Þjóðviljinn - 22.12.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 22.12.1977, Side 8
8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1977 Siglaugur Brynleifsson skrifa liQKn] Skagfirskar árbækur Jón Espólin — Einar Bjarnason: Saga frá Skagfiröingum 1685- 1847. II. Bindi. Iðunn 1977. Kristleifur fræðimaður Bjarna- son, Hannes Pétursson og Og- mundur Helgason sáu um þessa útgáfu, sem er annað bindi þessa rits og spannar þaö timabilið 1787-1830. Þetta var tlmabil frönsku stjórnarbyltingarinnar, Napóleonstimanna og Júli-bylt- ingarinnar, og I Skagafirði urðu miklar breytingar, Hólastól) var lagður niður, prentverkiö sömu- leiöis og stólsjarðirnar seldar hæstbjóöanda. Eignarhald jarða varö þvl umtalsvert á þessu tlma- bili en lykillinn aö samfélagsþró- un og sögu frumstæöra land- búnaðarsamfélaga er eignarhald jaröa. I 115. kafla segir frá þess- um atburöum, undir heitinu: Boðnar upp stólsjarðir. „Það var I þann tlma mjög i ráöi, að fækka kirkjum o“g færa þær saman... var ein Vlðimýrarkirkja, er lengi hafði verið umtalaö aö taka af, en sóknarmenn vildu það ekki...” Og svo fór að þeir héldu sinni kirkju. Stólsjaröirnar fóru fyrir litiö, auöugir menn greiddu með bankaseðlum, sem slöar hrlðféllu og þótt konungur ætlaðist til að leiguliöar eignuöust jarðirnar, fór ei svo um þær sem eftirsóttastar voru og aðrar eignir stólsins. Jakob Havstein kaupmaður á Hofsóskeypti t.d. Drangey á 1200 dali ,,og varð honum aö miklu fé”. Grimur Ólafsson „athafnamað- ur” kemur hér viö sögu, en hann geröist borgari I Reykjavik og átti þar ófagra sögu, lenti slöast á Brimarhólmi. Jörundur hunda- dagakonungur fór um héraðið og heimtaði hesta, og ef ekki.var lát- ið undan strax, hótaöi hann að brenna bæinn. Og hér segir frá þvi þegar þeir mættust á Mæli- fellsdal, Jörgensen og Espólin og „horfðust á um hrlð.” „Beinamálið” kemur hér við sögu og mál Natans Ketilss. og segir frá rannsókn Espóltns I þess um leiöinda málum. Sigurður I Krossanesi kemur hér viö sögu, en hans getur I kvæöum Bólu- Hjálmars „fémunir þá fátæks manns fúna I rlkra sjóði”, ort i til- efni uppgjörs á dánarbúi Sigurð- ar. Talsvert er talaö um Sigurð I þessum blöðum og andar fremur köldu til hans frá höfundi. Sigurður var auðugur en þrár og þver við yfirvöld og presta. 1 185. kafla er lýst nokkuö aldarhætti og kvartar höfundur yfir önn embættismanna og rýrn- andi völdum sýslumanna I héraði enaukinni miðstýringu. Refsilög- gjöfin hafði veriö linuð svo að „hórdómar jókust og 111 hjóna- sambúð, og allur undirlýður hreyfði dælsku meiri en fyrr voru dæmi til, þvl menn vissu, aö sýslumönnum var litið I hendi, var þeim og þvl vandara að fara með málin, sem fleira var sigtaö, en skýrslur og allrahanda smá- munir voru auknir svo mjög, að varla mátti yfirkomast neitt ann- að”. Slðan er rætt um Illvirki I norðanverðri Húnavatnssýslu „og dreifðust til Skagafjarðar”. Það kennir vlða I frásögninni kulda höfundar til amtmanns og æöri yfirvalda vegna málsmeö- ferðar mála þeirra, sem visaö var til þeirra úr héraði. Það virðist sem yfirvöld hafi viljað gera sem minnst úr glæpamálum, lina refs- ingar og drepa sem mestu á dreif. Höfundur lætur að þvi liggja að tugthúsmálin I höfuðstað ríkisins hafi veriö I