Þjóðviljinn - 22.12.1977, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1977
i sjávarplássum á Suöurlandi vitt harölega. Myndin er tekin i frysti-
mál skilaði eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi vekur athygli lands-
manna á þvi öngþveiti, sem mál-
efni bændastéttarinnar eru komin
i undir stjórn Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins. Fund-
urinn telur það óviðunandi að
bændastéttin sé langt fyrir neðan
bækur
VOFA
KARÞAGÓ-
BORGAR
„Vofa Karþagóar” nefnist ný
bók um ævintýri Alexar eftir J.
Martin. Fjölva-útgáfan gefur út
og Þorsteinn Thorarensen þýddi
bókina.
Þetta er fjórða bókin um Alex,
sem út kemur hér. Bókaflokkur-
inn er eftir Jacques Martin og
fjallar um ungan og knáan gall-
verskan pilt á frægðardögum
Rómaveldis. Alex upplifir marga
fræga atburði veraldarsögunnar,
þegar Róm var mesta stórveldi
heims. Höfundurinn hefur lifað
sig inn i alla þjóðhætti og siði á
dögum Rómverja og túlkar þá af
vandvirkni i myndum og
skemmtilegum söguþræði.
Bókin er prentuð i Belgiu.
—eös
3.-4. des. 1977 fordæmir þann ill-
skeytta áróður, sem siðustu árin
hefur verið beint i garð land-
búnaðarins og bænda. Telur fund-
urinn áróður þennan ómaklegan
og stórhættulegan islensku efna-
hags-og atvinnulifi og engu þjóna
nema erlendri ásælni i að leggja
undir sig atvinnuvegi lslend-
inga”.
Flæöi heitir ný ljóöabók eftir
Jóhann G. Jóhannsson. Jóhann G.
kemur vlöa viö sögu, eins og
mörgum mun kunnugt — hann
spilar og syngur og málar og
hann vill semja Ijóö einnig.
Ljóð Jóhanns eru flest stutt og
bera viö fyrstu sýn vitni sterkri
áráttu til að taka einhvern þátt I
Formaður kjördæmisráðs lagði
til að kosin yrði nefnd til þess að
fjalla um stefnuna i landbúnaðar-
málum með tilliti til væntanlegr-
ar landsráðstefnu Alþýðubanda-
lagsins um þessi mál. Kjörnir
voru: Bjarni Halldórsson, Sigurð-
ur Björgvinsson, Gunnar Stefáns-
son, Bjarni Þórarinsson og Þor-
steinn Guðmundsson.
„Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi vekur athygli á þeirri
staðreynd, að uppblástur og gróð-
ureyðing herjar nú viða á landið
og fer Suðurland ekki varhluta af
þvi þar sem að af fjórum verst
förnu sýslum landsins eru þrjár á
Suðurlandi. — Það er þvi bráð
nauðsyn að gera nú þegar stórt
átak i landrækt og gróðurvernd.
Þar verða bæði riki og sveitar-
félög og önnur félagasamtök — að
leggjast á eitt”.
Herstödvamál
Starfshópur um herstöðvamál-
ið flutti sameiginlega eftirfarandi
tillögu þar að lútandi:
smiöi gullkorna, eða þá að
minnsta kosti að safna þeim af
götu sinni. „Listin er spegill hins
innri manns / sannleikur þess
sem leitar” segir á einum stað
„Lykillinn að lifshamingju þinni /
býr i djúpi sálarinnar” segir á
öðrum, og mörg dæmi eru þess-
um skyld.
„Kjördæmisráðsfundur Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi hvetur landsmenn til
þess að sameinast um brottför
hersins og úrsögn úr NATO.
Ef svo heldur fram sem horfir
geta dátarnir enn dundað við það
i friði og ró að hagræða atóm-
vopnum á Vellinum án þess að þvi
sé veitt nokkur athygli.
Fundurinn krefst þess að ef
kæmi til stjórnarsamstarfs Al-
þýðubandalagsins og annarra
flokka hverfi her og öll hervirki af
landi brott á kjörtimabilinu”.
Kosningar
Þá var kosið i nefndir og stjórn-
ir. Stjórn kjördæmisráðsins skipa
Bergþór Finnbogason, Selfossi,
formaður, Haukur Ársælsson,
Selfossi, gjaldkeri, Auður Guð-
brandsdóttir, Hveragerði, ritari.
Einnig var kosið i skemmtinefnd,
blaðstjórn, húsnæðismálanefnd
og æskulýðsnefnd.
Fundarmenn af landi vilja
koma á framfæri sérstökum
þökkum fyrir rausnarlegar mót-
tökur Vestmannaeyinga i hvi-
vetna.
bækur
CÍA
CIA fékk lánaðan mann frá
Maflunni, en það samstarf fékk
óvæntan endi.
Þannig hljóðar kynning á bók-
inni Sikileyjarleikurinn eftir Nor-
man Lewis, sem Hagprent hf.
gefur út.
Og áfram segir á bókarkápu:
Marco Riccione er félagi i
Mafiunni og kunnur fyrir að geta
framið fullkomna glæpi.
Frammistaöa hans istörfum
Mafiunnar gerði þaö að verkum
að hann komst frá fátæku þorpi á
Sikiley til æöstu starfa á vegum
Mafiunnar i Bandarikjunum.
Samstarf Mafiunnar og CIA i
ákveðnum verkefnum varð til
þess, að hann var valinn I verk-
efni, sem taliö var þaö erfiöasta.
