Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 12. apríl 1978
SJOMENN
vanir netaveiðum, óskast á báta, sem róa
frá Patreksfirði.
Upplýsingar i sima 29900 Hótel Sögu,
herbergi 713.
Lausar stöður
1 Kennaraháskóla islands eru eftirtaldar kennarastööur
lausar til umsóknar:
Lektorsstaöa 1 uppeldisgreinum,
lektorsstaöa f ensku og
lektorsstaöa I liffræöi.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Auk kröfu um fræöilega hæfni I viökomandi kennslugrein-
um er lögö áhersla á starfsreynslu og kennslufræöiiega
þekkingu.
Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum um ritsmiöar og
rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu hafa borist
menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavfk, fyrir
8. mai n.k.
Menntamálaráðuneytið, 7. april 1978.
PÓST- OG
SÍMAMÁLA-
STOFNUNIN
óskar að ráða
Loftskeytamann/simritara að loftskeyta-
stöðinni i Neskaupstað.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild og stöðvarstjóra i Nes-
kaupstað.
Blaðburðarfólk
óskast
Vesturborg: Miðsvæðis:
Háskólahverfi
Kópavogur:
Kársnesbraut
(lægri nr.)
UOBVIUINN
Siðumúla 6
simi 8 13 33
Grettisgata
Óðinsgata
Laufásvegur
(frá 1. mai)
Seltjarnarnes:
Skólabraut
BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF
Höfum flutt verslun vora
VÖLUSKRÍN
að Klapparstig 26 og bjóðum viðskiptavin-
um úrval góðra leikfanga i rúmgóðri
verslun.
r
Birkið stendur
sig
best
/
— segir Isleifur
Sutnarliðason,
skógarvörður á
Vöglum
i Fnjóskadal
Þaö var mikiö um manna-
feröir i húsi Skógræktarinnar,
Kánargölu 18, er blaöamann
bar þar að garði um 9-leytið
einn morguninn nú fyrir
skemmstu. Skógarverðir og
fyrirliðar skógræktarmála hafa
setið þar aö fundunt að undan-
förnu svo sem venja er á vetri
liverjum, en nú var fundahöld-
um lokið og ntenn á förum. Þó
tókst að ná tali af þeint tsleifi
Sumarliöasyni, skógarvcrði á
Vöglunt i Fnjóskadal og Jóni
Loftssyni, starfsmanni Skóg-
ræktarinnar á Hallormsstað.
Fer hér á eftir skyndiviötal
blaöamanns við tsleif á Vögl-
um :
— Hvaö hefur þú lengi verið
skógarvörður á Vöglum Isleifur
og hvert er þitt umdæmi?
— Ég hef gengt skógræktar-
starfi á Vöglum siðan 1939.
Fyrirrennari menn þar var Ein-
ar Sæmundsen yngri og þar áð-
ur Einar Sæmundsen, eldri, en
hann gerðist skógarvörður á
Vöglum árið 1909, að éghygg og
sá fyrsti i þvi starfi.
Umdæmi mitt nær yfir Þing-
eyjarsýslur og Eyjafjörð.
— í hverju er aðalstarf
skógarvarðanna fólgið?
— Á Vöglum erum við með
gróðrarstöð oguppeldisstöð fyr-
ir tr jáplöntur. Þær plöntur fara
siðan f girðingar Skógræktar
rikisins, skógræktarfélaga og
reiti, sem einstaklingar hafa
komið upp. Nokkuð af plöntun-
um fer í framhaldsræktun i
gróðrarstöðvum, svo sem að
Laugarbrekku i Skagafirði og
Kjarna hjá Akureyri. Svo er
nokkuðum uppeldi á garðplönt-
um fýrir einstaklinga, þvi skort-
Ur hefur verið á þeim. Þá vinn-
um viðaðsjálfsögðuað umhirðu
á friðuðu skóglendiog raunar að
alhliða landgræðslustörfum.
Brúttóverðmæti þeirra plantna,
sem seldar voru frá Vöglum á
s.l. ári, var tæpar 7 milj. kr.
— Er mikið um friðaða
skógarreiti i Þingeyjarsýslum?
— Girt skóglendi i Þingeyjar-
sýslum er um 2500 ha. en þar er
þó mikið skóglendi ógirt og nær
af þeim sökum ekki að yngja
sig upp. Má raunar búast við að
enn halli þar undan fæti, þvi bú-
skaparhættir hafa að þvi leytí
breyst i seinni tið að kúm fækk-
ar en sauðfé fjölgar og er það
ekki til hagsbóta fyrir skóglend-
ið. Svo er það t.d. i Fnjóskadal
en þar er mikið skóglendi en
veðrátta þurrviðrasöm og land-
ið viðkvæmt.
Töluverður áhugi er á skóg-
rækt í Þingeyjarsýslum og
Eyjafirði en auðvitað hafa
menn yfirleitt aðeins tima til að
sinna þeim málum i stopulum
tómstundum, þó að Tryggvi á
Laugabóli virðist aldrei í tima-
hraki þegar skógrækt er annars
vegar. Viða eru þó smáreitir
við heimili og Skógræktarfélag
Þingeyinga er með 100 ha. innan
girðingar i' Fossselsskógi.
