Þjóðviljinn - 06.01.1978, Side 1

Þjóðviljinn - 06.01.1978, Side 1
MOOVIUINN Föstudagur6. janúar 1978 — 43. árg. — 4. tbl. Hvarf af b/v Guösteini Þegar togarinn Guðsteinn kom til Hafnarfjarðar i gærmorgun urðu skipverjar þess varir að far- Krafa um nafnbirtingu í Landsbankamálinu! Haukur Heiöar mun ekki hafa haft samþykki hankastjórnarinnar til reksturs einkafyrirtcekis síns, Dropans Mikillar óánægju gætir nií með- al viðskiptamanna ábyrgða - deildar Landsbankans, þeirra sem ekki hafa átt' ólögleg við- skipti við frávikinn deildastjóra ábyrgðardeildarinnar, vegna þeirra leyndar sem hvllir yfir nöfnum fyrirtækja þeirra, sem slik ólögleg viðskipti áttu. Hlýtur það I þessu tilviki að vera réttlæt- iskrafa, að nöfn allra fyrirtækj- anna sem rannsókn málsins tengjast, séu birt og þarflaust slúður þar með kveöið niður. Af rannsókn málsins sem enn þó mun nær einvörðungu beinast að innlendum þætti svikanna, hefur litið frést annað en það, að hún nær nú aftur tilársins 1972, og að verulegastur hluti þeirra mil- jónatuga, sem sviknir voru af Landsbankanum, var lánaður fyrirtækjum Björgólfs Guð- mundssonar, Dósagerðinni, Hansa hf., Bláskógum og Ölafs- felli. Blaðið reyndi i gærkveldi að ná tali af Björgólfi til þess að spyrja hann um upphæö þessa ó- löglega fengnu peninga, en tókst ekki að ná i hann, enda sjálfsagt vant við látinnvið störf i uppstill- ingarnefnd Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga. Bankaráð Landsbankans kon\. saman til fundar i gær og sat á þriggja klukkustunda fundi. Munu bankastjórarnir hafa gefið bankaráðsmönnum skýrslu um máliö og stöðu rannsóknarinnar, aö svo miklu leyti sem þeim er hún ljós, en sem kunnugt er hefur rannsóknarlögreglan málið i sin- um höndum. Þá getur blaðið frá þvi skýrt, að enginnstafur mun vera fyrir þvi i fórum bankans, að bankastjórnin hafi gefið Hauki Heiöari leyfi til atvinnurekstrará eigin spýtur, og vitneskja um einkafyrirtæki hans og nokkurra kumpána hans úr Lyonshreyfingunni, ekki til stað- ar hjá stjórnendum bankans. —Úþ. Ný kaffistofa varopnuö I Flskiðjuveri Bæjarútgerðar Reykjavfkur I gær. Starfsfólk BCR var að vonum ánægt með bætta aðstöðu. Veggi kaffistofunnar prýða tússteikningar eftir einn starfsmanna, Asgeir Jó- hannsson, sem unnið hefur eitt og hálft ár hjá BÚR og segist teikna á kvöldin þegar hann ekki er að vinna eftir- og næturvinnu. — Ljósm. eik. Einar berst gegn Þórarni Prófkjör Framsóknar í Reykjavík Andstædingar Alfreös skiptir og hann því sigurviss Einar Agústsson berst fyrir þvi að hljóta 1. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins vegna alþingiskosninganna i vor. Þetta kom fram á fundi I svokölluðu „hræðslubandalagi” framsóknar, sem heldur fundi I Kúbbnum og I eiga sæti um 20 manns. t forsæti er Kristinn Finnbogason og var fundur haldinn i ,.hræðslubanda- laginu” um siöustu helgi. A fundinum hóf Kristinn mál sitt á þvl að leggja til að bandalag þetta styddi Einar Agústsson, Sverri Bergmann og Þórarin Þór arinsson i þrjú efstu sæti listans, en Jón Aðalstein Jónasson, kaup- mann, i Spörtvali, i 4. sætið. Þar var siðast Kristján Friðriksson. Þessari hugmynd Kristins var þegar mótmælt; kvaðst ræðu- maður ekki vilja sjá Jón Aðal- stein i umræddu sæti, og lagði hann til að það skipaði Guð- mundur Þórarinsson verkfræð- ingur. Nú tók til máls Þorsteinn Ölafsson. Hann kvaðst vilja hafa Þórarin i 1., Einar Agústsson i 2., Sverri Bergmann i 3 og Kristján Friðriksson i 4 sæti. Væri þá Skip- an efstu sætanna óbre' “ frá sið- ustu kosningum. Vi pessi um- mæli spratt upp Einar Ágústsson sem allajafna er hljóður á fund- um þessum. Kvaðst hann vilja lýsa þvi yfir að hann berðist fyrir þvi að verða i 1. sætinu á fram- boðslistanum i vor, en ekki i 2. sætinu eins og siðast. Þessi