Þjóðviljinn - 17.02.1978, Page 12

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. febrúar 1*78 Nemendur Nýlistadeildar VUja vekja barnið og sköpunargleðina í fóDd Ekki alls fyrir löngu efndu nemendur i Nýiistadeild i mótun til viöburðar i Galleri Súm, sem þeir nefndu „Opiö hús”. Þangaö voru boöaöir unglingar til þess aö taka þátt I þvi sem fram fór á staönum, en meiningin meö þess- um verknaöi, sem aöstandendur hans U'ta á sem eina ailsherjar „uppákomu” (happening), var fyrst og fremst aö ná sambandi við unglingana, opna fyrir sköp- unargáfu hvers og eins og fá þá til aö vera virkir þátttakendur I list- sköpuninni. Þarna var ýmislegt um aö vera, gefin voru út blöö, leikin tónlist. A einum staö var svokall- aöhljóöhorn, sem haföi aö geyma ýimiss konár hljóöfæri smiöuö af nemendurry sem gestum var frjálst að leika á aö vild. Haldin var hlutavelta meö dálitiö nýstár- legu sniöi þar sem þátttakendum var gert að leita hlutanna á hin- um óliklegustu stööum, jafnvel úti í bæ. Einnig var rekin gjafa- verslun I blómabúöastil þar sem hægt var að kaupa einhverja hluti og láta senda þá til fólks. Þar fyrir utan tóku gestirnir þátt i sköpun listaverka eins og t.d. ver- aldarinnar hér á einni myndinni. Fluttir voru milli fimm og sex gjörningar (performances) og viöburðir (events) á dag. Við lit- um á Súm verknaöinn sem eina allsherjar „uppákomu” (happen- ing), segja nemendur Nýlista- deildar I mótun, þar sem viö leggjum aöaláherslu á þátttöku. Gjörningar eru á margan hátt sambærilegir uppakomuforminu, þó þeir séu oftast ákveðnir fyrir- fram. Listamaöurinn nýtir sér allt hugsanlegt efni og samræmir um leiö allar listgreinar. Súm veislan varö til upp úr miklum umræðum og vangavelt- um um „tjáskipti” og samskipti manna á meöal. Okkur langaöi til aö reyna meö einhverju móti aö vekja upp barnið og sköpunar- gleöina i fólki, sem oft hefur verið bæld meö aldrinum. Og aöalá- stæðan fyrir þvi að við völdum unglinga til þátttöku var sú aö þeir standa mitt á milli þess aö vera börn og fullorönir og þvi má ætla aö grynnra sé á barninu i þeim en eldra fólki. Nýlistadeild i mótun er tiltölu* lega nýtilkomin deild i Myndlista- og handiöaskólanum . Þessi deild byggir að sögn nemenda meira á samvinnu en aörar deildir skól- ans og tengist þeirri hreyfingu sem varð i myndlist upp úr 1960 þar sem myndlistarmenn reyndu að brjóta niður hina hefðbundnu hugsun i myndlist og leituöu sér nýrra tjáningarforma. Hér er veriö aö vinna aö blaðaútgáfunni af fullum krafti. Hver og einn gat skrifaö þaö sem hann vildi I blaöiö og aö meöaltali komu út 10 blöð á dag. Dágóö afköst þaö. (Ljósm: Leifur) IEIR GIPS' un 6WO Eitt af þvi sem þátttakendur höföu möguleika á aö gera var aö skapa nýjan heim i staðinn fyrir gamlan. Þaö þætti nú mörgum vafalaust spennandi verkefni aö fást viö, ef um væri aö ræöa hinn raunverulega heim sem viö lifum i. En þarna var þetta gert meö þvi aö móta aö vild i ýmsis konar efnivið, gips, leir, pappir o.fl. þaö sem hverjum og einum datt ihug og bæta viö gamla heiminn eöa skipta um. (Ljósm: Leifur) Og hér er veriö aö breyta heiminum. Mona Lisa var Hka meö. Einn nemandi Nýlistadeildar málaöi annan eins og hana og stillti henni svo upp meö tilheyrandi landslagi i bak- grunn og ómó-pakka i hendi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.