Þjóðviljinn - 12.04.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 12.04.1978, Side 7
Miðvikudagur 12. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 „Stjórnkerfi Reykjavikur er byggt upp af Sjálfstædisflokknum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beinist aö þvi aö halda áunnum völdum og áhrifum Flokksins eins lengi og stætt er” Borgin þeirra 1 meira en hálfa öld hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráðskast með málefni Reykvikinga. Sá timi er að sjálfsögðu orðinn alltof langur, enda verður þess vart með hverju árinu sem liður, að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki lengur við stjórn borgar- innar. Stjórn Reykjavikur- borgar ber öll einkenni þeirrar þróunar, sem óhjákvæmilega verður, þegar einn stjórnmála- flokkur fer með of mikil völd i of langan tima. Að visu er það átakanlegt fyrir ýmsa ágæta Sjálfstæðis- flokksmenn að verða vitni að þvi, að sjá Flokkinn sinn verða slikri þróun að bráð. En enginn veit sin örlög fyrir. Stjórnkerfi Reykjavikur- borgar er byggt upp af Sjálf- stæðisflokknum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og beinist að þvi að halda áunnum völdum og áhrifum Flokksins eins lengi og stætt er. Skulu nú tilfærð nokkur dæmi um stjórnkerfi þetta. 1. Engin lýðræðisleg kjörin stjórn er yfir verklegum framkvæmdum borgarinnar. Alþýðubandalagið hefur lagt á það áherslu, að kosin verði sérstakt framkvæmdaráð borgarinnar, sem hafi yfirsýn yfir verklegar framkvæmdir á vegum hennar. Þá hefur Alþýðubandalagið lagt á það áherslu, að komið verði á fót virkri fjármálastjórn innan borgarkerfisins. Allar slikar sjálfsagðar breytingar hafa verið hunsaðar af hálfu borgar- stjórnarmeirihlutans og er nú svo komið, að enginn maður, hvorki borgarf ulltrúar eða embættismenn borgarinnar, hafa lengur neina heildaryfir- sýn yfir stjörnkerfi þetta. Vissulega er það undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti hvorki haft yfirsýn né stjórn á þvi bákni, sem hann ber einn ábyrgð á og smiðað hefur verið umhverfis hann á undanförnum áratugum. Úr þjóðsögum okkar Islendinga er að vísu mörg dæmi um uppvakningu drauga, sem erfiðlega hefur gengið að kveða niður. A meðan Sjálfstæðisflokkurinn geturekki haft stjórn á sinu eigin afkvæmi, verður svo að lita á, að þjóð- sögur og ævintýri geti átt sér hliðstæður i raunveruleikanum. 2. Fyrir hver áramót hefst undarlegt sjónarspil Sjálf- stæðisflokksins i borgarstjórn, þegar gengið er frá svokallaðri fjárhagsáætlun borgarinnar. Látið er undir veðri vaka viö kjósendur, að nú sé verið að ganga áætlun um rekstur borgarkerfisins fyrir næsta fjárhagsár. Fjárhagsáætlun þessi er þó engan veginn marktæk, þar sem veigamiklum þáttum hennar er algjörlega sleppt. Þannig er t.a.m. ekki gerð áætlun um ýmsar fjármagnshreyfingar, sem skipta hundruðum miljóna kr. Sem dæmi má taka, að á árinu 1976 hækkuðu skuldir við- skiptamanna borgarinnar um rúman hálfan miljarð, en alls ekki var áætlað fyrir þessari hækkun , hvað þá að gert væri ráð fyrir að sjóðir og bankainni- stæður borgarinnar kynnu að breytast frá ári til árs. Ýmsum öðrum fjármagnshreyfingum sem þó var áætlað fyrir, fóru ennfremur algjörlega úr böndunum. Auk þess