Þjóðviljinn - 31.01.1978, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 31.01.1978, Qupperneq 16
DJODvium Þriöjudagur 31. janúar 1978. Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. J-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Pólitísk embættisveiting: Mikil reidi á Austurlandi Menn hafa sagt upp störfum hjá Vegagerðinni og sagt sig úr Framsóknarflokknum vegna þessa máls Nýverið skipaöi Halldór E. Sigurösson samgöngumálaráð- herra i embætti umdæmisverk- stjóra Vegagerðarinnar á Austur landi og fékk starfiö rafvirki frá Reyöarfiröi, sem aldrei hefur komiö nálægt vegamálum, en er Framsóknarmaöur. A móti hon- um sótti maöur, sem unniö hefur hjá Vegagerðinni fyrir austan og meö honum mælti umdæmisverk- fræöingur stofnunarinnar eystra. En hann var ekki framsóknar- maöur og Eékk þvi ekki starfiö. Þessi embættisveiting hefur valdiö mikilli reiöi á Austurlandi, einkum á Reyöarfiröi, þar sem bækistöövar vegageröarinnar á Austurlandi eru. Héldu starfs- menn Vegagerðarinnar fyrir austan fund með sér. sl. föstudag, og þar var samþykkt að senda samgöngumálaráöherra harðort mótmælabréf vegna þessa máls, svo og skoraöi fundurinn á raf- virkjann sem fékk starfið aö draga sig til baka og hafna þvi. Svo mikil er reiði manna að hópur manna er um þaö bila aö segja upp störfum hjá Vega- gerðinni, en mun sennilega biða svars ráðherra viö bréfi þvi sem honum var sent um helgina. Um- dæmis verkfræöingur Vegagerö- arinnar á Austurlandi, Björn Þorvaröarson vildi ekki staöfesta að hann heföi sagt upp störfum, en viðurkenndi að það væri mikil reiði og hiti i mönnum eystra útaf þessu máli. Að ööru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Þá má geta þess að 4 menn á Reyðarfirði hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum vegna þessa máls, svo mikið hefur mönnum ofboðið þessi pólitiska embættisveiting. Tómas Arnason alþingismaður Framsóknar- flokksins i Austurlandskjördæmi hefur verið á Reyðarfiröi alla siðustu helgi til að reyna aö lægja öldurnar, en honum mun litiö hafa orðið ágengt. —Sdór. Þriðju talningu Framsóknar i Reykjavík lokið: Röðin breyttist ekki — en Kristján Benediktsson bætti við sig 100 atkvæðum — sem höfðu gleymst. Grunur um kosningasvindl hreinsunardeildar Þriðja og siöasta þætti I próf- kjörsgamanleik Framsóknar- ftokksins er nú lokið. Um helgina voru talin I þriðja sinn atkvæði i prófkjörinu. Við þaö breyttust ekki niðurstöður um röð fram- bjóðenda eins og eftir aðra taln- ingu, en m.a. komu nú fram 100 atkvæði á Kristján Benediktsson, borgarfulltrúa, sem gleymst hafði aö reikna honum við hinar talningarnar tvær! Astæðan til þess að talið var upp i þriöja sinn um helgina var sú, að fram komu á milli 50 og 60 atkvæðum fleira við talninguna, en svaraði til kjörsóknar. Skýr- ingu kalla Framsóknarmennþað, að fólkiö i kjördeildunum 20, sem kosið var i, hafi merkt vitlaust viö á lausum blöðum og öðruvisi en i kjörskrám'. Sterkur orðrómur er uppi um kosningasvindl. Atti til dæmis að fá prentlærðan mann til þess að úrskurða h vort allir kjörseðlarnir hefðu verið prentaöir i Prent- smiðjunni Eddu, en amk. tveir frambjóðendur halda þvi fram i sinn hóp, að mörg hundruð kjör- seðlar hafi komið upp úr kössun- um, kjörseðlar sem hafi verið prentaöir á vegum Skákprents, en þar ræöur rikjum bróðir mannsins úr „hreinsunardeild- Framhald á 14. siðu fyrir bókhlöðu Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustung- una að Þjóðarbókhlöðu tslendinga á laugardagsmorgun. Hálfnað er verk þá hafið er sagði hann við það tækifæri. Bókhlaðan mun rfsa við Hringbraut og Birkimel. Hún mun sameina helstu bókasöfn landsins og geyma meira en miljón binda. Nánar f blaðinu á morgun (ljósm. Leifur) Krataprófkjör á Reykjanesi Kratar höfðu prófkjör i þremur kaupstöðum I Reykjaneskjör- dæmi þessa helgi, i Ilafnarfiröi, Kópavogi og f Keflavik. t tveimur fyrrtöldu bæjuum voru ekki I framboði bæjarfulltrúar krata á þeim stöðum. 