Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mars 1978 Úr einni kennslustofu í564fermetra hásnæði Rætt við Harald Guðnason bókavörð Bókasafn Vestmannaeyja flutti nýlega i nýtt og glæsilegt húsnæði. Nýja safnahúsið, sem einnig mun hýsa byggðasafnið og. skjalasafn bæjarins, stendur efst I Stakkagerðistúninu, við hliö gamla sjúkrahússins, sem ns er oröið ráðhús. Blaðamaöur skyggndist um gáttir bókasafns- ins og ræddi við Harald Guðnason bókavörð. Haraldur er margfróð- ur og kunnur af skeleggum blaða- skrifum og útvarpserindum. Haraldur Guðnason: „Maður bara rambaði svona á þetta af vana”. ur átti. Þar var safniö fram að gosi, og það var erfitt að reka safnið i svo þröngum húsakynn- um. Þegar ég byrjaði taldi safnið tæp 3000 bindi, en óx svo smátt og Góðar heimtur úr gosinu — Hvað eru mörg bindi i safninu núna? — Það eruskráð 24.500 bindi nú, og er það allt frá þeim tima eftir að ég byrjaði. Við töpuðum um 1500 bindum i gosinu. Það voru bækur sem voru i láni og fóru á flæking eða undir hraun. Um 4000 bindi voru i láni þegar gaus svo að þetta mega heita góðar heimtur. — Var bókavarðarstarfið þitt aöalstarf frá upphafi? — Nei þetta var ekki mitt aðal- starf fyrstu árin . Ég vann lika hjá Einari rika i fiskvinnu og byggingavinnu, ásamt því að hafa umsjón með bókasafni hans. — Hvað varð um bókasafnið i gosinu? — Starfsemin lagðist náttúrulega niður. Égfór þá strax i að pakka niður þvi dýrmæt- astaúr safninu og fór með það til Reykjavíkur. Þar fékk ég bæk urnar geymdar i leiguhúsnæð. Landsbókasafnsins og þjóð- skjalasafnsins og þar voru þær i geymslu fram á haust. Þeir Aðsóknin fer mjög eftir veðri, sagði Haraldur. Þegar blaðamaður kom þar var bllðskaparveður og fáir á ferli. Fyrsta daginn sem opnað var f nýja safninu voru lánuð út 1000 bindi. — Ert þú innfæddur Vestmannaeyingur, Haraldur? — Nei ég er Rangæingur, þeir fluttu margirhingað til Eyja áður fyrr. Ég flutti hingað 1940, en hafði áður verið hér nokkuð lengi á vertíð. Bókavörður hjá Einari rika — Hvenær gerðist þú svo bókavörður? — Haustið 1949 tók ég við starfi bókavarðar. Ég ætlaði reyndar aldrei að sækja um starfið, en kunningi minn i bæjarstjórn hvatti mig til þess og það varð til þess, að ég er nú búinn að vera i þessu i 28 ár. Áður hafði ég verið við bókasafn Einars Sigurðssonar, en hann tók upp þá nýbreytni að koma upp bókasafni, þar sem starfsfólk Hraðfrystistöðvarinnar gat feng- ið lánaðar bækur. Safn Einars „rika” var á þeim tima stærra en bæjarbókasafnið og eftir þvi sem ég best veit er hann eini einkaatvinnurekandinn sem hef- ur haft slika starfsemi. Þetta bókasafn var við lýði ein 8 eöa 9 ár. Bókasafnið stofnað 1862 — Hvenær var Bókasafn Vestmannaeyja stofnað? — Bókasafnið var stofnað árið 1862. Forgöngu um stofnun þess hafði Bjarni E. Magnússon sýslu- maður. Hann ólst upp i Flatey og Skáleyjum i Breiðafirði, undir handarjaðri forvigismanna fyrstu lestrarfélaganna á Islandi og vissi þvi manna best, hverja þýðingu góður bókakostur hafði fyrir fátækt fólk I einangraöri byggð. Bjarni fékk til liðs við sig sr. Brynjólf Jónsson og Jóhann Pétur Bryde kaupmann, sem lagði fram mest fé til stofiiunar safnsins, 20 rikisdali, sem var mikið fé á þeim tima. Bjarni sýslumaður var mikill félags- málafrömuöur. Hann stofnaði þetta sama ár, 1862, Bátaábyrgðafélag Vestmanna- eyja og hér frammi i safninu erum við með mynd af Bjarna og fatakistu hans, sem Bátaábyrgðarfélagið gaf safninu við vigslu nýja hússins. Á 20 stöðum — Hefur ekki oft verið þröngt um bókasafniö? — Jú, mikil ósköp. Safnið er búið að vera á 20 stöðum, aö öllu leyti eða að hluta til. Safnið var lengi I tveim stofum i „Kuða”, húsi við Formannabraut 4 sem Tómas M. Guöjónsson kaupmað- Texti og myndir: eös Bókasafniðnýja