Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 8

Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1978 Föstudagur 6. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Viðtal við Almar Grímsson, deildarstjóra Við gerð fjárlaga fyrir árið 1978 ákvað rikis- stjórnin að skera niður framlag rikisins til greiðslu á lyfja- og sérfræðiþjónustukostnaði fyrir sjúklinga um 500 miljónir króna eða um 14%. Ekki er enn ljóst hvernig þessum háifa miljarði verður deilt niður á sjúklinga eftir lyfjum og aðstoð en von er á nýrri reglugerð þar um bráðlega. Lytjasala og lyflaiönaöur á íslandi í áætlun Tryggingastofnunar rikisins var gert ráð fyrir þvi, að niðurgreiðslur sjúkrásamlag- anna á árinu 1978 næmu 3,5 mil- jörðum króna, en hlutur rikisins i þeim niðurgreiðslum er'85% og hiutur sveitarfélagan'na 15%. Aárinu 1977 námu niðurgreiðsl- ur sjúkrasamlaganna um 2,7 miljörðum króna. Lyf eru eðlilega misdýr, en frá þvi vorið 1974 hafa sjúklingar greitt eina ákveðna upphæð fyrir lyf og sérfræðiþjónustu, en sjúkrasamlögin greitt afganginn. Nú greiða menn 600 krónur fyrirheimsókn til sérfræðings eða fyrir röntgenmyndatöku, svo dæmi séu nefnd, en 325 krónur fyrir lyf sem eru á lyfjaskrá I (innlend lyf) og 650 krónur fyrir lyf sem eru á lyfjaskrá II (erlend lyf). Þjóðviljinn leitaði til Almars Grimssonar, lyfjafræðings og deildarstjóra i heilbrigisráðu- neytinu og spurði hann fyrst, hvernig ráðuneytið hygðist velta þessum hálfa miljarði króna yfir á lyfjakaupendur. Almarsagði, að engin ákvöröun hefði verið tekin um það enn, en von væri á reglugerð um hækkaða greiðslu sjúklinga innan skamms. Hann sagði að nokkrar leiöir kæmu til greina, þvíauk þess sem rikið greiðir niður lyf og sérfræði- þjónustu fyrir almenning, greiðir það allan kostnaö fyrir sjúklinga ef um lifsnauðsynleg lyf er að ræða, t.d. hjarta- og hormónalyf og geðlyf. Ef þær greiðslur verða óbreytt- ar, sagði Almar, og helmingnum, þ.e. 250 miljónum, yrði dreift á lyfin, myndi hver innlendur lyfja- skammtur hækka í 500 krónur og erlend lyf í 1000 krónur. Hinn helmingurinn yrði þá látin dreif- ast á sérfræðiþjónustuna. Innlend lyf eru ódýrari Þegar þessi breyting var gerð vorið 1974, sagði Almar, breyttist heildarframlag rikisins og heildargreiðslur sjúklinga ekki. Niðurgreiðslunum var aðeins jafnað niður á sjúklingana, til þess að menn þyrftu ekki að gjalda þess að þurfa að nota dýr lyf - Þessi breyting hefur verið mjög vinsæl, ekki sist hjá þeim, sem þurfa að nota mikið af lyfjum eða mjög dýr lyf. Innlend lyf eru að jafnaði ódýr- ari en erlend sérlyf, og þvi fer stærsti hluti niðurgreiðslnanna til þess að greiða mismuninn á erlendum lyfjum. Almar sagði að lauslega áætlað væru á milli 450 og 500 innlend lyf á markaði hér, en 20 — 30 algeng- ustu tegundirnar nema meira en helmingi innlendrar sölu. Að söluverðmæti til nema inn- lend lyf um 20%, en að magni til milli 30 og 40%. Innlendir framleiðendur lyfja eru Lyfjaverslun rikisins, Pharmaco h.f. sem er rekið af lyfjasölum