Þjóðviljinn - 16.03.1978, Side 10

Þjóðviljinn - 16.03.1978, Side 10
íslandsmótið í handknattleik: Umsjón: Stefán Kristjánsson „FRAM-JARÐARFOR” í HAFNARFIRÐI Haukar sigruðu Fram 32:18 Hafi eitthvert lið einhvern tima verið tekið i kennslustund i handknattleik þá var það i gær- kvöldi. Þá léku Haukar og Fram og er skemmst frá þvi að segja að leiknum lauk með yfirburða- sigri Hauka 32:18. Haukar voru i essinu sinu i gærkvöldi. Það fengu Framarar svo sannarlega að reyna. Engu likara en um jarðarför væri að ræða. Haukar byrjuðu leikinn með miklum látum og djöful- gangi og eftir að leiknar höfðu verið 8 minútur var staðan 6:1, Haukum i vil. Eftir það fóru Framarar að ranka við og náðu aðminnka muninn niður i 8:7 en eftir það settu Haukarnir á fulla ferð áfram og ekki var að sök- um að spyrja: Staðan i leikhléi var 15:8, Haukum i vil. 1 siðari hálfleik var um enn meiri yfirburði Hauka að ræða. Þeir hreinlega möluðu Framar- ana og ekki var heil brú i leik Fram. Eftir að leiknar höfðu verið 5 minútur af siðari hálfleik var staðan orðin 21:8 og leikn- um var lokið frá bæjardyrum Fram séð. Þar örlaði ekki fyrir baráttu né leikgleði. Þessu var öfugt farið hjá Haukunum. Þar var barist um hvern bolta og ekkert gefið eftir. Leiknum lauk siðan eins og áður sagði með stórsigri Hauka 32:18. Það er greinilegt að lið Hauka er að verða mjög sterkt. 1 liðinu er engin stórstjarna, heldur margir mjög góðir leikmenn og þeir vinna mjög vel saman. Það er fyrst og fremst ástæð- an fyrir velgengni liðsins. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna, þeir léku allir skinandi vel. MÖRK HAUKA: Andrés Kristjánsson og Stefán Jónsson 5 hvor, Elias Jónasson, Þórir Gislason og Sigurður Aðal- steinsson, allir 4 mörk, Ólafur Jóhannesson og Þorgeir Har- aldsson 3 mörk hver, Ingimar Haraldsson 2, og þeir Sigurgeir Marteinsson og Arni Her- mannsson eitt mark hver. Lið Fram var ekki uppá marga fiska að þessu sinni. Lið- ið lék eins og það verst getur, enda árangurinn eftir þvi. MöRK FRAM: Arnar Guð- laugsson og Atli Hilmarsson 3 hvor, Gústaf Björnsson, Jó- hannes Stefánsson, Sigurbergur Sigsteinsson og Pétur Jóhann- esson,allir tvö mörk, og þeir Ragnar Hilmars- son, Birgir Jóhannsson, Jens Jensson og Árni Sverrisson,allir eitt mark. SK. Andrés Kristjánsson átti mikinn þátt I sigri Hauka i leiknum gegn Fram. A meðfylgjandi mynd sést hann skora eitt af fimm mörkum sinum. Körfuknattleikssambandið skuldar Herði 250 þúsund Vegna keppnisferðar til Reykjavíkur. Félagið átti að leika sjö leiki en gat aðeins leikið tvo vegna lélegrar framkomu KKÍ-manna Ekki hefur þeim er þetta ritar orðiö fárætt um peningavanda- mál iþróttahreyfingarinnar 1 landinu. enda ekki ástæða til. Fátt held ég að sé svivirðilegra en þegar févana lið utan af landieru dregin á asnaeyrunum til Reykjavikur til keppni og sið- an þegar liðið kemur til höfuð- borgarinnar veröur ekkert úr fyrirhuguðum leikjum. Skal hér rætt um eitt slikt atriði sem eng- in ástæða er til að fara i grafgöt- ur með Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir Islandsmót I körfuknattleik. Mikill misbrest- ur hefur orðið á niðurröðun leikja i þvi móti. Hér skal tekið litið en jafnframt alvarlegt dæmi um slikt. Eitt þeirra liöa sem leika i yfirstandandi Islandsmóti er lið Haröar frá Patreksfirði. Um siðustu helgi, nánar tiltekiö á föstudag.kom liðið i bæinn meö þrjá flokka þ.e. M.fl. félagsins og 2. fl. kvenna og 3. fl. karla. Allt gekk vel 1 sambandi viö M. flokkinn en aðra sögu er þvi miður að segja um hina flokk- ana. 2. flokkur kvenna: Lið Harðar kom i bæinn og átti samkvæmt leikjabók KKl