Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Sú var tídin að%íu menn áttu ad stytta nóttina samkvæmt borösálmi Jónasar, en nú eiga þrettán þingkjörnir menn að hitta vænlegt ráð til að hressa upp á málfar landsmanna.... Stefán Karisson, handrita- fræöingur Þingid og tungan Þingsályktunar- tillaga Fimm þingmenn úr öllum flokkum hafa nýlega flutt þings- ályktunartillögu á alþingi um islenskukennslu i fjölmiölum. Með þeim tillöguflutningi hafa þeir sýnt að þeim er annt um fleiri þætti islensks máls en setuna sálugu, og það er vel. Tillagan er stutt og gagnorð og hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að sjá svo um að sjónvarp og útvarp annist kennslu og fræöslu i öllum greinum móðurmálsins. Þrettán manna ráö, kosið hlutfallskosningu á Alþingi, skal hafa með höndum stjórn þeirra mála. 1 greinargerð með tillögunni er á það bent með réttu að is- lensk tunga eigi nú i vök að verjast og það eigi sérstaklega við um talað mál, framburð og framsögn. Vikið er að meðferð tungunnar i rikisútvarpinu, sem er talið vera óbóta vant, og ekki virðist flutningsmönnum vera lögð sérstök rækt viö orðfæri eða framburð þeirra sem við sjónvarp starfa. Módurmáliö og ríkisfjölmiðlarnir Vikjum fyrst að^ orðfæri i þessum fjölmiðlum. Vissulega hafa bögubósar komist inn á gafl hjá þeim — og kannski ekki sist sjónvarpinu, en t.a.m. þýðingar hafa þar oftast nær verið skikkanlegar eða góðar, og sama máli gegnir yfirleitt um orðfæri frétta, enda mun Emil Björnsson fréttastjóri, sem er málhagur maöur, að öll- um jafnaði lesa þær yfir og lag- færa ef þörf gerist. Hjá hljóð- varpinu hefur málfróður maður verið til leiðbeiningar um málfar frétta öðru hvoru um árabil. Hins vegar mega framburður og lestrarlag muna sinn fifil fegri i hljóðvarpi, og i sjónvarpi mun þessu hvorutveggja hafa verið ábótavant frá upphafi. Margir hlustendur hafa haft af þessu megna skapraun, og islenskufræðingum, sem yfir- leitt eru hógværir menn, hefur jafnvel blöskrað svo aö Félag islenskra fræða sendi frá sér opinbera gagnrýni á framburði og lestrarlagi i rikisfjölmiðlun- um siöastliöið haust. Háskaleg- ast er þó að slæmur flutningur i útvarpi hlýtur að valda mál- spjöllum um land allt og sam- rýmist ekki útvarpslögum, sem kveða á um að rikisútvarpiö skuli ,,efla islenska tungu”. Nú er þaö að sjálfsögðu svo, að ef framburði og framsögn hrakar með þjóðinni, eins og látið er að liggja i greinargerö með áðurnefndri þingsálykt- unartillögu, er fjarska hætt við að afturfarar á þvi sviði verði vart i útvarpi. Ég átti þess einu sinni kost að hlusta á upptökur með nokkrum hópi fólks sem hafði sótt um þularstarf hjá út- varpinu, og þar var ekki feitan gölt aö flá. Ég veit þess vegna að þaö er ekki hlaupið að þvi að fá góöa lesara sem vilja gefa sig að þularstörfum, en þeim mun þyngri skylda hvilir á heröum forráðamanna útvarpsins að leita vel fyrir sér og sjá þulum fyrir gagnrýni og tilsögn áður en þeir hef ja störf og ekki síöur i starfi. Mér er minnisstætt aö blaðamaður spurði sjónvarps- þul hvernig hefði veriö háttaö undirbúningi þula sem höfðu nýlega hafið