i lándinu, Stefán Thor- arensen h.f. og nokkur stærstu apótekanna á landinu. Influtt lyf A sinum tima lagði heilbreigðis- og tryggingaráðuneyti vinstri stjórnarinnar fram frumvarp til laga um sameiningu lyfjafram- leiðslunnar hér á landi, en það náði ekki fram að ganga. Þá voru einnig gerðar tilraunir til þess að sameina lyfjainn- flutning til landsins, en nú flytja 7 lyfjaheildsölur inn lyf, en það frumvarp náði heldur ekki fram að ganga. A árinu 1976 voru flutt inn tilbú- in lyf fyrir rúmlega 900 miljónir króna. Heildsöluálagning á erlendum lyfjum er 17,1% og smásöluálagning 75%. Heildsölu- álagning á innlendum lyfjum er 14.6% og smásöluálagning 75%. ✓ Avísa læknar á dýru lyfin? Nokkuð hefurveriðum það rætt að læknar ávisuðu á dýrari lyf en nauðsynlegt væri, t.d. á erlend lyf þegar til væru sambærileg og ódýrari innlend lyf. Almar Grimsson sagði, að hann teldi þetta nokkuð algengt. Eg tel, sagði hann, að læknar viti ekki nægilega mikið um verðlag á ein- staka lyf jum og ávisi þvf frekar á dýrari lyf af ókunnugleika. Það er mjög erfitt fyrir opin- bera aðila, sem á siðasta ári greiddu 1100 miljónir i almennan lyfjakostnað, að beina lyfjanotk- un inn á ódýrari brautir á al- menna markaðnum, sagði Almar, nema með skipulegri fræðslu. Nú er i undirbúningi hjá heil- brigðisráðuneytinu i samvinnu Almar Grlmsson, deildarstjóri. við landlækni og iyfjanefnd útgáfa fyrsta fréttabréfsins, sem einmitt er ætlað það hlutverk. Fréttabréfinu verður dreift til lækna og lyfsala, en í þvi verða ýtarlegar upplýsingar um ein- staka lyfjaflokka og verðmun innan þeirra, auk upplýsinga um aukaverkanir lyfjanna. Fréttabréfinu er einkum ætlað að kynna læknum þann mikla verðmun sem oft er á sambæri- legum iyfjum, sagði Almar, og við væntum þess að það beri nokkurn árangur. Spítalar nota 22% Mun auðveldara er að stjórna lyfjanotkuninni á spitölunum og koma þar við sparnaði, en lyfja- notkun spitalanna er um 22% af allri lyfjanotkun i landinu. A stærstu spitölunum hefur verið komið á fót svokölluðum lyfjanefndum, sagði Almar. Þeim er ætlað það hlutverk að gæta hagkvæmni i lyfjainnkaupum m.a. með þvi að minnka úrvalið og notkunina, þar sem þvi verður við komið og einnig með því að kaupa frekar ódýrari lyf ef þau eru jafngóð. Þessar lyfjanefndir eru tiltölu- lega nýtt fyrirbrigði og eiga væntanlega eftir að skila góðum árangri. Heildarumsetning lyfjaversí- ana i landinu árið 1976 var tæpar 1700 miljónir króna; þar af seldust lyf fyrir 1420 miljónir. Óhætt mun að ætla að með innkaupum spit- alanna hafi verið seld lyf hérlend- is fyrir riflega 2 miljarða króna eða tæplega 10.000 krónur á hvert mannsbarn Ný lyfjaskrá frá 1. jan. Núum áramótin gekk i gildi ný lyfjaskrá, sem unnin hefur verið af Evrópuráðinu. Þá verður hætt að gefa út norrænu lyfjaskrána, sem hefur verið notuð hérlendis. Þessi breyting hefur töluverðar afleiðingar fyrir islenskan lyfja- iðnað, sagði Almar, þvi i norrænu lyf jaskránni voru forskriftir fyrir hverju lyfi, en i þeirri