Þjóðviljinn - 04.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. janúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefándi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Faktúrufölsun- arfélagið ' í striðslokin, fyrir u.þ.b. þrjátiu árum, voru nokkrir einstaklingar dæmdir hér á landi fyrir faktúrufalsanir. Þær urðu svo frægar að komast i skáldsögu þar sem menn stofnuðu faktúrufölsunarfélag, FFF eins og frægt er. Um svipað leyti upplýsti formaður Framsóknarflokksins sem þá var, Hermann Jónasson, að gjaldeyris- eignir fslendinga erlendis næmu hundruðum miljóna króna. Það jafngiidir á núverandi verðlagi tugum miljarða — og allir vita að utanrikisviðskipti hvers konar hafa farið vaxandi. Nú eru starfræktar hér á landi 500—600 heildverslanir, milli eitt og tvö þúsund manns hafa allskonar heildsöluleyfi og Þjóðviljinn fullyrðir að kringum öll þessi viðskipti, innflutning og útflutning, sé um að ræða meira og minna svindl. Það eru kannski til heiðarlegar undantekningar, en þær eru svo fáar að slikt mun flokkast undir sérvisku og skringilegheit i þvi allsherjarfaktúruföls- unarfélagi sem nú er starfrækt i islenska milliliðakerfinu. Siðustu mánuðina hafa komið upp fjöl- mörg mál sem beinlinis sanna að svona sé málum háttað: í þvi sambandi má nefna könnun verð- lagsstjóra á innkaupum islenskra heild- sala i Bretlandi. Þar var greinilega gefið upp mun hærra verð á vörunum til 1 slands en almennt tiðkaðist i Bretlandi. Þar var með öðrum orðum um að ræða svindl, þjófnaði úr vösum islenskra neytenda. Annað mál sem hefur gefið innsýn i islenska Faktúrufölsunarfélagið er nú til meðferðar i dómstólakerfinu, en það er innflutningur á notuðum bilum. Þar hafa menn dundað sér við að féfletta rikissjóð með þvi að svikja af tollaframtölum. Enn eitt málið sem komið hefur upp að undanförnu eru skipakaupin erlendis. Þar er nú verið að rannsaka hvernig þessum málum hefur verið háttað i Noregi. Leikur sterkur grunur á að svindlið hafi lika komið við sögu i skipakaupum annars staðar frá. Ekki eru þau mál fullrannsök- uð, en þar hefur áreiðanlega verið tiðkað allskonar svindl, og lagabrot eru þar svo að segja borðleggjandi á öllum lagabálk- um um viðskiptamál. Þannig er allt islenska viðskiptakerfið eitt allsherjar Faktúrufölsunarfélag. Hér hefur ekki verið minnst á viðskiptin við herinn, en þar hefur svindlið og svinariið viðgengist um áratugi. Þar er gjaldeyri skotið undan, þar eru falsaðir pappirar, þar er haft af almannasjóðum með þvi að svikja undan skatti. Svindlararnir lifa i vellystingum praktuglega. Frægasta mál- ið sem komið hefur upp á yfirborðið úr hermangsdjúpunum er oliumálið, en þá kom i ljós að margir aðalsvindlararnir höfðu komið sinum peningum fyrir á bankareikningum i Sviss. Þannig er hægt að telja upp málin enda- laust eitt af öðru, en það nýjasta sem bor- ist hefur fyrir augu almennings og um leið eitt stærsta fjársvikamálið gerist i ábyrgðadeild Landsbankans. Þar koma við sögu fjölmörg fyrirtæki stórlaxanna i islensku viðskiptalifi; formaður stærsta stjórnmálafélags Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem tengjast málinu. Tengsl hans við hneykslið i ábyrgðadeildinni minnir á ábyrgð stjórnmálaflokkanna á þessum málum öllum. Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa stjómað dómsmálakerfi landsins frá upphafi. Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn hafa verið svo langan tima i rikisstjórnum landsins — raunar annar hvor flokkurinn alltaf frá upphafi nútima flokkaskipunar — að þeir hafa komið „sinum mönnum” fyrir hvar- vetna i rikiskerfinu. þessir kumpánar bera ábyrgðina, og það sem sést hefur af handaverkum þeirra í hneykslisfréttum blaðanna að undanförnu rennir stoðum undir þá kröfu að allt íslenska fjármála- kerfið verði tekið til endurskoðunar. Þjóðviljinn fullyrðir að ‘allsstaðar i viðskiptalifi islenska þjóðfélagsins sé um að ræða meira og minna misferli þar sem ýmist er stolið frá rikiskerfinu, sjóðum almennings, eða frá einstaklingum. Það er helst von til þess að upp komist um strákinn Tuma þegar hákarlarnir fara að stela hver af öðrum. í framhaldi þessarar fullyrðingar Þjóðviljans sem er studd sönnunum siðustu mánaða ber að krefjast þess að allt þetta kerfi verði tekið til uppskurðar. Þar verður að taka til meðferðar allt rikiskerfið, bankakerfið og milliliðina. Þar má hvergi hlifa. Vissulega er þetta erfitt verk, sérstak- lega þegar þess er gætt hversu hagar til i stjórnarráðinu um þessar mundir þar sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn ráða ríkjum. Þetta er einnig erfitt verk vegna þess, að einkagróða- hyggjan,verðbólgan og braskið eru viður- kenndar stoðir efnahagslifsins. En þó að verkið sé mikið og erfitt og flókið er vist að almenningur mun ekki liggja á liði sinu við að veita þeim öflum nauðsynlegan stuðning sem heilshugar vilja ganga milli bols oghöfuðs á spillingarþursunum. — s. Hvað er samvinna? Landssamband isl. sam- vinnustarfsmanna og Nem- endasamband Samvinnuskól- ans gefa út timarit sem heitir Hlynur. 1 5. tölublaöi siöasta ár- gangs, er út kom seint á siðasta ári ritar Reynir Ingibjartsson, sem er ábyrgðarmaður tima- ritsins hugleiðingu, sem hann nefnir: Hvað er samvinna? Við leyfum okkur að prenta greinina upp hér, þvi aö hún á erindi við fleiri en starfsmenn samvinnuhreyfingarinnar. Grein Reynis Ingibjartssonar er á þessa leiö: „Hvað þýðir orðið samvinna? Sjálfsagt finnst flestum fávis- lega spurt. Auðvitað er það að vinna saman.en þá er spurning- in — hvernig á fólk að vinna saman? Á einn að stjórna og annarað hlýða? Veit stjórnandi ávallt best, hvernig fram- kvæma á verkið og hvernig kemur verkþekking hvers og eins best að sameíginlegum not- um? • Ýmsirtelja sjálfsagt, að sam- vinnumenn, og ekki sist sam- vinnustarfsmenn, standi öðrum framar i samvinnu i raun, en er það svo? Vafalaust verður það aldrei mælt og vegið, en þvi er ekki að leyna, aö oft koma upp efasemdir um það, að þeir, sem starfa fyrir samvinnuhreyfing- una, standi öðrum framar i samvinnu i reynd. í Hamragörðum, félagsheim- ili sa mvinnumanna i Reykjavik,' hafa nokkrum sinnum verið haidin námskeið f svokölluðu „hópefli”. Segja má, að eitt aðalmarkmið þess sé að sýna þátttakendum fram á kosti þess aðvinna að verkefni i hóp, i stað þess að hver leysi það fyrir sig. Slík námskeið eru gjarnanhald- in með þátttöku allra starfs- manna á einum vinnustað, eða þar sem um er að ræða hóp fólks, sem þarf á einn eða annan hátt að starfa saman. Það var þó áberandi með námskeiðin i Hamragörðum, að svokallaðir stjórnendur i samvinnu- hreyfingunni sáust þar fáir. Reynir Ingibjartsson Á landsþingum samvinnu- starfsmanna undanfarin ár hefur öllum þingfulltrúum verið skipt í starfshópa, sem fyrst og fremst hafa mótað alla tillögu- gerð. Þetta hefur undan- tekningalaust gefist mjög vel. Allir þingfulltrúar hafa verið með i störfum þingsins og orðið raunverulegir þátttakendur viö stefnumótun og tillögugerð. Þess verður hins vegar litið vart, að fundaformi hjá sam- vinnufélögunum hafi verið breytt. Aðalfundir Sambandsins erumeð sama hefðbundna snið- inu og þannig má halda áfram. Nú er orðið atvinnulýðræði nokkurt tískuorð og vonandi hafa menn öðlast nokkurn skiln- ing á inntaki þess, sem vissu- lega-er hliðstætt þvi gamla góða orði - samvinna. Það er hins vegar breytnin sem skiptir