ólestri og erfitt þar um hýsingu sakamanna. Þessi stefna telur höfundur að hafi aukið glæpi og hroka brotamanna, svo að þeir töldu sér flest leyfilegt, þenktu upp á sýknu eða þá linun refsinga. Arið 1814 segir: „Pétur prófast- ur á Vfðivöllum hafði þetta sumar garðyrkju mikla og annan mann- dóm, sem hann var vanur; vóx og að hans korn nokkuð, en sumar var gott”. Ræktunartilraunir voru mikið stundaðar hér á landi á siöari hluta 18. aldar og I sigl- ingateppu Napóleonsstyrjald- anna voru menn mjög hvattir til garö og kornyrkju. Kálgarðatætt- ur mátti vlða sjá I Skagafiröi áður en jarðýtur og skurðgröfur tóku að tæta upp og jafna landið og eyöileggja mýrar og er nú það allt horfiö. Stór og smá mál eru tiunduð og skln viða I gegn um frásögnina þreyta sýslumanns og annir oft vegna ómerkilegra smámála og nudds og I stærri málum afskipta- semi og skriffinnska háyfirvalda. Það úir og grúir af mannlýs- ingum I þessum árbókum og smellnum persónulýsingum mörgum þó I styttra lagi. Hér er talað um mauramann og fé- nauma frændur hans, hirðumann um jörð slna og laginn þjóf jafn- framt. Barnsfaðernismál eru mjög tið og tilrauna til fóstureyö- inga er getið. Sagt er frá siðustu aftöku I Skagafiröi, kona tekin af, er fargað hafði barni sinu 1789. 1809 var mjög umrætt „aö Jakob Havstein I Hofsós færi ei sem réttast meö vigt, en þó aldrei kært fyrir sýslumanni, þótti hann og haröur I annari kauphöndlun, sem þó var þá sagt um marga.” Hafstein þessi var afkomandi þess Havsteins sem var júðskur og lét turnast til kristni og settist að sem einokari á Hofsós, kominn frá Danmörku. Þessar svipmyndir úr sögu Skagafjarðar, sem birtast á þess- um blöðum, eru vlsir að aldar- farslýsingu og lýsir jafnframt af- stöðu og persónuleika höfundar- ins, sem var Jón Espólln, allt til ársins 1835, þ.e. til loka þessa bindis, sem lýkur 1830. —S.B. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um BARNABÆKUR „Börn eru besta fólk ” Hanna Dóra/ Óli frá Skuld eftir Stefán Jónsson myndir: Þórður Hall, Gylfi Glslason tsafoldarprentsmiöja 1977 Það er auövitað óþarfi að minna aödáendur Stefáns Jóns- sonar á aö nú eru komin út 10. og 11. bindi i ritsafni hans. En það er freistandi I trylltum gróðadansi jólanna miöjum aö setjast niður og hvlla sig um stund i prýöi- legum félagsskap þeirra Hönnu Dóra (seinna nafniö er stytting úr Halldórsdóttir) og öla frá Skuld. Þetta er svo gott fólk 1 báðum þessum sögum er Stefán að velta fyrir sér sam- bandi barna og foreldra, eins og svo oft endranær. Samband þessara aðila er nefnilega svo miklu flóknara en gerist I megni af barnabókum. Hanna Dóra hefur búið ein með móður sinni svo lengi sem hún man eftir sér, en I sögubyrjun deyr móðirin frá henni. Þá stendur hún uppi ein, 11 ára stúlkubarn. Hún á að vlsu föður, en hann hefur ekki skipt sér neitt af henni og hún býst - varla við að á þvl verði nein breyting. Hann er nokkuð flnn maður I bænum en mesti óráðslu- gepill. Hanna tilbiöur hann I fjar- lægö og trúir þvl ekki að hann sé ekki af bestu sort — fyrr en hún reynir hann sjálf að lágkúru og kemst yfir föðurduld slna. Þróun óla frá Skuld er flóknari. 