Þjóðviljinn - 31.01.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1978, Síða 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 31. janúar 1978. Skattgreidslur fyrirtækja á siðasta ári: Aöeins 1,6% af veltu í gær lagði Ragnar Arnalds fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um endurskoðun skattalaga. i greinargerð með tillögunni kemur fram aö heildarvelta tekjuskattslausra fyrirtækja er áætluð 142 þús. miljónir. A fylgi- skjali með tillögunni er birtur listi yfir félög sem greiddu ekki neinn tekjuskatt á árinu 1977, og á Reykjavikurlistanum er einnig yfirlit yfir félög sem fengu átagö- an lægri tekjuskatt en 100 þús. krónur. Tillaga Ragnars er svo- hljóðandi: Tillaga Ragnars „Alþingi ályktar, að brýna nauðsyn beri til, að islensk skattalög verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar. Við þá endurskoðun ber einkum að stefna að þvi: að atvinnureksturinn i landinu greiði skatt af tekjum sinum og veltu með eðlilegum hætti; aö óbeinir skattar séu lækkað- ir^ að skattabyrðin á tekjum og útgjöldum láglaunamanna léttist, en þyngist á háum tekjum og miklum eignum; að skattkerfið sé einfaldað, en innheimta og eftirlit hert. Alþingi samþykkir að kjósa 7 manna nefnd til að undirbúa frumvörp um breytingar á skattalögum. Nefndinni ber að hraða störfum sinum og skila áliti svo fljótt sem verða má. HUn skal skila bráðabirgðaáliti fyrir 1. mars n.k. um þær breytingar, sem þurfa að koma til fram- kvæmda á næstu mánuðum vegna álagningar tekjuskatts á þessu ári og til að veruleg lækkun sölu- skatts geti átt sér stað sem fyrst. Með eftirfarandi breytingum á tekjuskattslögum verði tryggt, að hæfilegur skattur sé greiddur af tekjum fyrirtækja: fyrningar atvinnutækja séu miðaðar við eðlilegan endingar- tima þeirra og ákvæði um fyrn- ingu samkvæmt verðhækkunar- stuðli og flýtifyrningu verði afnumin; þingsjé reglur um skattfrjálsan sölu- hagnað og varasjóð félaga, svo og aðrar óeölilegar heimildir til ivilnunar verði endurskoðaðar; álagning tekjuskatts á fyrirtæki og hvers konar rekstur verði greinilega aðgreind frá skatt- greiðslum þeirra, sem eiga rekst- urinn. Tekjur, sem einstaklingar hafa Ur öðrum áttum, skerðist ekki við skattálagningu, þótt rekstur i eigu þeirra skili bók- haldslegu tapi. Til að tryggja, að þegar á þessu ári greiði atvinnureksturinn hæfi- leg framlög til samneyslu i þjóð- félaginu, verði lagður á sérstakur veltuskattur. Álagning tekjuskatts á launa- tekjur verði verulega einfölduð og að þvi stefnt: að tekjurnar verði skattlagðar jafnóðum og þær verða til, að hjón verði skattlögð hvort fyrir sig, að tekjur láglaunamanna verði undanþegnar tekjuskatti, að takmörk verði sett fyrir þvi, hve mikTa vexti megi draga frá tekjum, þannig að hámark vaxta- frádráttar sé ákveðið árlega með hliðsjón af meðalvöxtum, ibúðar- verði og fjölskyldustærð. að sjúkratryggingagjald verði afnumið. Skapað verði sem mest svig- rúm til lækkunar óbeinna skatta til að draga Ur verðbólgu: söluskattur verði lækkaður verulega, innheimta söluskatts verði hert, m.a. með þvi að nota