Þjóðviljinn - 06.01.1978, Page 16
UQÐVIUINN ' Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mártudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og Surinudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 bg ÍBlaðaprent 81348. c Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir ■dpik 1 ‘4» nafni Þjóðviljans i sima- |J1
Föstudagur 6. janúar 1978
1 1
Jörgensensmálið 11 ára
Verður bið á málslokum
Nokkur gömul islensk sakamál
urðu fræg i sögunni fyrir þá sök
hve langan tima það tók að ljúka
þeim innan dómstólakerfisins,
þarna er um að ræða Kambsráns-
málið og hið fræga Sunnefumái,
sem flestir kannast við eða i það
minnsta hafa heyrt þeirra getið.
Nú á öld tölvu og kjarnorku, þar
sem allt virðist hægt á engum
tima, stefnir eitt sakamál i að
verða frægt að endemum vegna
þess hve langan tima það hefur
tekið að koma því i gegnurn dóm-
stólakerfið og það raunar bara
undirrétt. Hér er átt við það
fræga JÖKGENSENSMAL, sem
á 11 ára afmæli um þessar mund-
ir.
Fyrir einu ári , þegar mál-
iðátti 10 ára afmæli, ræddum við
stuttlega viö Halldór Þorbjörns-
son yfirsakadómara, sem hefur
með málið að gera og spurðum
hann hvernig gengi á þessu stór-
afmæli. Þá sagði Halldór að hann
vonaðist til að ljúka málinu á ár-
inu 1977.
Og nú ári siðar spurðum við
Halldór enn, og sagði hann að
vegna þess að meðdómari sinn i
málinu hefði dvalist erlendis
langan tima á siðasta ári hefði
ekkert gerst i málinu siöan i sum-
ar, en hann tók fram að það lægi
ekki niðri núna, það væri aftur
komið i gang eftir að meðdómar-
inn kom heim.
Aðspurður um hvenær hann
ætti von á þvi að málinu lyki hjá
sakadómi sagðist Halldór vera
hættur að spá nokkru um það, en
sagðist þó vona að það yrði á
þessu ári og frekar á fyrrihluta
þess en seinni.
Ef Halldór reynist sannspár að
málinu ljúki i sakadómi að liðnu
11 1/2 ári eftir að það kom þang-
að, þá er allt eins vist að það fari
fyrir hæstarétt og hvað það getur
tekið mörg ár þar er ekki að vita,
en með methraða ættu vonir að
standa til að málinu ljúki á einum
15 árum. Þeir eru heppnir að
þurfa ekki að senda menn og
málsskjöl með haustskipum til
kóngsins Kaupmannahafnar i
þessu máli, fá þau endursend að
vori og senda aftur, eins og i
Sunnefumálinu forðum.
— S.dór.
Áfangi í endurnýjun aðstöðu hjá BÚR
Nýr matsalur
í notkun
Fiskiöjuyeriö lokað næsta hálfa
mánuðinn vegna endurbóta
Tekinn hefur verið i notkun nýr víkur, og er unnið að enn frekari
og glæsilegur matsalur hjá Fisk- endurbótum á húsakynnum þar
iðjuveri Bæjarútgerðar Reykja- vestra. Verður fiskiðjuverið lokað
tekinn
frá og með þessari helgi og að lik-
indum i hálfan mánuð vegna end-
urbótanna.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins i
stjórn BtJR, Sigurjón Pétursson,
borgarráðsmaður, sagði blaðinu
að nýi matsalurinn væri einn
áfangi i endurbótum á aðstöðu
allri hjá BOR. Fyrsti áfanginn
hefði verið aö setja nýtt þak á
húsið, sem fiskiðjuverið starfar i.
Síðan hefði verið farið út i að bsta
Slysid í álverinu
— ekki eins alvarlegt og œtlað var
Slysið, scm var í Alverinu á
dögunum, cr tveir menn brennd-
ust við vinnu sina, virðist ekki
hafa verið svo aivarlegt sem i
fyrstu leit út fyrir. Astæðan til
siyssins er ekki fyllilega ijós enn-
þá.
Slysið varð þegar fjórir starfs-
menn i steypuskála voru að
hleypa glóandi málminum i mót
sem vatnskæld eru, en þá varð
sprenging og skvettist glóandi
málmeðjan á tvo þeirra. Hlutu
þeir annarsstigsbruna af þessum
sökum, þó ekki svo slæman sem
við fyrstu sýn virtist, að sögn ör-
yggisfulltrúans i álverinu, Birgis
Thomsens.
Birgir sagði að likleg skýring,
þó kannski ekki endanleg, væri sú
að þegar að þvi var komið að láta
málminn renna i mótið, hafi ein-
um starfsmannanna þótt sem
eitthvað væri óklárt og ætlað að
lagfæra stútinn, sem málmeðjan
rann úr. Hefði þá stúturinn ekki
verið fyrir miðju mótsins og við
það getur vatnskæling verkað
með öðrum hætti en til er ætlast.
