Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 9
ÞriOjudagur 21. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 af erlendum yettvangi Lélegir samningar Kommúníski vinstriílokkurinn í sókn Lundi 16/3 frá Gisla Gunnars- syni: Rammasamningurinn, sem sænska alþýðusambandiö (LO) og samband skrifstofumanna hjá einkaaðilum (BTU) hafa gert við samband atvinnurekenda, þykir litill sigur fyrir verkalýðssamtök- in. Einhver ábót kann þó að nást fyrir launafólk með sérsamning- um, sem aðildarfélögin eiga eftir að gera, og ef verðbólgan fer yfir ákveðið mark, er I samningnum gert ráð fyrir sérstakri launa- hækkun. Verkalýössamtökin kröfðust verðstöðvunar, en Gösta Bohman, leiðtogi Hófsama sam- einingarflokksins (hægriflokks- ins), sagði aö engin veröstöðvun kæmi til greina. En siöan hefur komið i ljós aö Bohman, sem er efnahagsmálaráðherra, talaði hér ekki fyrir hönd stjórnarinnar. Stjórnin hefur aö minnsta kosti lofað að greiöa niður ýmsan nauðsynjavarning, til þess að draga úr þeim áföllum, sem almenningur veröur fyrir af völd- um verðbólgunnar. Fimmta sumarleyfisvikan Þá er þaö bót i máli aö lægst- launuðu hóparnir fá meiri hækk- un en aðrir. — Ýmsar ástæður geta legið til þess, aö verkalýðs- samtökin sættu sig við ekki betri samninga en þetta. Þar á meöal má nefna, að almennt er viður- kennt að gróði sænskra fyrirtækja sé nú minni en oft hefur veriö áð- ur. Atvinnurekendur voru mjög harðir i upphafi og neituðu öllum tilslökunum, og verkalýðsforust- an mun hafa óttast að ef hún héldi kröfum sinum til streitu, hefði það i för með sér að algerlega slitnaöi upp úr samningaviöræð- um. Enn má nefna atriði, sem sennilega hefur ráöið miklu um heldur deiga afstööu verkalýðs- forustunnar. 1 ár verður innleidd 1 Sviþjóð fimmta sumarleyfisvik- an, þannig að sumarleyfi lengjast úr fjórum vikum i fimm. Atvinnu- rekendur eiga að borga þessa fimmtu viku, en kröfðust nú að henni yrði sleppt vegna slæms efnahagsástands. Verkalýðs- forustan hefur trúlega orðiö þetta eftirgefanleg til þess að fá atvinnurekendur til að falla frá þeirri kröfu. Um þessa fimmtu viku var þó búiö aö semja fyrir löngu. Per Ahlmark: Þoldi ekki press- una á stiórnmálatoppinum. Lars Werner — klofningur moskvusinna virðist hafa oröið flokki hans til framdráttar frem- ur en hitt. Hækkunin, sem alþýðusam- bandið náði meö rammasamn- ingnum, er 1.9%, og þar við bætist fimmta vikan. Þetta nær þó alls ekki verðbólgunni á siöastliðnu ári. Fylgið sigur til vinstri Niðurstöður siðustu skoðana- Gösta Bohmann: Vinsæll meöal hægri manna. kannana um fylgi stjórnmála- flokkanna benda til þess að straumurinn liggi heldur til vinstri. Niðurstöðurnar bentu til þess að 47.5% kjósenda væru nú á bandi sósialdemókrata. Samkvæmt þessu hefur fylgi þeirra rýrnað um hálft prósent frá næstu könnun á undan, en á hinn bóginn lýstu 5.5% aðspurðra nú yfir fylgi við Kommúniska vinstriflokkinn, sem er hálfs ann- ars prósents hækkún frá þvi sið- ast. Borgaralegu flokkarnir, sem nú fara með rikisstjórn, komu út úr siöustu könnun með samtals 45%. Þar af var Miðflokkurinn, sem hefur stjórnarforustuna á hendi, með 19%, sem er það minnsta sem hann hefur haft, samkvæmt niöurstöðum skoð- anakannana, frá siðustu kosning- um. Hægriflokkurinn fékk 15.5% og Þjóðarflokkurinn 10.5%. 2% dreifðust á smáflokka, kristileg- an flokk, moskvusinnaða kommúnista og maóista. Sovétsinnum hefur mis- tekist Ef marka má skoðanakannan- ir, hefur moskvukommúnistum, sem fyrir skömmu klufu sig út úr Kommúniska vinstriflokknum og stofnuðu svonefndan Kommúniskan verkamanna- flokk, mistekist að ná til sin umtalsverðu fylgi. Er þetta Kommúniska vinstriflokknum mikill léttir. Forustumenn þess flokks voru fyrst eftir klofninginn á nálum um að hinum nýja flokki tækist að ná til sin verulegum hluta fylgis Kommúniska vinstri- flokksins, svo að fyrst i staö þorðu þeir varla að gagnrýna Sovétrikin einu orði