heimildir gildandi laga um inn- siglaða peningakassa.” Tekjuskattslaus fyrirtæki t greinargerð með tillögu sinni bendir Ragnar á að núgildandi lög heimila stórfelldan undan- drátt tekna, áður en skattur er á lagður, með þeim afleið- ingum, að verulegur hluti af atvinnurekstri i landinu sleppur með að borga litinn eða engan tekjuskatt. Á listan- um sem Ragnar birtir yfir þessi fyrirtæki er lágmarksstærð fyrirtækja sem lögð eru til grund- vallar miðuð við 20 þús. kr. greiðslu aðstöðugjalds, en það táknar lágmarksársveltu á bilinu 1.5 milj. kr. til 10 milj. kr., eftir þvi hvers konar rekstur á i hlut. Heildarvelta fyrirtækja á árinu 1976er áætluð 426 þús. milj. króna og þar af hjá fyrirtækjum i félagsformi 343 þús. milj. króna. Um 41% af veltu félaga eða um 142 þús. milj. kr. lentu þó ekki I tekjuskatti. Fjöldi félaga, sem var tekju- skattskyldur og greiddi meira en 20þUs. kr. i aðstööugjald var 3313, en þar af greiddu 1170 fyrirtæki engan tekjuskatt eða 35%. Meðalvelta þessara fyrirtækja var um 12 milj. kr. Fyrirtæki með litinn tekjuskatt Mikill fjöldi félaga greiðir litinn tekjuskatt. Sem dæmi má nefna, aö 414 félög á landinu velta tæp- um 19 þús. milj. kr., en greiða hvert um sig innan við 100 þús. kr. i tekjuskatt. Meðalvelta þessara fyrirtækja var 46 milj. kr. Fjöldi fyrirtækja i félagsformi, sem greiða engan tekjuskatt eða innan við 100 þús. kr. hvert, er þvi 1584 (af 3313 fyrirtækjum af þess- ari stærð) og heildarvelta þeirra var rétt um 160 þús milj. kr., en heildarvelta allra fyrirtækja i félagsformi 343 þús. milj. kr. Það lætur þvi nærri, aö helm- ingur fyrirtækja i félagsformi með rétt um helming af heildar- veltu slikra fyrirtækja sleppi með að borga litinn sem engan tekju- skatt. Afkoma fyrirtækjanna 1 6. hefti tlmarits Þjóðhags- stofnunar, ÞjóðarbUskapurinn — okt. 1977 kemur greinilega fram að hagur atvinnuveganna hefur verið góður i heildina tekið á ár- inu 1976, þótt hann væri eitthvað misjafn. Ljóst er að skýringin á þvi, að fyrirtækin greiða almennt svo litinn tekjuskatt, er ekki léleg afkoma, heldur eru ástæðurnar i fyrsta lagi ivilunarreglur skatta- laga, m.a. fyrningarreglur og varasjóðsheimildir, en i öðru lagi verður að hafa i huga, að á mikl- um verðhækkanatimum koma aðeins hin neikvæði áhrif verð- bólgunnar fram i bókhaldinu og hagnaðurinn telst þá að sama skapi minni, en raunverulega er um að ræða stórfelldan leyndan verðbólgugróða hjá flestum fyrir- tækjum. Ragnar Arnalds. Skattgreidslur aðeins 1,6% af veltu 1 greinargerð Ragnars kemur jafnframt fram að skattgreiðslur félaga á árinu 1977 námu aðeins tæplega 1.6% af veltu fyrirtækj- anna Um þetta segir Ragnar: ,,A þessu verður að gera breyt- ingu. Endurskoðun tekjuskatts- laga og afnám hinna mörgu iviln- unarreglna mundi stórauka tekjur rikissjóðs og gera kleift að lækka söluskatt verulega. 