Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 11
,10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. janúar 1978.
Togarasjómaöur
á íslandi
„Já, ég kom hingað fyrst 1961,
um sumarið. Ég var þá i mennta-
skóla i Frakklandi en ferðaðist
um i skólafriinu, fór á puttanum,
sem kallað er. Svo datt það i mig
að fara til Islands og ég tók mér
far með Gullfossi frá Edinborg i
Skotlandi. Aldrei gleymi ég þvi
þegar ég steig á landi i Reykja-
vikurhöfn, kl. 9 á sunnudags-
morgni. Ég ákvað strax að fara á
næsta icaffihús og fá mér kaffi-
bolla og aðgæta hvort ég hitti ekki
einhvern sem gæti leiðbeint mér
eitthvað. Égvarhálfpeningalitill
og þurfti þvi strax að fá mér
vinnu. En maður lifandi, bærinn
var alveg dauður, ekki nokkur
maður á ferli og aílt lokað i mið-
bænum.
Sjáðu til ég er frá Frakklandi,
þar sem menn finna kaffihús og
mannlif i næstum hverju húsi,
jafnvelkl. 9 á sunnudagsmorgni.
Mér varð þvi fyrst fyrir að spyrja
sjálfan mig i huganum hvert ég
væri kominn; er þetta þá það
Island, sem mig hafði svo mikið
langað til að sjá? Auk þess var
svo rigning og grámóska yfir öllu
þennan s'unnudagsmorgun og svo
sannarlega leist mér ekki á blik-
una."
— En hvers vegna komstu til
íslands?
,,Ég veit ekki hvað skal segja,
jú, ætli það hafi ekki verið vegna
þess að ég er frá Rúðuborg i Nor-
mandi, og eins og þú veist, þá
kemur Normandi mikið við sögu
vikinganna, og maður hugsaði oft
hingað norður á slóðir þeirra.
Sennilega er það ástæðan til þess
að ég ákvað að fara til Islands.”
— Nú, en við vorum staddir þar
sem þú stendur frammi fyrir öllu
lokuðu á sunnudagsmorgni á
islandi, peningaiítill sumarið
1961.
,,Já, ekki var byrjunin giæsileg,
en þetta lagaðist allt saman
fljótt. Eins og ég sagði áðan, lá
mér á að fá atvinnu af þvl að ég
var nær peningalaus. Og það
fyrsta sem ég gerði var að fara á
togara. Það var Hallveig Fróða-
dóttir RE.”
— Varstu vanur sjómennsku?
„Nei, blessaður vertu, ég hafði
aldrei á sjó komið nema sem far-
þegi á farþegaskipi, aldrei komið
um borð í fiskiskip. Enda varð á-
rangurinn eftir þvi. Ég var ekki
góður togarasjómaður, bæði sjó-
veikur og klaufskur við störfin
um borð, allavega til að byrja
með. En skipsfélagar minir voru
góðir strákar.sem allt viidu fyrir
mig gera. Þeir leiðbeindu mér við
störfin og hughreystu, þvi þaö get
ég sagt þér að mér þótti þetta
vond vinna. Og ekki bara vond
vinna, heldur var vinnutiminn
óhóflega langur, að þvi er mér
fannst, 12 timar á sólarhring. Það
fórlika svo að togarasjómennska
min varð ekki löng. Ég fór f land
siðar um sumarið og fékk þá
vinnu á sildarplani á Siglufirði.
Dvöl min hér á landi i þetta skipti
varð^ekki nema rúmir 2 mánuö-
ir .En siðan hef ég ailtaf verið hér
öðru hvoru og ég hef unnið á
Til dæmis heföi þetta
viötal ekki komið til
greina í Frakklandi
Sennilega dreymir flesta menn um að geta lifað f jöl-
breyttu lífi, gera það sem þá langar til í það og það
skiptið. Vera ekki allt sitt líf bundinn yf ir einu og sama
lifsstarfinu. En þeir eru ekki margir, sem hafa haft
kjark til að láta þennan draum sinn rætast, þvi sennilega
þarf ekki mikið annað en kjark til þess að gera það sem
mann langar til, þ.e.a.s. séu menn fullfrískir. Þó hittir
maður alltaf öðru hvoru menn, sem láta ekki binda sig á
bás vanans, heldur gera það sem þá langar til hverju
sinni. Einn þeirra manna, sem allt frá unglingsárum
sildarplani síðar, m.a. á Seyðis-
firði.”
