Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. aprfl 1978 Tillaga Helga Seljan og Vilborgar Harðardóttur: Fjármagn verði aukið til verkamannabústaða Stofnaöur nýr lánaflokkur til endurbóta á eldri íbúöum lleigi Seljan og Vilborg liaröardóttir hafa lagt fram á Alþingi tillögu um húsnæöismál þar sem skoraö er á rikisstjórn- ina að beita sér fyrir þvi, að við endurskoöun þá, sem nú fer fram á lögum um llúsnæöis- málastofnun rikisins verði ákveöin atriöi sérstaklega tekin til athugunar. Tillögunni fylgir ýtarleg greinargerö sem birt verður siðar, en þau atriði sem lagt er til i tillögunni aö tekin verði til sérstakrar athugunar eru eftirfarandi: „1. Fjármagn til byggingar verkamannabústaöa veröi aukið verulega og sveitar- félögum gert kleift og skylt að byggja verkamanna- bústaði, enda verði hlutdeild rikisins i lánveitingum til þeirra aukin. Jafnframt verði aukin og bætt fyrirgreiðsla til þeirra sveitarfélaga sem byggja leiguibúðir. 2. Lán úr Byggingarsjóði rikis- ins verði hækkuð verulega til þeirra fjölskyldna sem ekki eiga ibúð og ekki hafa átt ibúð á s.l. 5 árum. Verði við það miðað að slik lán nemi allt að 60% af byggingar- kostnaði ibúðar i fjölbýlis- húsi, eins og hann er á hverj- um tima, samkvæmt útreikningum Hagstofu Islands. Lán þessi verði veitt tii Helgi Seljan byggingar eða kaupa á nýj- um ibúðum og einnig til kaupa og endurbóta á eldri ibúðum. 3. Við ákvörðun á lánakjörum hjá Byggingarsjóði rikisins verði við það miðað, að árlegar afborganir, vextir og visitöluálag af lánum sjóðsins til hverrar ibúðar fari aldrei yfir 20% af laun- um fyrir 8 stunda vinnu samkvæmt 2. taxta Dags- brúnar. Vilborg llaröardóttir. 4. Stofnaður verði nýr lána- flokkur til endurbóta á eldri ibúðum. A þann hátt verði dregið úr þörfinni fyrir byggingu nýrra bæjarhverfa og kostnaðarsamra opin- berra mannvirkja til þjón- ustu við ibúa þeirra hverfa. Um framkvæmd slikrar endurbyggingar verði tekin upp samvinna við sveitarfé- lögin um nýtingu á eldri bæjarhverfum og þeim mannvirkjum sem þar eru.” FYRIRSPURN SVÖVU JAKOBSDÓTTUR: Lögfræðiþjónusta fyrir efnalítiö fólk ,,Hvað hefur rikisstjórnin gert til að koma á fót lögfræöiþjónustu fyrir efnalitið fólk i samræmi við þingsályktunartillögu sem visað var til rikisstjórnarinnar meö jákvæðri umsögn 16. mai 1975”. Þannig hljóðar fyrirspurn sem Svava Jakobsdóttir hefur lagt fram á Alþingi og beinir til dóms- málaráöherra. Þingsályktunar- tillaga sem hér er visað til var lögð fram á Alþingi 1975 og voru flutningsmenn hennar Svava Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds. Tillaga þeirra var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dóms- málaráðherra að sjá til þess, að komið verði á fót lögfræði- þjónustu fyrir efnalitið fólk óháðri gjaldskrá Lögmanna- félags Islands.” 