Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 15
LJUgardagur 28. janúar 1978, ÞJÖÐVIL.JINN — SIDA 15 Gunnar Steinn skrifar frá HM Einar Karlsson Ijósmyndari ,Mér líst vel á tramhaldlð” „Ef vi6 náum eins vel saman og á móti Sovétmönnum er ég sannfærður um að við vinnum Danina með töluverðum markamun”, sagði Axel Axels son i samtali við Þjóðviljann stuttu áður en hann settist á fund til að skoða band af leik fs lands og Sovétrikjanna. „Langskytturnar ættu hugs- anlega að eiga fleiri möguleika gegn Dönum en gegn Sovét mönnum og hef ég reyndar aldrei á æfinni leikið gegn eins sterkri vörn og þeirri sovésku. Ég er eftir leikinn gegn þeim ennþá ákveðnari um að þeir verða heimsmeistarar hér. Axel taldi,að um leið og rýmk- aðist um islensku langskytturn- ar myndi einnig opnast meira fyrir linumennina. Möguleik arnir yrðu mun meiri á allan hátt. „Það er lika einstaklega jægilegt að hafa Björgvin Björgvinsson á linunni. Allt okkar linuspil stendur og fellur með honum og bara það eitt að sjá Björgvin sprikla til og frá á linunni kemur manni sjálfum mikinn ham. Jú það er rétt að við höfum oft unnið vel saman við Björgvin en það er hann sem i öllum tilvikum sér um að opna fyrir samvinnu, mitt er að eins að fylgjast me.ð honum og rétta honum boltann á réttum augnablikum. □ Sovétmenn bara að þykjast? Spyr danska blaðið B.T. „Getur það verið að Sovétmenn séuað fela sinn rétta styrkleika og ætli ekki að spila út spaða trompinu fyrr en á þarf að halda,”? spyr danska blaðið B.T. i dag og reyna blaðamenn irnir að finna alskyns undar legar skýringar á þvi hvers vegna Islendingunum tókst að minnka muninn úr fimm mörk um niður i aðeins eitt. Blaðið segir siðan ma.: „fslendingarnir voru sam stórkostlega góðir og komu mjög á óvart. Einar Magnússon er stór og langlimaður drengur sem lyftir sér hátt til himins áður en hægri handleggurinn sveiflast langt uppyfir alla varnarmenn og sendir knöttinn á þann stað i markinu sem hon um er ætlað að fara. Þessari skyttu verða Danirnir heldur betur að hafa auga með.Axel Axelsson var einnig mjög góður og er greinilegt að hann hefur fengið mikinn styrk leika eftir dvöl sina Þýskalandi. Heildarútkoman er sú islenska liðið er mun betra en við áttum von á og hafa þá sér stöðu meðal allra erlendra þjóða hér að vera með fleir hundruð islenskra áhorfenda sem eru hreint stórkostlegir Þeir geta hrópað eina iþrótta höll sundur og saman og ekki sist þegar þeir bera þess flestir vitni hafa rannsakað danskt næturlif og haldið siðan timbuí mönnunum i skefjum með dönskum djórsem ekki er fáan legur i heimalandi þeirra. Arni Indriðason var sem kunnugt er rekinnútaf ileik islands og Sovétrlkjanna. Hann fær hins vegar að leika gegn Dönum eins og getið er hér til hliðar. Slegist við Dani í Randers í dag Barátta upp á líf og dauða fyrir báða aðila — liðið sem tapar er úr leik „Þetta verður barátta upp á lif og dauða hjá báðum liðunum” sagði Birgir Björnsson á stuttum fundi með islenskum fréttamönnum hér í gærkvöldi, er hann var spurður álits á lciknum við Dani sem hefst klukkan fimm að staðartima eða klukkan fjögur að islensk- um tima. „Okkar markatala er alls ekki óhagstæð miðað við hve sterkir Sovétmennirnir eru en Danir unnu hins vegar Spánverja með litlum mun svo við stæðum i raun og veru ekkert illa af vigi þó við yrðum að láta okkur nægja jafntefli gegn Dönum. Dönum dugar hins vegar ekki að semja upp á slikt Égtel þá ekki eiga neina mögu- leika gegn Sovétmönnum” sagði Birgir Björnsson að lok- um. Islenska liðið tók það rólega hér i Árósum i gær. Létt æfing var fyrir hádegi en eftir hádegi var fritimi. Héldu sumir leikmenn þá til miðborgarinnar og var það þeirra fyrsta tækifæri til að skreppa á stjá. Aðrirhurfu inn i draumalönd- in i einn eða tvo tima og enn aðr- ir eyddu timanum i borðtennis, skák eða spil. Menn voru i jafn- vægi og skapaði þetta góða stemmningu og virtust albúnir i harðan slag gegn Dönunum i dag. Kl. fimm hófst fundur þar sem myndsegulband af leik Sovétmanna og Islands var skoðað. Af þvi loknu var borðað og siðan haldið I kvikmyndahús. Að bfóferðinni lokinni átti siðan að vera annar fundur þar sem lagt yrði endanlega á ráðin um það hvernig sigla skyldi danska liðið endanlega i kaf. Strangari var dagskráin ekki hjá islensku leikmönnunum en þeirra bfður hins vegar mikið erfiði á morgun og þeir gera sér örugglega allir ljóst hve mikið i húfi