Þjóðviljinn - 04.01.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. janúar 1978
Minning
Ólafur T ómasson
fulltrúi F. 11.7. 1908—D. 26.12. 1977
Gleði og birta jólanna, með
fagnandi klukknahljómi fyllir
huga okkar, og við heyrum ekki
hinn þunga glym klukkunnar sem
kallar til brottfarar, enda þeim
einum ætlaður sem kallaður er.
Ólafur, vinur minn, Tómasson
fékk boðin annan jóladag. Fyrir-
varalaust var þessum jarðneska
þætti lokið og nýr áfangi hafinn og
kallinu hlýðum við með auðmýkt.
Útför hans verður gerð frá
Dómkirkjunni i dag kl. 13.30.
Óli Tomm er það nafn, sem
flestir vina hans nota um hann, i
þvi er fólgin hlýja og vinátta, og
undirstrikuð aðgreining frá öðr-
um. Ég sem hef átt þvi láni að
fagna, að mega teljast til vina
hans um aldarfjórðungsskeið vil
að leiðarlokum minnast góðs og
sanns manns.
Hann var fæddur 11. júli 1908, i
Reykjavik og voru foreldrar
hans, Tómas Snorrason, skósmið-
ur og kona hans Ólafia Bjarna-
dóttir. Vegarnesti gott hlaut hann
frá föður sinum, sem hann lýsti
sem vini, félaga og kennara, er
innrætti honum virðingu fyrir
vinnunniog ,,að ekkert verk væri
svo litilmótlegt að ekki mætti
gera það merkilegt, með þvi að
ieysa það vel af hendi.”
Þetta stef var sem rauður þráð-
ur i öllu lifi Óla Tomm og að-
greindi hann frá öðrum, ásamt
þeim frábæru hæfileikum hans til
að umgangast fólk með nærfærni
og láta það finna til eigin mikil-
vægis og laða fram hið góða og já-
kvæða i einu og öllu. Hann var
hógvær og af hjarta litillátur, en
mikið var hugsað og brotið til
mergjar, og ávallt var nægur timi
til að fræða og mennta menn og
unglinga i starfi, vekja áhuga á
starfinu og möguleikum mennt-
unarinnar, til þess að verða hæf-
ari þjóðfélagsþegnar, og bar iðja
hans rikulegan ávöxt.
Óli Tomm gerðist farmaður á
unga aldri og sigldi um heimsins
höf, fyrst sem léttadrengur, sið-
an fullgildur matrós og vannfyrir
menntun sinni. Að loknum skóla
sigldi hann sem stýrimaður á
Fossunum og rataði i mörg ævin-
týri og hættur, sem unun var að
hlýða á, þvi sögumaður var hann
góður, svo sem endurminningar
hans „Farmaður i friði og striði”,
skráðar af Jóhannesi Helga, bera
glöggt vitni um.
Arið 1937 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni Benediktu Þor-
láksdóttur, hjúkrunarkonu, úr
Hafnarfirði; eignuðust þau tvær
dætur, ólafiu Hrönn, sem gift er
Sigurbirni Valdimarssyni, húsa-
smið, og eiga þau 3 börn. Yngri
dóttirin, Gerður.er gift Asgeiri M.
Jónssyni, flugvirkja, og eiga þau
2 börn. Fjölskyldan er samhent
og ættarbönd sterk, og má meö
réttu segja að fjölskyldan hafi
verið honum allt hans lif og yndi.
Systrum sinum reyndist hann
góður bróðir og umhyggjusamur,
og er missir þeirra þvi stór. Mág-
konu sinni og svila, nýlátnum, var
hann hjálparhella og vinur i raun,
svo mikill, að seint er fullþakkað,
en dýrmætt að minnast, svo ein-
lægrar vináttu og elsku.
Eftir að hann kom i land, veitti
hann forstöðu Togaraafgreiðsl-
unni I Reykjavik, en gerðist siðar
fulltrúi hjá Pósti og sima, og var
birgðavarslan hans vettvangur.
Verkstjórn og umgengni við
margbreytilega einstaklinga var
hans sérgrein, og nutu skipulags-
hæfileikarog lifsreynsla hans sin,
með miklum ágætum. Áhugamál
átti hann mörg, og á yngri árum
sinum hafði hann mikil afskipti af
félagsmálum stéttar sinnar.
Aðaláhugamál hans var lifsgát-
an, maðurinn, náttúrulögmálið og
alheimurinn,og bar hann einlæga
virðingu fyrir hinni minnstu ögn
sköpunarverksins og opnaði augu
annarra fyrir fegurð þess og til-
breytileik..
Það er mikil gæfa að fá að vera
samferða slikum manni sem gef-
ur jafn mikið af sjálfum sér og
hann gerði af gnótt sinni.
A heimil Óla og Bennu var allt-
af jafn gaman að koma, þau höfðu
alveg einstakt lag á að láta
gestinum finnast hann vera sér-
staklega velkominn á þeirra fal-
lega og gestrisna heimili. Margar
á ég minningar slikar og munu
þær mér lengi ylja.