1 þessu sambandi hlýtur að koma til álita að leggja á sérstakan veltuskatt, sem renni til rikisins sem nokkurs konar uppbót á tekjuskattinn og til að tryggja að allur atvinnu- rekstur greiði hæfileg framlög til samneyslu i þjóðfélaginu.” Þá fjallar Ragnar nokkuð um skýringar á þvi hvers vegna hundruð arðvænlegra fyrirtækja sleppa við að greiða tekjuskatt og telur eina helstu skýringuna vera ákvæði skattalaga um flýtifyrn- ingu.sem fyrstvoru sett i lög vor- ið 1971 að frumkvæði rikisstjórn- ar Jóhanns Hafsteins, svo og ákvæði um verðhækkunarstuðul fyrninga. Þá kemur einnig til að fyrirtækjum er heimilað að leggja i varasjóð 1/4 af hreinum tekjum félaganna áður en tekju- skattur frá árinu áður hefur verið frá dreginn. Þessi fjórðungur er skattfrjáls með öllu. Ingiibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir Kvikmyndahátíð í Reykjavík 1 kvikmyndakompu sunnudags- blaös var byrjaö að gera grein fyrir dagskrá kvikmyndahátiðar þeirrar sem hefst i Reykjavik á fimmtudag. Seinni hluti greinar- innar féll niður vegna óvæntra þrengsla og birtist hann hér á eft- ir. Föstudaginn 3. febrúar veröa fjórar sýningar i Háskólabió og ein i Tjarnarbió. Fjölskyldulif heitir mynd eftir Pólverjann Krzysztof Zanussi, gerð árið 1971. Zanussi átti upphaflega aö vera gestur kvikmyndahátiðarinnar, en af þvi gat ekki otðið. Hann er einn þekktasta kvikmyndastjóri Pólverja um þessar mundir og vinsæll á Vesturlöndum, m.a. var hann einn af fimm „leikstjórum ársins 1976” i International Film Guide, sem gefin er Ut af bresku kvikmyndastofnuninni. I sýningarskrá kvikmynda- hátiöarinnar er að finna eftirfar- andi upplýsingar um myndina Frissi köttur: „....fyrsta teikni- myndin sem bönnuö hefur verið börnum. Myndin lýsir borgar- menningunni, kynlifi, ofbeldi og spillingu. „Fritz the Cat” er sjálf- ur brögðóttur breimaköttur, en myndir gerist i dýraheimi þar sem dýrin hafa fengið mannlega eiginleika. Vegna gifurlegra vin- sælda myndarinnar fylgdu nokkr- ar myndir um likt efni i kjölfarið, en myndirnar um „Fritz the Cat” eru orðnar tvær að tölu.” Frissi köttur er bandarlsk mynd, framleidd 1971, og er leikstjóri Ralph Bakshi. Á föstudaginn verða einnig sýndar Amerfski vinurinn og I timans rás, en þeim sem vilja fræðast um þær og höfund þeirra, Wim Wenders, ráðlegg ég að leita uppi Kvikmyndakompuna frá 15. janúar s.l. Sama máli gegnir um myndina Hræðsla markvarðarins við vitaspyrnu, sem sýnd verður á laugardaginn. Þá verða einnig sýndar Sæt mynd eftir JUgóslav- ann Dusan Makavejev og Sao Bernardo eftir Brasiliumanninn Leon Hirszman. Makavejev er höfundur „W.R. Leyndardómar liffæranna” sem sýnd hefur verið tvivegis hér i kvikmyndaklúbbn- um, nú siðast fyrir örfáum vik- um. Báðar þessar myndir eru bannaðar i heimalandi hans. Öhætt er að mæla með Sætri mynd ef hún er i likingu við fyrri myndina. Makavejev er ómyrkur i máli um sósialisma og kyniif, gagnrýninn, háðskur og mein- fyndinn i betra lagi. Sao Bernardo er talin vera ein siðasta myndin sem flokka má undir „nýju bylgjuna” I Brasiliu — gerð 1972. Eftir þaö tóku stjórn- völd aö ofsækja, banna og reka i útlegö og siðan hefur ekkert markvert gerst I brasiliskri kvik- myndalist. Aðalpersónan i Sao Bernardo er valdagráðugur ungur maður sem svifst einskis til að ná markmiðum