1 greinargerö er fylgdi þings- ályktunartillögunni 1975 sagði m.a.: „Það er vitað og viðurkennt að margt efnalitið fólk veigrar sér við að leita lögfræðilegrar að- stoðar er vanda ber að höndum sakir kostnaðarins er þvi fylgir. Er engan veginn verjandi að fólk eigi þess ekki kost að reka réttar sins sakir efnaleysis. Brýnt er þvi að leysa vanda þessa fólks með þvi að koma á fót hið allra fyrsta réttaraðstoð sem óháð sé gjald- skrá Lögmannafélags Islands. Slik réttaraðstoð tiökast annars staðar á Norðurlöndum, m.a. i Sviþjóð, Danmörku og Noregi, og hefur skipan slikrar aðstoðar ver- iði endurskoðun þar á undanförn- um árum. 1 þrem ofangreindum löndum starfa sérstakar stofnan- ir sem veita réttaraðstoð. t Noregi t.d. eru almennar lög- fræðilegar upplýsingar veittar án endurgjalds. Arið 1973 gengu i gildi ný lög um lögfræðiaðstoö án endurgjalds i Sviþjóð. Samkvæmt hinum nýju lögum Svia um þessi efni er gert ráð fyrir, að 30 rikis- reknar lögfræðisskrifstofur veröi starfandi viðs vegar um landið, og er hlutverk þeirra að sinna þeirri lögfræðiaðstoð, sem lögin gera ráð fyrir. Lögfræðiskrifstof- ur i einkaeign geta einnig veitt Svava Jakobsdóttir lögfræöiaöstoö i samræmi við hin nýju lög, en þeim er það i sjálfs- vald sett. Upplýsingar um fyrir- komulag réttaraðstoðar i þessum löndum er að finna i grein eftir Gunnar Eydal i Timariti lögfræð- inga 4. hefti 1973. Er sjálfsagt að halda svo á þessu máli hér, aðhliðsjónsé höfð af reynslu ann- arra Norðurlandaþjóða’ ustu fyrir efnalitið fólk staðar á Norðurlondum, m.a. í ur j einkaeign geta einnig veitt arra Norðurlandaþjóða”. llaga 5 Alþýdubandalagsmanna um þjónustu-og úrvinnsluidnad i sveitum „Þjónusta í syeitunum styrkir búsetuna” í siðuslu viku mælti lielgi Selj- n fyrir þingsályktunartillögu em hann flytur ásamt Ragnari rnalds, Stefáni Jónssyni, Jónasi rnasyni og Garðari Sigurðssyni m þjónustu- og úrvinnsluiðnað i veitum. Tillagan er svohljóð- indi: „Alþingi ályktar að fela rikis- itjórninni að beita sér fyrir sér- itökum stuðningi opinberra aðila nð stofnun þjónustu- og úr- nnnsluiðnaðar i sveitum. 3yggðadeild Framkvæmdastofn- inar rikisins skal falið að 'annsaka möguleika smáiðnaðar sveitahreppum, safna hug- nnyndum um hugsanlegar fram- leiðslugreinar, kanna viðhorf og áhuga heimamanna viðs vegar um land og gera áætlun um fram- kvæmd. Við undirbúning þessa máls ber einnig að taka mið af þeirri alls- herjarathugun og tillögugerð varðandi atvinnumöguleika aldr- aðra, sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Jafnframtskal Lánasjóði Framkvæmdastofnunar rikisins falið að veita heimaaðilum að- stoð i stofnuifyrirtækja,sem kom- iö er á fót samkvæmt þessari áætlun og skipuleggja fjár- magnsöflun til framkvæmda. Sérstaklega ber að kanna mögu- leika á stofnun framleiðslusam- Vélstiórafélag íslands 29933 Vélstjórafélag íslands er flutt i Borgartún 18 er nýja simanúmerið 2 99 33. Eldri númerum verður sagt upp. Vélstjórafélag íslands. vinnufélaga i sveitum ogskal þvi rekstrarformi veittur sérstakur stuðningur. Stuðla ber að þvi, að veitt verði óafturkræf framlög úr Byggðasjóði eða rikissjóði tíl stuðnings smáiðnaði i sveitum, allt að 15% stofnkostnaðar. Þegar ár er liðið frá samþykkt þessarar tillögu skal rikisstjórnin gefa Alþingi skýrslu um framkvæmd hennar.” 