nýju verða öll lyf skráð sem sérlyf, þ.e. með einkaleyfi til framleiðslu. Innlend lyfjagerð hefur hingað til verið háð þvi að fá slikar forskriftir af nýjum lyfjum, aðallega frá Dan- mörku. Auðvitað verður haldið áfram að framleiða þau lyf sem for- skriftir eru til fyrir, sagðiAlmar, en þetta hefur i för með sér að forskriftir að nýjum lyfjum vantar. Nýrra forskrifta má afla með tvennum hætti; fyrirtækin geta keypt framleiðsluleyfi frá öðrum löndum eða gert forskriftirnar sjálf. Það er tiltölulega auðvelt; en þó lyf jafræðingar geti gert forskrift- irnar sjálfir, verður að prófa öll ný lyf vandlega áður en þau eru sett á markað. Ef við eigum i framtiðinni að geta boðið upp á ódýrari lyf, verð- um við að stórefla innlenda fram- leiðslu, sagði Almar, og beina henni i virkan farveg. Opinberir aðilar, heilbrigðis- yfirvöld og sjúkrahús geta veitt lyfjaiðnaðinum aðstoð með þvi að veita aðstöðu til rannsókna og prófana á nýjum lyfjum. Ef þeirri aðstöðu verður ekki komið upp, er hætta á að fram- leiðslan staðni og aðeins verði framleiddd þau lyf sem þegar eru á markaði. —AI. Innlend lyfjaframleiðsla I Pharmaco Á árinu 1977 qreiddu sjúkra- samlögin 1100 miljónir í lyfja- kostnaö/ 836 miljónir i læknis- kostnað oq 742 miljónir í ýmsan sjúkrakostnað/ eða samtals um 2/7 miljarða. Á árinu 1978 er áætiað að 1470 miljónir þurfi til að greiða niður lyf jakostnað/1120 miijónir fari í iækniskostnað og 890 miljónir í ýmsan sjúkrakostnað/ eða sam- tals um 3/5 miljarða króna. Þetta hefur ríkisstjórnin ákveð- ið að skera niður um 500 miljón- ir eða 14% Tæplega 500 tegundir innlendra lyfja eru á markaði hér. Sölu- verðmæti innlendra lyfja er 20% en að magni til nema inn- lendu lyfin 30-40% af sölunni. Á árinu 1976 voru f lutt inn tilbú- in lyf fyrir 900 miljónir króna en það ár seldust lyf fyrir 1420 miljónir. Sé notkun spítalanna tekin með í reikninginn, hefur hver islendingur notað lyf fyrir 10.000 krónur á árinu 1976. Nú greiða allir jafnt fyrir lyf, hversu dýr sem þau eru. Greiðslunum er jafnað niður til þess að menn þurfi ekki að gjalda þess að þeir verða að nota dýr lyf. Opinberir aðilar verða að veita lyf jaiðnaðinum aðstöðu til þess að prófa og rannsaka ný lyf ef innlend lyfjaframleiðsla á ekki að staðna. af erlendum vettvangi Danskt Watergate: Persónunjósnir stundaðar í áratug KAUPMANNAHÖFN 4/1 frá Stefání Asgrimssyni, fréttaritara Þjóðviljans: Hægriöfgamaðurinn Hans Hetl- er, sem i mörg ár hefur stundað persónunjósnir fyrir leyniþjón- ustu danska hersins, var hand- tekinn og settur i gæsluvarðhald 2. janúar s.I. Hetler, sem að nafn- inu til er ritstjóri vikuritsins Min- ut, hefur stjórnað hópi njósnara, sem höfðu það verkefni að hlera um hin ýmsu félagssamtök og halda skýrslur um þá starfsemi. t einkaskjaiasafni Iietlers munu vera upplýsingar um þúsundir einstaklinga. Handtaka þessi á sér langan aðdraganda, og er upphaf máls- ins að rekja allt til ársins 1968, þegar upp komst að leyniþjónustu hersins hleraði fundi ýmissa vinstrisinnaðra