Þjóðviljinn - 22.12.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 22.12.1977, Page 10
Fimmtudagur 22. desember 1977 ÞJÓÐVlLJINN — SIÐA 11 KAUPUM, KAUPUM Sjálfsagt halda menn jól meö afar mismunandi hugarfari. Sumir fagna þá fæðingu Jesú smiðssonar frá Nazaret, aðrir nota jóladagana til að hvíla sig og enn aðrir nota þessa daga til að gleðja sig sem mest í mat og drykk og skemmta sér eftir föngum. En svo virðist að hvert svo sem hugarfarið er, þá eigi allir eitt sameiginlegt, kaupaæðið fyrir þessa frídaga. Margir hafa á undanförnum árum haft orð á því að þetta kaupaæði væri komið út í öfgar og mál sé að linni. Þótt svo að vel flestir séu þessu sam- mála í orði, þá er svo ekki á borði/ og að sögn kaupmanna hefur kaupa- æðið aldrei verið meira en nú. Hver dregur annan með sér i þessum hrika- lega dansi í kringum gull- kálf inn. Fari maður niður í mið- borgina á mesta annatíma verslunar fyrir jólin, lendir maður inni óstöðvandi straumi fólks hlöðnu pokum og pinklum með þennan einkennilega glampa í augunum, kaup- um, kaupum. Vissulega lifum við í verðbólguþjóð- félagi, þar sem sú almenna skoðun ríkir að best sé að losa sig við peningana sem fyrst, allt sé betra en þess- ir verðlausu bréfmiðar sem líf f lestra þó snýst um daginn út og daginn inn, en fyrr má nú vera. Og þegar allt kemur til alls, er það kannski þessi óskaplega vantrú á gildi peninga, sem veldur því að íslendinga grípur þetta mikla kaupa- æði fyrir jólin, en ekki það sem margir vilja halda fram, að íslendingar telji sig ekki geta haldið jól, nema færa hver öðrum stór gjaf ir, helst svo stórar að f ólk er hálft næsta ár að greiða þær með jöfnum af- borgunum. Við lögðum leið okkar á helstu verslunarsvæðin i borginni, undirritaður og Einar Karlsson Ijósmynd- ari Þjóðviljans, til að ræða aðeins við fólk í jólainn- kaupum, eða þá fólkið, sem vinnur við að afgreiða í verslunum, og festa það á f ilmu. Texti: S.dór Myndir: eik- Þurfum að gefa 10-15 j ólagj afir sögðu þær Guðrún Ingólfs- dóttir og Hrönn Þorsteinsdóttir Þótt gamli miðbærinn i Reykjavik sé talinn „dauöur” staður orðinn, þá er hann það alls ekki á verslanatima, enda marg- ar verslanir með „fjölbreytt vöruúrval” eins og segir i auglýs- ingunum. Þarna á göngugötunni Austurstræti hittum viö að máli Guðrun Ingólfsdóttir t.h. og Hrönn Þorsteinsdóttir tvær ungar stúlkur, Guðrúnu Ingólfsdóttur og Hrönn Þorsteins- dóttur, vinkonur í innkaupahug- leiðingum fyrir jólin. Þær stöllur sögðu að hljómplöt- ur og bækur væru afar hentugar til jólagjafa og væri alltaf hægt að gripa til þess að gefa bók ef annað hentugra f yndist ekki. Þær voru sammála um að hvor um sig þyrfti að gefa 10-15 jólagjafir i ár, sennilega nær 15 gjöfum. Þær eru báðar á þeim aldri að þær eru i skóla, þannig að við spurðum þær hvernig þær færu að þvi að fjármagna svona stórt fyrirtæki, sem 15 jólagjafir eru. „Jú sjáðu til, við vinnum fyrir þeim yfir sumarið. Það er ekki um annað að gera að en geyma einhverja peninga af sumar- kaupinu til að eiga fyrir jólagjöf- um.” Og hvað fer mikið fé i jólagjafir hjá ykkur? „Svona 10-15 þúsund krónur, ekki minna. Það er orðiö svo óskaplega dýrt að versla, að eng- in leið er að komast af meö lægri upphæð til jólagjafa, þegar kaupa þarf 10-15 gjafir. —S.dór Til Frakklands um jólin sagði franski kennarinn Gerard Chinotti Hvort kaupir sá jólagjafir á íslandi eða i Frakklandi, sem ætl- ar að dvelja yfir hátiðina i Frakk- landi? Þannig spurðum við Ger- ard Chinotti, franskan kennara, sem