af ótta við að fæla ein- hverja sovétholla fylgismenn sina til klofningsmannanna. En niöur- stöður skoðanakannana hafa gert forustumenn Kommúniska vinstriflokksins hugrakkari. Þannig gagnrýndi Lars Werner, leiötogi flokksins, Sovétmenn ný- lega fyrir að hafa kjarnorku- kafbáta á Eystrasalti. Þótti sú gagnrýni nokkrum tiðindum sæta og fékk mikinn uppslátt i fjölmiðlum. Eina von moskvu- kommúnista virðist sú að þeir geti náð einhverju staðbundnu fylgi I norðurhluta landsins, þar sem þeir eru öflugir frá gamalli tið, en einnig sú von sýnist nú hæpin. Raunir stjórnmálaleiðtoga t stjórnarliðinu hefur þaö gerst aö Per Ahlmark hefur látiö af forustu Þjóöarflokksins, sem er miðjuflokkur af frjálslyndisrót.og við tekið Olof Ullsten. Ekki marka þessi mannaskipti neina stefnubreytingu, og engin ástæða Gísli Gunn- arsson sím- ar frá Lundi er til að efa það, sem Ahlmark hélt fram við afsögn sina, að persónulegar ástæður heföu vald- ið mestu um hana. 1 sambandi við þetta hefur komið nokkuð til umræðu það ómanneskjulega vinnuálag, sem leggst á stjórn- málamenn, og verður þeim mun meira sem þeir eru háttsettari. Þar að auki hefur hræðslan við hryðjuverkamenn, sem nær nú i öllu sinu veldi til Sviþjóðar, gert að verkum að þessir menn njóta varla nokkurs einkalifs lengur. Þeir eru með lifverði með sér hjá sér, hvert sem þeir fara og hvar sem þeir eru. Þetta er raunar ný saga fyrir sænska stjórnmála- menn. Fyrir nokkrum árum gat hver sem var næstum labbaö aö ráðherrunum og gefið sig á tal við þá, en nú eru þeir alltaf i einskon- ar einangrunarvaröhaldi lifvarða sinna. Ahlmark mun einfaldlega ekki hafa þolað þessa pressu, og lá vist fáir honum það. Meira en lítiö aö í þjóöarbúskapnum A sama tima og fregnir berast hingaö um sérstaklega góða af- komu keppinauta okkar á sviði frosinna fiskafurða á s.l. ári, þá hefur þjóöhagsstofnun gefiö út þann boöskap aö islenski frysti- iðnaöurinn sem heidl hafi verið rekinn meö sérstaklega miklu tapi á s.l. ári. Þó er vitað, og það ættu hagfræðingar þjóðhags- stofnunar aö vita lika, að ýms hraðfrystihús hafa sýnt hagstæða afkomu á s.l. ári. En nú er einmitt siðasta gengislækkun sögð gjörð til þess að rétta við þennan mikla hallarekstur og neyðarráðstafan- ir rikisvaldsins sem felast I lög- bundinni kaupiækkun allra laun- þega i landinu eru sagöar gjörðar i sama tilgangi. Þegar ráðist er fyrst á kaupgjaldiö og það er tal- inn aðalskaövaldurinn gagnvart islenskri útfiutningsframleiöslu þá mætti halda að islenskur fisk- iðnaður hefði að undanförnu búið við hærra kaupgjald heldur en keppinautar okkar a mörkuðun- um búa við. En er þessu þannig varið? Nei þvi fer viðs fjarri. Það er sama hvert litið er, keppinaut- ar okkar hafa orðiö að greiða starfsfólki sinu mikið hærra kaupgjald heldur en islenskir framleiðendur hafa þurft aö gera og svo er enn i dag. Hafa þá islenskir framleiöendur þurft að greiða hærra hráefnisverð heldur en t.d. danir, færeyingar, og norö- menn, sem selja á sömu mörkuð- um og viö? Nei á þvi sviði veröur I sama svarið, keppinautarnir hafa einnig búiö við hærra hráefnis- verð. Þegar menn hér á Islandi tala um norðmenn i þessu sam- bandi þá er algengt að sagt sé við getum ekki borið okkur saman við norömenn, þar sem rikisvald- iö greiðir uppbætur á fiskverð. En skoðum nú þetta dálitið betur. Sannleikurinn er nefnilega sá að norsk hraðfreystihús hafa frá upphafi vega aldrei fengið eyris- styrk til framleiöslu sinnar frá norska rikinu, en það hafa bæði útvegsmenn og sjómenn fengið þar i landi á undanförnum árum. En þrátt fyrir þessar opinberu uppbætur frá rikinu á norskt nýfiskverö til útvegsmanna og sjómanna, þá hefur norskur hraö- frystiiðnaður orðið að greiöa frá sjálfum sér hærra hráefnisverð heldur en islenskur hraðfrystiiðn- aður á undanförnum árum, um þetta getur hver og einn sann- færst sem leitar sér upplýsinga um þetta. Þaö er þvi alveg útilok- að að þarna