Fjölskylda min vottar Bennu,
dætrum, tengdasonum, afabörn-
unum og öðrum aðstandendum
innilega samúð og biður að minn-
ing um góðan dreng létti þeim
söknuðinn, en Ola biðjum við
sællar farar og góðrar helm-
komu.
Hreinn Bergsveinsson
Okkar kæri tengdafaðir, Ólafur
Tómasson, Bergsstaöastræti 11A
Rvík, verður jarðsunginn í dag.
Hjörtu okkar eru full trega og
erfitt er að finna þau orö, sem við
vildum lýsa með kynnum okkar
af honum.
Ólafur fæddist að Brekkustíg i
Reykjavik 11. júli 1908. Foreldrar
hans voru þau ólafia Bjarna-
dóttir og Tómas Snorrason, skó-
smiður.
Ólafur varð bráðkvaddur að
heimili slnu 26. desember s.l., en
eftirlifandi eiginkona hans er
Benedikta Þorláksdóttir.
Strax við fyrstu kynni, tókum
viö eftir skarpri athygli Ólafs,
áhuga hans og hlýju. Sllk voru
kynni okkar af honum frá upphafi
og til hinstu stundar. Við tengda-
synirhans fórum ekki varhluta af
umönnun hans fyrir okkar högum
og vandamálum. Hann tók okkur
sem sonum sínum. Þaö er mikiö
lán og góður skóli að hafa átt
Ólaf. Þeir.sem þekktu hann, vita,
hvern mann hann hafði aö
geyma. Hann var sjálfum sér
samkvæmur, kom til dyra eins og
hann var klæddur. A viðburða-
rikri ævi haföi hann kynnst
mörgu og dregiö lærdóm af
reynslu sinni. Skoðanir hans voru
ákveönar og skýrar, eftir að hann
haföi hugsað málið frá öllum hlið-
um. Þannig lagði hann grundvöll-
inn og byggði á honum.
Þaö var ekki almenn velmegun,
sem ólafur fæddist I. Fátækt var
þá almennari en nú gerist. Hann
fór þvi ungur aö vinna. Hvort sem
hann var við vinnu hér heima á
Islandi eða viö siglingar elendis,
voru aurar og krónur sendar
heim I foreldrahús til að létta
heimilishaldið.
Hugur hans var við og á sjón-
um. Hann vann og sótti sjó-
mannaskólann og lauk þaöan
stýrimannaprófi. Hann sigldi I
mörg ár. Striösárin voru ekki
eftirsóknarverð siglingarár, en
þau ár stóð hann einnig viö stýriö.
Hannsýndi fádæma karlmennsku
og ósérhlifni viö björgun farþega
og skipsfélaga, er Dettifossi var
JdZZBai_L©CCSKOLÍ BOPU
Dömur
^ athugið
ð LÍKAMSRÆKT E
Byrjum aftur 9. janúar.
Likamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri.
Morgun- dag og kvöldtimar
Timar tvisvar eða fjórum sinnum I viku.
Sérstakir tímar fyrir þær, sem vilja hægar og léttar
æfingar.
Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru I megrun. í
Vaktavinnufólk athugið „lausu tímana” hjá okkur p
Vigtun — mæling — og mataræði I öllum flokkum —
Sturtur — sauna — tæki — Ijós.
Munið okkar vinsæla sólaríum. Q
Hjá okkur skin sólin allan daginn, L
alla daga. ^
Upplýsingar og innritun ^
frá kl. 1-6 i sima 83730.
jazztíaLLeccsKóLí bópu
Lítil leiguíbúð
óskast strax.
Uþplýsingar gefur Ásdís Þórhallsdóttir,
Fálkagötu 1, simi 17369.
sökkt. Það var ekki eðli hans aö
hrósa sér af þessu né öðru þvl,
sem hann gerði til hjálpar sam-
ferðafólki sinu til sjós eða lands.
Hann talaði þess frekar um dag-
bókina sem fór niður meö skipinu
oe bjó yfir dýrmætum minn-
ingum og fróðleik, en lét minna
yfir þvi, sem hann geröi, að
bjarga mannslífum.