3 bréf að austan Tillögu þessari fylgir ýtarleg greinargerð sem birt hefur verið hér i blaðinu. I framsöguræðu sinni sagði Helgi að aðalkveikjan að tUlögunni væri bréf frá fólki á Austurlandi, sem telur að ein- hvers markviss átaks sé þörf, umfram það sem beint snertir búskaparhliðina, ef búskap eigi að tryggja i sveitum. Helgi las siðan stutta kafla úr þremur þessara bréfa. 1 fyrsta bréfinu segir: „Það er ekki vansalaust, hve öll þjónusta er sótt i þéttbýli, jafnvel nauðsyn- legustu viðgerðir. Bein þjónusta heim i sveitirnar mundi styrkja búsetuna og ætti að vera krafa okkar sveitafólks. En það vantar leiðir og ráð.” I öðru bréfi segir: „Éghef lengi hugleitt leiöir að þvi marki að viö tækjum virkari þátt i úrvinnslu afurða okkar en nú er. Við björg- um þvi á haustið, að unnt sé að slátra búfé okkar, en siðan ekki söguna meir. Hér þyrfti að verða breyting á.” I þriðja bréfi segir: „Hvað um þá öldruðu i sveitinni? Satt er það, að þeir vinna lengi ýmis bú- störf, en aukin vélanotkun breytir þar miklu. En þeirra vandamál er ekki minna i raun en annarra aldraðra, sem verða að hverfa af almennum vinnumarkaði löngu áður en hæfilegt og sæmilegt er, þvi að til þeirra eru gerðar sömu kröfur og annarra. Má ekki finna einhverja leið til lausnar atvinnu- vanda aldraðra I sveitum, svo að gamla fólkið megi dvelja heima sem lengst?” I ræðu Helga kom fram að hann hefur kynnt þessa tillögu austur á Héraöi á bændafundi og þar haföi komið i ijós meiri áhugi á þessu málefni en hann hafði átt von á. Alþýðubandalagið í Borgarnesi Halldór og Jenni efstir á framboðslistanum til sveitarstjórnar- kosninganna Alþýðubandalagsfélagið i Borgarnesi og nágrenni gekk i fyrrakvöld frá framboðslista sin- um til sveitarstjórnarkosn- inganna i vor. Listinn var samþykktur samhljóða og er sem hér segir: 1. Halldór Brynjólfsson, framkvæmdastjóri, 2. Jenni R. Ólason, skrifstofumaður. 3. Ingvi Arnason, trésmiöur. 4. Baldur Jónsson, verkamaður. 5. Sigrún Stefánsdóttir, starfsmaður Pósts- og sima. 6. Böðvar Björgvinsson, simvirki. 7. Herdis Einarsdóttir, verkakona. 8. Pálina Hjartardótt- ir. 9. Rúnar Viktorsson, tré- smiður. 10. Kristin Steinþórsdótt- ir, húsmóðir. 11. Guðbrandur Geirsson, verkamaður. 12. Brynjar Ragnarsson, linumaður. 13. Sigurður B. Guðbrandsson, verslunarmaður 14. Guðmundur V. Sigurðsson, verkamaður. Bónus- ráðstefna VSÍ Verkamannasamband íslands gekkst fyrir ráð- stefnu til undirbúnings nýrra samninga um tíma- mælda ákvæðisvinnu — bónus — í frystihúsum. Ráðstefnuna sóttu um 40 manns víðsvegar að af landinu, að mestum hluta trúnaðarfólk úr frystihús- unum. Vandamál ákvæðisvinnunnar — bónusinn — voru ýtarlega rædd, bæði i almennum umræð- um og i vinnuhópum og luku ráð- stefnufulltrúar upp einum munni um að hún hefði verið mjög gagn- leg. Ráðstefnan kaus 5 manna nefnd til að ganga endanlega frá breyt- ingartillögum við ,,bónus”-samn- ingana og kynna þær atvinnu- rekendum, og hefur fyrsti fundur um máliö verið ákveðinn n.k. föstudag 7. þ.m. Lögð verður áhersla á að hraða samningum. eftir föngum. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.