liggi hundurinn graf- inn, það veröur að leita hans ann- arsstaðar. Og þaö þarf heldur ekki lengi að leita til aö finna þýð- ingarmikla útgjaldapósta sem eru mikiö hægstæðari fyrir norsku hraðfrystihúsin heldur en þau islensku og ber þá fyrst að nefna vexti af rekstrarlánum fyr- irtækjanna svo og rafmagnið og fl. Svo er eitt þýöingarmikiö atriöi sem aldrei verður ofmetið i þessu sambandi og það er að norski frystiiðnaöurinn hefur búið um langan aldur við stöðugt gengi norskrar krónu og stjórn- endur frystiiönaöarins þar i landi þvi alveg óhikaö lagt rekstrar- hagnað sinn hverju sinni inn á banka og geymt hann þar, sér til tryggingar. Hér hinsvegar vita atvinnurekendur að sé ekki rekstrarhagnaöi sem verður i fyrirtækjum strax komið fyrir i Jóhann J.E. Kúld fiskimé/ varanlegu verðmæti svo sem hús- um, eöa öðrum fasteignum, eða vélum sem hækka i verði, þá brennur þessi hagnaður upp á báli veröbólgu á mjög skömmum tima, sé hann ekki beinlinis gerð- ur verðlaus meö skipulögðum gengisfellingum. Með slikri opin- berri stefnu i peningamálum þá getur enginn þjóðarbúskapur þrifist svo i lagi sé, til lengdar. Um þetta ber gleggst vitni, okkar hraðfrystiiðnaður annarsvegar svo frystiiðnaöur nágrannaþjóð- anna hinsvegar s'em búið hafa við mikið stöðugra verðlag. Ég hef áður bent á það, að tsland er eina landiö i Vestur Evrópu það sem verkafólk sem vinnur viö útflutn- ingsatvinnuvegi getur enganveg- inn lifað af átta stunda vinnudegi. Á meðan svo er, þá hljóta allir að sjá þvilik fjarstæða það er að ráð- ast með löggjöf á kaup þessa fólks til lækkunar. Meö slikri aðför er beinlinis verið að vega að grund- vallarreglum lýöræöis i hinu borgaralega þjóðfélagi, þar sem frjáls samningsréttur einstakl- inga og félagasamtaka eru þýö- ingarmestu hornsteinarnir. A meðan okkar þýðingarmestu út- flutningsatvinnuvegir svo sem hraðfrystiiðnaðurinn, búa ekki við hærra kaupgjald né hráefnis- verð heldur en keppinautar nágrannalandann greiða, þá er ekki þar að leita orsakanna til erfiðleika sem upp koma hér i rekstri sumra fyrirtækja i út- flutningi. Þetta er svo augljóst mál aö hvert barn með meðal greindarvisitölu i grunnskóla á að geta skilið þaö. En á meðan vis- vitandi er gengið framhjá þeim raunverulegu orsökum sem þessu valda, sem eru ýmsar, svo sem lélegur rekstur einstaklinga sem farnir eru aö treysta á opinbera hjálp ef á bjátar, röng fyrir- greiðsla i bankakerfinu, þar sem þeir einstaklingar sem vel reka sin fyrirtæki, eru settir á sama bekk meö fyrirgreiöslu og skuss- arnir, eða eru jafnvel látnir gjalda þess I lánum, I staö auk- innar fyrirgreiðslu. Þá er stefna Seðlabankans I vaxtamálum röng, þar sem hún tryggir spari- fjáreigendum ekki raungildi þeirra peninga sem inn eru lagð- ir, og dregur þannig úr innlánum. En á sama tima verða útláns- vextir rekstrarlána i engu sam- ræmi við vexti sem keppinautar okkar greiða i næstu löndum af rekstrarlánum sinum i útflutn- ingsframleiðslunni, eins og t.d. hraðfrystiiðnaði. Það má vel vera að slik vaxtastefna og hér er notiö þyki góð og gild hagfræöi i þróuð- um iðnaðarlöndum sem byggja á málmiðnaöi að stórum hluta, til að draga úr framleiðslu þegar markaðir þrengjast. En á lslandi þar sem allt byggist á sem mestri frramleiðslu sjávarafuröa og markaði vantar ekki, þá eiga vextir sem notaðir eru i þróuðum iðnaöarlöndum til að auka sam- drátt I framleiðslunni ekki við.En allt á þetta sér eina rót, ranga opinbera stefnu rikisvaldsins I peninga og efnahagsmálum. An gjörbreyttrar stefnu I þessum málum, þar sem fullt tillit er tek- ið til hagsmuna hins almenna borgara, i stað fámennrar braskarastéttar sem fitnað hefur á veröbólgu og gengisfellingum á undanförnum árum, er ekki bjart framundan. Hér þurfa að koma til ^örjúfandi samtök þess fólks semekki vill una þessu lengur, en slik samtök eru lika fær um að breyta stefnunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.