Veit ekki hvers vegna
ég kom aftur
— Þú segir að þessir tveir mán-
uðir, sem þú dvaldir hér 1961
hafi ekki verið neitt sérstaklega
skemmtilegur timi, en hvers
vegna komstu þá aftur?
„Það er nokkuð sem ég get ekki
skýrt. Hér var samt eitthvað sem
heillaði mig, kannski þetta litla
þjóðfélag, sem hér er.og þá fannst
mér fólk miklu vingjarnlegra en
nú er. Mér finnst andrúmsloftið
hafa breyst mikið siðan ég kom
hingað fyrir 16árum. Fólkið sem
ég kynntist fyrst hér á landi var
verkafólk og sjómenn og það var
sannarlega gottfólk, alltaf tilbúið
að hjálpa manni og leiðbeina. Ég
veit ekki hvernig aðrar stéttir
þjóðfélagsins voru þá á íslandi,
en mér finnst þessi góði eigin-
leiki, sem ég fann þá hjá þvi fólki
sem égkynntist,að mestuhorfinn
nú.
Annars var margt sem mér
fannst dálitið einkennilegt hjá
fólki þegar ég kom hingaö fyrst.
Mér fannst til aö mynda menn
vera dálitlir villimenn á Islandi,
einkum meðvini. Ég varð aldeilis
steinhissa á að sjá menn fara á
fylliri hér i fyrsta skipti.
Þetta var nokkuð sem ég ekki
þekkti. Þá drukku menn sig
biindfulla og voru kátir. Það var
mikið um ærsl og læti og þetta
hafði ég ekki séð, heima i
Frakklandi. Jafnvel vindrykkja
tsiendinga hefur breyst, eða
öllu heldur hegðun þeirra með
vini. Nú er meiri drungj yfir
öllu þegar menn drekka sig fulla.
Það er eins og menn drekki vin til
íslendingar og
Frakkar
hefur gert það sem hann hefur langað til er Frakkinn
Gerard Chinotti, magister í frönsku sem nú býr hér á
(slandi og kennir frönsku og spönsku við Fjölbrauta-
skólann í Keflavík og Menntaskólann við Sund. Gerard
komfyrsttil Islands árið 1961 og síðan hef ur hann marg-
oft komið til islands og dvalist hér tíma og tíma, en
undanfarin ár hef ur hann haft fasta búsetu á Islandi og
stundað kennslu yfir veturinn,en ferðast um heiminn á
sumrin.
að flýja raunveruleikann og
verða þungir. Aður fannst mér
menndrekka til að verða kátir og
hafa gaman af lif inu og tilverunni
eitt kvöld eða svo.
— Er mikill munur á fslending-
um og Frökkum?
„Nei, munminni en maður gæti
haldið, þar sem svo langt er á
milli þessara þjóða. Ég er sann-
færður um að það er minni munur
á Islendingum og Frökkum en til
að mynda Suður-Spánverjum og
Frökkum-, samt er þar stutt á
milli landa; svo maður tali nú
ekki um muninn á Frökkum og
Marokkobúum. Þó er einn mikill
munur á tslendingum og Frökk-
um, en það er hvað Islendingar
gera litið af þvi að hugsa sjálf-
stætt. Hér láta menn segja sér
allt, en hugsa ekki nógu sjálf-
stætt. Börnum og unglingum
er ekki kennt það i skólum, eins
og heima i Frakklandi. Þar
gera menn miklu meira af
þvi að hugsa sjálfstætt og
draga sinar eigin ályktanir. A
Islandi eru börn mjög frjáls
og minna öguð en i Frakklandi,
en svo þegar þessi börn eru
orðin svona 16 eða 17 ára,
þá gerist það að frönsku ungl-
ingarnir hugsa sjálfstætt og
draga af þvi ályktanir. Þeir mót-
mæla óréttlæti sem þeim finnst,
en þá þegja þau islensku og segja
ekki orð á hverju sem gengur. Og
það sama gera fullorðnir hér á
landi. Menn láta ganga á rétt sinn
án þess að segja orð. Stjórnvöld
geta hækkað allt verðlag að vild,
dregið úr kaupmætti fólks að vild
og enginn segir neitt. Frakkar
myndu aldrei láta ganga svona
yfir sig, þeir myndu risa upp og
mótmæla óréttlætinu. Þessi mun-
ur hygg ég að sé af þvi, að börn-
um og unglingum á Islandi er
ekki kennt að hugsa sjálfstætt,
þau eru mötuð á öllum hlutum.