virðast ýmis fyrir- tæki og embættismenn á vegum borgarinnar nokkurn veginn geta ráðið þvi, hvort farið sé yfirleitt eftir fjárhagsáætlun- inni i mörgum veigamiklum atriðum. Þótt bilíð á milli fjár- hagsáætlunar og ársreikninga borgarinnar sé oft breitt i mörgum stærstu þáttum stjórn- kerfis borgarinnar, verður ekki séð aö neinn af embættis- mönnum borgarinnar sé dregin til ábyrgðar i þessum efnum. Tómlætið og seinagangur i stjórnkerfi borgarinnar er svo yfirþyrmandiað undir hælinn er lagt, hvort hægt er að breyta þar nokkru til betri vegar. 3. I sveitarstjórnarlögunum er ákvæði þess efnis i 13. gr, að i Reykjavik skulu borgarfulltrú- ar eigi vera færri en 15 og eigi fleiri en 27. 1 borgarstjórn sitja nú .15 fulltrúar, og hefur sú tala verið óbreytt a.m.k. i hálfa öld. Þrátt fyrir að umsvif og fésýsla hafi stóraukist i stjórnkerfi Sjálf- stæðisflokksins hjá borginni, hefur ekki mátt fjölga hinum kjörnu fulltrúum borgarbúa i borgarstjórninni. Alþýðubandalagið hefur þrá- faldlega beitt sér slikum breyt- ingum, en ávallt talað fyrir daufum eyrum borgarstjórnar- meirihlutans. Allir réttsýnir menn, jafnt innan Sjálfstæðis- flokksins sem utan hafa viður- kennt að breytinga sé þörf, en P’lokkurinn hefur aldrei léð máls á sliku. Skyldi ástæðan vera sú, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hræddur um að missa tök sín á Reykvikingum, ef borgar- fulltrúum yrði fjölgað, t.d. úr 15 i 27? Allt frá árinu 1930 hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft 8 borgarfulltrúa af 15, ef frá eru skilin 4 kjörti'mabil. A árunum 1966 til 1974 hafði Sjálfstæðis- flokkurinn 8 borgarfulltrúa þrátt fyrir að meirihluti Reykvikinga hafnaði stjórnar- forystu Flokksins með þvi að kjósa fulltrúa minnihluta- flokkanna. I kosningunum 1970 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20.902 atkvæð: eða 47,7% Ef borgar- fulltrúum hefði verið fjölgað i 27, eins og lögin um sveitar- stjórnarmál heimila, hefði Sjálfstæðisflokkurinn aðeins fengið 13 borgarfulltrúa, en m innih 1 ut af 1 okkarnir 14 fulltrúa. Meiri en hálfrar aldar valdaferill Sjálfstæðisflokksins i málefnum Reykvikinga hefði þar með verið á enda runninn. Betra, ef svo hefði verið, - en Sjálfstæðisflokkurinn, sem dyggilega hefur byggt upp stjórnkeri borgarinnar i meira en hálfa öld gætir Jiess vendilega að missa ekki völdin svo auðveldlega. 4. Það hefur vakið furðu margra að nær allir starfs- menn borgarinnar i 5 efstu launaflokkunum eru yfirlýstir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins. Slikt er ofur skiljanlegt, þegar haft er i huga, hversu lengi Flokkurinn hefur verið við völd hér i Reykjavik. Sanntrúaðir flokks- menn Sjálfstæðisflokksins geta vissulega litið með velþóknun á stjórnkerfi borgarinnar. Reyk javikurborg er a.m.k. borgin þeirra. Hrafn Magnússon NÝ HFIMSSÝN FRÁ HVÍTA HÚSINU Fjórskiptur heimur Ath.s. Þjóðv.: Carter Banda- rikjaforseti cr nú að visu kominn heim úr þeirri ferö, sem ekki var farin þegar grein þessi var skrif- uð, en engu að síður er meginefni hennar i fullu gildi. 