Þjóðviljinn - 31.01.1978, Qupperneq 7
Þriðjudagur 31. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
JÞetta fyrirbæri nefnir sumt auðtrúa fólk varnir,
varnarstöðvar eða varnarlið, enda þótt við höfum
staðreynt eins ljóslega og framast
má verða, að af því höfum við ekkertpgott hlotið,
aðeins skaðann, skömmina og skapraunina.
Guðsteinn
Þengilsson,
læknir;
Enn á vígvellinum
Það er talið, að á árinu 1945
hafi lokið einhverri hrikaleg-
ustu og viðtækustustyrjöld, sem
til þess tíma hafði verið háð'i
heiminum, a.m.k. á vigvöllum.
Þótt komið sé á 4. tug ára, siðan
þessi striðslok eru talin hafa átt
sér stað, örlar sums staðar á
þvi, m.a. hér á tslandi, að það er
eins og þau hafi aldrei orðið.
Hér þurfum við að horfast i
augu við þá staðreynd, að við
sitjum uppi með her og her-
stöðvar eins og ekkert hafi mið-
að i friðaráttina i heiminum frá
þeim tima sem illvigustu orr-
usturnar á timabilinu 1939—1945
voru háðar. Þetta fyrirbæri
nefnir sumt auðtrúa fólk varnir,
varnarstöðvar eða varnarlið,
enda þótt viö höfum staðreynt
eins ljóslega og framast má
verða, að af þvi höfum við ekk-
ert gott hlotið, aðeins skaðann,
skömmina og skapraunina.
Fróða menn rámar i að hafa
séð það skýrt tekið fram i grein-
argerð með hinum svokallaða
„varnarsamningi”, að ekki
komi til mála að hafa her eða
herstöðvar á Islandi á friðar-
timum. Þvi miður var ekkert
gert eða reynt til að skilgreina
hugtakið „friðartimar” og eftir
þvi sem ég best veit hefur slik
skilgreining farist fyrir allt
fram á þennan dag. Hersetan
hér i dag er þvi talandi tákn
þess, að þrátt fyrir sagnfræðileg
endalok heimsstyrjaldarinnar á
árinu 1945, geysi enn ófriður i
heiminum að mati her-
stöðvasinna.
Ef þetta mat á að nota til
grundvallar skilgreiningunni á
hugtakinu „friðartimar” er vist
óhættað fullyrða, að’við sem nii
lifum höfum enn ekki litið ljós
þess dags, að þaö hafi verið frið-
ur i heiminum og hætt er við að
seint verði hersetu hér lokið
vegna ofangreindra ákvæða um
friðartimana, enda liklegt að
orðið hafi verið notaö til að gera
samningana enn loðnari. Meðan
stórveldin eru vigbúin, eins og
þau hafa raunar alltaf verið sið-
ustu aldirnar a.m.k., og halda
áfram að selja minni þjóðum af-
gangs vigvélar, má búast við ó-
breyttu ástandi um ófyrirsjáan-
legan tima. Og þá sjáum við að
orðið friðartimar er . algerlega
meiningarlaust hugtak, sem að-
eins var notað til að prakka upp
á okkur herstöðvasamningnum
á sinum tima.
Herstöðvamenn gumuðu
mjög af árangri undirskrifta-
söfnunar á vegum svonefndar
VL-hreyfingar, 1974. Ekki veit
ég hve mjög sú söfnun skal tekin
alvarlega, og vik ég að þvi sið-
ar, en það ber okkur að hafa i
huga, að sú þróun er ekki óhugs-
andi, að með þrotlausum áróðri
fáist fleiri og fleiri til fylgis við
þá hugmynd, að við getum ekki
herstöðvalaus verið. Okkur er
mjög hollt að hafa i huga
leikrit Ionescos, Nashyrning-
ana, sem sýnt var hér I
sjónvarpinu fyrir skömmu.