— Hvaða trjátegundir gefast
best hjá ykkur?
— Það er fyrst og fremst
birkiskógurinn, sem hér þri'fst
vel. Erlendu trjátegundirnar
eru vangæfari og eiga yfirleitt
erfiðara uppdráttar. Landið
liggur nokkuð hátt og hér er
fremur þurrviðrasamt, eins og
éggat um áðan. Við leggjum þvi
mesta áherslu á birkið. Töluvert
er um sölu á timburafurðum frá
okkur á hverju ári. Við seljum
girðingastaura, smiðavið, sem
einkum er notaður til húsgagna-
iðnaðar, kurl tíl eldsneytis og
svo sjáum við Þingeyingum fyr-
ir jólatrjám.
— Hversumargtfólk vinnurá
vegum skógræktarinnar á Vögl-
um?
— Hér eru að jafnaði fjórir
fastir menn, þótt ekki vinni þeir
alltaf heila daga. Það fer eftir
þvi hvernig á stendur. En flest
fólk er á launaskrá hjá okkur i
júnimánuði. Ætli það hafi ekki
verið 24 s.l. ár. Þessi vinna er
nokkur búbót fyrir sveitarfélag-
ið þvi um 90% af launagreiðsl-
unum fer til fólks i Hálshreppi.
— Er ekki mikið um ferðafólk
hjá ykkur á sumrin?
— Jú, það er töluvert um það.
Siðastliðið sumar voru um 200
tjaldstæði leigð út i skóginum og
auk þess voru þar nálega 200
hjólhýsi. Þá voru og um 800
tjaldstæði i Ásbyrgi en litið var ■
þar hinsvegar af hjólhýsum. ■
Yfirleitt er ekki ástæða til að ■
kvarta yfir umgengni þessa I
fólks en hinsvegar þyrfti að JJ
bæta hér á ýmsa grein aðstöðu |
fyrir ferðafólk. En það er eins ■
og fyrri daginn, fjárskorturinn |
setur okkur takmörk á þvi sviði ■
-----------------------1
Huppa á Brúnastöðum |
Eydis meöeinn afkomanda Huppu frá Kluftum.
Eins og margir eflaust muna
var efnt til samkcppni á s.l.
hausti meðal barna og unglinga
um aðfinna gottnafn á kúna og
mjaltakonuna, sem er i vöru-
merki mjólkuriðnaðarins.
Eydis S. Einarsdóttir, Fýls-
hólum 1, Reykjavik, vann til
verðlauna, sem er ársnyt úr
fyrsta kálfs kvigu i fjósinu á
Brúnastöðum i Hraungerðis-
hreppi. Eydis skirði kviguna
verðlaunanafninu Huppa.
Huppa átti að bera um miðjan
febrúar. Ekki stóðst það alveg
þvi hún barekki fyrr en 23. febr.
Huppu heilsaðist ekki vel eftir
burð en nú helur hún náð sér
fullkomlega og er farin að
mjólka ágætlega.
Huppa eignaðist nautkálf,
sem ekki var settur á. Nytin úr
Huppu var vigtuð dagana 7.
mars og 23. mars. Við fyrri
mælingu reyndist dagsnytin
vera 15,2kg. en þá siðari 15,5 kg.
Á grundvelli þessara mælinga
og mælingar daginn sem hún
bar, reyndist nytin vera 482 kg. i
mars.
Þar sem lofað hafði verið að
verðlaunahafinn fengi andvirði
mjólkurinnar greitt samkvæmt
verðlagsgrundvallarverði, þá
fékk Eydis ávisun að upphæð
57.840kr. fyrir mjólkina i mars,
frá Mjólkurbúi Flóamanna. út-
borgunarverð hjá Flóabúinu er
nú kr. 85,46 en það eiga fram-
leiðendur að fá greitt fljótlega
upp úr 20. april, fyrir mars-
mjólkina. Frá þessari upphæð
dregst strax flutningskostnaður
á mjólkinni til búsins, en hann
er 3,80 á kg. þannig að ávisun
mjólkurbúsins til félagsbúsins
fyrir sama mjólkurmagn og
Huppa skilaði i mars verða kr.
39.360.-. Huppu var gefið 150 kg.
af B-fóðurblöndu og heyfóðriö
svaraði tU 290 kg. af þurrheyi,
en helmingurinn af heyfóðrinu
var gott vothey. Fóðurkostnað-
ur varð þvi kr. 14.800,-. Annar
kostnaöur vegna Huppu mun
hafa veriö um 8.300 kr. i mán-
uðinum. Þar eru vextir, af-
skriftir, rafmagn, meðul og
ýmislegt fleira. Eftir verða kr.
16.260.
(Heim.: Uppl.þjón. landb.).
—mhg
VQf
Umsjón: Magnús H. Gíslason