Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. janúar 1978.
Félag járniðnaðarmanna
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og
trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðar-
manna fyrir næsta starfsár.
Frestur til að skila tillögum rennur út kL
18.00 þriðjudaginn 31. janúar n.k.
Tillögur eiga að vera um 7 menn i stjórn
félagsins og auk þess um 14 menn til við-
bótar i trúnaðarmannaráð og 7 varamenn
þeirra.
Tillögum skal skila til kjörstjórnar félags-
ins i skrifstofu þess að Skólavörðustig 16,
3. hæð, ásamt meðmælum amk. 77 full-
gildra félagsmanna.
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna
Gamlir Oslóbúar
F.Í.S.N.
Heldur þorrablót, laugardaginn 24.
febrúar i Fáksheimilinu.
Yinsamlega tilkynnið þátttöku sem fyrst i
sima 8 62 96 á kvöldin (Hafþór).
HÚSAVIÐGERÐIR
Tökum aö okkur vifthald á húseignum, svo sem járnklæftn-
ingar, gluggaviögerðir, þéttingar og viögeröir á stein-
steyptum þakrennuin o.fl. Erum umboösmenn fyrir þétti-
efni á steinþök, asbest þök og þéttiefni i steinsprungur. Viö
gerum bindandi tilboft i verkefnin. Hagstæöir greiösluskil-
málar. Verkpantanir i sima 41070.
Skagaströnd —
Skjaldarmerki
Hreppsnefnd Höfðahrepps hefur ákveðið
að efna til samkeppni um gerð skjaldar-
merkis fyrir kauptúnið.
Veitt verða ein verðlaun, 100.000.- kr.
Tillögum skal skila á skrifstofu Höfða-
hrepps fyrir 1. mars n.k. og skulu þær
merktar dulnefni, en nafn og heimilisfang
fylgja með i lokuðu umslagi.
Hreppsnefnd Höfðahrepps
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreiðar
er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju-
daginn 31. janúar kl. 12-3. Tilboðin verða
opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Herstoðvaa ndstæði nga r
Herstöðvaandstæðingar i Kópavogi
í Fundur verður haldinn um starf og stefnu Samtaka herstöövaand-
sta.-öinga í Þinghóli við Hamraborg þriðjudaginn 31. janúar kl. 20.30.
Ath.: Nú er tækifærið til að koma skoðunum á framfæri. —Starfshópur
Samtaka herstöðvaandstæðinga i Kópavogi.
Vetrarriki á Sigiufiröi
Átak, sem olli algerum
umskiptum
— Loöna hefur veriö brædd hér
ööru hvoru síðan um áramót, en
| ekki aö staðaldri, þvi veiöi hefur
veriö slitrótt. En þaö er veriö aö
bræöa hérna núna og mun svo
sjálfsagt verða áfram, ef friður
gefst til veiða. Svo mælti
Benedikt Sigurðsson á Siglufirði i
viðtali við Landpóst s.l. þriðju-
dag.
Atvinna er næg i bænum nú og
má raunar segja að svohafiverið
siðastliðin þrjú til fjögur ár. Hér
vantarraunarfólk.enþákoma nú
húsnæðisvandræðin til. Hér er
verulegur skortur á húsnæði og
hamlar það þvi, að fólk flytji i bæ-
inn. Mun nU vera i undirbúningi
aðhefjahér töluverðar byggingar
i vor. Raunarhefur talsvert verið
byggt hér tvö til þrjú siðustu árin
og allar gamlar ibUðir, sem hér
stóðu auöar frá sildarleysisárun-
um, eru nú komnar i notkun. Búið
er jafnvel að innrétta hús, sem
ekki hafði verið búið i árum sam-
an.
BæjarbUar höfðu miklartekjur
á siðastliðnu ári og vel gæti ég
trUað að mesta tekjuhækkun á
landinu frá ári til árs reyndist
vera á Siglufirði. Þetta gerbreytt-
ist hér allt á árum vinstri stjórn-
arinnar. Og þó var þetta nU svo
sem ekkert stórátak, sem rikið
gerði hér. en það nægði samt til
þess að koma atvinnulifinu i
gang.
Hér hefur verið snjór siðan i
nóvemberbyrjun,aldrei tekiðupp,
og þvi útlit á að góður skiðasnjór
verði jafnvel fram á vorið. Af
snjónum hefurleittað samgöngur
á landi hafa verið býsna erfiðar.
