Þjóðviljinn - 22.12.1977, Síða 13
TÓNABÆR SELDUR
Fimmtudagur 22. desember 1977, ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Leyft Okkar
verð verð
Vikings konfektkassi 450 gr........... 2152.- 1915.-
Siríus suðusúkkulaði 2oogr.stk....... 534.- 48i.-
Opal-Lindu-Sirius rjómasúkkulaði 100 gr. pk. 244.- 220.-
After Eight piparmyntusúkkulaði 2oogr.pk. 587,- 529.-
Opal Orange súkkulaði-hnappar írúiia ... 345.- 321.-
Opal brjóstsykur 350gr.poki.......... 393.- 350.-
Gou karamellur 200 gr. poki.......... 202.- 182.-
Smarties íoogr.pk.................... 247.- 223.-
Krumma lakkriskonfekt 185 gr. poki.... 333.- 298.-
V
M
Vorumarkaðurinn hf.
Ármúla 1 A, simi 86111.
ÁLAFOSSBÚÐIN
Vesturgötu 2 — Sími 1304
markaðs-
verði
Merki um uppgjöf
Æskulýðsráð Reykjavikurborg-
ar hefur ákveðiö að selja Tónabæ.
A fundi ráðsins i fyrradag voru
greidd atkvæði um tillögu frá for-
manni ráðsins Davið Oddssyni
um það að fela borgarráði að
selja þennan eina skemmtistað
sem ungiingar i Reykjavik geta
stundað.
Margrét Margeirsdóttir, full-
trúi Alþýðubandaiagsins i Æsku-
lýðsráði,var sú eina sem greiddi
atkvæði gegn tillögunni, en áður
hafði verið felld tillaga frá henni
um frestun málsins.
Tónabæjarvandamálið svokall-
aða hefur verið til umfjöllunar
hjá Æskulýðsráði allt siðast liðið
ár. og haustið 1976 voru gerðar
nokkrar breytingar á rekstri
staðarins m.a. vegna óspekta
unglinga sem söfnuðust saman
fyrir utan staðinn. Þá var hætt að
kaupa hljómsveitir að staðnum
og haldið uppi diskóteki i staðinn.
Margrét Margeirsdóttir sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær, að
hún teldi starfsemi Tónabæjar
eða annars álika staðar ætti fylli-
lega rétt á sér i 80.000 manna
borg. Ég get auðvitað séð að það
er ýmislegt sem réttlætir það að
selja staðinn, sagði Margrét, en
með þvi að eingin trygging er fyr-
ir þvi að heppilegra hús, sem ekki
er staðsett i miðju ibúðarhverfi,
fáist undir þessa starfsemi tel ég
ekki rétt að selja Tónabæ.
1 tillögu Daviðs segir að visu að
andvirðinu skuli varið til æsku-
lýðsstarfsemi, en það er ákaflega
viðtækt orð og engin trygging fyr-
Viðtal
við Margréti
Margeirs-
dóttur félags-
ráðgjafa
ir þvi, að annar skemmtistaður
fyrir unglingana risi fyrir þá pen-
inga.
Vandanum
Röksemdirnar fyrir sölunni
voru einnig léttvægar að minu
mati. Þar kom m.a. fram að ekki
mætti leggja þá byrði á nýtt
æskulýðsráð, sem skipað verður
næsta vor, að reka Tónabæ. Það
er rétt að það verður ekki vanda-
mál þess Æskulýðsráðs sem nú
situr að leysa vandann, sem
skapast hér næsta haust ef enginn
annar staður verður opnaður fyr-
ir þennan aldurshóp. Þá verður
það lögreglunnar að kljást við
Hallærisplaniö og unglingana
sem verða þar.
Þá var einnig bent á að 30%
unglinganna sem Tónabæ sækja
væru utanbæjarunglingar, m.a.
úr Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, og að Reykjavik hefði
ekki efni á að reka slika þjónustu
fyrir önnur sveitarfélög. í krafti
stærðar sinnar dregur Reykjavik
auðvitað til sin bæði unglinga og
fullorðna þegar um skemmtanir
og verslun er að ræða, og ég held
að Hafnfirðingum t.d. verði nú
seint bannað að sækja leikhús hér
eða fara á aðra opinbera staði,
svo eitthvað sé nefnt.
Höfuðborgarsvæðið nær vissu-
lega út fyrir borgarmörk Reykja-
vikur nú orðið.og allt þetta svæði
er að verða ein samliggjandi
borg.
Uppgjöf
Mér finnst þetta vera merki um
vissa uppgjöf. Það hefur sýnt sig
að hér er þörf fyrir einn almenn-
an skemmtistað fyrir þessa ungl-
inga, og ég tel það til litils sóma
að loka Tónabæ án þess að koma
á annan hátt til móts við skemmt-
anaþörf unglinganna.
1 Æskulýðsráði hefur einnig
verið talað um að skólarnir eigi
að gera meira fyrir unglingana, og
ég er ákaflega hlynnt þvi. Hins
vegar geta ekki nærri allir skólar
haldið samkomur t.d. árshátiðir i
húsakynnum sinum, einfaldlega
vegna þess að þau eru of litil. Þar
af leiðandi hafa þessir skólar
fengið inni i Tónabæ fyrir slikar
samkomur, og þvi tel ég að með
lokun hans verði veruleg skerðing
á æskulýðsstarfsemi i borginni.
1 Æskulýðsráði eiga sæti auk
Margrétar þau Davið Oddsson
formaður, Bessi Jóhannsdóttir,
Jóhannes Long og Helga Gröndal
frá Sjálfstæðisflokknum. Frá
Framsókn situr Steinn Guð-
mundsson i Æskulýðsráði og frá
Alþýðuflokknum Sigurður Blönd-
al.
— AI
Margrét Margeirsdóttir
SÆLGÆTI
á Vöru-
VERZUfl MR SEM ÚRVAUÐ ER MEST 06 KJORIN BEZT
Einfalt og ódýrt
undir hljómtækin
ogplöturnar
Verð aðeins kr. 24.500.
Jlfl Húsgagnadeild
HRINGBRAUT121 -SIMI28-601