Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. febrúar 1978 Ásmundur Stefánsson, hagfrædingur ASÍ: Vandinn ekki heldur ríkisstjórnin KRUPMRTTUR j>es.'77-des.'78 UO />gS.#77»/QO 'OiKERT SKERT / DES. '78 VRB/ KRUPMftrruR 8% UECrRt £H / DCS. '77 /Z*A LfECrRt ER SK*C SHMWM& þ.B. þYRFrt RB ttmtetfR UM /3{% Linuritið sem fjallað er um i viðtalinu. „Þegar kjaraskerðing- aráhrif frumvarps ríkis- stjórnarinnar um efna- hagsráðstafanir eru met- in telst okkur til að minnst sé um 12% kjara- skerðingu að ræða. Fyrsta desember 1978 yrði kaupmáttur 8% lægri en 1. des. 1977 og 1. des. 1978 yrði kaupmátturinn a.m.k. 12% lægri en hann hefði orðið ef samningar hefðu staðið óriftir. Þeg- ar allt er tekið með telst okkur til að kaup þyrfti þá að hækka um a.m.k. 13 1/2% til þess að halda sama kaupmætti og 1. des. 1977". Þetta sagði Ásmundur Stef- ánsson, hagfræðingur, i viðtali við Þjóðviljann til skýringar á þvi linuriti sem hann hefur gert og fylgir með fréttinni. Ás- mundur benti á að i þessu dæmi væri reiknað út frá verðlagsfor- sendum rikisstjórnarinnar. Margt benti þó til að verðbólga yrði meiri á árinu en gert er ráð fyrir af opinberum aðilum og þvi mætti gera þvi skóna að munurinn á samningunum og skertu visitölubótunum ykist verulega og þvi meir þeim mun örari sem verðbólgan yrði. Töi- urnar yrðu örugglega orðnar hrikalegri i árslok heldur eh nú. Aðeins 3 1/2% aukning ,,Það er afar athyglisvert að rikisstjórnin sér enga aðra leið i baráttunni við verðbóiguna heldur en að ráðast á kaupið. En þrátt fyrir auknar skattáiögur og 12% kjaraskerðingu á árinu gerir hún sjálf ekki ráð fyrir að dragi úr verðbólgu nema um nokkur prósentustig. Ef við lit- um hinsvegar á hvað hefði gerst ef samningarnir hefðu fengið að standa óhreyfðir sjáum við að ekki var mikil hætta á ferðum vegna þeirra. Samkvæmt þeim átti kaupmáttur taxtakaups að vaxa um 9% milli áranna ’77 og ’78. Frá þessu ber aö draga minnkandi yfirvinnu sem áætl- uð er 3% á árinu út frá úrtaks- könnun kjararannsóknarnefnd- ar á þriðja ársfjórðungi 1977. Einnig aukningu beinna skatta sem metin er 2 1/2%. Áukning ráðstöfunartekna á timabilinu hefði þvl oröið um 3 1/2%, eða svipuð aukningu þjóð- artekna”,sagði Ásmundur enn- fremur. Ahrif beinna skatta eru metin út frá því að skattvisitala var á- kveðin 31% i stað 41% (-4-1.3%), 10% skyldusparnaði (-4-0.4%) og sjúkragjaldi, sem lagt hefur verið á, ( -e-0.8%) eða samtals 2 1/2% minnkun ráðstöfunar- tekna vegna aukinnar skatt- heimtu. Sjálfdæmi um kaup og kjör Ásmundur benti á, að verka- lýðshreyfingin hefði hingað til verið reiðubúin til þess að ræða það við rikisvaldið hvaða áhrif skattabreytingar ættu að hafa á visitölukerfið. t samningunum ’74 var samið um lækkun beinna skatta og hækkun óbeinna. Arið ’73 var fallist á að viðlagasjóðs- gjald hefði ekki áhrif á visitölu til hækkunar. Þessvegna væri það svivirðilegra en nokkru tali tæki þegar rikisstjórnin slengdi vanhugsaðri tillögu um að taka óbeina skatta út úr visi- tölureikningi um næstu áramót framan i