starf. „Við reynd- um að segja hver annarri til”, sagði stúlkan. Slikt getur svo sem verið gott og blessað, en ekki lýsti þessi aðferð miklum áhyggjum eöa ábyrgðartilfinn- ingu af hálfu sjónvarpsins. Til samanburöar má nefna aö hjá danska rikisútvarpinu eru nýir þulir settir á strangt undirbún- ingsnámskeið, og að þvi er ég best veit er þar settur sérstakur maður til að husta reglulega á hvern nýjan þul sem er tekinn til starfa og benda honum á og leitast við aö lagfæra þaö sem miður fer. Sumir bestu lesarar rikisút- varpsins eru komnir i svo háar stöður að þvi miður heyrist sjaldan i þeim. Aðrir eru orðnir svo langþreyttir á lestrinum aö stundum mætti ætla að þeir væru að leggja upp laupana i miðri setningu, en þá er harkað af sér og brunað út að næsta punkti. Við búum við vont emb- ættiskerfi meðan það er ekki sjálfsagður hlutur að þeir skipti um störf öðru hvoru þeir Jón Múli, Andrés Björnsson og Hjörtur Pálsson. Nú eru líka tíu rnenn Sú var tiðin að niu menn áttu að stytta nóttina samkvæmt borðsálmi Jónasar, en nú eiga þrettán þingkjörnir menn að hitta vænlegt ráð til að hressa upp á málfar landsmanna samkvæmt þingsályktunartil- lögu Sverris Hermannssonar og þeirra félaga. Ekki liggja kostir þess að alþingi kysi slikt ráð i augum uppi, en auk þess fæ ég ekki betur séð en framkvæmd þessarar hugmyndar bryti i bága við útvarpslög, sem segja að rikisútvarpið sé sjálfstæð stofnun og að útvarpsráö taki ákvarðanir um hversu útvarðs- efni skuli hagað i höfuðdráttum og leggi fullnaöarsamþykkt á dagskrá. Þessi útvarpslög voru samþykkt á alþingi fyrir sjö ár- um að frumkvæði þáverandi menntamálaráðherra, sem nú er einn af flutningmönnum fyrrnefndrar þingsályktunartil- lögu. Auðvitað má breyta útvarps- lögum eins og öörum lögum, en aö minum dómi væri farið út á varhugaverða braut ef ráðherra færi að fyrirskipa ákveðna dagskrárliði i útvarpi og alþingi að kjósa þeim sérstaka stjórn. Ég ætla þvi að leyfa mér aö stinga upp á annarri framkvæmdaraöferð: Efnt verði til opinnar ráð- stefnu áhugamanna um móður- málskennslu i útvarpi, þar sem hugmyndir urðu reifaðar og ræddar. Ráðstefnan kjósi nefnd til þess að vinna úr hugmyndun- um og koma þeim á framfæri við útvarpsráð, sem yrði að taka afstöðu til þeirra. Eðlilegt væri að útvarpsráð fæli nefndarmönnum umsjón með nýjum móðurmálsþáttum sem upp yrðu teknir,, ef þeir vildu taka slikt að sér.” Æskilegt væri að umsjónarmenn héldu opna fundi öðru hvoru til þess að hlusta eftir viðbrögöum við þáttunum og nýjum hugmynd- um. Vera má að þingmönnum fimm þætti hlutur alþingis verða litill við þessa framkvæmd mála. Ég skal þvi drepa á fáein önnur efni sem varða íslenska málrækt og alþingi hefur eða getur haft áhrif á. Móðurmálskennsla i grunnskóla A undanförnum árum hafa ýmsar aðrar greinar þrengt að m ó ð u r m á 1 s k e n n s 1 u á grunnskólastigi. T.d. má nefna að kennsla i dönsku og ensku hefst nú nokkrum árum fyrr en var til skamms tima. Þetta kann að hafa einhverja kosti fyrir nám i erlendum málum, en eitt er nauðsynlegt — i þessu tilviki móöurmáliö, þvi aö án traustrar kunnáttu i