1 sögubyrjun tilbiður hann llka föður sinn sem er honum nákomnari en allir aörir. Móðir hans vinnur fyrir heimilinu en faöirinn er heima hjá Óla, segir honum sögur og verndar hann gegn öllu illu. Móður slna óttast Oli og virðir en með þeim eru engin náin kynni. Heföbundnum kynhlutverkum er hér snúið við. Faðirinn hefur ýmis heföbundin móöureinkenni, en móðirin gegnir fyrirvinnu- og föðurhlut- verki venjulegra frásagna handa börnum. Hann er veikgeðja, hún er sterk og traust. Samband Óla tekur stakka- skiptum þegar óli tekur móð- urina framyfir fööurinn viö aðskilnað þeirra hjóna, ákveður öllum til furöu aö fylgja móöur sinni þegar hún tekur við föður- leifö sinni, en verða ekki eftir hjá föður sínum I þorpinu. Þetta er stór ákvörðun hjá tæplega tlu ára dreng sem alltaf hefur verið hjá pabba slnum, sótt til hans huggun og afþreyingu, en ákvöröunin sprettur heldur ekki af vandlegri Ihugun heldur ósjálfráðri til- finningu. Óli finnur að þótt mamma sé ógnvekjandi þá fer allt öryggi að heiman meö henni. Hún er það bjarg sem allt byggist á. Óli ákveður að halla sér að móður sinni. I kjölfariö fylgir fyrirlitning á föðurnum sem verður heldur ómerkilegur séður gegnum gleraugu móöurinnar. Og fer svo fram um hrlö. En eftir þvi sem Óli þroskast meira öðlast hann meiri skilning á föður sinum — og svo fer að gott jafnvægi kemst á tilfinningar drengsins til föðursins. Þaö er þetta jafnvægi sem Stefán leitast alltaf viö að finna söguhetjum sinum. Hann fylgir þeim á leiö þeirra til þroska, skilur ekki við þær fyrr en þær hafa skiliö vanda sinn og þannig komist yfir erfiðasta þröskuldinn. Þéttbýli — dreifbýli 1 báðum bókunum teflir Stefán fram óliku umhverfi. Bæði börnin skipta um samastað, en áhrif þess eru ólik. Óli flytur úr þorpi I sveit og tekur miklum breyt- ingum viðþau skipti: Hann hættir að vera hrekkjusvln og verður sá gæðapiltur sem hann var auð- vitaö alltaf undir niðri. Þaö er ýmislegt sem veldur þessum breytingum, m.a. vaxandi áhrif móðurinnar og hvað strákurinn hefur meira að gera I sveitinni, en þyngst vegur kannski á metunum að það er eiginlega enginn til að striða I sveitinni. Óli gerir til- raunir til að hrekkja fólkiö á bænum, en það er ómögulegt, maöur, það tekur öllu meö svodd- an stillingu. Hanna Dóra er Reykjavlkur- barn, en Reykjavlk er ekki nema nafnið tómt eftir aö mamma er dáin. I rauninni er hún rekald sem engan á að. En afi hennar I fööurætt hefur fylgst með henni án þess að Hanna vissi, og hann ber upp á þegar allt virðist komið I eindaga. Afi hefur þó ekki önnur ráð I bili en senda stelpuna I sveit til fólks, sem hann kannast við af afspurn. Vistin I sveitinni er Hönnu ekki góð. Henni leiðist, fólkiö á bænum er þröngsýnt og lágkúrulegt og hefur ekki þrosk- andi áhrif á hana. Bárður bóndi að staðarhóli er fulltrúi gamla timans, afturhald og höfðingja- sleikja — og eitt minni bókar- innar eru átök gamla og nýja tim- ans en fulltrúi hans er Hjálmar sonur Bárðar. Þuriður ráðskona Bárðar er vansæl og erfið I lund. Athyglisverðasta persónan er þó Jón, sonur Bárðar, sem þjóö- sagan segir að sé glataður snill- ingur, orgelleikari af guðs náð en bældur af föður slnum. Þegar til kastanna kemur reynist Jón þó bara vera venjulegur auli. Þarna er heföbundinni ofvitasögu snúið alveg á haus! Sálfræöi — félagsfræði Stefán hefur líklega