verkalýðshreyfinguna án nokkurs samráðs. Enda þótt nú sé búið að draga þetta til baka má lita á tillöguna sem viljayfirlýsingu rikisstjórnar- innar og búast má við að þráð- urinn verði tekinn upp að nýju i haust. Þessi ákvörðun breytir i engu kjaraskerðingaráhrifum frumvarpsins og áformunum um riftun samninganna. En eins og málið var sett fram i upphafi, að taka óbeina skatta út úr visitölugrundvellinum um áramót en halda niðurgreiðsl- unum inni mátti setja upp hrikaleg dæmi, sem segja mun meira sögu en tappagjaldsdæm- ið, sem ráðherrarnir notuðu er þeir kynntu tillögurnar. „Segjum sem svo að sett væri innvigtunargjald á mjólk. Það mældist þá ekki inn I verðbóta- visitölu. Rikisstjórnin gæti tekið þá ákvörðun að greiða niður mjólkina sem innvigtunargjald- inu næmi. Verðið héldist þvi ó- breytt,en kaup lækkaði vegna á- hrifa niðurgreiðslunnar til lækkunar á verðbótavlsitölunni. Þarna væri þvl komið leikfang fyrir ráðamenn, sem tæplega væri einu sinni þeim sjálfum til góðs. En stjórnmálamönnum væri selt sjálfdæmi um kaup og kjör i landinu.” Til upplýsingar skal þess get- ið að óbeinir skattar i verðbóta- visitölu eru metnir samtals á 18.7%. (Söluskattur, 10.6%, toll- ar, aðflutningsgjöld, 4.7% og önnur gjöld 3.4%) Fimm pró- sent niðurgreiðslur koma þar á móti, svo heildaráhrifin I verð- bótavisitölunni eru 13.7%. Tenging við þjóðar- afkomu óraunhæf Asmundur veik að þvl i lokin að sú skoðun hefði verið sett fram að endurskoða þyrfti vis- tölugrundvöllinn og verðbótaút- reikninginn. M.a. hefði verið stungið uppá aö tengja visitöl- una viö þjóðarafkomu og við- skiptakjör. Árið 1975 hefðu hag- fræðingar ASI og Vinnuveit- endasambandsins komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu og slikt væri óraunhæft. Ekkert hefðu hinsvegar samtök launa- fólks haft á móti þvi eins og nú væri ástatt að þessi tenging væri fyrir hendi. Viðskiptaárferði væri svo gott núna að það hefði skilað launafólki nokkurri kaup hækkun umfram samninga. Staðreyndin væri samt sú, að Asmundur Stefánsson. þrátt fyrir að allar ytri aðstæður væri hinar hagstæðustu, verðlag á útflutningsvörum hærra en gert var ráð fyrir I forsendum siðustu samninga og fram- leiðsluaukning meiri en reiknað var með sæi rlkisstjórnin aðeins eina leið út úr ógöngum sinum: Að ráðast á launin. Ekki samningarnir „Það eru ekki samningarnir frá þvl vorið ’77 sem valda efna- hagsvandanum i dag. Rlkis- stjórnin var beinn aðili aö þess- um samningum, en hefur ekki i neinu atriði staðið við þær for- sendur sem nauðsynlegt var að hún kæmi i verk að slnu leyti. 1 þvi sambandi má nefna átak I hagræðingu hjá einkaaðilum til þess að skapa svigrúm fyr- ir kauphækkanir, sömuleiðis aukna hagkvæmni hjá hinu op- inbera og markvissari fjárfest- ingarstefnu. Ekkert af þessu hefur komist i framkvæmd. I stað fjárfestinga sem miða að þvi að treysta atvinnugrund- völlinn og auka framleiðsluna hefur verið ýtt undir óarðbæra verðbólgufjárfestingu. Og þann tilfærsluvanda sem við er að glima I atvinnullfinu leysir rlk- isstjórnin ekki