Þjóðviljinn - 30.06.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 30.06.1978, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. júnl 1978 DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mannRitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Esjan er enn á sínum stað Nú er liðinn réttur mánuður síðan íhaldið missti meiri- hluta sinn í Reykjavik. Osigur íhaldsaf lanna var naum- ur; hefði Alþýðubandalagið fengið 52 atkvæðum minna í borgarstjórnarkosningunum sæti íhaldið enn á valda- stólum höfuðborgarinnar. Þegar úrslitin lágu fyrir lagði formaður Sjálfstæðisflokksins# Geir Hallgrímsson/ á það áherslu að flokkur hans yrði að bæta mjög við sig fylgi fram að alþingiskosningum. Nú er að sækja á brattann, sagði hann karlmannlega. En úrslit alþingis- kosninganna urðu honum sár vonbrigði. Hefði verið kos- iðtil borgarstjórnar 25. júní hefði Sjálfstæðisf lokkurinn aðeins fengið 6 borgarfulltrúa en nýju meirihlutaf lokk- arnir 9. Þannig sóttist Geir Hallgrímssyni á brattann. Vonandi muna Reykvíkingar enn hverju Morgunblaðið spáði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 28. maí að við tæki ef íhaldsmeirihlutinn félli í Reykjavík. Þeir spá- dómar náði hámarki er fullyrt var í forystugrein Morgunblaðsins að Karl Marx yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík ef Birgir Isleifur tapaði kosningunum. Morgunblaðið hélt því f ram að tafarlaust tæki við alg jört öngþveiti í borginni, „ráðstjórn kommúnista" myndi hafa öll völd í sínum höndum og ráðast á samstarfs- f lokka sína með hnúum og hnef um. Þar yrði hver höndin upp á móti annarri og engin leið að mynda starfshæfan meirihluta. Glundroði var orðið sem Sjálfstæðisf lokkur- inn notaði til þess enn einu sinni að hræða Reykvíkinga frá því að skipta um stjórnarforystu. Það var jafnvel gef ið sterklega í skyn að Esjan hyrfi á sömu stundu og Birgir ísleifur Gunnarsson tapaði meirihlutanum í Reykjavík. En nú er semsé liðinn heill mánuður. Enn er Esjan á sinum stað, enn renna Elliðaárnar til sjávar á sama stað og fyrr, enn hef ur ekki orðið vart við glundroðann sæla, og meirihlutinn nýi, skipaður 5 mönnum Alþýðubanda- lagsins, 2 Alþýðuflokksins og 1 Framsóknarflokksins hef ur komið sér saman um margvísleg mikilvæg grund- vallaratriði í stjórn höfuðborgar (slands. Jafnframt hafa meirihlutaflokkarnir þegar kosið æðstu trúnaðar- menn borgarinnar og þeir hafa kosið i nefndir og ráð borgarinnar án þess að vart hafi orðið við pústra og hrindingar — íhaldinu til mikilla vonbriqða. Þessi eini mánuður nýju stjórnarinnar hefur því i rauninni þegar kollvarpað öllum áróðurskenningum íhaldsins. En engu að síður er mikill vandi eftir óleystur; það er átökin við þau verkefni sem hafa í för meö sér breytingu á borgarsamfélaginu, gera það manneskju- legra og Reykjavík um leiö að forystubyggð í landinu öllu á nýjan leik. Þar þarf margt að gera og mörgu að breyta, en það starf vinnst ekki á einum degi, né heldur á einum mánuði. Það tekur mörg ár að skila árangri eftir áratuga einveldi Sjálfstæðisflokksins. En afstaðan til Reykvíkinga af hálfu borgaryfirvalda er i grundvallar- atriðum breytt, það er meginatriðið. Sú breytta af staða kemur þegar í stað fram með því að nýja stjórnin í Reykjavík hefur ákveðið að kjarasamningarnir skuli settir í gildi. Þannig skynja Reykvíkingar strax í dagleg- um kjörum sínum þegar í stað að skipt hefur verið um stjórn; steingervingar valdsins og afturhaldsins ráða ekki lengur yf ir höfuðborg íslands. Þaðeru stórtíðindi. Ónýtar formúlur í kosningunum 25. júní áttu sér stað meiri breytingar en nokkru sinni fyrr í sögu lýðveldisins í fylgi stjórn- málaf lokkanna. Þessar breytingar hljóta að hafa það í för með sér að lengri tíma taki en ella að ganga frá stjórnarmyndun. Áður voru þekkar formúlur notaðar við hvert skref stjórnmálaflokkanna. Núna hefur fólkið fellt þær formúlur úr gildi að fullu og öllu. Það verða steingervingar valdahrokans líka aðskilja. —s. Myndrœn tilviljun Forseti Islands, dr. Kristjan Eldjárn, á vandasamt verk fyr- ir höndum. L.jó&t er, aö rlkis- stjórnarmyndun getur oröiö erf- iö. En vonandi er þessi mynd Leifs Ur forsetaskrifstofunni frá i gærmorgun vlsbending um aö dr. Kristjáni muni vel farnast. Er þaö ekki sem okkur sýnist aö Jón Sigurösson haldi verndar- hendi sinni yfir forsetanum? Einhvern tlma heföi myndræn tilviljun af þessu tagi veriö talin teikn um velfarnaö. aö álverksmiöja væri enn á feröinni hjá dr. Jóhannesi Nor- dal og öörum stóriöjupáfum í landinu. Þótt