Þá er þess einnig að geta að
Frakkar eru miklir heimspek-
ingar og hafa átt marga fræga
heimspekinga og þar er allt i
fastariskorðumenhér, allterþar
kerfisbundnara. Islendingar eru
aftur á móti skáldaþjóð. Hér á
landi eru mörg góð skáld, og
Islendingareruákaflegavel gefin
þjóð, en allt er mun lausara i
reipunum hjá þeim ern Frökk-
um.”
— Er ekki erfitt að kynnast
tslendingum, sumir hafa sagt að
þeir væru svo lokaðir?
„Þvi er ég ekki sammála.
Islendingar eru að visu dálitið
feimnir og horfa oft niður á tær
sér þegar maður talar við þá.
Yngra fólkið á Islandi er mun
upplitsdjarfara en það eldra og
frjálsara; það er afar mikill kyn-
slóðamunur á Islandi. Sjálfsagt
er það lika i Frakklandi, en senni-
legaekki eins mikill og hér. Menn
segja lika að það sé frekar erfitt
að kynnast Frökkum. En þess
verður að gæta að Frakkar eru ó-
likir eftir þvi hvar i landinu er.
Suður-Frakkar eru I raun önnur
þjóð en þeir sem nyrst búa. Það
er auðvelt að kynnast Frökkum i
S-Frakklandi, enaftur á móti eru
þeir sem norður frá búa mun
lokaðri. Mér er sagt að
Normandi-búar séu lokaðir og
erfitt að kynnast þeim og sama er
að segja um Parisarbúa. En það
sem mér finnst kannski mest
áberandi með Islendinga þegar
maðurtalarviðþá i fyrsta sinn er
hvað þeir hugsa litið sjálfstætt og
virðast alltaf vera með þessa
hugsun — ég má ekki verða mér
til skammar, hvað ælti maðurinn
hugsi um mig? — Þarna vantar
bara að menn hugsi sjálfstætt og
láti skoðanir sinar i ljósi.
Þjóösaga á Islandi
— Þú ert búinn aö kenna
islendingum frönsku f mörg ár,
eigá islendingar ekki erfitt með
að læra frönskuna, svo ólik sem
málin eru?
„Það er þjóðsaga á Islandi að ‘
það sé svo óskaplega erfitt að
læra frönsku. Þetta er ekki rétt.
Framburðurinn er ef til vill dá-
litið erfiður, ef hann á að vera
hárréttur, en að það sé erfitt að
kenna Islendingum frönsku, það
er ekki rétt. I það minnsta hefur
minum nemendum gengið vel, ég
er ánægður, en nú segja kannski
einhverjir að ég sé að grobba, en
það er heldur ekki rétt. Stað-
reyndin er sú að Islendingum
gengur ekki illa að læra frönsku”. .
— En hvaö segir þú þá um að
læra islensku, hvernig gckk þér
það?
„Þú heyrir það nú, þetta er svo
sem ekki fallegtmál sem ég tala,
enda varla von, þvi að islenskan
er erfiðasta mál sem ég þekki.
Þessi hryllilega harði framburð-
ur og allar þessar beygingar.
Þegar maður byrjar setn-
ingu á Islensku veit maður
aldrei i hvaða átt hún fer hjá
manni. Þetta er alveg voðalegt.