félagssamtaka, stúdentafélaga og félaga stofn- aðra af mönnum, sem neituðu að gegna herþjónustu. Þessar njósn- ir þóttu mikið hneyksli á sinum tima og sá rikisstjórnin sig til- neydda að setja nýjar reglur um starfshætti leyniþjónustunnar og gefa út yfirlýsingu, sem hljóðaði þannig i lauslegri þýðingu; „Rik- isstjórnin hefur ákveðið að njósn- ir um og skrásetning á háttsemi danskra rikisborgara séóheimil á þeim grundvelli einum, að við- komandi starfi i löglegum stjórn- málasamtökum.” Vann lika fyrir Á.P. Möller Svo virðistaðeftir að þessi yfir- lýsing var gefin hafi leyniþjónust- an að einhverju leyti breytt um starfsaðferðir, en engu að siður haldiö áfram uppteknum hætti. Árið 1969 hefur Hans Hetier njósnastarfsemi sina og virðist hafa komið viða við sögu. Meðal annars hefur verið gott samband milli hans og háttsettra manna i stjórn auðhringsins A.P. Möller. A.P. Möller rekur meðal annars Maersk-stórútgerðina og flugfé- lagið, hefur einkaleyfi á leit og vinnslu oliu á dönsku landgrunni og á námuvinnslu á Grænlandi i félagi við bandariskt fyrirtæki. Hefur upp komist að i sameiningu hafa þeir Hetler og ráðamenn A.P. Möller rannsakað feril f jölda starfsmanna A.P.Möller. Hefur fátt verið undanskilið i skráning- unni og tind til atriði er varða allt frá pólitiskum skoðunum til framhjáhaids og matarvenja. Siikar skýrslur hafa og verið gerðar um aðra en sjómenn hjá Maersk. Núverandi samgöngu- málaráðherra, Kjeld Olesen, er einnig á skrá og talinn vafasamur laumukommi. „Verkbeiðnir” leyni- þjónustunnar Samstarf Hetlers og leyniþjón- ustunnar virðisthafa fariðþannig fram ihöfuðatriðum að herforingi nokkur, Ulrik Schmidt, kaptajn- löjtnant að nafnbót, hefur skrifað Hetler einskonar verkbeiðnir, sem sá siðarnefndi hefur siðan unnið eftir. Extrabladet hefur að eigin sögn komist yfir heilmikið af gögnum i þessu máli og meðal annars birt ljósrit af einni slikri beiðnidagsettri2.nóvember 1971, stilaðri til Hans Hetler. „Verk- beiðni” þessi fjallar um það að varnarmálaráðherra Dana hafi þá nýverið boðið kjarnorkumála- nefnd Nató að halda næsta fund sinn i Kaupmannahöfn i mai 1972. Daginn eftir að ráðherrann lagði fram boðið hafði þáð verið rætt á fundi hjá Danmarks kommunist- iske Ungdom (æskulýðssamtök- um Kommúnistaflokksins) i Grönnegade 37. Er Hans Hetler þvi beðinn að safna upplýsingum um allar fyrirætlanir Danmarks kom m un i s tis ke Ungdom (skammstafað DKU) og annarra andstæðinga Nató, svo að koma megi i tima i veg fyrir óeirðir og ókyrrð af þvi tagi, sem átt hafi sér stað i sambandi við fund Al- þjóðabankans. ÞóttHetler hafi sennilega feng- ið flest fyrirmælin frá leyniþjón- Hetlers er ekki gott að segja, en svo virðistsem hann teljisighafa veriðhlunnfarinná einhvem hátt. Aðurnefndur Ulrik Schmidt hefur hinsvegar trúlega talið sig hafa það tak á Hetler að hann myndi ekkert segja, sem gæti komið sér illa fyrir leyniþjónustuna. Extra- bladet heldur þvi fram, að ein- hverntima ársins 1976 hafi Ulrik Schmidt gert sér