Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.01.1978, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1978 Blaðberar Vinsamlegast komið á afgreiðsiu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Afgreiðslan opin: mánud. — föstud. frá kl. 9-17. Þjóðviljinn Síðumúla 6 sími 81333 ■ ANDL£G HKEYSTI-AU.RA HEILLB Munið frimerkjasöfnun félagsins. Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 5,pósth. 1308 eða simi 13468. Bæjarmálafundur á Akranesi. Alþýðubandalagið á Akranesiog nágrenni heldur félagsfund mánudag- inn 9. janúar kl. 20.30 i Rein. Dagskrá: Jóhann Arsælsson hefur fram- sögu um bæjarmál. 2. Rædd drög að reglum um forval til bæjarstjórn- arkosninga. 3. önnur mál. —Stjórnin. Formannafundur á Norðurlandi vestra N.k.sunnudag8. janúarkl. 14.00 koma formenn alþýðubandalagsfélag- anna á Norðurlandi vestra saman til fundar ásamt nokkrum stjórnar- mönnum úr hverju félagi. Fundurinn verður i Villa Nova á Sauðárkróki. Ragnar Arnalds verður á fundinum. Alþýðubandalagið Norðurl. vestra. Opnir stjórnmálafundir Almennir stjórnmálafundir verða: í félagsheimilinu Blönduósi 14. janúar n.k. kl. 16.00. 1 Villa Nova á Sauðárkróki sunnudaginn 15. janú- arkl. 16.00. Ragnar Arnalds og Baldur Óskarsson sitja fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið. Ahersla lögð á frjálsar og liflegar umræður, spurningar og svör og stuttar ræður. Fundirnir eru öllum opnir. Fundur á Skagaströnd Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn i félagsheimilinu á Skaga- strönd næst komandi laugardag 7. janúar kl. 16.00. Ragnar Arnalds situr fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið og hags- munamál kjördæmisins. Frjálsar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið. Ragnar F’élagsmálanámskeið á Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði Alþýðubandalagið efnirtil félags- málanámskeiða á eftirtöldum stöðum á næstunni. A Skagaströnd dagana 14. — 17. janúar. bátttaka tilkynnist: Eðvaröi Hallgrimssyni (heimasimi: 4685—vinnusimi: 4750) eða Sæ- vari Bjarnasyni (heimasimi: 4626) Rúnar Baldur A Sauðárkróki dagana 15. — 19. janúar. Þátttaka tilkynnist Huldu Sigur- björnsdóttur (heimasimi: 5289) eða Rúnari Bachmann, rafvirkja, (vinnusimi: 5519). A Siglufirði dagana 20. — 22. janúar. ' Þátttaka tilkynnist Sigurði Hlöð- verssyni (heimasimi: 71406). Baldur Óskarsson og Rúnar Baehmann verða leiðbeinendur á námskeiðunum. Þátttaka er öllum heimil. Þátttökugjald 1000 kr. Alþýðubandalagið i Kópavogi. Þréttándagleði Félagsvist og dans i Þinghól, föstudaginn 6. janúar kl. 8.30. Fjölmennið stundvislega og takið með ykkur gesti.Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið í Hveragerði Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsfélagið i Hveragerði, heldur almennan félagsfund sunnudaginn 8. janúar kl. 8.30 i kaffistofu Hallfriðar. Fundarefni: I. Ilreppsmál. 2. Framboðsmál. 3. Fulltrúar á landsfundi og kjördæmisfundi segja fréttir.Gestirfundarins eru Garðar Sigurðsson og Baldur óskarsson. Garðar Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Umræðufundur um Spán Fundur um vinstri hreyfingu á Spáni veröur haldinn i Vélstjórasalnum miðvikudaginn 11. janúar kl. 20.30. Framsögu hefur Tömas Einars- son.Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Fundur- inn er opinn öllum. -Fræðslunefnd. Tómag Sveinn Tryggvason: Endurskoða þarf verð- lagskerfi landbúnaðar t gær birti Landpóstur fyrrl I hluta viðtals við Svein Tryggva- ■ son, um verölagskerfi landbiin- I aðarins. Siðari hlutinn kemur hér: ■ Framleiðsluráð verð- I leggur ekki búvöruna I lengur, Siðan hefur þetta gengið þannig, að Framleiðsluráö missti alveg tökin á þvi, eða þaö 1 var tekiö frá þvi valdið til aö ! verðleggja búvörur I heildsölu I og smásölu eða þaö, að leggja I kostnaðinn ofan á fram- 1 leiðendaveröið, og einnig aö J skipta brúttótekjunum á milli I tegunda, en það er mjög mikils- I vert frá markaöslegu sjónar- [ miði. | Hlutverk Framleiðsluráðsins I núna i þessu er ekki annaö en það, að það kýs einn af þremur [ fulltrúum framleiðenda i sex- . manna nefndina. Auk þess er það nefndinni til I aðstoöar I gagnaöflun og gengur [ frá löglegri verðlagningu með • auglýsingum I Lögbirtingablað- I inu og útvarpi og með verðlist- I um, sem eru hérna I skrifstof- , unni og allir geta fengið. Það er dálftiö gagnrýnt að við I skulum auglýsa svona mikið, I það sé alltaf verið að vekja , athygli á þvi, að svona óheilla- I vænleg þróun sé á landbúnaöar- I vörum, en ástæðan er sú, að við | töpuöum einu sinni máli, vegna , þess að viö höfðum ekki auglýst ■ nema bara einu sinni I útvarp- inu, og ég vildi ógjarnan að það I kæmi fyrir aftur. { Vantar sveigjanleika i I verðlagninguna Sex-manna nefnd deilir verð- ■ lagningu milli búgreina og á er I sá galli, aðhún villhelst aö allar I vörutegundir taki jafna hækk- , un. En ef framleiðsluráð verð- ■ legði þetta, hef ég trú á þvi að þarna yrði farið nokkuö eftir I markaðsaðstæðum, þvi það var , meining okkar allt frá upphafi. Ég hef gagnrýnt þetta fyrir- I komulag og taliö, að þaö væri I búið að ganga sér til húðar. Sú , sannfæring min stafar af ■ tvennu. í fyrsta lagi hef ég rekið mig hastarlega á það, að land- I búnaðarvörur, sem við fram- , leiðum, þola ekki allar jafnt • hækkanir frá markaöslegu I sjónarmiði Sumar þola meiri I hækkun, aörar minni. Það a vantar allan hreyfanleika og | möguleika til að breyta verði I varanna i samræmi við eftir- I spurn. ■ Svo er annaö atriöi, Ég. hef I lengi verið þeirrar skoöunar að I sex-manna nefndin sé óábyrg I gerða sinna. Bak við hana • stendur ekkert fjármagn, og I þau samtök, sem standa á bak I viö neytendafulltrúana, eru I eðlilega ófús til að fórna þarna • nokkru fé. Þau meira að segja I borga ekki vinnu sinna eigin I manna i nefndinni. Hana borgar I rikissjóður. Og ég hef haldið þvi ■ fram, að það sé alltof mikil I áhætta að láta ábyrgðarlausa nefnd, eins og ég kalla hana, I bera ábyrgð á jafn þýðingar- • miklu verki, eins og verðlagn- I ingu landbúnaðarvara er, þvi þar er ekki bara verið aö ákveða I verðlag til neytenda. Þar er • verið að ákveða lifsmöguleika bændastéttarinnar, eftir þvi kerfi, sem hér er. Hitt er svo annað mál, að ég • hef talið að það þyrfti að breyta I um kerfi, auk sex-manna nefnd- arinnar, á þann veg, að tekjur ' bænda kæmu ekki allar inn I ■ gegnum verðlagninguna. Þar mætti haga þessu eins og ýmsar aörar þjóöir gera. Fá rikisstyrk ' i staðinn fyrir niðurgreiöslur og ' útflutningsuppbætur að einhverju leyti, til fram- kvæmda, sem bændurnlr beinlinis kosta sjálfir núna. Það er engin þjóö, sem setur alltúti verðlagið, vegna þess að það á sinn þátt I þvi að stækka þann snjóbolta, sem dýrtiðin er. Ein samtök neytenda, sem lögum samkvæmt eiga fulltrúa I sex-manna nefnd, Alþýöusam- bandið, eru hætt þátttöku I nefndinni, og þá varð félags- málaráöherra aö tilnefna mann i stað Aiþýðusambandsins, Eitt aöalatriðið i málflutningi þeirra, sem vildu hafa þetta fyrirkomulag áfram 1958 var það, að það væri svo mikill styrkur fyrir landbúnaðinn að geta sagt það, að neytendur væru viðsemjendur og þá væri minni aðHnnslur við verölagn- inguna. En þaö sýndi sig, að þetta voru alveg gangslaus rök, og þá eru allir kostir þessa kerf- is fallnir. Beina samninga við rikisstjórnina Hitt hefur svo orðið upp á sið- kastið, ennþá meira á hverju ári, að sótt hefur veriö til rikis- stjórnarinnar um niðurgreiðsl- ur um hverskonar fyrirgreiðslu i sambandi við verðlagninguna. Fyrir