1 dag er i Washington annars- konar rikisstjórn en menn hafa vanist að hafa þar á bæ. Hún hef- ur þegar vakið athygli með stefnu sinni i mannréttindamálum og þeirri breytingu, sem hún hefur gert á stefnu Bandarikjanna gagnvart kynþáttahyggjustjórn- unum i sunnanverðri Afriku. A þessum grundvelli er ferð sú, sem Jimmy forseti Carter hefur fyrir- hugað þegar eftir páska. Ferö þessi verður farin til þriðja heimsins til þess að færa honum fagnaðarboðskapinn um „nýja”, „skilningsrikari” og „tillitssam- ari” Bandarikjastjórn. Carter forseti fer þessa ferð þegar vinsældir hans meðal bandarisks almennings eru öllu minni en hann vildi að væri. Samkvæmt nýlega birtum niður- stöðum Gallup-könnunar voru 51% aðspurðra þeirrar skoðunar, að forsetinn stæði sig sæmilega i starfinu, en fyrir ári voru 77% þeirrar meiningar. 1 þriðja heims reisu þessari fer Carter fyrst til Venesúelu og Brasiliu i Rómönsku-Ameriku og siðan til Nigeriu og Liberiu i Afriku. Gert er ráð fyrir að ferðin taki átta daga. Um áramótin fór Carter álika ferð til nokkurra útvaldra landa i Evrópu og þar að auki til Egypta- lands, Saúdi-Arabiu og íran i Austurlöndum nær. Ennfremur til Indlands. A bak við heimsóknir forsetans til þeirra rikja i þriðja heimin- um, sem Bandarikjastjórn telur mikilvægust, er kenning þess efn- is að „austrið” og „vestrið” i hefðbundnum póiitískum skiln- ingi orðanna nú, séu ekki lengur drottnandi i heiminum öllum. Nú Eftir Halldór Sigurðsson sé svo komið að nokkrir áhrifa- miklir rikjahópar skipti með sér völdum og áhrifum i heiminum. Þessi kenning er mótuð af Zbigniew Brzezinski, nánasta ráðgjafa Carters i öryggis- og utanrikismálum. Kenningin er i samræmi við aðalefnið i frægri ræðu Jimmy Carters, sem hann flutti i Notre Dame-Háskólanum i Bandarikjunum i mai s.l. ár. Þar sagði forsetinn: „Þetta er nýr heimur, og hann framkallar þörf á nýrri utanrikisstefnu af hálfu Bandarikjanna.” I dag eru það ekki tveir, heldur fjórir mismunandi heimar, sem hafa áhrif hver á annan, segja mennirnir bak við hina nýju ut- , anrikisstefnu Bandarikjanna. I fyrsta lagi, segja þeir, er það heimur þróaðra iðnaðarrikja meö lýðræðislegt stjórnarform, i öðru lagi heimur rikja undir stjórn kommúnista, sem nú er pólitlskt sundraður, i þriðja lagi til þess aö gera velstæð þróunarlönd, sér- staklega þau sem oliu framleiða og að lokum hinn svokallaði „fjórði heimur”. 1 þeirri spyrðu eru sárfátæk riki, sem mörg hver halda sér aðeins á floti með lán- um og þróunarhjálp. Af þeim fjórum löndum, sem Carter hefur kosið að heimsækja nú, eru þrjú i næstsiðastnefnda flokknum, það er að segja Venesúela og Nigeria, sem bæði eiga mikla oliu, og Brasilia, sem er iðnvædd og tiltölulega þróuð. Að lokum kemur Carter við hjá’ efnum fulltrúa hins stóra hóps „öreiganna” i fjórða heiminum, en þar i flokki eru reyndar um það bil tvö af hverjum þremur rikja heims, sem alls eru um 150 talsins. Sá fulltrúi er Liberia litla i Vestur-Afriku. Tilfinningamál hljóta að liggja að baki siðasttöldu heimsókninni. Bandariskir blökkumenn — leys- ingjar — stofnuðu rikið Liberiu á 19. öld. I sambandi við þetta hefur Carter einnig liklega i huga að þorri bandariskra blökkumanna kaus hann i forsetakosningunum. 