hvergi veriö eins miskunnarlaus við sveitaaðilinn en I bókinni um Hönnu Dóra. Fólkiö I sveitinni hans Óla er allt annaö og miklu betra. Sameiginlegt á þó allt þetta fólk að þaö verður mjög lif- andi og sannfærandi I sögunum, þvl persónusköpun er með þeim ágætum sem Stefáni er lagið. Fólkið hans hefur alltaf fleiri en eina hlið ef vel er að gáð og það á við margs konar mannlegan vanda að stríða Vandamál fólks rekur Stefán til uppeldis og umhverfis, efnahagsleg og til- finningaleg kjör fólks skipta sköpum i lifi þess, þar er ekkert skrifaö á tilviljunina. Mér hefur alltaf reynst erfitt aö gera upp við mig hvort Stefán sé heldur sál- fræöilegur eða félagslegur höf- undur. Sennilega er hann hvort tveggja. Sjónarhorn barnsins Frásagnarháttur bókanna tveggja er dálltiö óllkur. Hanna Dóra er rammasaga, sögö I 1. persónu. Hanna er miöaldra kona þegar hún rifjar upp þennan tlma I llfi slnu sem var henni svo örlagarlkur: „Ég hverf inn til gamla timans, ekki til þess að gera lltið úr nútlmanum, ekki til þess að tala illa um breyting- arnar, heldur til aö blessa gamla timann og fagna nútlmanum.” (7) Saga Óla er hins vegar sögð af sögumanni utan frásagnarinnar I 3. persónu. Óli er aðalpersóna hans og frásögnin fylgir honum mjög eindregið. Stundum skýtur sögumaður þó upp kollinum og gerir jafnvel lúmskt grln að persónu sinni. Raunar er sagan af Óla drepfyndin á köflum, kannski skemmtilegasta saga sem Stefán skrifaöi. I báðum sögum setur höfundur sig I spor barna og það á hann ofur hægt meö. Sögur hans ganga afar nærri börnum vegna þess hvað þau samsama sig sögu- hetjum. Það uppgötvar maöur ekki sist viö að lesa þessar sögur I endurútgáfu eftir áratugahlé — og kann þá heilu atriðin utnbókar. Still Stefáns er rómaður enda vann hann bækur slnar af mikilli vandvirkni. Hann skapar atburði fyrir augum lesanda, byggir þá upp með umhverfislýsingum, persónulýsingum og samtölum. Þaö atvik af mörgum sem mig langar til að minna á úr þessum bókum af þvi hvað það er fallega gert, er dauöi móður Hönnu. Við fylgjumst meö stelpunni mikinn hluta þess dags. Það er miður vetur: „Allt er hvitt nema bilar Steindórs... Þar sem þeir brjótast áfram á götunum, finnst mér þeir minna mig á miklu stærri járn- smiöi en ég get hugsaö mér að séu til.” (15) Hún fær einkunnabókina sina um morguninn og er efst I bekknum. Strax eftir skóla fer hún upp á sjúkrahús þar sem mamma hennar liggur, hún hlakkaði svo til aö sýna henni bókina. En mamma er nýdáin þegar Hanna kemur, það hefur ekki náðst I hana til aö segja henni frá þvl, svo er þaö nýskeð. Afallið verður mikiö og sárt, og það væri freistandi aö skilja Hönnu eftir meö sorg sinni. Þaö er ekki á meöalmanna færi að lýsa þeim margvislegu tilfinn- ingum sem brjótast um I huga stúlkunnar. Dæmi hver fyrir sig um hvernig Stefáni tekst það, en ég spái þvl að ekki veröi það auga lengi þurrt sem les þá frásögn. Hvort sem I hlut á barn eða full- oröinn. Nú eru komin út elleftu bindi af ritsafni Stefáns Jónssonar I myndarlegri útgáfu Einars Braga og Isafoldar. Myndskreyt- ingar eru ekki nógu rikulegar og hafa tekist misjafnlega, en þetta er lofsvert framtak sem lengi verður I minnum haft.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.