Steypuvél þessi hefur i tvigang
verið notuð siðan óhappið varð,
en ekkert komið fram óeðlilegt
við notkun hennar. Steypt er um
það bil þrjú þúsund sinnum á ári i
Alverinu með þessum hætti.
Mennirnir fjórir voru með
hli'fðargleraugu, en ekki sérstak-
ar plastgrimur, sem hylja allt
andlitið og sagði öryggisfulltrú-
inn, að þann lærdóm mætti af
þessu draga, aö fást ekki við
steypuvinnuna nema að nota við
hana fullkomnustu varnir.
Arið 1969 varð meiriháttar
sprenging við steypuvinnu. Eftir
það var aðstöðu við' steypuna
breytt i það horf, sem nú er.
— Úþ.
Kirkjusjóðsmálið í Eyjum:
Rannsókn hefst
í næstu viku
Við endurskoðun sjóða kirkj-
unnar i Vestmannaeyjum á sið-
asta ári kom i ljós að eitthvað var
ekki eins og það átti að vera sam-
kvæmt guðs og manna lögum.
Fjármálin stemmdu ekki, og var
málið sent til rikissaksóknara,
sem svo i nóvember sl. sendi mál-
ið til bæjarfógetans i Vestmanna-
eyjum og bað um rannsókn á
málinu.
Bæjarfógetinn i Eyjum sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær, að
vegna anna i desember sl. hefði
ekki verið hægt að hef jast handa i
þessu máli, en nú væri hann búinn
að hefjasthanda i þessu máli, en
nú væri hann búinn að fela full-
trúa sinum rannsókn málsins og
myndi sú rannsókn hefjast i
næstu viku.
Aðspurður um hvað þetta mál
fjallaði, sagði fógeti að um væri
að ræða ógætilega meðferð fjár i
sjóðum kirkjunnar; en þar sem
rannsókn er enn ekki hafin, vildi
hann ekki segja frá hvort hér væri
um háa upphæð að ræða, eður
ræða málið neitt frekar.
— S.dör.
Starfsmenn i hinu nýja eldhúsi.
Ljósm. Eik.
aðstöðu starfsmanna, settur nýr
stigi upp á þriðju hæðina, þar sem
nýi matsalurinn væri. Gamli
matsaiurinn yrði tekinn undir
fatageymslu og snyrtiaöstööu
fyrir starfsfólkið, og hefði það þá
helmingi meira pláss til umráða
en nú er. Er unnið að þeirri fram-
kvæmd nú.
Jafnframt þessu verður nú á
næsta hálfa mánuði unnið að þvi
aö koma upp tvöfaldri vinnsluað-
stöðu, þannig að unnt verði að
vinna tvær tegundir fisks sam-
timis.Þá verðurog lagt nýtt gólf i
húsið og vinnslusalir hreinsaðir
og málaðir hátt og lágt.
Næsti áfangi verða svo endur-
bætur á fiskmóttöku i Bakka-
skemmu með það fyrir augum að
skapa m.a. aðstöðu fyrir móttöku
á kassafiski, en ráðgert er að allir
BÚR-togararnir isi aflann i kassa
með vorinu.
Eftir þetta verk ætti aðstaðan
Framhald á 13. siöu
LOÐNU VEIÐIN:
Þúsund tonn
komin í land
stormur hamlaði veiðum í fyrrinótt og i gœr
Þá má segja, að vetrarloðnu-
vertiðin sé hafin fyrir alvöru,
fyrstu þúsund tonnunum af ioðnu
hefur verið landað. Það voru átta
bátar sem fengu svolitinn slatta
hver, sem sigldu tii lands þegar
óveðrið skall yfir á miðunum i
fyrradag og lönduðu þessum þús-
und tonnum.
Að sögn Andrésar Finnboga-
sonar hjá Loðnunefnd, voru bátar
aftur lagðir af stað á miðin siðla
dags i gær, enda virtist þá sem
veðrið væri að ganga niður.
Að sögn sjómanna er loðnan
ennþá mjög stygg og erfitt að ná
henni, en gera má samt ráð fyrir
aðef veður helst skaplegt á næst-
unni, fari bátarnir að moka loön-
unni upp, en undanfarin ár hefur
veiðin hafist af krafti um miðjan
janúar eða þar um bil. — S.dór.
Banaslysiö í
Svartsengi
Pilturinn sem lést I vinnuslysi i
Svartsengi við Grindavik á mið-
vikudaginn hét Jón Haildór
Karlsson. Hann var sautján ára
til heimilis að Laugaiæk 36 i
Reykjavik.
Slysið varð um hádegisbilið á
miðvikudag, er verið var að taka
á móti steypufl'ekum af flutninga-
bil við aðalstöð hitaveitunnar.
Ein festingin á steypufleka virðist
hafa gefið sig þannig að fleikinn
féll á piltinn og klemmdist hann
milli steypufleka. JónHalldór var
fluttur i sjúkrahúsið i Keflavik, en
mun hafa látist samstundis er
slysið varð.
Þetta er fyrsta dauðaslysið á
nýbyrjuðu ári.
—ekh.