Sagan um Egil i dag en Agli á
morgun er ekki svo galin og segir
meira en mörg orð um hve
erfið islenskan er. En af þvi
að við vorum að tala um hvern-
ig Islendingum gangi að læra
frönsku, þá verðum við lika
að gæta að þvi, að áhrif enskunn-
Laugardagur 28. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11
ar eru afar sterk hér á landi.
Lang-flestar biómyndir eru með
ensku tali, og mikill meiri hluti
erlends efnis i sjónvarpinu.
Þannig á enskan greiðan aðgang
að Islendingum, en til að mynda
franska heyrist hér varla. Það
heyrir til undantekningar ef
franskar kvikmyndir eru sýndar
hér á landi hvort heldur er i kvik-
myndahúsi eða sjónvarpi.
Kenndi Aröbum
franskar bókmenntir
— Þú varst eitt sinn kennari í
Marokko, hvernig starf var það?
„Það var gott að vera i
Marokko. Ég kenndi þar franskar
bókmenntir i eitt skólaár, i Casa-
blanca, nemendum I menntaskóla
sem ætluðu að taka franskt stúd-
entspróf. Astæðan fyrir þvi að ég
fór i þetta starf var sú, að þegar
ég lauk magisterprófi i frönsku
vantaði mig vinnu og ég skrifaði
til franska menntamálaráðuneyt-
isins og bað um atvinnu við
kennslu. Þá bauðst mér að fara til
Casablanca og ég sló til. Já, það
var alveg frábært að vera i
Marokko. Nemendur minir voru
svo áhugasamir og hungraðir i að
læra, að ég hef aldrei kynnst öðru
eins. Auk þess voru þeir svo opnir
og skemmtilegir.
Hitt er annað mál að Marokko
er stjórnmálalega séð hryllilegt
land. Þar er einræðisstjórn kon-
ungs, sem heldur öllum almenn-
ingi eins langt niðri og mögulegt
er, en fámenn yfirstétt blómstrar.
Frelsifólks er sama og ekkert og
þvi er fólk afar forvitið um allt
sem gerist utan landsins, og nem-
endur þrá að heyra sem mest og
eru þvi svona áhugasamir. Til að
mynda hér á landi, og sennilega
allstaðar þar sem ómælt frelsi
rikir, er þessi áhugi skólanem-
enda ekki fyrir hendi. Ég held að i
ófrjálsu landi, eins og td.
Marokko. hugsi menn meira og
reyni að skapa eitthvað, en i
frjálsum rikjum virðast menn oft
svo sinnulausir, sama um allt og
alla.
Ekki er hægt að tala um
Marokko-búa sem eina þjóð, þeir
eru i raun mörg þjóðarbrot, Berb-
ar og Arabar, og innan Berba er
um þjóðabrot að ræða, þótt ekki
riki neitt þjóðflokkastrið i land-
inu, þá sameinast þessi brot
aldrei i raun. Menn benda og
segja, — þessier Berbi, eða þessi
er Arabi. Svo er heldur ekki sama.
hvaöan úr landinu menn eru,
svo mikill er munurinn eft-
ir landshlutum. Það er til að
mynda sagt allsstaðar i Marokko
um að fólk frá borginni Rif, að
betra sé að hafa það fyr-
ir framan sig en aftan. Þeim
er hvergi treyst og sagt að
hnifurinn sé þeirra tryggasti
förunautur. I Rif og Atlas er
mesta hass. og „gras”- rækt i
Marokko. Eitt sinn ætlaði stjórnin
að eyða þessari ræktun og sendi
herlið til starfans, en Rif-búar
snérust til varnar og úr varð
hörku bardagi. Menn i Rif kunnu
ekki aðra jarðrækt og höfðu
stundaö hana öldum saman,
þannig að þetta frumhlaup
stjórnarinnar var likast þvi, ef
franski herinn ætti að eyða vin-
berjarækt i Frakklandi til að
stemma stigu við vinframleiðslu.
Ég er ansi hræddur um að heima-
menn myndu snúast til varnar.