striðs- yfirlýsing Einars gegn Þórarni varð til þess að fundur „hræðslu- bandalagsins” leystist upp, og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Gengur bandalagið þvi skipt til átakanna um skipan framboðslistans. Einar Agústsson Þess skal getið að Einar Agústsson vann efsta sæti listans i prófkosningum siðast, en gaf sætið siðan eftir handa Þórarni. Einar veit sem aðrir að 2. sætið á lista Framsóknar i Reykjavik nú er tæpt eða vonlaust og þess vegna berst hann fyrir fyrsta sæt- inu. Alfreð sækir fram Likur eru taldar á þvi að Kristján Benediktsson verði efst- ur i prófkjörinu um skipan listans til borgarstjórnar, en það próf- kjör fer fram um leið og próf- Þórarinn Þórarinsson kjörið til alþingis. Mikil atlaga hefur hins vegar verið i gangi gegn Alfreð Þorsteinssynj,en and- stæðingar hans skipast einkum á tvo einstaklinga, Eirik Tómasson og Gerði Steinþórsdóttur. Þar sem fjandafylkingin er klofin er Alfreð sigurviss, en berst þó grimmilega fyrir þvi að halda 2. sætinu og þar með von i borgar- fulltrúasæti áfram. Það var ætlun nokkurra forystumanna Fram- sóknar að bola Alfreð út með þvi að gera hann að skransölustjóra hersins, en Alfreö ætlarað sjá við þeim bragðarefum. þegi sem var með i förinni fannst hvergi i skipinu. Þykir fullvíst að hann hafi lent útbyrðis á innsigl- ingunni. Siðast sást til hans um kl. 21 i fyrrakvöld. Maðurinn hét Sölvi Þorsteins- son til heimilis að Krosseyrarvegi 4 í Hafnarfirði. Hann lætur eftir fimm uppkomin börn. Sölvi var 56 ára gamall. Samid á Vest- fjörðum „Okkur reiknast til að yfir allt samningstimabiliö, átján mán- uði, verði okkar kaup 3.20 krón- um hærra á timann i dagvinnu en það kaup sem ASl samning- arnir gefa”, sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusam bands Vestfjarða, um samning ana sem tókust I fyrrakvöld i kjaradeilu Vestfirðinga. 1 eldri samningunum var gert ráö fyrir að við fengjum S.ÚOO króna áfangahækkun nú i janú ar, en allt frá þvi að ASl samn ingarnir voru gerðir höfum við dregist aftur úr i launum, sagði Pétur. 1 þessum nýju samning- um er gert ráð fyrir að auk þessara 5.000 króna nú i janúar fáum við 2.800 krónur til jöfnun ar við ASl laun. Siðan fáum við hluta þeirrar 5.000 króna á- fangahækkunar sem gert hafði verið ráð fyrir i júli, færðan fram til 1. janúar, eða 1.500 krónur. Afganginn af þeirri hækkun, 3.500 krónur, fáum við svo 1. mars. Þetta þýðir i raun það að í janúar og febrúar verða okkar samningar 2.14% hærri en samningar ASI, en það er aðeins til að ná upp þvi sem tapaðist 1977. 1. mars til 1. júni veröa okkar samningar svo 4.37% hærri, en frá þ’eim tima verða samningarnir orðnir eins. Samanborið viö okkar eldri samning er hér um að ræða 7% hækkun 1. mars en 1. júli nemur þessi hækkun aðeins 2% og er þá komin jöfnun við ASt. Visitölu- uppbætur koma ekki ofan á alla þessa hækkun heldur verða þær samkvæmt ASI samkomulag- inu. Pétur kvað þá Vestfirðinga ekkert vera yfirsig ánægða með þessa útkomu og það má segja að við höfum með þessu keypt okkur frið, sagöi hann. Enda er það vafamál hvort það hefði borgað sig aö vera með aðgerðir til frekari þrýstings. Það er ekki vist að slikt hefði svarað kostn- aöi. Aftur á móti er það alveg ljóst að atvinnurekendur geta borgað meira, sagði Pétur. —IGG Yfirnefnd um fiskverðið Fundir bodadir í dag I dag hafa vcrið boðaðir fundir i yfirnefndum þcim, sem ákvarða eiga nýtt fiskverð, bæði á loðnu sv.o og öðrum fisktegundum, en i gær var enginn fundur haldinn I hvorugri nefndinni. Svo virðist, sem allt standi fast varðandi ákvarðanatöku um nýtt fiskverð. I þeirri nefnd, sem ákvarða á verö á öðrum fiski en loðnu, strandar máliö á barlómi fiskkaupenda, sem segjast ekki ‘Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.