Þjóðviljinn - 22.12.1977, Page 14

Þjóðviljinn - 22.12.1977, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1977 Ungyerjarnir áttu aldrei í erfiðleikum með Island / Islenska liðið lék langt undir getu. — Innáskiptingar liðsins fáránlegar. islendingar og Ungverj- ar léku seinni leik sinn í Laugardalshöllinni i gær- kvöldi og er skemmst frá þvi aö segja, að Ungverj- arnir tóku islenska liðið í kennslustund og unnu leik- inn með 18 mörkum gegn 13. Staðan í leikhléi var 10:6 og var sókn íslenska liðsins í molum, ekki aðeins fyrri hálfleikinn, heldur allan leikinn. Gunnar Einarsson sem leikið hefur í Þýska- landi að undanförnu lék nú með landsliðinu á nýjan leik og átti hann ágætan, leik. Axel Axelsson sem einnig leikur í Þýskalandi komst ekki til landsins í tæka tíð og gat þvi ekki leikið i gærkvöldi. t byrjun leiksins var hann i jafnvægi, en þegar liða tók á seinni helming hans sigu Ung- verjarnir hægt og bítandi fram úr og höfðu eins og áður sagði náð 4 marka forustu i hálfleik, 10:6. Segja þessi sex mörk meira en mörg orð um það, hversu bitlaus sókn islenska liðsins var. Þess ber þó að gæta að vörn ungverj- anna var sterkari en i gærkvöldi og komust upp með mun grófari brot en reglur handknattleiksins segja til um. 1 siðari hálfleik var nánast um uppgjöf hjá islenska liðinu að ræða, og Ungverjarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á þvi að bæta tveimur mörkum við fengið for- skot og auka muninn i 12:6. tslendingarnir náðu siðan að hanga i Ungverjunum það sem eftir lifði leiksins og lokatölur urðu 19:13 Ungverjum i hag. Ungverjarnir léku ekki mikið betur en i fyrri leiknum, nema hvað vörnin var yfrið sterkari en þá. Var oft á tiðum furðulegt að sjá hvað þeir komust upp með i vörninni. Höfðu dómarar leiksins sem komu frá Þýskalandi ekki nokkur tök á leiknum og dæmdu eins og um byrjendur væri að ræða. Bestur Ungverja i þessum leik eins og þeim fyrri var langskytt- an Kovács sem er gifurlega sterkur leikmaður og skorar mik- ið með langskotum og markvörð- ur liðsins Bela Bartalos sem lenti i veislu i leik þessum þar sem islensku leikmennirnir skutu alltaf niður á hann, en þar komu islensku leikmennirnir að lok- uðum dyrum og varði hann fjöldann allan af skotum og lokaði markinu langtimum saman. TÖLUR Leikurinn i gærkvöldi var þannig: ísland fékk 35 sóknarlotur og skoraði úr 13 sem gera 30,7% sem er lélegt. Ungverska liðið fékk 40 sóknarlotur og skoruðu úr 18 sem gerir 40,5% sem er sæmilegt. Geir Hallsteinsson skaut fimm sinnum, skoraði tvisvar.gaf tvær linusend- ingar sem gáfu mörk og tapaði ooitanum emu sinni. Þorbergur Aðalsteinsson skaut einu sinni og skoraði ekki. Einar Magnússon skaut þrisvar og skoraði einu sinni, en hann tapaði boltanum einu sinni. Jón Hjaltalin skaut tslenska liðið var alls ekki slakt i þessum leik, en það er heldur ekki hægt að segja að liðið hafi leikið eins og það á að sér. Vörnin var góð. En það var sóknin sem brást. Það vinnur ekkert landslið leik sem aðeins kann að spila helming handboltans. Islensku piltarnir fengu skipanir um að skjóta upp á ungverska mark- vörðinn fyrir leikinn,en samt var það svo, að varla var skotið annars staðar en niðri. Þá er rétt að minnast á innáskiptingar liðs- ins sem voru i algjörum molum. Birgir Björnsson brá til þess ráðs að láta 4 leikmenn skiptast á um að leika i vörn og sókn, og útkoman varð sú að þegar Ung- verjar náðu boltanum og hófu skyndisóknir þá voru tslend- ingarnir oftast tveimur færri. Einnig það að þeir Arni Indriða- son- og Björgvin Björgvinsson náðu aldrei að hitna almennilega og náðu sér aldrei á strik. Þeir Einar Magnússon og Jón fjórum sinnum og tókst ekki að skora. Hann gaf hins vegar tvær linusendingar sem gáfu báðar mörk. Gunnar Einarsson tapaði boltanum þrisvar, skaut fjórum sinnum og skoraði einu sinni. Viggó skaut fimm sinnum og skoraði þrisvar. Hann tapaði boltanum einu sinni, en átti tvær linusendingar. Björgvin tapaði boltanum einu sinni, skaut þrisvar og skoraði einu sinni. Bjarni skaut einu sinni og tókst ekki að skora. Arni Indriðason skaut tvisvar og skoraði