Nema hvaö, Marokko4ier hafði
ekki erindi sem erfiði og varð að
gefa eftir. og málið var leyst á
bak við tjöldin. Menn rækta þvi
„gras” enn þanndag i dag suður I
Rif.”
— Hvernig Iikaöi þér loikjð?
„Þaö er erfitt að kynnast
Marokkobúum, eins og aröbum
yfirleitt. Þaö vantar ekki að þeir
eruopnir og vilja ræða viö menn,
en þeir vilja alltaf hafa eitthvað
útúr mönnum; hjá þeim snýst allt
um peninga og aftur peninga.
Þeir reyna að ná peningum útúr
fólki með öllum ráðum. Fyrst i
stað verður maður hissa á þvi hve
fólk er opið og viðræðugott.en svo
kemur strax i ljós hvers vegna
það vill hafa gott af þér. Þvi er á-
kaflega erfitt að vinsa úr hverjir
vilja verakunningjar þinir I raun
og veru, eða hvort þeir eru bara
aðreynaaðhafaigottaf þér. Eins
og ég sagði áðan er alltof einfalt
að kalia Marokkofólk aðeins
Araba. Þarna er um fieiri þjóöar-
brot að ræða. Besta fólkið sem ég
kynntist I Marokko er fólkið frá
Sahara-eyðimörkinni „bláa fólk
ið” svo nefnda. Það gengur ævin-
lega I lituðum bláum fötum,og lit-
urinn úr fötunum litar húðina,
þannig að fólkið virðist blátt á lit-
inn, en annars er það mjög dökkt
á hörund. Þetta er eitthvert besta
fólk sem ég hef kynnst. Trygglynt
fram úr máta og svoheiðarlegt að
ég þyrði að skilja eftir miljón
krónur á borðinu hjá þvi, það
myndi enginn hreyfa við henni.
Það hugsar sem svo: — Ger-
ard á þessa peninga og hann
einn — og það myndi passa að
enginn tæki eyri af þvi. Svo stál-
heiðarlegt er þetta fólk. Og eign-
ist maður vin úr hópiþess, þá er
hann vinur þinn meðan hann lifir.
Þetta fólk er frægt fyrir hand-
iðn sina. Ég hef hvergi séð aðra
eins handiðn, enda er hún eftir-
sóttimeiralagi.Og þetta fólkbýr
til betra te en ég hef smakkað
annarsstaðar i veröldinni. Yfir-
leitt get ég ekki smakkað te, en
ég var sólginn i það te sem
Sahara-fólkiö býr til.
Misskilin kurteisi
— Er ekki almennt töluö
franska I Marokko?
„ Jú, mikil ósköp, þar tala allir
frönsku, enda var Marokko
frönsk nýlenda I langan tima.
Mér finnst það eðlileg kurteisi ef
ég hitti erlendan mann og vil
ávarpa hann á frönsku að spyrja
— Talarðu frönsku — en ekki
byrja á þvi að tala frönsku án
þess að vita hvort maðurinn
skilur mig eða ekki. Þetta gerði
ég lika i Marokko og þá urðu
menn alveg undrandi, jafnvel
móðgaðir, auðvitað töluðu þeir
frönsku. En mér fannst ómögu-
legt annað en spyrja fyrst, ef
ég hitti ókunnuga. Þetta var
sem sagt misskilin kurteisi.
Ég segi fyrir mitt leyti, þótt ég
tali ensku, að ef ég hitti
Amerikana i Frakklandi, sem
kemur til min og byrjar að tala
við migensku, án þess að spyrja
fyrst, þá skil ég ekki orð. En
spyrji hann mig hvort ég tali
ensku, þá ræði ég við hann og að-
stoða eins og ég get. Amerikanar
eru frægirfyrir að ætlast til þess
að allir skilji ensku. Mér fannst
meðan ég var i Marokko að ef ég
óðbeintaðókunnum manniogfór
að tala við hann frönsku, að þá
væri ég með einhvern herra-
þjóðarrembing. Frakkar höfðu
verið þarna herraþjóð og aðeins
þess vegna ættu allir að kunna
frönsku. Þetta fannst mér ekki
rétt. ”
— Myndir þú viljaeiga heima I
Marokko?