Það lýsir i ágætum dæmi-
sögustil, hvernig hinar
mestu fjarstæður geta breiðst
út, og hvernig hægt er að fá
menn til fylgis við hin fráleit-
ustu mál. Þetta kennir okkur, að
við megum ekki vanmeta
möguleika andstæðinganna i
herstöðvamálinu til að toga
stóran hluta þjóðarinnar yfir á
sitt band, og við megum sannar-
lega ekki sofna yfir baráttumál-
um okkar, jafnvel þótt þau hafi
hlotið góðan byr á umræðufund-
um, sem haldnir hafa verið i
skólum undanfariö.
Og herstöðvamálin eru nú að
þvi er virðist að komast á nýtt
stig, þótt hugmyndin að baki
-þeirribreytingusénokkuð eldri.
Hér á ég við hina svokölluðu Ar-
onsku, sem mjög hefur verið i
sviðsljósinu að undanförnu. Ar-
on þessi er kunnur að þvi að
setja mál sitt fram i skýrari
orðum og á ljósari og einfaldari
hátt en titt er meðal kaupsýslu-
og hagsýslumanna, enda er
kenningin einföld og ijós: Við
eigum að krefjast hárra launa
fyrir þjónkunina. „Hugsjóna-
mönnum” um vestræna sam-
vinnuhefur að vonum ekki likað
alls kostar við þessa kröfupóli-
tikAronssinna. Þó mun andúð
þeirra á kenningu Arons ekki
stafa af hreinleika „hugsjónar-
innar” heldur hinu, að sam-
kvæmt Aroni færi féð að veru-
legu leyti i ríkiskassann, og
sneiddist þá trúlega um þær
upphæðir, sem hingaö til hafa
runnið i vasa einstaklinga og
einkafyrirtækja frá herstöðinni.
Það hafa þvi risið upp magnað-
ar deilúr meðal herstöðva-
sinna um það, hvort við eigum
að gefa okkur eða selja likt og
gleðikonurnar þráttuöu um
forðum. Og þrátt fyrir yfirbragð
„hugsjónar” er hér hrein hags-
munabarátta á ferðinni.
Þó að okkur ætti i léttu rúmi
að liggja hvernig barist er um
herstöðvagull á vigstöðvum
andstæðinganna, verðum við að
gera okkur grein fyrir þvi, að
sölukenning Arons eykur vanda
okkar stórlega, ef hún næði und-
irtökunum. t fyrsta lagi yrði
sala þessi metin sem enn frek-
ari viðurkenning þjóðarinnar á
herstöðinni, þvi að ef við viljum
ekki hafa einhvern i hýbýlum
okkar, færum við ekki að taka
upp á þvi einn góðan veðurdag
að heimta af honum leigu, ef
slikt hefði ekki viðgengist fyrr. í
öðru lagi yrði söluveröið það
veruleg upphæð, að hún hefði
veruieg áhrif á fjármálabúskap
okkar. Sjálfsagt yrði þessi
skattur svo stór þáttur af rikis-
tekjum okkar að við yrðum háö
honum um ófyrirsjáanlegan
tima. Það hefur tiðum viljað
brenna við, að sé einhver tekju-
stofn til rikissjóðs á kominn, þá
er erfiðara að losna viö hann
aftur en það er fyrir fikniefna-
sjúkling að losna við eiturefnið.