ekki hafi veriö lag til aö koma á nýrri stóriöju þeg- ar Eyjafjaröarhugmyndin var á döfinni er ekki vist aö stóriöju- páfarnir hafi lagt upp laupana. Og vlst er um þaö aö á teikni- boröinu hjá Norsk hydro er ál- verksmiöja á Islandi og I útboöi i vélar Hrauneyjarfossvirkjun- ar er gert ráö fyrir þeim mögu- leika aö þriöju vélasamstæð- unni kunni aö veröa bætt viö ef hagstæöur þingmeirihluti er fyrir hendi og landsmenn sofna um stund á veröinum. Sumir segja fátt, aðrir gaspra Þeir eru miklír áhugamenn um stjórnarmyndun um þessar mundir Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrimsson. í rauninni eru þeirbúniraö myndastjórn á pappírnum. ólafur lofar minni- hlutastjórn Alþýöuflokks og Al- þýöubandalags hlutleysi sinu og Geir Hallgrimsson prédikar Viöreisn. Alverksmiðjur á ferðinni „Þaö er engin álverksmiðja á feröinnisvo viö vitum til”, segir Páll Flygering ráöuneytisstjóri I viötali viö Visi I gær. Tilefniö er frétt sem Þjóöviljinn haföi eftir ritinu Engineering and Mining Journal þess efnis aö Norsk hydro hyggðist taka I notkun lOOþúsund tonna álverk- Finnur Torfi Athyglisvert er hinsvegar aö Benedikt Gröndal og Lúövlk Jósepsson segja fátt, en hugsa þeim mun meir aö ætla má. Um óla Jó, og Geir má báöa segja aö þeim væri nær aö verja sín eigin hús niöurrifi heldur en aö hamast I húsbyggingum fyrir aöra. Þaö er athyglisvert aö siödeg- isblööin, sem sumir forystu- manna stjómarflokkanna segja aö hafi unnið kosningarnar, eru „Engin á/- verksmiðja á ferðinni" - segir Páll Plygenrlng :g kannast alls ekkert viö þetta” sagöi Páll ■nring, ráöuneytisstjóri I iönaöarráöuneytinu, er smiöju á Islandi 1982. Páll segir aö hugmyndin um álver á vegum Norsk hydro i Eyjafiröi hafi alveg dottiö upp fyrir. Þaö má vera aö engin ál- verksmiöja sé á ferðinni I iönaö- arráöuneytinu eftir aö upp komst um leyniviöræöur for- ráöamanna Norsk hydro viö Gunnar Thoroddsen og stóriöju- menn I Eyjafiröi. En veriö gæti talsvert á undan flokkunum sjálfum i nýrri stjórnarmyndun. Þannig heldur Vlsir þvi fram aö Lúövik hafi bent forsetanum á sjálfan sig sem æskilegan til- raunamann i stjórnarmyndun og Geir hafi bent á Benedikt. Hvorugt mun rétt vera þvl aö- eins var rætt óformlega um viö- horfin eftir kosningar og engar ábendingar áttu sér staö. En ef til vill fer svo aö þeir sem utan stjórnar lenda kenni siödegis- blööunum um sjórnarmyndun þegar aö henni kemur. Hrakspá Ýmsar illspár eru uppi um erfiöieika á stjórnarmyndun og hver niðurstaöan veröi. Mesta hrakspáin felst llklega i um- mælum Finns Torfa Stefánsson- ar, alþingismanns Alþýöu- flokksins, I Dagblaöinu. Hann segir: ,,Hér þarf aö koma sterk stjórn”. Eins og menn muna var þaö höfuöröksemdin fyrir hjóna- bandi Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrimssonar i rikis- stjórn að hér þyrfti aö koma sterk stórn. Slika skelfing vilj- um viö frábiöja okkur, enda vita allir hvernig fór. Vandræðagangur á krötum Mikill vandræöagangur er á krötum vegna upplýsinga i Nor- egi um fjárausturinn i kosn- ingavél Alþýöuflokksins frá bræöraflokkunum annars staö- ar á Norðurlöndum. Benedikt Gröndal kannast ekki við aö hafa tekiö viö eins miklu fé og Aftenposten, norska Ihaldsblaö- iö heldur fram. Hann hrjáir minnisleysi, veit ekki tölur upp á hár þvi aörir fjalla um pen- ingamál flokksins.ogætlarekk- ertaö upplýsa um fjárupphæöir fyrr en á næsta flokksþingi. Þaö er eins og kratar haldi aö þeir séugjörsamlega „stikkfri” bara af þvi aö þeir viöurkenndu fyrir kosningar aö þeim kæmi eitthvert erlent fé. Sleppa vel Þaö má segja aö Alþýðu- flokksmennhafisloppiö mjög ó- dýrt frá öllum sinum kosninga- brögðum, sem sum voru snjöll og fengu góöan hljómgrunn hjá almenningi. Þeir sögöust ætla aö hætta njósnum i kjördeild- um, en smöluöu samt merktum sauðum — og jafnvel ómerktum á kjörstaö. Allir sem kosið höföu i prófkjörum kratanna voru á skrá og á þeim dundi simaáróö- urinn og tilboö um keyrslu á kjörstaö. Jafnframt var hamast á elli- lifeyrisþegum og fólki á eftir- launaaldri og hringt út eftir út- skrift úr þjóðskránni. Svo langt var gengið i' þessu aö einn ákaf- ur ungkrati hringdi heim til annars manns G-listans i Reykjavik, Eðvarðs Sigurös- sonar, og bauö upp á akstur á Eövarö Sigurösson kjörstaö og minnti á kratana. Þegar ungkratinn var spuröur aö því hverjum honum dytti I hug aö aka á kjörstaö af þessu heimili svaraöi hann meö spurningunni: „Býr ekki þarna einhver sem heitir Eövarö Sigurösson?” —ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.