„Nei, ég gæti ekki hugsað mér
að eiga þar heima, búa þar og
vinna, en mér þykir alltaf gaman
að koma þangað. Þar er svo mik-
ið ófrelsi. Fólk þorir ekkert að
segja. Allsstaðar eru njósnarar,
sem eru að hlera hvað fólkið seg-
ir, þar sem tveir eða fleiri koma
saman. Maður verður að ger-
þekkja fólk tilþessaðþað þori að
tala við mann um stjórnmál, til
að mynda. Allir sem maður talar
við eru á móti konungi og rikis-
stjórn hans, en fólk þorir ekkert
að segja opinberlega."
Slapp viö að
fara til Alsír
— Þú hefur auðvitað þurft aö
gegna herþjónustu?
„Jú, það er nú liklegt. Ég var
kallaður til herþjónustu þegar
mest gekk á i Alsir, en var hepp-
inn og slapp við að fara þangað.
Þess i stað var ég sendur til V-
Þýskalands, en þar hefur franski
herinn herlið sem kunnugt er. Ég
var fyrst sendur til heræfinga i
Svartaskógi. Þar átti að kenna
okkur nýliðunum vitleysuna. Þar
var okkur kennt að berja menn og
drepa og að verja sjálfa okkur,
einhver hryllilegasta vitleysa
sem ég hef orðið að taka þátt i um
ævina. Ég lenti i flughernum og
var sendur til V-Berlinar að lok-
inni þjálfun. Það var svo sem
ósköp ómerkilegt starf, ég vann
þar skrifstofustörf hjá flugvallar-
stjórninni. Við vorum þarna um
70 strákar og okkur leiddist heil
ósköp. Og þegar svo er, reynir
maður að gera eitthvaö til til-
breytingar. Maður lærir fljótt alls
konarklæki i hernum. Maður lær-
ir að svindla, koma sér hjá liðs-
könnun og annað þvi um likt.
Menn læra lika að smygla ýmsu
útaf herstöðinni til að ná sér I smá
peninga, þvi að kaupið i hernum
er svo lágt að ekki er hægt að gera
neitt fyrir það. Það var til að
mynda bannað að við leigðum
ibúðir utan herstöðvarinnar, en
við gerðum það samt, og maður
verður alltaf að vera i hermanna-
búningi, en við fórum alltaf
„sivil’rklæddir út að skemmta
okkur. Það vissu allir um þetta,
hver einasti maður i herstöðinni,
en af þvi að maður þekkti réttan
mann, sagði enginn neitt. Hann er
ekki uppá marga fiska aginn i
franska hernum. Það má segja að
það hafi verið hættulegt fyrir okk-.
ur að leigja okkur ibúð I borginni
og fara út á kvöldin i borgaraleg-
um fötum, ef eitthvað hefði komið
fyrir, en svo ömurlegt var að vera
i herstööinni aö mönnum þótti
þessi áhætta borga sig. Þótt
kaupiö hjá okkur sem vorum i
’ Berlin værinærritvöfalt hærra en
hjá þeim, sem voru annarsstaðar
i franska hernum, voru þetta
sultarlaun. Við reyndum að drýgja
launin með þvi að smygla
sigarettum og vini útúr herstöð-
irtni og selja I Berlin. Og þetta
gekk vel, og við höfðum þó nokkur
auraráð. Já, mér likaði illa
vægast sagt i hernum.’*
— Þú segir að agi hafi ekki
veriö mjög strangur i franska
hernum, enhvernig var þá tekið á
brotum sem ekki varð hjá komist
að hegna fyrir?
„Sjáðu til, þetta var allt jafn
fjarstæðukennt. Stundum var
hegnt fyrir smávægilegbrotog þá
mjög strangt. Eins og ég sagði
áðan vissu allir að viö leigðum
ibúðir út I borginni og menn vissu
lika að allir smygluðu vini og tó-
baki,en enginn sagði neitt. En svo
var ég dæmdur i 15 daga herfang-
elsi fyrir að drekka kaffibolla inni
eldhúsi. Þannig vai; að ég átti að
vera mættur á skrifstofuna kl.