1 Kópavogi urðu úrslit þau, aö Miðstjórn Alþýðubandalagsins: Fordæmum notkun erlends tjár í íslenskum stjórnmálum Fjársvikin eiga rætur í viðskiptakerfí auðstéttarinnar A fundi miöstjórnar Alþýðu- bandalagsins s.l. föstudag og laugardag varsamþykkt einróma sú ályktun, sem hér fer á eftir: Að undanförnu hefur hvert fjár- svikamálið af öðru vakið athygii og umtal almennings. Þessi fjár- svikamál eru mörg hver tengd er- lendum viöskiptum af margvis- legu tagi. 1 þvi sambandi má minna á gjaldeyrisreikningana i Finansbanken, skipakaup erlend- is og skilasvik á umboöslaunum. Nú nýverið hefur komið fram aö erlendir aðilar seilast til vaxandi Itaka i islensku stjórnmálalifi, auöhringar og erlendir stjórn- málaflokkar. Þannig hefur komið fram opinberlega að útgáfa AI- þýðublaðsins verði kostuð að verulegu leyti af erlendum stjórnmálasamtökum Miöstjórn Alþýðubandalagsins telur það eitt brýnasta verkefni islenskra stjórnmála að berjast gegn þeim stórfelldu hættum sem felast i vaxandi spillingu og aukn- um áhrifum erlendra aðila á Is- lenska stjórnmálastarfsemi og efnahagslif. Miðstjórnin telur þvi nauðsynlegt að gera þegar I stað ráðstafanir til þess að sporna við þessari háskalegu öfugþróun. Bendir miðstjórnin í þvi sam- bandi á nauösyn þess að gerð verði itarleg rannsókn á öllum gjaldeyrisskilum, innflutnings- verslun og umboðslaunum. Þá er augljós nauðsyn þess að endur- skipuleggja bankakerfið með til- liti til eftirlits og endurskoðunar og einföldunar þess f heild. Enn- fremur er brýnt að sett verði lög- gjöf sem bannar islenskum stjórnmálaflokkum að taka við fjárstuðningi erlendis frá. Forsendur spillingarinnar fel- ast m.a. i verðbólgunni og við- skiptakerfi auðstéttarinnar. Gegn þvi stjórnkerfi I heild mun Al- þýðubandalagið berjast, en for- senda þess að unnt sé að heyja árangursrika stjórnmálabaráttu á Islandi er að komiö veröi I veg fyrir fjármálaleg itök erlendra aðila i islenskri stjórnmálastarf- semi. flest atkvæði i fyrsta sæti hlaut Guömundur Oddsson. Kratar höfðu þaðaf að fá einn mann kos- inn i bæjarstjórn i Kópavogi við siðustu kosningar. 1 Hafnarfirði hlaut Hörður Zophaniasson flest atkvæði í fyrsta sætið og Jón Bergsson i annað sæti. Kratar fengu tvo menn kjörna I bæjarstjórn f Hafn- arfirði við siðustu kosningar. í Keflavik hlaut ólafur Björns- son flest atkvæði i fyrsta sæti. Hann situr i bæjarstjórn fyrir krata þar syðra, sem fengu tvo menn kjörna við siðustu bæjar- st jórnarkosningar. Guðfinnur Sigurvinsson fékk flest atkvæöi i annað sæti en Karl Steinar Guðnason fékk flest atkvæði i þriðja sæti. Hann bauö sig ekki fram i fyrstu tvö sætin, en situr nú I bæjarstjórn sem annar tveggja bæjarfulltrúa krata. — úþ. Ekki verður hlúð að mannlifí í miðbænum með því að rífa hann t lok hins fjölmenna og vel heppnaða útifundar á Hótel ts- lands (eða Hallæris) -planinu á iaugardaginn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Um leið og baráttufundurinn lýsir yfir stuðningi við öll áform um að hlúa aö mannlifi i mið- bænum, mótmælir hann að það verði gert með þvf aö rffa hann. Þessi bær er sameign okkar allra og enginn einn getur i krafti eignarréttar ráðskað með einstök hús hans. í stað þess að hin dauða hönd viöskipta fái að kæfa hann, hvetjum við til að hafist verði handa um aö bæta fyrir þau spjöll sem þegar hafa verið unnin og mannlifi gert kleift að dafna hér áfram og efl- ast.” — eös Loðnan: Bara kropp Það viröist hvorki ganga né reka hjá loönuveiðiskipunum enn sem komiö er, og má segja að enn séu loönuveiöarnar aöeins kropp. t fyrri nótt fengu 14 skip 5 þúsund lestir og var heildaraflinn þá orð- inn 66 þúsund lestir, en var á sama tima f fyrra 105 þúsund lest- ir. Sæmilegur afli var um síðustu helgi og á sunnudag tilkynntu 21 skip um samtals 10.850 lestir. Ekki var hægt að fá nákvæmar tölur um það i gær hvaöa skip væri aflahæst, en eftir þvi sem næst verður komist eru það örn GK, Vikingur og Gisli Arni RE, sem mestan afla hafa fengiö, eða i kringum 3 þúsund lestir hver. 1 gærdag var komin bræla á loðnumiðunum og ekki veiðiveður en aðal veiöisvæðiö er nú n-a af Melrakkasléttu og færist hægt og bftandi austur. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.