kjartansson
GJALDEYRISREIKNINGARNIR:
Fleirí reikningar
nú komnir fram
Skattrannsóknastjóra
hafa nú borist viðbótar
upplýsingar frá dönskum
skatty f irvöldum um
frekari inneign islend-
inga i dönskum bönkum.
Eins og skýrt var frá í
Þjóðviljanum í gær, er
nokkuð síðan gögn þessi
fóru frá Danmörku, og í
gærdag hafði Garðar
Valdimarsson, skatt-
eru
rannsóknarstjóri, fengið
þau í hendur.
Hann vildi þó ekki að
svo komnu máli láta neitt
uppi um f jölda reiknings-
eigenda eða heildar-
upphæð.
—AI.