8.00. Morgunmat mátti ekki borða
eftir kl. 7.45, en til þess var ætlast
að við vöknuðum kl. 7. Ég nennti
þessu bara ekki og fór aldrei á
fætur fyrr en rétt fyrir kl. 8.00,
gleypti i mig morgunmat og slapp
svo inn kl. 8.00. En eitt sinn er ég
var eitthvað seinn fyrir, fóc ég
inni eldhús og fékk mér þar kaffi-
bolla og brauö. Þetta mátti alls
ekki og i þvi að ég var að drekka
úr bollanum kom einhver offiséri
inn oghann trylltist. Hvað ég væri
að gera þarna, hvortég vissi ekki
að þetta væri bannað o.sv. frv.
Siðan skrifaði hann kæru á mig,
en þar sem ákærðum hermanni
er leyfilegt að bera fram máls-
bætur, skrifaði ég bréf á móti og
svaraðieitthvaðfyrirmig. Þá var
ég dæmdur i 15 daga fangelsi. Þar
var ég með Pólverjum, Spánverj-
um, Rússum og Alsirbúum. Ég
hafði ekki hugmynd um það fyrr
en þarna, að i franska hernum
værumenn af mörgu þjóðerni, en
þannig er það. Já, svona var þetta
maður.”
„Svört tónlist”
— Þú ert búinn að vera með
djassþátt i útvarpinu um nokkurt
skeið sem þú kallar „Svarta tón-
list” hvernig stóð á þvi að þú
byrjaðir með þennan þátt?
,,Ja, mér fannst of litiö af
djasstónlist i hljóðvarpinu og ósk-
aði eftir þvi að fá að vera með
þennan þátt. Ég hef alla tið verið
mikill djass-unnandi og þá eink-
um unnandi nútima djasstónlist-
ar og það er einmitt sú tegund
djassins sem ég er með i þessum
þáttum. Eldri djasstónlistinni er
vel borgið i höndum Jóns Múla,
sem hefur unnið frábært starf á
sviði djasskynningar i hljóðvarp-
inu.
Rætt við franska kennar-
ann Gerard Chinotti
Af hverju ég kalla þáttinn
„Svarta tónlist”. Þaö er vegna
þess að ég álit að djassinn sé tón-
list bandariskra svertingja, með
örfáum undantekningum, eins og
Benny Goodman, svo dæmi sé
nefnt. Annars á ég ekki hug-
myndina að þessu nafni, heldur
nefndi ég þáttinn eftir bók banda-
riska rithöfundarins Le Roi
Johns, sem er blökkumaður, hann
nefndi eina bókina sina „Svört
tóniist”.
Gerard á geysilega stórt og
vandað djassplötusafn og við
spurðum hann hvort hann hefði
lengi safnað djassplötum.
„Já, alvegsiðanég var strákur.
Mig minnir að fyrsta djassplatan
min hafi verið 78 snúningaplata
með Luis Armstrong. En ég hef
ekki bara ánægju af djasstónlist.
Ég hef mikla unun af klassiskri
tónlist, einkum 18. aldar tónlist
og þaðan af eldri. Eins hef ég
ánægju af arabfskri tónlist. Þvi
miður er hún litt þekkt hér á
landi, en flestir sem fara að
hlusta á hana hrifast af henni.
Mér þótti popptónlistin, sem svo
er nefnd,vera sæmileg um 1970,en
það sem leikið er i dag er hrylli-
legt og þó alveg sérstaklega
diskótónlistin. Éggetekki hlustað
á hana.
Það er kannski ekki mjög stór
hópur af fólki hér á landi sem
hefur ánægju af djasstónlist, en
þaðer þó nokkuð stór hópur samt.