er bjart og rúmgott, búið finnskum húsgögnum og færanlegum hillum af danskri gerð. Heildargólfflötur safnsins er 564 fermetrar. — Nú lætur þú af bóka- varðarstarfinu i sumar. Er þér ekkertsártum að hætta nú, þegar safnið er komið i þcssi glæsilegu húsakynni? — Nei, ég sé ekki eftir að hætta. Ég er búinn að vera svo lengi i þessu og ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að ungir menn taki við. Fjölbreytt starf og líf- rænt — Hvernig hefur þér likað starfið? — Mér hefur líkað starfið að mörgu leyti vel. Maður hefur náttúrulega verið óánægður með aðstöðuna og fundist illa rekin tryppin hjá ráðamönnum, að það slQfldi ekki vera fyrr, sem eitt- hvaðvar gert i málum bókasafns- ins. Égvareinn i þessu lengst af, en nú á siðustu árum hefur verið bætt við starfsfólki. En þetta er fjölbreytt starf og lifrænt maður hefur samband við fjölda fólks. Envondhúsakynnihafa háð safn- inu ansi mikið. Það var eiginlega ekki hægt að skipuleggja þetta eins og safn átti að vera, maður bara rambaði svona á þetta af vana. Þessi unga stúlka var niöursokkin I lesturinn. smátt. Við fluttum upp á loftið 1 Kuða 1956 ogfengum þá viöbótar- pláss. En það var svo þröngt niðri, að ég setti hillur i gluggana til að nýta plássiö. Safnið óx að jafnaöi um 1000 bindi á ári og þá koma að þvi að við urðum aö fá geymsluherbergi úti i bæ. Finnbogi Guðmundsson og Bjarni Vilhjálmsson voru mjög hjálp- legir og vildu allt fyrir mig gera. Ég var nú svo bjartsýnn, að ég bjóst ekki við að hrunið færi á húsiö, ensvohorfði ég þaö brenna og hverfa i hraunið. Áður haföi þakiö hrunið undan vikurþungaog þá var farið að bjarga bókunum og voru þær fluttar i gagnfræða- skólann. 1 húsinu höfðu sprungiö leiðslur og flóði allt i vatni. En þetta var tekið i áföngum og sett- ar upp stoðir, þannig að ekkiværi mannhætt að vera þar inni. í barnaskólanum eftr gos — Hvenær hófst starfsemin á nýjan leik? — 1 mai 1973 vorum við í Hafnarfirði, og þá datt mér i hug að fara heim og reyna aö lána köllunum sem voru að vinna hér. Ég fékk pláss i Barnaskólanum og fór svo hingaö i júni og byr jaði að koma þessu í kring. Aðkoman i skólanum varslæm, en unnið var að hreinsun og gekk það bærilega. Ég byr jaði svo 7. júli, en ekki var mikið um útlán fyrsta kastið. Menn unnu ansi lengi og fram á nætur. Ég held þó að 10 manns hafi komið fyrsta daginn. Metútlán ’76 Ég fékk tvær skólastofur undir starfsemina og þetta jókst svo, að árið 1976 voru metútlán 47.500 bindi á ári. Þetta var i einni stofu, þvi við urðum að láta aöra stof- una eftir tvö ár. Þarna var ágætt að vera. Siöan fluttum við hingaö og hér var opnað 2. desember 1977. 600 tonn á þakinu — Tafði gosið ekki byggingu nýja safnahússins? — Jú, nýja safnið var búið að vera lengi á döfinni, en gosið setti strik i reikninginn. Vinna við byggingu hússins hófst i ágúst 1969. Þegar búið var að slá upp fyrir efri hæðinni i april 1972, gerði ofsa rok og allt fauk niður. Þetta varð til þess að verkið stöðvaðist f fleiri mánuði. Þegar gosið hófst var búið að slá upp veggjum annarrar hæðar og und- ir plötuna fyrir þakið. Um 600 tonn af ösku og vikri söfnuðust fyrir á þakinu, og það sýnir aö vandað hefur verið til verksins, að þetta skyldi ekki hrynja undan þunganum. Eins og dagur og nótt — Er ekki mikill niunur að vera kominn i þetta nýja og rúmgóða húsnæði? — Aðstöðumunurinn er eins og dagurog nótt. Bókasafnið hefur til umráða 1. hæðina og kjallarann. 1 kjallaranum verða bókageymsl- ur. Ekki er búið að ganga frá hon- umenn, en þar eru nú einir 300 kassar I geymslu. Þar á lika að vera skjalasafn bæjarins. A annarri hæð hússins verður svo Byggðasafn Vestmannaeyja. og flytur byggðasafniö þangaö mjög bráðlega. _cös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.