nú utan það, aö siðustu tvö árin hefur ekki mátt auglýsa nokkurt verð, nema rikisstjórn- in hafi samþykkt. Og þá vil ég, að rikisstjórnin sé samningsað- ili við bændurna. Hún hefur fingurna i þessu öllu hvort sem er. Ástæðan fyrir þvi, að rikis- stjórnin og pólitikusar kæra sig ekki um þetta er eflaust sú, að þetta er óvinsælt verk. Óvinsældirnar geta verið mikl- ar en það geta lfka orðið vinsældir, eftir þvi, hvernig stendur á. Flestir pólitikusarnir hafa viljað leika lausum hala. Hæla sér af þvi, sem gert hefur veriö, ef vel hefur tekist til, ef það hefur verið talað til bænd- anna, en ef illa hefur verið talað til bændanna kemur mér það ekkert viö, það er sérstök nefnd, sem ákveöur þetta. Ég vil ekki lofa rikisstjórn og Alþingi að leika svona lausum hala I þessu þýðingarmikla máli, þvi þeir bera ábyrgö á bændastéttinni, eins og öörum borgurum þessa lands. Sveinn Tryggvason var að þvi spurður hvaða fyrirkomulag tlökaðist á þessum málum hjá öðrum þjóðum. — í Noregi er þaö nefnd, sem semur um verðlag land- búnaðarvara og um aðrar fyrir- greiðslur fyrir bændur. Með þingsályktun frá 1947 var ákveðið að bændur skyldu njóta sömu launa og iönverkamenn, en sú ályktun var aldrei fram- kvæmd I raun. Og þó að norskir bændur hafi samið viö rlkiö hafa þeir ekki haft nema 40-60% af launum iðnverkamanna. En siðastliðið vor var gerður samn- ingur við bændasamtökin, sem á að jafna þetta á tveimur árum þannig að þeir verði komnir upp I 100% af launum viömiðunar- stéttanna. Er þetta að mestu fólgið I ýmsum styrkjum og fyrirgreiðslum, fyrst og fremst viö þau býli og þá bændur, sem illa standa, hafa annað hvort lltiö land eða búa á þeim stöðum I landinu, sem eru erfiðir til búskapar. Þannig eru þeir að reyna að komast hjá einum megin galla kerfisins, sem við höfum og sem fólginn er I bilinu milli stórframleiöandans, sem býr við búskaparaðstöðu frá fyrri tima, þegar tilkostnaður var frekar lltill, en framleiöir mikið nú, og smábóndans. Stór- framleiðandinn hefur gagn af verðhækkunum en smábóndinn siöur. Þessvegna verður bilið milli fátæka bóndans og þess, sem betur er stæður, alltaf breiðara og breiðara. I Svíþjóð semja bændur beint við rlkisstjórnina. Þaö heitir svo I Svlþjóö að frjáls innflutningur sé á helstu búvörum til landsins. 1 reynd er þaö ekki þannig vegna þess að verðið á helstu búvörutegundum innanlands hreyfist eftir erlendu markaðs- verði. En þaö gera innflutnings- gjöldin lika en I öfugu hlutfalli. Sviar hafa innflutningsgjöld á öllum búvörum og renna þau I sérstakan sjóð. Þegar heims- markaðsverðið lækkar hækka aðflutningsgjöldin og þegar verðlag hækkar á heimsmark- aði, lækka aðflutningsgjöldin. 1 Finnlandi semja bændasam- tökin einnig beint viö rikið. A Norðurlöndunum þremur sem um er rætt hér á undan verða þjóðþingin að samþ. samningana við bændasamtök- in. Þannig ber þjóðin öll ábyrgð á landbúnaðinum sem atvinnu- vegi og enginn einn flokkur get- ur eignað sér sérstaklega það, sem vel er gert né kennt öðrum um það, sem miður fer. 1 Efnahagsbandalagslöndun- um er þetta með öörum hætti. Dregið er úr valdsviði hvers viðkomandi lands. Verðlag fer að nokkru leyti eftir framboði og eftirspurn. t þessum löndum er þó hægt að veita uppbætur I formi útflutningsbóta. í Bandarikjunum semja bændur við rikisstjórnina. Þar er llka samið um framleiðslu- magnið og ákveðiö meöalár lagt til grundvallar. Ef búvörufram- leiðslan minnkar mikiö hækkar verðið og öfugt. Ég veit ekki af neinni þjóð, mælti Sveinn að lokum, sem getur séö bændum fyrir fullum tekjum af verðlaginu einu saman. Það eru allsstaðar einhverjar opinberar ráöstafan- ir Þetta þurfa menn að gera sér ljóst I umræöum um búvöru- verðið hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.