1 niu rikjum réði fylgi þeirra úrslitum um það, að hann hafði vinninginn fram yfir Gerald Ford. Alkunna er að allt frá siðari heimsstyrjöld hefur meginatriðiö i utanrikisstefnu Bandarikjanna verið ástandið i samskiptum „austurs” og „vesturs,” Banda- rikjanna og Vestur-Evrópu ann- arsvegar og Sovétrikjanna og fylgirikja þeirra hinsvegar. Afstaða til hins mikla þriðja- heimsrikis Kina er einnig innan ramma þessarar bandarisku heimsmyndar. En, segir Carter-stjórnin, nú er svo komið aö allnokkur riki i viðbót hafa talsverð áhrif á svæð- ið umhverfis sig eða jafnvel heiminn allan. Þar er i fyrsta lagi urn^að ræða Venesúelu, Brasiliu, Saúdi-Arabiu, Iran, Nigeriu, Ind- land og Indónesiu. Kúba litla er ekki talin hér með, Vance utanrikisráðherra Bandarikjanna (til vinstri) og Brzezinski — reynt aðsýna þriðja heiminum „nýtt andlit” Bandarikjanna. en það er þvi að kenna að stjórnin i Washington litur á Fidel Castro aðeins sem „framlengingu á armlegg Sovétrikjanna.” 1 lok þessarar aldar verða Bandarikin eina vestræna rikið i hópi tólf fólksflestu rikja heims. I bráðina verður að ganga út frá þvi, að „engin hugmynda- fræðileg fyrirmynd taki lengur til heimsins alls.” Þetta er álit Bandarikjastjórnar, miðað við það sem Brzezinski sagði á lok- uðum fundi i miðjum desember s.l. ár. Mikið atriði i samskiptum Vesturlanda og þriðja heimsins er sú staðreynd, að mörg þró- unarlönd eru farin að framleiða iðnaðarvörur, sem á heimsmark- aðnum keppa við framleiðslu Vesturlanda. Þar er um margt að ræða, flugvélar frá Brasiliu, skyrtur frá Hongkong, elektrón- iskan varning frá Suður-Kóreu. Þessi nýja samkeppni leiðir af sér spennu á heimsmarkaðnum og hefur jafnvel i för með sér vanda- mál fyrir riku löndin, sem eru þvi óvön að þurfa að keppa við ódýr- ara vinnuafl þriðjaheims- landanna. Þar að auki krefjast riki þriðja og fjórða heimsins nýrrar skiptingar á auðævum og auðlindum heimsins. Þessi riki krefjast þessarar umskiptingar með það fyrir augum, að sá hluti mannkynsins, sem sætir efna- hagslegu misrétti, fái sinn hlut réttan. Þessu svarar Carter-stjórnin svo, að Vesturlönd eigi að vera „uppfinningasöm á skapandi hátt (eins og það heitir á þokukenndu dulmáli stjórnmálamanna i Washington).” Vesturlönd verða á sviði efnahagsmála að „viðurkenna, að riki heims eru hvert öðru háð.” A andlega sviðinu eiga Vestmenn að berjast fyrir mannréttindum, segja ráð- gjafar Carters. Ennfremur segja þeir að Bandarikin og önnur vesturveldi verði að geta áttað sig á, hvar mestar likur séu á að út brjótist hættuleg, svæðisbundin átök, og hindra að þesskonar átök verði að veruleika. Sem dæmi um slika viðleitni Carters er sú fyrirhöfn, sem hann leggur á sig til þess að koma samningunum um Panama-skurðinn gegnum öldungadeild Bandarikjaþings. og tilraunir stjórnar hans til þess að jafna kynþáttaátökin i Ródesiu, Namibiu og Suður- Afriku. Þannig lita þeir i Hvita húsinu á málin. i fáum orðum sagt. Hitt er enn ekki vitað að hve miklu leyti er hægt að móta þau viðhorf i stefnu. sem væru eitthvaö frá- brugöin stefnu þeirra Nixons og Kissingers. sem gáfu út engu siöur hástemmdar yfirlýsingar um sköpun „betri heims”. Was- hington-stjórnin á enn eftir að sýna og sanna. að einhver alvara liggi á bak við slikar yfirlýsingar hennar. Það verður henni ekki auðvelt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.