Hinsvegar er almenn þekking á
þessari tegund tónlistar ekki mik-
il hér, sem sést kannskibest á þvi
að það var rættum þáttinn „Svört
tónlist” i „Dagblaðinu” um dag-
inn, mjög vinsamlega, en hvaö
heldurðu, þeir birtu mynd af
Bonný M með. Hvilikt hneyksli og
hvilik vanþekking. Mér finnst
það einhvern veginn að eftir að
popptónlistin varð svona léleg
eins og hún er i dag, hafi áhugi
fólks á djasstónlist aukist,og ég
vona bara að þetta sé rétt hjá
mér.”
Sýndarmennska
— Að lokum,Gerard, ætlarðu aö
setjast að hér á landi?
„Ég veitþaðekki,satt að segja.
Við hjónin eigum svo sem engar
eignir hér eða neitt sem endilega
bindur okkur. En mér finnst
margt hafabreyst hér á landisið-
an ég kom hingað fyrst, breyst á
verri veg. Og það er margt hér,
sem ég kann ekki við. Til aö 1
mynda það>þegar Islendingar eru
að reyna að koma einhverjum
stórborgarbrag á Reykjavik. Og
úr Jivi verður eitthvert bland á
milli stórborgar og litillar kyrr-
látrar borgar sem Reykjavik var.
Menn eru að tala um umferðar-
vandamál; þau eru ekki til hér á
móti þvi sem gerist i stórborgum.
Héreru aðminum dómialis engin
umferöarvandamál. Ég vil endi-
lega biðja islendinga að vera
áfram íslendingar eins og áður,
en ekki að reyna að apa allt eftir
stórþjóðunum og skapa sér
þannig vandamál sem er alger
óþarfi. Og vera ekki sifellt að
reyna að vera eitthvað annað en
þeir eru. Islendingar eru gott fólk
og vel gefið og eiga ekki að vera
að reyna að breyta þvi neitt.
Vissuiega eiga Islendingar við sin
vandamál að striða og munu
alltaf eiga viðþauað striða. Til að
mynda hlýtur að vera mjög dýrt
að halda uppi svo litlu þjóðfélagi i
tiltölulega stóru landi. Það er
alveg nóg að glima við þessi
vandamál þótt ekki sé verið að
búa önnur til.
Það jákvæðasta við að búa á
Islandi finnst mér vera hve mað-
ur þekkir marga, og eins og ég
sagði áðan, hér eru engin um-
ferðarvandamál, sem eru aö gera
menn vitlausa I stórborgum. Það
sem mér finnst neikvætt við að
búa i svona litlu samfélagi þar
sem allir þekkja mann er, að þaö
er ekki hægt að láta sig hverfa i
fjöldann, þar sem enginn þekkir
mann og maður getur verið einn
með sjálfum sér eins og I stór-
borgum. Ég held að það sé nauð-
synlegt hverjum manni að geta
látið sig hverfa þannig i fjöldann
stöku sinnum. Menn hvilast á þvi
og finna sjálfansig. Auk þesssem
það getur verið gaman að vera
þar sem enginn þekkir mann.”
— Þannig að það er mikill
munur á þvi að búa hér og I
Frakklandi?
„Já, það er mikill munur á að
búa i þessum löndum, að sjálf-
sögðu. Og svona i lokin get ég
nefnt þér sem dæmi, aíf viðtal
eins og þetta væri óhugsandi i
Frakklandi, af þvi að ég er ekkert
merkilegur maður að nokkru
leyti.
Þaðer svo með ölltviðtöl,að ein-
hversstaðar verður að enda, en
samt er enn af nógu að taka þegar
rætter við Gerard Chinotti. Auk
alls þess sem hér hefur komið
fram, hefur hann verið farar-
stjóri islendinga i sólarlandaferð-
um, fararstjóri útlendinga i ferð-
um um hálendi Islands, hann hef-
ur ferðast um Spán með spönsk-
um vini sinum, sem er nautabani,
og veit meira um allt sem tilheyr-
ir nautaati en flestir aðrir. Þann-
ig að hægt væri að halda mun
lengra áfram með þetta viðtal, en
hér sláum við botninn i að sinni.
—S.dór