Við yrðum enn háðari þessu
gjaldi, en sjúklingurinn hassi,
ópium eða heróini, fjárhagsá-
ætlun rikis færi að byggjast á
þessum tekjum að ekki óveru-
legu leyti. Sem dæmi um það,
hve rikissjóöi gengur erfiðlega
að losa sig við áorðna tekju-
stofna, má benda á hagnað rik-
isins að áfengissölu. Margir
munu þeir ráðamenn vera, sem
sviður það sárlega að rikistekj-
urnar þurfi að grundvallast svo
mjög á sjúklegu ástandi þeirra
þegna, sem eru svo háðir þess-
um vimugjafa, að þeir fórna
siðustkrónusinni fyrirhann. En
það virðist ekki nokkur leið að
vera án teknanna af þessari
sölu, þótt það sé vitað, að tapið
er margfalt meira en gróðinn,
þegar til lengdar lætur. Þaö er
þvi deginum ljósara, að færu
stórir sjóöir leigupenings aö
streyma inn i efnahagskerfi
okkar, yröi það fyrir svipuöum
áhrifum af þvi og mannslikam-
inn af innspýtingum heróins og
morfins. „Afvötnunin” yrði
sennilega ennþá erfiðari, og er
þá mikið sagt.
Okkur má þvi vera þaö ljóst,
herstöðvaandstæðingum, aö
sjaldan hefur verið meiri þörf á
þvi en nú að við höldum vöku
okkar og baráttuhug. Að visu er
ekki vitað hve alvarlega við eig-
um að taka undirskriftasöfnun
VL-inga árið 1974, eins og ég gat
um aðframan, eða hvaöa álykt-
anir við getum dregið af hennni
um raunverulegan þjóðarvilja.
Gaf hún til kynna rétta afstöðu
fólks, eða er hægt að fá þaö til aö
samþykkja eitthvað, sem þó er
ekki i samræmi viö skoðanir
þess? Það er leiðinlegt aö þurfa
að segja það, en vissulega
þekkjum við fjölda fólks, sem
hvorki hafa myndaö sér skoðan-
ir á þessum málum, né heldur
aö það eigi hugsjónir, sem eru
þvi svo mikils virði að það vilji
hætta nokkru fyrir þær, fjár-
munum, efnahagsöryggi eða á-
liti. Þessum mönnum er nokk-
urn veginn sama, hvað uppi
verður á teningnum, svo fram-
arlega sem persónulegur efna-
hagur er ekki ' i voða. Þeir
mundu fúslega ljá undirskrift
sina hverju máh, ef þeir héldu
sig treysta með þvi aðstöðu sina
og álit.
En hvernig svo sem þau átök
veltast, sem nú eru uppi i her-
búðum herstöðvasinna milli
peníngsins og „hugsjónarinn-
ar”, verðum við ekki aðeins að
vera vel á verði, heldur herba aö
mun róðurinn gegn herstööinni
og þvi, sem henni fylgir. Marga
góða hvatningu iiöfum við feng-
ið f starfinu, þar sem við erum
minnt á, að fáir erfiðleikar eru
svo miklir, að ekki sé unnt að
vinna bug á þeim, þótt þeir
viröist fljótt á litiö ósigr-
andi. Það er okkur lika mik-
ill styrkur að vita af ara-
grúa liðsmanna um allan
heim, sem berjast hliðstæðri
baráttu gegn herskap og vig-
búnaði allra ianda og láta engar
ógnir beygja sig né byrgja þá
sólarsýn að friður og bræðra-
lag verði með öhum þjóðum án
tillit sé til litarháttar eöa skoö-
ana.
Guðsteinn Þengilsson.
Verda fóstrur
áfram
fóstrur?
Stundum vill svo fara að fátt
segi af einum, en þó ekki alltaf,
sem betur fer.
A laugardagskvöldið fundu
skipverjar á Litla-Felli mann,
sem var á reki i gúmbjörgunar-
bát úti á Skerjafirði. Hafði hann
látið einn úr höfn á f jögurra lesta
fari en það sökk áður en landi var
náð á ný. Til allrar hamingju
hafði maðurinn meðferðis- gúm-
bát og neyðarblys. Komsthann i
bátinn og skautupp blysinu, sem
bæði sástúr landi og af Litla-Fell-
inu, er var skammt undan. Björg-
unarsveit bjóst á vettvang en um
svipað leyti kom skeyti frá
Litla-Felli um að maðurinn væri
fundinn og var honum skömmu
siðar bjargaö þar um borð. Haföi
hann þá skamma stund verið að
• velkjast i gúmbátnum og var all
hress.
