Þjóðviljinn - 12.04.1978, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. aprfl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
hafa batnað síðastliðin 10 ár
Vegna ummæla Péturs
Eirikssonar, forstjóra Alafoss, i
Þjóðviljanum s.l. fimmtudag
þess efnis, að islenska ullin sé
svo léleg, að nauðsynlegt væri
að blanda nýsjálenskri ull i
hana til þess að búa til úr henni
gæðavöru, hafði Þjóðviljinn
samband við Svein Hallgrims-
son, fyrrverandi sauðfjár-
ræktarráðunaut Búnaðarfélags
íslands, en Sveinn starfar nú
hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðar-
ins.
Sveinn vildi ekki tjá sig um
ummæli Péturs Eirikssonar
sagði þetta vera hans persónu-
legu skoðun, en engan dóm um
islensku ullina sem söluvöru.
Gæði uliarinnar hafa vissu-
lega breyst frá þvi fyrir 40 ár-
um, sagði Sveinn, þvi þá hirtu
aUir bændur ullina, hún var
verðmæt og áhersla var lögð á
góða meðferð hennar. Eftir
striðið breyttust gæðin, aðallega
vegna breytilegs verðlags á ull-
inni og breytilegrar flokkunar.
Þá var lögð meiri áhersla á
kjötframleiðslu en ullarfram-
leiðslu. T.d. fengu bændur 8
krónur fyrir kjötkilóiö og 8
krónur fyrir ullarkitóið áriö
1948, en20árum siðar árið 1968
fengu bændur 10 krónur fyrir
. ullarkilóið og 77.50 fyrir kjöt-
kilóið.
A undanförnum árum hefur
þetta snúist við á nýjan leik og
uliarframleiðsla hefur aukist
um 250 tonn frá þvi 1972, og er
nú i kringum 1600 tonn árlega.
Hlutur vetrarrúinnar ullar
hefur einnig stóraukist, en það
er besta ullin. Árið 1970 var
vetrarrúin ull aðeins 5% af
heildarmagninu, sem þá var um
1300 tonn. Arið 1974 var hlutfall-
iðkomið upp i 21%, og á siðasta
ári 39%. Það má þvi fullyrða að
gæði islensku ullarinnar hafa
fremur batnað en versnað á
undanförnum 10 árum.
En það er fleira en eðlisgæði
ullarinnar, sem skipta máli.
Meðferðin ræður i raun meiru
um hvernig hún flokkast.
Helsti galli islensku ullarinn-
ar erað hún er skitug; i henni er
leir og sandur á vissum land-
svæðum, moð og hlandbruni,
hún er húsgul, sem kallað er
eða þófin. Þar að auki hafa
margir bændur, sérstaklega á
Austurlandi ekki talið það svara
kostnaði að rýja féð árlega og
þvi er hluti ullarinnar tvireyfi
svokölluð rúbaggaull.
Arið 1975 voru sett ný lög um
mat ogflokkun á ull og gera þau
ráð fyrirsamræmdu ullarmati á
öllu landinu. Verðlagningu og
flokkun er þannig háttað að það
ætti að örva menn til þess að
hirða vel um ullina, sagði
Sveinn. Fyrir ullarkiló i úr-
valsflokki, hreina, hvita ull,
með þéttan þelfót og gott tog fá
menn 1064 krónur. I þennan
flokk lenda 15—20% ullarinnar.
Fyrir 1. flokk fá menn 766 kr.
og er það milli 40—60% ullar-
innar.Fyrir2.flokk307 kr.og3.
flokk 115 kr.
Þessi verðmunur hefur hins
vegar engin áhrif meðan ullar-
verksmiðjurnar kaupa inn
óflokkaða ull og greiða jafn-
aðarverð fyrir kilóið, hvort sem
ullin er góð eða slæm, en það
hafa þær gert, Alafoss ekki sið-
ur en Sambandið, sagði
Sveinn.
Búnaðarfélagið hefur reynt að
hvetja menn til þess að auka
gæði ullarinnar með kynbótum
og verðtilfærslur á niðurgreiðsl-
um stefna að sama merki. Kyn-
bætur kosta mikla fyrirhöfn og
peninga, og við höfum talið eðli-
legt að bændur fái nokkurn veg-
inn hið sama fyrir kiló af kjöti
og ull, en eins og nú er borgar
það sig ótvirætt að setja á fyrir
kjöt.
Þrátt fyrir það hafa margir
bændur lagt á sig mikla fyrir-
höfn og kynbætt fé sitt með tilliti
til ullar. Við vonumst til þess
að þeir fái umbun fyrir sina
vinnu, þótt siðar verði og ullin
verði innan skamms metin að
verðleikum, sagði Sveinn.
Forsendan fyrir bættim gæð-
um ullarinnar er að ullarverk-
smiðjurnar hætti að kaupa
óflokkaða ull. Meðan svo er,
leggur enginn það á sig að
vanda vöruna, sagði Sveinn að
lokum.