með slnum efna- hagsráðstöfunum. Verkalýðs- hreyfingin hefur ekki bara hafn- að hugmyndum rikisstjórnar- innar, heldur einnig sett fram eigin leið og á þeim grundvelli einum er einhver von til þess að hægt sé að leysa vandann með sæmilegum friði og án röskunar á kjarasamningum. —ekh. Stjórn LÍV um ýrumvarp ríkisstjórnarinnar: Rangt og óviturlegt Stjórn Landssambands Is- lenzkra verzlunarmanna mót- mælti frumvarpi rikisstjórnar- innar um efnahagsráðstafanir á eftirfarandi hátt á fundi sinum 14. þ.m. ■ „Seint verður nægileg áhersla lögð á mikilvægi þess, að kjara- samningar séu virtir, rétt sem aðrar fjárskuldbindingar I þjóð- félaginu. Allt of oft hafa þó stjórn- völd brotiö gegn þessu grund- vallaratriðiogermál til komiðað linni. Þegar samningar voru geröir á s.l. vori var miðað við þáverandi ástand efnahagsmála og áætlanir um þróun þeirra til loka Sovésk heimsókn Hér á landi er nú stgjldur I boði Alþýðusambands íslands Gleb Simonenko forstjóri Trygginga- deildar Aiþýðusambands Sovét- ríkjanna. Með heimsókn hans er ASt að endurgjalda boð frá Aiþýðusambandi Sovétrikjanna. Meðan á dvölinni stendur mun Gleb Simonenko heimsækja vinnustaði og stofnanir bæði i Reykjavik og nágrenni og á Akureyri, en þar verður hann i tvo daga. Þá heimsækir hann Félagsmálaskóla alþýðu i ölfus- borgum, en þar verða rúmlega tuttugu manns við námsstarf næstu tvær vikur. Þá mun hann eiga sérstakar viðræður við for- ystumenn ÁSÍ. Gleb Simonenko hélt fyrirlestur um sovésk verka- lýðsmálefni á Hótel Loftleiöum i gærkvöldi. samningstimabilsins. Síðan þá hafa efnahagsástæður sist versnað. Verðbólgan heldur þó áfram að vaxa og dylst engum nauösyn þess að hamla þar á móti og tryggja að atvinnuvegir lands- manna geti þrifist með eðlilegum hætti. Engum dettur i hug aö hægt sé aö kveða niður verðbólguna i einni svipan. Til þess þarf lengri tima og um það þarf að nást sam- staða allra meginafla I þjóð- félaginu, ef árangurs á að vænta. Ekki má gripa til neinna þeirra aðgerða i stundarárangursskyni, sem slðar gætu spillt fyrir fram- haldsaðgeröum til úrbóta. Sá þáttur frumvarps rikis- stjórnarinnar, sem nú er til með- ferðar á Alþingi, og ógildir að hluta gildandi kjarasamninga, er þvi bæði rangur og mjög óvitur- legur, þar eð hann veldur litlu um Framhald á 21. siðu Lúðrasveitin Svanur leikur í Grindavík Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika á skemmtikvöldi i félagsheimilinu Festi I Grindavik á morgun, laugardaginn 18. febrúar, Þann 4. mars heldur lúðrasveit- in slna árlegu tónleika i Háskóla- bíói kl. 14. Einnig heldur sveitin tónleika I Stykkishólmi 11. mars næstk. Einleikarar á tónleikum lúðra- sveitarinnar eru englendingurinn Brian Carlile sem leikur á túbu, og norðmaðurinn Arne Björhei sem leikur á trompett. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Snæbjörn Jónsson,en formaður er Eirikur Rósberg. t lúðrasveitinni eru 34 hljóð- færaleikarar, og á meðal þeirra eru nokkrir unglingar úr ung- lingadeild sveitarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.