Einn á reki
i gúmbáti
A föstudag og laugardag sl. fór
fram atkvæðagreiösla meðal
félaga i Fóstrufélagi Islands um
það, hvort starfeheiti félagmanna
skyldi breytt eöa hvort halda
skuli áfram að nota starfsheitið
fóstra. AtkvæðaseNar voru send-
ir hl þeirra fóstrasem starfa úti á
landi og áttu þær aö senda þá inn i
slðasta lagi i dag. Talning at-
kvæða fer fram um næstu helgi.
—eös
StS-frímerki
Samband islenskra samvinnu-
félaga var stofnað aö Ysta-Felli i
Ljósavatnshreppi þann 20. febrú-
ar 1902. Nákvæmlega 20 árum áð-
ur, þann 20. febrúar, 1882, hafði
elsta kaupfélag iandsins, Kaup-
félag Þingeyinga á Húsavik, ver-
ið stofnaö.
Stofnfélög Sambandsins voru
þrjú: Kf. Þingeyinga, Kf. Norö-
ur-Þingeyinga og Kf. Svalbarðs-
eyrar. A siðastliðnu ári var þvi
minnst 75 ára afmælis Sambands-
ins og 95 ára afmælis samvinnu-
hreyfingarinnar.
í tilefni af þessum timamótum
hefur Póststjórnin gefið út sér-
stakt frimerki. A þessi frimerki
er merki islensku samvinnu-
hreyfingarinnar, sem tekið var i
notkun árið 1970. Þetta er sam-
eiginlegt merki Sambandsins og
ahra kaupfélaga innan vébanda
þess. Undir þessu merki vinna i
dag þúsundir fólksumlandaUtaö
fjölþættum framleiðslu- og þjón-
ustustörfum á vegum samvinnu-
hreyfingarinnar og i þágu alls
almennings i landinu.
Málverk: Stofnfundur Sam-
bands islenskra samvinnufélaga
1902. — Listmálari: Karen
Agnete Þórarinsson.
—mhg
Steinsteypufélagið
með 230 félagsmenn
Steinsteypufélag Islands hefur
sent frasér fréttatilkynningu þar
sem segir m.a.
Steinsteypufélag tslands er
SEimtök einstaklinga, fyrirtækja
og stofnana, sem að öllu eða ein-
hver ju leyti helga starfsemi sina
fræðilegri og hagnýtri stein-
steyputækni og notkun.
Hlutverk félagsins er aö vinna
að framþróun steinsteyputækni á
tslandi með þvi aö:
1. Skipuleggja fyrirlestra og
námskeiö, ásamt útgáfu
fræðslurita.
2. Styðja rannsóknir á stein-
steypu og skyldum byggingar-
efnum.
3. Stuöla að tæknilegum umbót-
um og stöðlun innan stein-
steypuiðnaðarins.
4. Fylgja eftir hæfni og
menntunarkröfum meöal
þeirra, er að steypufram-
kvæmdum standa.
5. Taka þátt I norrænu og alþjóöa-
samstarfi á þessu sviði.
Steinsteypufélag lslands var
stofnsett árið 1972 og telur nú um
230 félagsmenn.
Stjdrn Steinsteypufélsgs tslands: Guðmundur Guðmundsson, verk-
fræðingur, formaður Kári Þ. Kárason, múrarameistari, vara-
formaður Ingvar A. Guönason, tæknifræðingur, gjaldkeri. Snæ-
björn Kristjánsson, verkfræðingur, ritari. Haraldur V.
Haraidsson, arkitekt, meðstjórnandi.
llTGÁFODAGUU
SAMBAND
ÍSLENZKRA
SAMVINNUFÉLAGA
1902 1977