Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 13
Fimmtugasta og tyrsta stjarnan. Stetán Geir gerði myndina i tilefni fundar til stuðnings Málfrelsissjóði. A efri myndinni: Harald G. Haralds, Steindór Hjör- ieifsson, Guðrún Asmundsdóttir og Sigurður Karls- son. A neðri myndinni Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Asmundsdóttir. Strokkvartettinn Reykjavik Ensemble flytur tvo þætti úr kvartett Mozarts K 475. Háskólabíó klukkan tvö sunnudaginn 19. febrúar A sunnudaginn — ekki á morgun heldur hinn — verður haldin sam- koma til stuðnings Málfreisissjóði. Samkoman verður haldin i Há- skólabiói og hún hefst klukkan tvö siðdegis. A dagskrá eru fjölmörg at- riði og þessi helst: Fimmtugasta og fyrsta stjarnan Kjartan Ragnarsson, leikritahöfundur og leikari, hefur samið sérstak- an þátt til flutnings á samkomunni. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikarar: Arnar Jónsson, Sigurður Skúlason, Margrét Heiga Júhanns- dóttir, Soffia Jakobsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Úr Æskuvinum K, .. \ jlr^y Fluttur verðuíjþáttur úr Æskuvinum Svövu Jakobsdóttur.Leikstjóri er Briet Héðinsdóttir. Leikarar eru: Guðrún Asmundsdóttír, Harald G. Haraldsson, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Gunnarsson. Tónlist StrokkvartettinnReykjavik Ensembleflytur tvo þætti úr kvartett Moz- arts K 475. I strokkvartettinum eru Asdis Þorsteinsdóttir Stross, Mark Reedman, Nina Flyer og Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, sem leiðir kvartettinn. Spilverk þjóðanna kemur fram. Þaö skipa Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ölafsson, Sigurður Bjóia Garöarsson og Válgeir Guðjónsson. Ávörp Thor Vilhjálmsson, formaður Bandalags islenskra listamanna, setur samkomuna með ávarpi. Thor á sæti i stjórn Málfrelsissjóðs. Siguröur A. Magnússon formaður Rithöfundasambands tslands, einn stefndra i meiðyrðamálum Varins Lands flytur ræðu. — Kynnir og stjórnandi samkomunnar er Jón Múli Arnason útvarpsþulur. Fjársöfnun Þar sem samkoman er haldin til stuðnings Málfrelsis- sjóði, fer fram f jársöfnun á fundinum. Nefndin sem undirbýr samkomuna mun leggja sérstaka áherslu á þennan „dagskrárlið", og allir þeir sem samkomuna sækja eru hvattir til að búa sig undir þátttöku í þessum þætti dagskrárinnar. Munið að þetta er síðasta blað fyrir verkfall Geymið þvi auglýsinguna! Spilverk þjóðanna. Fjórir leikarar æfa ruilurnar I Fimmtugustu og fyrstu stjörnunni. Myndin er tekin á sfingu I gær- morgun. Ragnheiður Thor Sigurður A. Sýnið stuðning ykkar við málfrelsi og lýðræði Fjölmennið i Háskólabió

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.