sinum, þ.e. verða rikur. Myndin er sögð afar listræn og búa yfir sterkri þjóð- félagsgagnrýni. Auk þess er sagt að hún sé mun aögengilegri fyrir þá sem ekki eru Brasiliumenn en ýmsar Cinema-novo myndirnar voru. A sunnudaginn verður sýnd tékkneska barnamyndin Sirius, sem gullverðlaunhlaut á barna- kvikmyndahátiðinni i Teheran 1976, og er almennt talin með betri barnakvikmyndum sem geröar hafa verið á undanförnum árum. Myndin verður sýnd meö dönskum skýringartextum og er þvi vel til fallið að foreldrar fari með börnum sinum i bió og Ut- skýri fyrir þeim efnið, ef með þarf. Myndin fjallar um litinn dreng og hundinn hans og gerist á striösárunum. Þá er eftir að geta um kúbönsku myndina óðurinn um Chile eða Cantata de Chile eftir Humberto Solas, þann sem stjórnaöi þeirri ágætu mynd Lucia, sem sýnd var i kvikmyndaklUbbnuir. hér á sin- um tlma. Chilecantatan hlaut aðalverðlaunin i Karlovy Vary 1976. HUn hefur einnig hlotið mjög góðar viðtökur á Vesturlöndum. Hér i kompunni var eitt sinn sagt svo frá þessari mynd: „Formið er einskonar kvikmyndakantata eða óratoria, þar sem blandað er saman tónlist, söguleik, goðsögn- um, ljóðasöng, táknleik og venju- legum frásagnarmáta. Efnið er ástandið i Chile fyrr og siðar, en kjarni frásagnarinnar er verkfall i chilenskri námu árið 1907. Mikiö blóðbað fylgdi þessu verkfalli og voru 3600 verkamenn skotnir til ólifi. Þrátt fyrir iburöarmikið form er myndin beinskeytt og hörð ádeila á herforingjana i Chile og þau öfl sem að baki þeim standa.” Þá má einnig geta þess að langflestir leikendur myndar- innar eru chilenskir útlagar, bú- settir á Kúbu. Hér hefur aðeins verið getið þeirra mynda sem sýndar verða fyrstu fjóra dagana. Næsta sunnudag veröur væntanlega gerð grein fyrir afganginum, en ég get með góðri samvisku lofað þvi aö hann verður ekkert siöri en upphafið. Þá er og ógetið Islensku myndanna sem sýndar veröa, en einsog kunnugt er verða veitt sér- stök verölaun fyrir bestu Islensku myndina. Tilgangurinn meö þess- ari kvikmyndahátið er öðrum þræði að efla islenska kvik- myndalist og vekja áhuga á henni sem ómissandi þætti I menn- ingarlifi okkar. Fyrstu dagarnír Fimmtudagur 2. febrúar: Háskólabió kl. 15.30 Opnun hátiöarinnar Háskólabió kl. 19.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 21.00 Kona undir áhrifum Föstudagur 3. febrúar: Háskólabió kl. 17.00 Fjölskyldulif Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Ameriski vinurinn Háskólabió kl. 23.30 Frissi köttur Tjarnarbió kl. 19.00 1 timans rás Laugardagur 4. febrúar: Háskólabió kl. 14.00 Kona undir áhrifum Háskólabio kl. 17.00 Sæt mynd Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Sao Bernardo Háskólabió kl. 23.00 Frissi köttur Tjarnarbió kl. 19.00 Hræðsla markvarðar- ins.. Sunnudagur 5. febrúar: Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Óðurinn um CHlLE Háskólabió kl. 19.00 Ameriski vinurinn Háskólabió kl. 21.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 23.00 Kona undir áhrifum Tjarnarbió kl. 14.00 Afleikur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.