þvi verður flest annað i molum. Ég er ekki nógu kunnugur móðurmálskennslu i grunnskól- um til þess að geta rætt um hana i einstökum atriðum, en grun hef ég um að lestrarkennslu sé ábótavant, þ.e.a.s. að staðnæmst sé við það markmið að gera nemendur stautfæra, en siðan sé einkanlega prófaö i lestri, en tilsögn i góðum lestri og frjálslegri framsögn vanrækt. Þeirri skoðun heyrist stund- um fleygt að undanfari átaks i framburðarmálum þurfi að vera ákvörðun samræmds framburðar. Þetta er mikill misskilningur, þvi að framburður getur verið skýr og eðlilegur á hvaða mállýsku islenskri sem er. Hljóðfræðiþekking Traustar ranhsóknir á hljóð- fræði islenskrar tungu yröu allri tilsögn um framburð til ómetan- legs stuðnings, en litlu er þvi miöur fyrir að fara i þessum efnum. Auðvitað fá móðurmáls kennarar fræöslu i nokkrum frumatriöum islenskrar hljóð- fræði, og sumir hafa aukiö við þekkingu sina með sjálfsnámi. Hins vegar hefur aldrei verið til hér á landi sérstök kennara- staöa i hljóðfræði, og þeir fáu Islendingar sem hafa sérmennt- ast i hljóðfræði hafa ekki verið kvaddir til starfa hér. Einn var um langan aldur prófessor i Bandarikjunum og er nú látinn, annar i Austur-Þýskalandi og er kominn á eftirlaun, og sá þriðji, sem er á besta aldri, hefur heldur ekki fengið starf á sinu svði á Islandi en orðið að ráöa sig til rannsóknarstarfa erlendis. Vegna skorts á rannsóknum vitum við i rauninni mjög litið um hvaða breytingum islenskur framburður er að taka. Við heyrum að hann breytist, og talandi margra er orðinn okkur óskýr og annarlegur, en við greinum ekki til neinnar hlitar hvað er að. Þekkingar er þörf til viðnáms og viðreisnar. Menntum islenskukennara Fyrir alþingi liggur nú frumvarp um embættisgengi kennara. Samkvæmt þvi á að gera menntunarkröfur til kenn- ara i framhaldsskólum, sem eru piun minni en þær kröfur eru sem stór hópur islenskukennara á framhaldsskólastigi uppfyllir nú, og i frumvarpinu er ekki einu sinni gert ráð fyrir þvi að umsækjendur sem hafa meiri menntun er áskilin er i lágmarkskröfum hafi forgengi til starfa. Samþykkt þessa frumvarps óbreytts hefði þvi óhjákvæmilega I för með sér minni menntun islenskukenn- ara i framhaldsskólum þegar fram liða stundir. íslensk málnefnd A öllum Noröurlöndum eru starfandi málnefndir, sem hafa m.a. það hlutverk að gefa út nýyrðasöfn og vera til leiðbein- ingar um málfar. Hér á landi varð slik nefnd til fyrir einum fimmtán árum, en fjárveitifgar til hennar hafa alla tið verið skornar við nögl, og á siðustu árum hefur keyrt um þverbak i þeim efnum. Nefndin hefur gegnt þeirri skyldu sinni að eiga samstarf við aðrar norrænar málnefndir, en hefur a.m.k. upp á siðkastið ekki haft neinar að- stæður til þess að sinna ætlunar- verki sinu á öðrum sviðum, enda hafa fjárveitingar alþingis til nefndarinnar farið siminnk- andi að raungildi. Arið 1969 nam fjárveiting 148 þús. krónum, ár- in 1972—77 var hún óbreytt að krónutölu, 182 þús. kr. á hverju ári, en er 250 þús. kr. 1978. Fyrir tveim árum var gerö eftirfarandi samþykkt i Félagi islenskra fræða: Aöalfundur Félags islenskra