aðleika þrjá leiki. Fyrsti leikur- inn átti að vera gegn Fram. en þegar til kom var liö Fram búiö að draga sig út úr íslandsmót- inu og þar af leiðandi fór sá leik- ur ekki fram. Nú,en næsti leikur átti að fara fram á sunnudaginn og átti Hörður þá að leika gegn KR. Sömu sögu var að segja um þann leik og leikinn gegn Fram. Lið KR hafði dregið sig úr keppninni og þar af leiðandi fór sá leikur ekki fram. Loks átti liðið að leika gegn IR, og vitiö, menn: Sá leikur fór fram. 3. flokkur karla: Samkvæmt leikjabók KKI átti Hörður að leika þrisvar sinnum gegn Armanni. Það gat ekki staðist.og þvi hafði þjálfari liös'- ins, Sigurður Viggósson, sam- band við formann mótanefndar KKI, Kristin Magnússon, og spurði hann hvernig stæði á að málum væri svo háttað. Sagði hann að um misskilning væri að ræða og að Hörður ætti að leika gegn IR á sunnudaginn 1 stað Armanns. Vitanlega varö sá leikur ekki leikinn, þvi að ekki hafði verið haft samband við IR- inga um þessa ákvörðun. (Ég undirritaður þjálfari 3. flokks 1R talaöi við formann móta- nefndar á laugardag og spurði hann að því hvort rétt væri sem ég hefði frétt frá þeim Patreks- firðingum aö við ættum að leika gegn Heröi. Sagði hann það af og frá. Hörður ætti að leika gegn Armanni.) Það var svo loks á þriðjudags- kvöldiö að Hörður og IR léku og var það fyrir þá miskunn að 1R- ingar lánuðu tíma sinn þann dag ~svo að leikurinn gæti farið fram. Þessi framkvæmd og fram- koma KKI er vægast sagt léleg og skal það nú rökstutt enn bet- ur. Lið Fram og KR höfðu löngu áöur en að umræddri keppnis- helgi kom dregiö sig út úr mót- inu og gátu þeir hjá KKI þvl löngu verið búnir að láta þá 1 Herðivita. Það skal tekið fram hér að samband var haft við Sigurð Viggósson þjálfara á Patreksfirði og honum sagt tveimur dögum áður en aö liðið lagði af stað að Fram heföi dregið sig út úr mótinu og þvi yrði ekki um leik að ræða þar. Ekkert var minnst á KR. Sig- urður Viggósson var búinn að standa i miklum samningavið- ræðum við skólayfirvöld á Patreksfirði til þess að fá kepp- endur liösins lausa úr skólapróf- um og þvi var þessi timi, tveir dagar, of stuttur fyrirvari svo hægt væri að draga allt sem áð- ur var gert til baka. Ekki var þessi framkoma þeirra hjá KKI íullkomnuð enn. Ekki nóg komið. Þegar þeir komu til Reykjavikur fól Kristinn Magnússon formaður mótanefndar KKI Sigurði Viggóssyni að útvega dómara og annað starfsfólk á leiki þá er Hörður átti að spila. Er það örugglega einsdæmi að lið sem kemur langt að utan af landi sé látið útvega dómara og starfs- fólk á sina leiki i Reykjavik. Formáður mótanefndar fann enga köllun hjá sjálfum sér til að kippa þessum málum i lag fyrst þau voru ekki i lagi á ann- að borð. Þetta er afarléleg framkoma, vægt til orða tekið. Þá er eftir að taka fyrir alvar- legustu hlið málsins, en það er peningahliðin. Þaðer ljóst að lið Harðar tapar á þessari bless- aðri ferð til Reykjavikur um það bil 250 þúsundum króna. Já, 250 þúsund til svo að segja einskis. Það er augljóst og það sér hver heilvita maður, nema þeir sem ráða gangi mála hjá KKl, að ’ þetta eru miklir peningar. Það er ekki von að þeir geri sér grein fyrir þvi, að lið eins og Hörður eigi akkúrat enga peninga, þvi þeir vaða sinar miljónaskuldir upp að hnjám á hverjum degi. Það siðasta sem gerðist var það að Sigurður Viggósson hefur krafist þess að þeir hjá KKI endurgreiði Herði allan kostnað I sambandi viö um- rædda keppnisferð til Reykja- vikur. Þaðer lágmarkskrafa og verður gaman að fylgjast meö þvi hvernig KKl bregst við þeirri réttlátu kröfu. SK.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.