Það, sem liklega er okkur efst I
huga, er það, sem við sáum að
var eins og frumáhugi hans. Þaö
var náungi hans. Ölafur var svo
heill I stuöningi sinum viö þá, sem
minna máttu sin, að hann hvikaöi
ekki, þótt það kynni að kosta mik-
ið að áliti manna. Það voru ekki
bara við, sem I fjölskyldu hans
vorum, heldur hafði hann glöggt
auga fyrir vinnufélögum sfnum á
hverjum stað. Hvað kom hann
auga á hjá þeim? Heilsufar, að-
búnaður, hvort heldur var á
vinnustað eða heima fyrir. Það,
sem I hans valdi stóð og hann gat
komið til betri vegar, var fram-
kvæmt hljóðalaust af bróðurkær-
leik. Áhugi hans fyrir vinnuhag-
ræðingu, sem leiddi af sér, að
vinnulúnar og slitnar vinnuhend-
ur eða bak mætti endast vinnandi
manni æfi hans án sjúkrahúsvist-
ar, var honum mikiö hjartans
mál. Honum ónguðu mann-
skemmandi störf, vegna þess að
hann mat okkur meðbræður sina
aö verðleikum. Vinnudagar Ólafs
voru yfirleitt langir I erilsömu
starfi. Hann umgekkst marga i
starfi sinu. Viö komumst ekki hjá
þvi, aö verða varir við þessi ár-
jfgjtulu augu sem voru opin fyrir
þeim, sem á umönnun eöa ráði
þurftu að halda. Þvi vitum við, að
þeir eru margir vlös vegar um
Reykjavlk, sem sakna stýri-
mannsins, sem kom mörgum I
örugga höfn. Ólafur sá vettvang
sinn hjá þeim, sem aörir hafa
ekki tima eða áhuga fyrir. Jesús
Kristur segir einmitt I oröi slnu,
að þar, sem viö sjáum neyð eða
fátækt, eigum viö að bregöast viö
eins og hann sjálfur eigi hlut að
máli Þjóö okkar þarfnast slfkra
manna. Vonandi er, að viö sem
hæst honum stóðum, mættum
gefa gaum að og taka til fyrir-
myndar þessi hljóðu störf Ólafs
heitins.
Jóhannes Helgi ritar sjóferða-
minningar ólafs af snilld I bók-
inni „Farmaöur I friði og stríði”.
Hann kemur þar vel til skila
snjallri frásagnargáfu Ólafs. Við
lestur bókarinnar, sem kom út
fyrir jól i fyrra, kynnist maður
fljótt, hvern mann ólafur hafði aö
geyma. Ólafur lýsir foreldrum
slnum I bókinni, en óhætt er að
segja, að lýsing hans á fööur sln-
um á einmitt lika við hann og lýs-
ir einna best, hvernig hann var
okkur og börnum okkar. Hann
segir: „Þau nutu þess alltaf að
fara út I náttúruna, sátu þar þögul
og hlustuðu á eillföina, þvl að þau
voru trúuð, ekki bara I orði, held-
ur og á borði. A afmælisdegi
þeirra förum við Benna á fallegan
staö og minnumst þeirra þögul,
stillum hugina til þeirra og ég flyt
þakkargjörð I hljóöi. Þetta kann
að hljóma barnalega. En þetta er
mér I senn Ijúf skylda og hugsvöl-
un. Maöur fær aldrei fullþakkaö
þaö, sem manni er vel gert. Hinu
á maður að gleyma. Faöir minn
var mér meira en góöur faðir,
hann var besti vinur minn, félagi
og kennari. Hann innrætti mér
virðingu fyrir vinnunni vinnunnar
vegna, aö ekkert verk væri svo
litilmótlegt, að ekki mætti gera
það merkilegt með því að leysa
það vel af hendi”.
Barnabörn Ólafs voru sannkall-
aðir gimsteinar hans. Frá fæö-
ingu þeirra bar hann mikla um-
hyggju fyrir þeim. Hann var ekki
þreyttur, þegar þau komu til
hans. Hann átti nægan tfma og
orku handa þeim. Margar skoð-
unarferðir voru farnar niður á
höfn, að ógleymdum veiðiferðum
austur I læk, er drengirnir komust
á legg. Gleði hans varð meiri en
drengjanna, þegar þeir fengu
fisk. Þar kom I ljós þessi sterki
eiginleiki að geta glaðst með öðr-
um og að geta glatt aðra. Lundar-
far hans var jafnaðargeð, glað-
lyndur en um leiö vökumaður ná-
unga sinna. Sjálfstæöi og velferö
Islands voru honum hjartans
mál.
. Það eru lika ófáar stundir, sem
við minnumst ólafs, er hann benti
á Esjuna I fallegu skarti slnu.
Hann kunni að meta verk Skap-
arans eða þeirra, sem höfðu þegið
listsköpun i vöggugjöf. Sömuleiö-
is hreyfði falleg tónlist viö
strengjum hjarta hans.
Kvöldið áður en hann var
kvaddur heim, áttum viö öll
ógleymanlega jólastund saman.
Sú kvöldstund ásamt fjölmörgum
öðrum stundum verður okkur
ógleymanleg. Þá lékum við ein-
mitt lag með texta, sem fjallar
um að koma inn i sólskin Guös.
Ólafur haföi orð á því, hve fallegt
þetta væri.
Að siðustu viljum viö votta
elskulegri tengdamóður okkar, og
systrum ólafs heitins samúö
okkar. Við þökkum Guði fyrir
Ólaf Tómasson og fyrir aö hafa nú
tekiö hann inn I sólskin sitt.
Tengdasynir
Blaðberar
’ Vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins
og sækið rukkunarheftin.
1 Afgreiðslan opin: mánud. — föstud. frá kl.
9-17.
Þjóðviljinn Síðumúla 6 sími 81333
■ ANDLEG MREA STl-ALLRA HEIUB
f Munið
frimerkjasöfnun félagsins.
Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 5,pósth.
1308 eða simi 13468.
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ,
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468