er. Frammistaða Dana gegn Spánverjum var allavega ekki sannfærandi og eykur vonir okkar um góðan sigur og þá um leið fyrsta sigurinn gegn Dönum á þeirra heimavelli. Danska vörnin var tiltölulega veik enda þótt markvarslan væri góð en sóknarleikurinn var áengann hátt hættulegur nema ef vera skyldi frábærar linu- sendingar og linuspil Kaj Jeppesen. Kenningar hafa raunar verið uppi um það að danski mark- vörðurinn sé aðeins góður vinstra megin og sé veikur fyrir öllum skotum hægra megin við sig, og vel kann að vera að islensku langskytturnar munu láta reyna á það til fulls. Passið ykkur á íslendingum A meðan spánski landsliðsþjálf- arinn sat grátandi eftir tapið á móti Dönum og grúfðiandlit sitt með handklæði hlupu dönsku leikmennirnir upp um hálsinn hvor á öðrum og fögnuðu inni- lega. En mitt i sigurgleðinni snaraðist að þeim a-þýski landsliðsþjálfarinn og sagði stuttog laggott: „Geymiðfagn- aðarlætin þar til eftirleikinn við Islendingana þvi hann er alls ekki unninn fyrirfram og ykkur veitir ekki af að halda ykkur niðri á jörðinni þangað til.” Það er Árhus Stiftinde sem segir frá þessum at- burði og blaðamaðurinn bætir við: „Þetta verður hræði- lega erfiður og þýð- ingarmikill leikur.” Hvor- ugt liðið má tapa án þess aðmissaum leiðaf afrekum hér i HM,” Islendingarnir hafa frá- bæra áhorfendur með sér og stórskyttan Einar Magnússon fær alla varnarmenn til að nötra. Atviki eins og i leiknum gegn Sovétmönnum er Einar sveif upp i þriggja metra hæð fjórum metrum fyrir utan punktalinufá alla áhorfendur til að skjálfa um allann kroppinn af hrifningu. Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð i handknattleiksiþróttinni i langan tima. Og Islendingarnir geta gert alla drauma okkar um að komast áfram i 8-liða úrslitin að engu. Þeir leika hratt og markvisst og skjóta af nákvæmni og hljóta að valda danska landsliðsþjálfaranum verulegum heilabrotum. Að visu léku Sovétmennirnir betur en íslendingarnir en sókna rleikurinn gekk eins og vel smurð vél. Islensku langskytt- urnar sáu fljótlega að ekkert þýddi að reyna að skjóta yfir sovésku varnarmennina, „giraffana” en hraðar og vel út- færðar sóknarfléttur komu Sovétmönnum oft i vanda auk þess sem Islendingarnir hafa alltaf kunnað þá list til fulls að skjóta á réttum augnablikum. Árnl fer ekkií leikbann Endanlega virðist nú ljós að Arni Indriðason verður ekki dæmdur I leikbann fyrir atvikið sem átti sér stað i leiknum gegn Sovétmönnum. „Þetta er óafsakanleg heimska” sagði Árni eftir leik- inn, en sá draumur Dananna um að hann verði ekki með gegn jeim mun ekki rætast. □ Gunnar tognaði Gunnar Einarsson tognaði á innanverðu læri i leiknum gegn Sovétmönnum þegar hann fór i splitt i örvæntingarfullri tilraun til þess að verja linuskot. Danskur læknir leit á Gunnar gær og eru góðar likur á að hann leiki gegn Dönum i dag Liðið verður hins vegar ekki valið fyrr en nokkrum timum fyrir leikinn. Ekki er búist við að miklar breytingar eigi sér stað á islenska liðinu nema hvað jeir Arni Indriðason og Jón H Karlsson koma inn en ekki er gott að segja til um hverjir hvila. □ Sigurvissa Það verður ekki annað sagt en að islensku leikmennirnir séu bjartsýnir á framhaldið. Allir voru þeir sammála um að nið urstaðan úr leiknum yrði is lenskur sigur og þegar við báð um nokkra þeirra að spá fyrir um úrslitin varð útkoman þessi Jón H. Karlsson 19:14 Páil Björgvinsson 18:14 Bjarni Guðmundsson 16:14 Gunnar Einarsson 21:18 Björgvin Björgvinsson 22:19 Árni Indriðason 18 :16 Ólafur Einarsson 19:16 Gunnlaugur Hjálmarsson 18:14 Janus Guðlaugsson vildi ekki segja um neinar tölur. □ Sovésk- / Islensk samvinna Islendingar höfðu ákveðið að senda tvo menn til annarrar borgar til að taka upp á mynd band leik Sovétmanna og Spán verja. Leikurinn átti hins vegar að fara fram eins og áður sagði i annarri borg en leikur Dana og Islendinga i dag. Þá var einnig vitað að Sovét menn hugðust senda tvo menn til að taka leik Islands og Dan merkur upp á band. Það var þannig að tveir Is lendingar ætluðu að fara á leik Sovétmanna og tveir Sovét menn á leik Islands. Endirinn á þessu máli verð ur þviþannig að Islendingarnir taka upp sinn eigin leik og Sovétmennirnir taka upp sinn eigin leik og svo að leik loknum skiptast þjóðirnar á filmum. Þannig geta hinir hörðustu andstæðingar vingast á skjótan og árangursrikan hátt. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.