—AI.
byggöinni á vegum Þjóðleikhúss-
ins, nýtur greinilega mikilla vin-
sælda. Sýningar eru nú þegar
orönar 25 og alls staðar sýnt fyrir
fullu húsi og viða aukasýningar.
Nú er að hefjast ferð um Suð-
vestur og Vesturland með verkið
og verða sýningar sem hér segir:
Fimmtud. 13. april, Bióhö'llin á
Akranesi.
Föstud. 14. april, Samkomuhúsið
i Borgarnesi.
Laugard. 15. april, Samkomuhús-
ið I Borgarnesi
Sunnud. 16. april, Logaland.
Mánud. 17. april, Logaland
Þriðjud. 18. april, Lýsuhóll.
Miðv.d. 19. april, Hellissandur.
Fimmtud. 20. april, Hellissandur
Föstud. 21. aprll, Grundarfjörður
Laugard. 22. april, Félagsheimil-
iö I stykkishólmi.
Sunnud. 23. aprll, Búöardalur.
40 ára leikafmæli
Ævars R. Kvarans
Hefur
leikið
140
hlutyerk
Síðasta sýning
á ödipusi
A timmtudauskvöldið verður
siðasta sýning á Ödipusi konungi I
Þjóðleikhúsinu og að lokinni
þeirri sýningu verður minnst 40
ára leikafmælis Ævars R.Kvaran
en Ævar fer með hlutverk prests
Seifs i leikritinu.
Ævar R.Kvaran hefur starfað
við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess
og leikið þar fleiri hlutverk en
nokkur leikari annar eða um 140
hlutverk alls. Ævar hóf leiklistar-
feril sinn hjá Leikfélagi Reykja-
vikur vorið 1938 i leikritinu Skirn
sem segir sex og lék hjá Leik-
félaginu um árabil en hélt þá utan
til söng og leiknáms og nam við
Royal Academy of Music og
Royal Academy of Dramatic Art
1945-47. Meðal hinna fjölmörgu
hlutverka Ævars i Þjóðleikhús-
inu eru mörg óperu- og
söngleikjahlutverk. Hann söng
fyrst i Rigóletto, hlutverk
Monterone greifa, siðar I La
Traviata, Tosca, Töfra-
flautunni (Monostratos), Rak-
aranum i Sevilla, Madame
Butterfly o.fl. óperum auk
hlutverka í óperettum og söng-
leikjum:i Nitouche, Betlistúdent-
Ævar R. Kvaran hefurleikið fleiri
hlutverk en nokkur annar ieikari
við Þjóðleikhúsið. Hér er hann i-
hlutverki prests Seifs i ödipusi.
inum, Kátu ekkjunni(Zeta barón)
að ógleymdri túlkun hans á
Alfred P. Doolittle i My
Fair Lady. Erfitt er að nefna
einhver leikhlutverk Ævars
öðrum fremur, svo margar eru
þær persónurnar, sem hann hefur
gætt lifi, bæði smá hlutverk og
stór. Minna má þó á hlutverk eins
og Lénharð fógeta I samnefndu
leikriti, Hinrik Bjálka i Fyrir
kóngsins mekt, Mr. Peacock I
Silfurtunglingu, Van Daan I
Dagbók önnu Frank, Þrjú
hlutverk I tslandsklukkunni
(von úffelen, Eydalin lögmaöur
og Guttormur Guttormsson,),
sækjandann i Þjónum Drottins,
Kasper i Kardemommubænum,
Fjasta i Þrettándakvöldi,
Fö.ðurinn i Andorra, Sir
Mallalieu i Beturmáef duga skal,
Punt aðmiráll i Hafið, bláa hafið,
Karl i Hvernig er heilsan og
Medvédev i Nattbólinu, svo
eitthvað sé nefnt.
Ævar hefur löngum tekið
virkan þátt i félagsmálum
leikara, verið formaður Félags
islenskra leikara, stofnandi og
fyrsti formaður Bandalags is-
lenskra leikfélaga, og Leikara-
félags Þjóðleikhússins. Þá hefur
Ævar ieikstýrt fjöida verkefna,
bæðiá sviðiogiútvarpi.
Bóadinn fser nú 818 krónur fyrir fyrsU flokka dllkskjöt ng 8t%
kjötsins lendir I þeim flokki. Hins vegar fsr hann 1064 krónur fyrir
úrvalsull, en aðeins 15—20% lenda I þeim flokki.
Bessi og
Margrét
á ferd
Sýna Á sama tíma
að ári á Suð-Vestur-
og Vesturlandi
Bandariski gamanleikurinn, A
sama tima að ári eftir Bernard*
Slade, sem Bessi Bjarnason og
Margrét Guðundsdóttir leika
um þesar mundir úti á lands- Beisi og Margrét I gamanleiknum A sama tlma að ári.