En hann vissi ekki i hvaö mikilli
hættu hann var sjálfur.
„Það risa á manni hárin við
lestur þessarar bókar”
Financial Times
bækur
bækur
Jóhann G.
Flæði eftir Jóhann G.
Lögð var áhersla á það á kjördæmisráðsfundinum I Vestmannaeyjum
að nauðsynlegt væri að leggja nýjan rafstreng milli lands og Eyja.
A fundinum var lokun frystihúsa
húsinu á Stokkseyri.
sivaxandi nauðsyn þess að hafist
verði handa um brúargerð á
ölfusá við Öseyri. Sú brú mun
gjörbreyta atvinnuástandi alls
Árborgarsvæðisins.
Fundurinn leggur einnig þunga
áherslu á að bundið slitlag verði
lagt á veginn til Þorlákshafnar,
sem nú er orðinn mikilvægur hluti
af þjóðveginum til Vestmanna-
eyja. Sérstök ástæða er til að
minna á að um veginn fara miklir
fiskflutningar og er óhæfa, að
slikir flutningar fari um vegi án
bundins slitlags.”
„Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðuriands-
kjördæmi lýsir yfir fullum stuðn-
ingi við framkvæmdir til lend-
ingarbóta, sem hafnar eru við
Dyrhólaey! ”
Atvinnumál
„Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi vitir harðlega þá at-
burði, sem gerst hafa i sjávar-
þorpunum suðvestanlands að
undanförnu, þar sem frystihúsun-
um hefur verið lokað og þvi nær
öllu starfsfólki þeirra sagt upp.
Hafi þar aðeins verið um fjár-
hagsörðugleika að ræða bar riki
og sveitarfélögum skylda tii að
ráða fram úr þeim, svo að fólkið
missti ekki atvinnu sina, þar sem
önnur atvinna er ekki fyrir hendi.
Þetta siðleysi sýnir fólkinu best
að það verður að treysta betur
samstöðu sina, krefjast meira at-
vinnuöryggis og aðildar að stjórn
þeirra fyrirtækja, sem það raun-
verulega á og starfar við.”
„Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
Frá kjördœmisráöi Alþýðubandalagsins í Suöurlandskjördæmi
Lokun frystihúsanna
er siðleysi
Ályktanir gerðar um mörg mál
Bergþór Finnbogason, form.
kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins á Suðurlandi.
Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi var haldinn i Alþýðu-
húsinu i Vestmannaeyjum 3.-4.
desember 1977. Bergþór Finn-
bogason, formaður kjördæmis-
ráðsins setti fundinn og stjórnaði
honum. Fundarritari var Björg-
vin Salómonsson.
Formaður lagði fram drög að
nokkrum ályktunum, sem hann
lagði til að yrðu ræddar og siðan
visað til starfshópa til umf jöllun-
ar. Miklar umræður urðu um til-
lögurnar og eftir að starfshópar
höfðu fjallað um þær voru þær
samþykktar sem ályktun fundar-
ins — Þær eru svo hljóðandi:
Samgöngumál
„Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi itrekar enn einu sinni
þýðubandalagsins i Suðuriands-
kjördæmi lýsir áhyggjum sinum
yfir ótraustu atyjjmuástandi i
þéttbýlissvæðunum á Suður-
landsundirlendi.
Aðalfundurinn leggur þunga
áherslu á að leitað- verði allra
leiða til að styðja og styrkja þá
atvinnumöguleika, sem fyrir
hendi eru en umfram allt verður
að fjölga atvinnutækifærum með
þvi að koma á fót nýjum iðnaði,
sem byggir á innlendum hráefn-
um.”
Orkumál
„Aðaifundur kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins i Suðurlands-
kjördæmi leggur áherslu á, að
orkuflutningur til Vestmannaeyja
verði tryggður með lagningu nýs
rafstrengs milii lands og Eyja.
Reynsla þessa árs sýnir ótvirætt,
hve ótraust ástandið er og hve
gifurleg verðmæti eru i húfi, ef
ekki verður bætt nýjum streng við
núverandi búnað.”
Landbúnaðarmál
Starfshópur um landbúnaðar-
allar aðrar stéttir i launum, en
þar veldur mestu um skipulags-
leysi og alröng stjórn á fram-
leiðsluháttum islensks land-
búnaðar undanfarna áratugi und-
ir handleiðslu fyrrnefndra flokka
að viðbættri þeirri háskalegu
efnahagsstefnu sem fylgt hefur
verið að undanförnu. Fundurinn
litur svo á, að fóðurbætisskattur-
inn sé aðeins til þess að fela hin
raunverulegu vandamál bænda-
stéttarinnar fram yfir kosningar,
en ekki til þess að leysa þau mál
bændum til hagsbóta.
Fundurinn bendir á hinn óeðli-
lega milliliðakostnað á land-
búnaðarvörum og lýsir stuðningi
við framkomið frumvarp Garð-
ars Sigurðssonar um breytingu á
lögum um söluskatt. Kjördæmis-
ráð Alþýðubandalagsins telur að
þjóðin verði að vera sjálfri sér
næg um framleiðslu á þeim bú-
vörum, sem framleiða má i land-
inu”.
Þá lagði Gunnar Stefánsson
fram eftirfarandi tillögu, sem
samþykkt var samhljóða: „Aðal-
fundur kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins i Suðurlandskjör-
dæmi haldinn i Vestmannaeyjum