Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN
Polugajevski var
maður kvöldsins
— þegar hann sigraði Larsen í mjög
fallegri skák — tvær skákir í bið
og þrjú jafntefli í 11. umferðinni
Jón L. haföi betri stööu um tima
gegn ögaard,en varð að sætta sig
við jafntfli i lokin.
11. umferð Reykjavíkur-
skákmótsins, sem fram
fór í gærkveldi, var sú
bragðdaufasta sem verið
hefur á mótinu tii þessa.
Það var helst skák þeirra
Polugajevskis og Larsens,
sem yljaði mönnum, enda
var þar um harða og
skemmtilega viðureign að
ræða. Sovéski stórmeistar-
inn fór á kostum, vafði
mátnet utan um kóng Lar-
sens, fórnaði manni i 29.
leik, fórn sem Larsen
mátti ekki þiggja og þáði
ekkr, en allt kom fyrir
ekki, Polugajevski var
óstöðvandi, og Larsen gaf
skákina eftir 30. leiki.
Umferðin byrjaði heldur dauf-
lega fyrir hina fjölmörgu áhorf-
endur, þegar Friðrik samdi jafn-
tefli við Kuzmin eftir aöeins 18
leiki. Dæmigert stórmeistara-
jafntefli, þar sem ekkert varð
komist áfram án stórhættu fyrir
hvorn sem reyndi að sprengja
upp stöðuna.
Slðan kom þetta venjulega
timahrak um 30 leikja mörkin, sér-
staklega voru það þeir Hort og
Miles og eins Lombardy og Smej-
kal, sem lentu i miklu timahraki
en komu ósárir út allir saman, og
þeir Miles og Hort sömdu jafntefli
en skák Lombardys og Smejkals
fór i bið, og er staðan óljós. Hins-
vegar urðu nokkrar sviptingar i
skák Miles og Horts, þar sem
Hort stóð betur lengst af, en Miles
náði að rétta sinn hlut undir lokin
og upp kom þráskákarmöguleiki
fyrir hann.
Jón L. tefldi við ögaard og lenti
i smáerfiðleikum um tima.en rétti
skákina við og náði jafnvel betri
stöðu undir lok skákarinnar, en
ekki svo miklum yfirburðum að
12. umferð
tefld I dag
I dag kl. 18.00 hefst 12. og næst-
siöasta umferð Reykjavikurskák-
mótsins og þá tefla saman:
Helgi og Kuzmin
Lombardy og Margeir
Larsen og Smejkal
Hort og Polugajevski
ögaard og Miles
Browne og Jón L.
Guðmundur og Friörik.
Staðan i mótinu er mjög óljós
vegna biðskáka, en Larsen er .
samt enn efstur með 8 vinninga.
1 2 3 4 5 6 i 8 9 10 11 12 13 14 VINN. S.B. RÖÐ
1 Helgi Ólafsson V//// m O X 'A /< 'A % 0 /t
2 William Lombardy / W/ m o 0 % / / / l o
3 Bent Larsen / / i / X / / & 0 / O /
4 Vlastimil Hort * / o « / 0 / 'A / 'A A /
5 Leif Ögaard 'A 'A X o '/%% m 0 Á / 'A 9 O 0
6 Walter Browne ‘A O 0 / / m m / / / Á '4 /
7 Jón L. Árnason % O 0 0 Á |P O <3 A x> / 'A
8 Anthony Miles 'A 0 Á '/< / V///Á w 'A / / / 'A A
9 Lev Polugaevsky / o \/ O / Xi i <? / 'A * /
10 Jan Smejkal 9 ú 'A o / gp m / 'A 0 'A
11 Margeir Pétursson 9 'A ó V V c c VV//y m 0\ 'A 'Á
12 Gennedy Kuzmin * X / Á e Ó % X 7 m Á /
13 Friðrik Ölafsson 'A / X / 'A A 'A X / 'A 'A m.
14 Guðmundur Sigurjs. & / o o / O 'A o A Á 0 §1
nægði til sigurs og þeir sættust á
jafntefli.
Helgi Ólafsson átti nokkuð i vök
að verjast gegn Margeir lengst
af, en þegar skákin fór i biö eftir
50 leiki spáðu margir jafntefli, en
sé vinningur i stöðunni er hann
Margeirs megin.
Browne hafði hvitt gegn Guð-
mundi Sigurjónssyni sem beitti
Sikileyjarvörn. Browne náði
nokkurri pressu á miðborðinu, en
hægt og bitandi jafnaði Guð-
mundur taflið með snilldartafl-
mennsku uns hann hafði orðið öllu
betri stöðu undir lokin, en missti
hana niður og gaf skákina eftir 50
leiki.
Það voru sem sé þrjár skákir
sem fóru i bið i gærkveldi, og
Lombardy
vann mara-
þonskákina
við Browneí
117 leikjum
t gær lauk hinni miklu mara-
þonskák bandarisku stórmeistar-
anna Lombardys og Browne úr 7.
umferð og varð skákin 117 leikir.
Þá loks gaf Browne skákina og
þótti mörgum timi til kominn, þvi
að hann var búinn að þumbast við
með vonlausa stöðu i 20 til 30 leiki.
Sumir vildu halda þvi fram,að
hinum unga Browne hefði þótt
súrt i brotið að tapa fyrir Lom-
bardy, þar sem presturinn hefur
ekki verið talinn i hópi sterkustu
stórmeistara undanfarin ár, þótt
hann hafi átt mjög gott „come
back” I Reykjavikurmótinu og
staðið sig frábærilega vel.
— S.dór
verða þær tefldar i dag. En fyrir
bragðið er staðan nokkuð óljós,
þar til þær hafa verið til lykta
leiddar.
— S.dór.
lafntefli i
biðskák
Larsens
og Miles
Biðskák þeirra Larsens og Mil-
es úr 10. umferð var tefld i gær-
dag og lauk henni með jafntefli og
þótti mönnum Miles verjast vel
og standa sig hetjulega að ná
jafnteflinu. Eins og við sögðum
frá i gær, þá spáði Hort Larsen
sigri, en þar var hann ekki sann-
spár.
— S.dór
Flensa hrjálr
skákmeistarana
Svo virðist, sem lasleiki hafi
stungiö sér niöur meðal skák-
meistaranna á Reykjavikurskák-
mótinu. Eins og sagt var frá i
Þjóöviljanum i gær varð að fresta
skák Helga ólafssonar og Smej-
kals i fyrradag, vegna lasleika
Helga, og i gær var Helgi með
nokkuð háan hita, en tefldi samt
við Margeir, og biðskák þeirra er
jafnteflisleg.
Þá var Polugajevski orðinn ias-
inn i gærkveldi, þótt það kæmi
ekki niður á taflmennsku hans.
Læknir var kallaður til hans i
gærkveldi, en þá kvartaði hann
yfir höfuðverk og slappleika.
—S.dór
Browne, bandariski stórmeistarinn, sem teflir nú á Reykjavlkurskákmótinu þykir einkar skemmtilegur skákmaður fyrir áhorfendur. Þessk skemmtilegu myndasyrpu tók Sigurjón
Jóhannsson af honum eitt kvöldið, þegar Browne brá sér fram I áhorfendasal til að skýra