ferð heim til Hetlers til að fá alla pappira og bréf, sem reynst gætu leyniþjón- ustunni skeinuhætt, og hefði Hetl- er þ'á látið Schmidt hafa allt, sem um var beðið, en verið búinn að taka afrit af öllu saman áður. Hans Hetler virðist nú um sinn að minnsta kosti aigerlega hafa hætt við að afhenda dómaranum gögn þau, er hann sagðist hafa undir höndum, og er nú á honum að skilja að hann sé tilbúinn að sitja i fangelsi þessvegna allt að sex mánuðum, en hann var settur i fangelsi á grundvelli laga- ákvæðis um að ef eðlis málsins krefðist, mætti halda vitni i gæsluvarðhaldi allt að sex mán- uðum. Anker Jörgensen —Hetler segir stjúrn hans hafa fulla ástseöu til aö ótt- ast efni njósnaskránna, sem hann neitar að segja til. ustunni munnlega, þá hefur hann fengið slikar skriflegar ,,verk- beiðnir” þegar um stærri verk- efni var að ræða, og hefur eftir þvi sem næst verður komist feng- ið 32 slíkar beiðnir á timabilinu 1969-73. Hringing á aðfanga- dagskvöld Þegar Extrabladet hóf skrif sin um þessi mál s.l. sumar og lagði fram gögn um samvinnu Hetlers og leyniþjónustunnar, var settur á stofn sérstakur rannsóknadóm- stóU, er starfaði að mestu fyrir luktum dyrum. Litið mun hafa komið út úr starfsemi dómsins nema þó það, að ofannefnd „verkbeiðni” var rakin til föður- húsanna og taldist sannanlega frá leyniþjónustunni. Aðspurður full- yrti Hetler þá, að ekki væri um fleiri beiðnir að ræða og hefði aldrei verið. Eitthvað hefur samt sem áður orðið til þess að hann breytti þeim framburði og hringdi i dómsforsetann, Frank Poulsen, á s.l. aðfangadagskvöld og kvaðst hafa fundið i fórum sin- um 31 beiðni i viðbót. Poulsen bað hann þá að koma með plöggin strax, en Hetler bar þá ýmsu við og siðast þvi, að þau væru á ótil- teknum stað i Sviþjóð. Svo fór að Poulsen dómara brást þolinmæð- in og hneppti Hetler i varðhald. Dularfullt sjónarspil Hvað felst i þessu sjónarspili Rikisstjórnin hrædd? Hetier sagði fyrir réttinum i fyrradagaðekkikæmitilmála að hann afhenti gögnin réttinum og bað siðan um að hann yrði ekki ómakaður aftur næstu sex mán- uðina. Þegar Hetler var færður úr réttinum i fyrradag i fangelsið, hafði danska sjónvarpið við hann eftirfarandi viðtal: „Hvað hugsarðu þér að sitja lengi inni?” „Allan timann,” svaraði Hetl- er. „Sex mánuði?” spurði sjón- varpið. „Já.” „Hversvegna viltu ekki iáta pappfrana af hendi?” „Af þvi að það stendur svo margt skemmtilegt i þeim,” svaraði Hetler. „Ertu hræddur um að rikis- stjórnin geri eittluigð við pappir- ana, eyðileggi þá eða láti þá týn- ast, eða geri þér einhvern óleik?” var spurt. „Já, það er ég,” svaraði Hetler. „Rikisstjórnin mun örugglega reyna að láta eyðileggja pappir- ana.” „Ertu hræddur um að rikis- stjórnin reyni eitthvað til að skaða njósnara þina?” „Það er ég lika. Rikisstjórnin hefur þegar sýnt það.” „Hefur rikisstjórnin ástæðu til þess að óttast efni skjalanna?” var spurt. ,,Já, það er vist alveg ábyggi- legt,” svaraði Hetler.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.