máli, en ekki orðin. Hin daglegu samskipti manna á vinnustöð- um segja meira en ræð- ur á fundum og tyllidögum. Þvi miður verður að segjast eins og er, að hin mannlegu samskipti eru viöa ekki sem skyldi i samvinnufélögunum. Stjórnað er með tilskipunum og alltof sjaldan leitað eftir hug- myndum og óskum þeirra, sem verið er að stjórna. Verkefni, hvort sem þau tilheyra hinu daglega starfi eða miðast við framtiðina, eru sjaldnast rædd og ákvörðuð i hóp, heldur kemur hver ákvörðun einhvers staðar ofan- og utanfrá. Bein samskipti yfir- og undirmanna eru eins litilog hægter að komast af með og reglubundnir sameiginlegir fundir teljast til undantekninga. Afleiðingin er svo sú, að áhugi starfsfóiks verður i lágmarki. Margvisleg óánægja brýst út og hæfir og reyndir starfsmenn hætta og hverfa til annarra starfa og oftast utan samvinnu- hreyfingarinnar. Þetta á ekki sist við um fólk, sem hefur starfað að félagsmálum og sýnt jafnt starfinu sem málum sam- starfsfólksins áhuga. Þeir, sem viija starfa sem samvinnu- menn, hrökklast þvi stundum nauðugir i burtu og tengja sam- vinnuhreyfinguna jafnvel eftir það við flest annað en sam- vinnu. Þeir, sem eftir sitja, eru þá áhugalitið já-fólk, eða hugsa fyrst og fremst um eigin hag og hvemig fundin verði árangurs- rikust leið til að komast ofar i metorðastiganum. Svo rikja menn eins og smá- kóngarhérog þar og bitast hver við annan, i stað þess að vinna saman. Sem betur fer, er þetta ekki regla, en undantekningarn- ar eru alltof margar, til að þær eigi að liðast i samvinnuhreyf- ingu. Stjórnun i dag er ekki að deila og drottna, heldur að leiða menn saman til sem árangurs- rikasts samstarfs. Það er sam- vinna. —” Innlendur iðnaður eða alþjóðleg gervifríverslun ? Eins og kunnugt er tók rikis- stjórnin þá ákvörðun stuttu fyrir áramót að hafna eindregn- um tilmælum Félags islenskra iðnrekenda um að fresta þeirri tollalækkun á innfluttum iðnaðarvörum, sem kom til framkvæmda nú um áramótin. — Og á Alþingi felldi þinglið stjómarflokkanna tillögu frá Ragnari Arnalds um að fresta tolialækkuninni. I Morgunblaðinu nú um ára- mótin segir Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags islenskra iðnrekenda: — „Furðulegt þykir mér að rikisstjórnin virðist án viðrasðna við iðnaðinn hafa tekið þá ákvörðun, að fara ekki að tillög- um iðnrekenda að fresta um- samdri tollalækkun um þessi áramót. Ég tel þessa ákvörðun ranga, og harma það að iðnað- inum skyldi ekki gefið tækifæri til að skýra sitt mál fyrirstjórn- völdum áður en þessi ákvörðun var tekin. Eins og menn muna er megin ástæða fyrir þvi að við förum fram á einhliða frestun sú, að allar okkar samstarfs- þjóðir, að Dönum þó undan- skildum, þverbrjóta og svikja friverslunarsamningana,og get- um við þvi auðvitað ekki einir allra þjóða haldið fast við fri- verslunarhugsunina.” — Og sið^ ar I greininni segir Davíð:- „En við skulum jafnframt vera þess minnugað framleiðslan i þröng- um skilningi er undirstaða allr- ar annarrar atvinnustarfsemi ogþvier það enn alvarlegra, að það er hún, sem er i dag veikasti hlekkurinn i islenska efnahags- kerfinu. Við verðum þvi að byrja á þvi aðefla hana með ráðum og dáð, og það má ekki dragast að móta heildarstefnu i málefnum fram- leiðsluatvinnuveganna, þar sem fullt tillit verður tekið til þarfa, getu, og þróunarmöguleika þeirra hvers um sig.” Þetta voru ummæli formanns Félags islenskra iðnrekenda, en Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, og félagar hans á þingi og i rikisstjórn kusu að „halda fast við friverslunar- hugsunina” og fórna hagsmun- um innlenda iðnaðarins á henn- ar altari. —k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.