i bæði skiptin. Þorbjörn Guðmundsson skaut einu sinni og skoraði ekki. Jón Karlsson skaut þrisvar og skoraði þar af tvisvar úr viti. SK. Hjaltalin léku nokkuð mikið með i fyrri hálfleik og voru þá mjög óheppnir með skot sin. En i siðari hálfleik sá Birgir ekki ástæðu til að nota Einar nema fyrstu minútur hálfleiksins og Jón kom ekki inná fyrr en eftir voru 5 minútur af leiknum og hann tap- aður. Einmitt i fyrri hálfleiknum virtist vanta leikmenn sem þyrðu að skjóta á ungverska markið, en þá voru þeir Einar og Jón hvildir. Markhæstirhjá Ungverjum var Kovacs með 5 mörk. Fyrir tslend- inga skoruðu þeir Viggó Sigurðs- son sem lék mjög vel að þessi sinni með 3 mörk og Geir Hallsteinsson, sem stjórnaði spili liðsins vel að venju, en var ekki svipur hjá sjón frá fyrri leiknum, skoraði 2 mörk og það gerðu þeir Gunnar Einarsson Jón H. Karls- son og Arni Indriðason einnig. Einar Magnússon og Björgvin Björgvinsson, sem nú lék sinn 100. landsleik fyrir tsland, skor- uðu báðir 2 mörk. Leikinn dæmdu þeir Reimers og Schunke frá Þýskalandi og dæmdu þeir i einu orði sagt ömurlega. SK. SAGT EFTIR LEIKINN Birgir Björnsson: Ungverjarnir léku nú mun sterkari vörn en i fyrri leiknum. Það gerði gæfumuninn. Gunnar Einarsson lék nú með okkur aftur og stóð sig vel,en hann eins og Jón og Einar eru ekki komnir nægi- lega vel inni leikkerfin til að liðið nái saman. Ég sagði minum mönnum að skjóta upp á ung- verska markvörðinn,en einhverra hluta vegna gerðu þeir það ekki. Um innáskiptingarnar vil ég segja það að ég tel nauðsynlegt að hringla með liðið eins og gert var i þessum leik. Það er engin ástæða fyrir okkur að.örvænta. Þetta smellur saman fyrir HM. Jón H. Karlsson. Björgvin Björgvinsson lék I gærkvöldi sinn 100. landsleik fyrir tsland og stóð sig að venju vel. Hér sést hann skora I gærkvöldi. ANDVARI 1977 Aðalgrein hans er ævisöguþáttur Egils Gr. Thorarensens kaupfé- lagsstjóra í Sigtúnum á Selfossi eftir Guðmurrcf Daníelsson rithöf- und, en að auki flytur tímaritið fjölbreytt efni. Ritstjóri er dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálhottsstfð 7 - Reykjavík - Sfmi: 13662 ÍSLENZKAR ÚRVALSGREINAR II Annað bindi safnritsins sem Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður og dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður hafa búið til prentunar. Fyrsta bindi úr- valsgreinanna kom út í fyrra og hlaut miklar vinsældir. ALMANAK Hins íslenska þjóðvinafélags með ÁRBÓK ÍSLANDS Almanakið er eitthvert fróðlegasta heimildarit sem út er gefið á ís- lensku. Ritstjóri er dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur 6n- nöfundur árbókarinnar Ólafur Hansson prófessor. Einhverra hluta vegna gerðum við ekki eins og okkur var sagt. Við áttum að skjóta niðri á mark- vörðinn þeirra þvi hann ver ekki nærri eins vel þar. Þeir tóku Geir mjög stift allan leikinn og við erum ekki i nægi- lega góðri æfingu til að taka þvi. En ég er bjartsýnn á framhaldið og ég held að við eigum að ná langt i HM þegar liðið verður i toppæfingu og „útlendingarnir” verða komnir betur inni kerfin okkar. Gunnar Einarsson: Það er ákaflega erfitt að koma svo til beint úr flugvélinni i erfið- an landsleik og það með landsliði sem ég hef ekki spilað með lengi. Ég er nokkuð ánægður með leik- inn en held að með meiri æfingu og meiri samheldni eigum við eft- iraðgera stóra hluti i Danmörku. Það er verið að byggja upp mjög sterkt lið núna sem að minu mati á eftir að verða miklu betra. Björgvin Björgvinsson: Það.sem að minu mati var að i þessum leik var það að i liðinu eru óf margir leikmenn sem ekki kunna leikkerfi þau sem við byggjum okkar leik á. Nú, fleira mætti nefna. Sóknin var alveg bitlaus og ekki skotið á ungverska markvörðinn eins og ráðlagt hafði verið. En það var einn ljós punktur i þessu og það var vörnin sem að minu mati var mjög góð. En það var greinilegt að það rikti ekki sami andi nú og i fyrri leikn- um við Ungverja. Þetta sagði Björgvin Björgvinsson um sinn 100. landsleik sem verður honum örugglega lengi i minni. — SK.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.