dvalið hcfur hér á landi I mörg ár, en ætlar til Frakklands um jólin og dvelja þar hjá for- eldrum sinum ásamt eiginkonu sinni Jórunni Tómasdóttur. „Eg kaupi ekki miklar jólagjaf- ir, þó hef ég keypt svolitið af skinnavörum, sem ég ætla með út og færa foreldrum minum. Ég held að þeim þyki meira varið i að fá eitthvað islenskt en gjafir sem um jólin og dveljast þar hjá for- sagði Gerard. Hann sagðist aðeins hafa átt leið um miðbæinn,en ekki vera i neinum verslunarhugleiðingum. Sagðist frekast hafa hug á að fá sér kaffisopa á einhverju veit- ingahúsinu, til að ylja sér á i kuld- anum. Gerard kennir frönsku og spönsku við Fjölbrautaskólann i Keflavik og við Menntaskólann við Sund, en á sumrin hefur hann verið leiðsögumaður bæði hér heima og erlendis. —S.dór Litast um í jólaösmni Gerard Chinotti Já, bækurnar, þær eru alltaf þægilegar til jólagjafa Það er margt að skoða i verslunargluggunum, bæði fyrir unga og aldna Blddu við, skoðum þetta.... Ætli maður sogist Oft meira að gera en núna hring- iðuna sagði Hulda Harðardóttir, sem sagðist hafa ætlað að standa utan við kaupæðið fyrir jólin sagði Halldóra Sigurdórsdóttir, sem afgreiðir í inní ,,Við höfum nú verið að byggja okkur ibúð og fjárhagurinn er þvi ekkert of rúmur og við ætluðum að standa utan við kaupaæðið fyrir þessi jól, en ætii maður sog- ist ekki inni þessa hringiðu, mér sýnist illmögulegt fyrir nokkurn mann að ætla sér að standa þar utan við’’ sagði Hulda Haröar- dóttir, sem við hittum með fulla körfu af vörum við einn peninga- kassann i Hagkaup. „Nei, þetta eru ekki jólagjafir, aðeins þaö sem við þurfum til helgarinnar og eitthvaö af jóla- mat lika”, sagði Hulda þegar hún sá að horft var á fulla körfuna. HUn sagðist ekki vera farin að Hulda Harðardóttir kaupa neinar jólagjafir ennþá; hve margar gjafir hún myndi kaupa væri ekki gott aö segja, en hún ætti 4 börn og handa þeim yrði aö kaupa eitthvað. „Þettaer alltdálitið ööruvisi en áöur hjá manni.vegna byggingar- innar, og eins og ég sagöi áöan ætluðum viö aö reyna aö standa sem mest utan viö jólakaupæöiö og ég vona aö okkur takist þaö, þótt ég óttist að maöur sogist inni hringiðuna eins og alliraörir. En peningaráöin eru ekki rúm hjá fólki sem er aö byggja um þessar mundir; þaö get ég fullyrt”, sagöi Hulda aö lokum. — S.dór. Hagkaup „Það hittist nú svo á núna, aö það er meö minna mtíti að gera, þaö er oftast mun meira en þetta”, sagði Halldóra Sigurdórs- dóttir, sem vinnur við afgreiðslu I Hagkaup núna fyrir jólin, en ann- ars stundar hún nám I Mennta- skólanum við Sund. „Svo vinn ég hérna eftir hádegi á föstudögum allan veturinn, en þá er bætt viö fólki hérna, enda óskaplega mikiö aö gera hér á föstudögum”, bætti hún viö. Þaö var siödegis á föstudegi sem við komum við i Hagkaupi og það voru orð að sönnu aö ösin var ekki mjög mikil. Halldóra sagði að ef við vildum fá að sjá ös og ná myndum af henni, þá skyldum við koma um kvöldið, þá yrði áreiö- anlega troðfull búð. HUn sagöi aö þaö væri greini- legt aö fólk keypti meira af mat- Halldóra Sigurdórsdóttir vælum nú en vanalega, betri mat. og áberandi mikiö væri keypt af sælgæti. Þarna væri greinilega um jólainnkaup aö ræöa. Eins væri mikið keypt af fatnaði, eink- um bárnafatnaði. Og um þaö bil sem viö Einar ljósmyndari vorum aö yfirgefa verslunina, milliklukkan 17 og 18 var greinilegt aö aösóknin var farin aö aukast, enda fólk aö koma úr vinnu og tilvaliö aö koma viö I Hagkaupi á heimleiöinni. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.