fræða, haldinn 6. april 1976, skorar á menntamálaráð- herra að gera gangskör að þvi að efla starf islenskrar málnefndar með þvi að endurskoða reglugerð um hana og afla henni þess fjár sem geri henni kleift aö gegna nauösynlegu þjónustustarfi við málnotendur, m.a. með þvi að hafa fastan starfsmann á launum og gefa út rit, t.a.m. eina örk ársfjórðungslega. Jafnframt býöst félagið til aö sjá til þess aö félagsmenn leggi fram efni i hvert hefti sliks rits endurgjaldslaust. Þessu tilboði félagsins hefur ráðuneytið ekki svarað, og það liggur i augum uppi að sú hækk- un á fjárveitingu til mál- nefndar, sem varð i vetur, nem- ur ekki nema broti af þeirri rýrnun sem hefur orðið á fjár- veitingum til nefndarinnar siðasta áratug og gerir nefndina engu færari en fyrr til þess að sinna þeim verkefnum sem vik- ið var að i áskorun Félags islenskra fræða. Ef alþingi gerði Islenskri málnefnd kleift áð gegna ætl- unarverki sinu,væritil stofnun i þjóðfélaginu, sem gæti verið fjölmiðlum, félögum, stofnun- um og einstaklingum til ráðgjafar um nýyrði, nöfn og hvers kyns málfarsefni. M.a. gæti hún verið rikisfjölmiðlum til halds og trausts i daglegum vanda og varðandi fræðslu hlustenda, Stefán Karlsson. Þrítugasta og Annað kvöld miðvikudaginn 22. mars kl. 21:00, opnar Steingrimur Sigurðsson, listmálari, mál- verkasýningu i Eden I Hvera- gerði. Sýningin stendur í tiu daga, eða til 2. april, og verður opin daglega kl. 9:00 f.h. til kl. 23:30. A sýningunni, sem er 34. sýning Steingrims, heima og heiman, eru 40 myndir, að mestum hluta til vatnslitamyndir (aðuarelles), og eru þær allar til sölu, nema tvær eða þrjár, þar á meðal „portrait” af „Ljóni norðursins”, sem ljónið sjálft metur á a.m.k. 900.000 krónur. Margar myndanna á þessari sýningu eru frá sjávarþorpunum við suðurströnd landsins, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn. fjórða sýning Steingríms Einnig er á sýningunni mynda- syrpa frá Þingvöllum og sitthvað fleira. Þarna er t.d. mynd, sem Steingrimur nefnir „Bátar viö suðurströndina” (vetrarvertið i Þorlákshöfn). „Vetur á Stokkseyri” nefnist önnur mynd,og einnig eru myndir frá ósköpunum, sem gengu þar yfir ekki alls fyrir löngu, m.a. mynd, sem ber heitið „Eftir óveðrið á Stokkseyri”. Þeir staðir, sem myndirnar á þessari sýningu eru aðallega frá, hafa lengi verið mér ákaflega hugstæðir, enda hef ég lengi búið á þessum slóðum, sagði Steingrimur, þegar blaðamaður Þjóöviljans ræddi stuttlega við hann um sýninguna. Eins og áður segir er þetta 34. sýning Steingrims, en hann hélt sina fyrstu sýningu i Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1966. Þetta er fimmta sýning hans i Eden, og Bragi I Eden segir að ég komi eins og krian, sagði Steingrimur. Þessi sýning hefur aö minni Framhald á 14. siðu Steingrimur Sigurðsson með nýja mynd af Leó Arnasyni frá Vikum á Skaga, sem hann nefnir LJÓN NORÐURSINS — karaktersportrett af artista. Ilún er römmuð I gylltan ramma með rauðu og svörtu flaueli af Rammaiðjunni, einni fornemustu innrömmun borgarinnar, að sögn Steingríms.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.