Tið hefur verið mjög óstillt og
umhleypingasöm i desember og
janúar, og hefur það torveldað
flugsamgöngur. Undanfarna viku
hefur t.d. aldrei viðrað til flugs,en
nú á að fljUga 1 dag, enda bliðu
veður. I gær var hér hinsvegar
ofsaveður af norðri eða norð-
austri. Plötur fuku af húsum og
kyrrstæður bill fauk á hliðina.
bs/mhg
Frá U.M.F. Skallagrími
Starfsemi frjálsiþróttadeildar
Skallagrims var mikil á siðasta
starfsári, þ.e. frá nóv. 1976 til
okt. 1977.
Æfingar hófust i nóv. og var
æft einu sinni i viku yfir
veturinn, sem er nóg á meðan
hópur sá, er æfingar stundar, er
eingöngu skólafólk, sem hefur
þrjá tima i leikfimi vikulega.
Æfingar voru mjög vel sóttar
enda áhugi mikill og allir stað-
ráðnir i að gera sitt besta. En
um miðjan nóv. fór deildin af
stað með viðavangshlaup, þ.e.
hlaupið var sex sinnum á tima-
bilinu nóv.-apnl.
Þátttaka i hlaupum þessum
var góð i yngri flokkunum, en
léleg i þeim eldri. Höfuðtil-
gangur með hlaupunum var aö
fá fólk til að hreyfa sig.en eldd
til keppni. Aðeins einn keppandi
var i flokki 25 ára og eldri,
Kjartan Magnússon, og hlaut
hann sérstaka viðurkenningu.
Alls vorumót yfir veturinn 10; 5
innanhúss og 5 utan.
Æfingar utanhúss hófust i lok
mai' og var æft tvisvar i viku og
voru þær ekki siöur sóttar en
æfingar vetrarins, enda hafði sá
árangur, er náðist á vetrar-
mótunum, mjög hvetjandi áhrif
á þá, er stunda iþróttir, og ekki
siður á aðra að koma nú og
vera með.
Sumarmótin voru alls 15; 4
hér i héraði, en 11 annarsstaðar
s.s. i Reykjavik, Hafnarfirði,
Selfossi, Akranesi, Eiöum, og
svo átti félagið tvo fulltrúa á
Andrésar Andar leikunum i
Noregi, Svöfu Grönfeldt og Iris
Grönfeldt i Sviþjóð, en þær
systur hafa staðið sig mjög vel
og eiga báðar islensk met.
Iris setú met i spjótkasti,
36,86 m i flokki telpna og meyja
og Svafa setti isl. met i flokki
telpna, 4,86 m i langstökki og
65,3 i 400 m hlaupi. Einnig má
geta um nýtt Borgarfjarðarmet
i 4x100 m boðhlaupi, sveit
Skallagrims bætti 26 ára gamalt
met, hljóp á 47,1 sek. en I sveit-
inni voru: Friöjón Bjarnason,
Kristján Bjarnason, Steinar
Ragnarsson og Rúnar Hjartar.
Hin góða aðstaða, sem nú er
komin hér i Borgarnesi, hefur
oröið til þess, aö öll mót innan-
héraðs eru nú haldin héribæ. f
völlurinn er orðinn hin mesta
prýði I bænum. Nú vantar
aðeins aðstöðu við völlinn, s.s.
búningsherbergi, böð og
geymslur.
Verkefni þessa árs, 1978, eru
mörg. Ber þar hæst Islandsmót
14 ára og yngri, sem haldið
verður hér i Borgarnesi i lok
júllmánaðar, en þá munu um
150-200 ungmenni koma hingað.
Þetta er vissulega fagnáðarefni
og sýnir að sá árangur og mikli
áhugi innan UMSB hefur vakið
athygli og eins það, að Borgar-
nessvöllur er nú einn fárra valla
utan Reykjavikur, þar sem
hægteraðhaldamótsem þetta.
Um miðjan jan. hófust viða-
vangshlaup og er ætlunin að
vera með 6 hlaup, eins og á
siðasta ári og munu sömu reglur
gilda. Er ástæöa til að hvetja
alla, unga sem aldna, að koma
nú og vera með, sjálfum sér og
öðrum til ánægju.
Þjálfarar deUdarinnar hafa
verið Eyjólfur Magnússon og
Flemming Jessen, en einnig
hefur Bjarni Sigurðsson unnið
mikið starf fyrir deildina.
—mhg
Olögmætir
verslunar-
hættir?
Vestfirðingur nokkur hafði
samband við okkur og bað um
að komið yrði á framfæri þeirri
spurningu, hvort það flokkist
ekki undir lög um ólögmæta
verslunarhætti þegar gotteriis-
salinn i Shellstöðinni á
Bolungarvik neitar að taka við
tómum ölflöskum og greiða út i
hönd, heldur setur þaö skilyrði
fyrir að taka við þeim, að menn
versli a.m.k. fyrir andvirði
glerjanna.
Er spurningunni hér með
komið á framfæri.
Borgarnes
Umsjón: Magnús H. Gislason