Þjóðviljinn - 30.06.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.06.1978, Blaðsíða 16
Föstudagur 30. júnl 1978 A&aisfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mðnudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná 1 blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. : Nýkjörin stjórn SVR á fyrsta fundi sinum i gær Fá SVR sjoppuna þrátt fyrír allt? j Nýkjörin stjórn Strætisvagna Reykjavikur kom saman til sfns fyrsta fundar i gær. Guörún Agústsdóttir, (Alþbl.) stjórnar- formaöur SVR, sagöi isamtali viö Þjóöviljann i gær aö á fundinum liefði verið farið yfir tilboð sem boristhöfðu i verslunaraðstöðu á áningarstaönum viö Hlemm. Stjórnin ákvað aö visa útboðinu á sælgætissölunni aftur til umfjöii- unar I borgarráöi. Stjórn SVR haföi fyrir borgar- stjórnarkosningar samþykkt aö sælgætissalan skyldi rekin af fyrirtækinu sjáifu en Birgir tsleif- ur Gunnarss., þáv. borgarstjóri ákvaö að öll verslunaraöstaöan skyldi boöin út. Stjórn SVR telur aö fyrirtækiö geti illa veriö án þeirra tekna sem fyrirsjáanlega veröa af búöinni. Þessvegna var samþykkt á fundi stjórnarinnar aö vísa málinu aftur til borgar- ráös gegn mótatkvæöum Sjálf- stæöismanna. A fundinum i gær var Leifur Karlsson, (Fr.) kjörin varafor- maöur stjórnar SVR. — ekh Guðrún Agústsdóttir, stjórnarfor- maður Strætisvagna Reykjavik- ur. Dráttur á lánveitingum til kaupa á eldra hásnæöi: Hvenær koma G-lániri. Fjöldi manns biður þessa dag- ana eftir að fá G-lán hjá Húsnæöismálastjórn til kaupa á eldra húsnæöi . Húsnæðismála- stjórn mun fjalla um máiið á fundi næstkomandi þriðjudag. Skömmu fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar eða 25.mai sendi félagsmálaráðuneytiö út frétta- tilkynningu þar sem tilkynnt var það álit ráöuneytisins aö hækka bæri hámark G-lána til kaupa á eldra húsnæöis úr l.miljón i 1,8 miljón króna. Rýmka átti jafn- framt lánsheimildir og stuðla þannig aö betri nýtingu á eldri i- búðum og auðvelda ungu fólki að eignast ibúöir i eldri hverfum . Þetta kosningaloforð Gunnars Thoroddsens félagsmálaráðherra var siðan sent til Húsnæðismála- stjórnar sem enn i dag hefur ekki afgreitt tilmæli ráöuneytisins. Umsóknafrestur um þessi lán rennur út 1. júli n.k. Vitað er aö mikill fjöldi ungs fólks hefur fest kaup á eldri ibúðum i trausti þess að fá fyrrgreinda lánveitingu. Sýnt er aö dráttur verður á út- hlutun lánanna og liklega hæpið að nægilegt fé sé i sjóöi til aö standa undir fyrrgreindri hækk- un. A meðan veröa umsækjendur aö velta á undan sér þeim skuld- um og meðfylgjandi vaxtabyrði. Og óvissan um fyrirgreiðslu veld- ur þvi mörgum hugarangri þessa dagana. Á meðan situr stjórn Húsnæðismálastjórnar á ráö- stefnu um húsnæöismál á Hótel Höfn i Hornafirði. „Eyðilegging tómata ekki forsvaranleg” — segja Neytendasamtökin í bréfi til Sölufélags Garðyrkjumanna t gær skýröi Dagblaðið frá þvi að Sölufélag garðyrkjumanna hefði látib eyðileggja mikiö magn af „umframframleiðslu” á tómötumog gúrkum. Vegna þess- arar fréttar sendu Neytendasam- tökin fréttatilkynningu þar sem þau greina frá ábendingum sem samtökin höfðu sent Sölufélagi garðyrkjumanna 21. júli 1977, um nýtingu umframframleiðslunn- ar”. Þar segir m.a. „Neytendasamtökin hafa tekið eftir fréttum i fjölmiðlum um eyðileggingu á gúrkum og tómöt- um. Sé tekiö tillit til þess, að is- lenzkur matur er heldur snauður af vitaminum og að verð á gúrk- um og tómötum i verslunum er svo hátt, að margar fjölskyldur geta ekki keypt nægilegt magn af þessum vörum, er eyðileggingin ekki forsvaranleg, þar aö auki er nauðsynlegt að hafa i huga, að niðursoðið gúrkusalat og asiur á háu verði er flutt inn erlendis frá. Vilja NS þvi vinsamlega benda yður á eftirfarandi möguleika varðandi fullnýtingu þessara vara. 1) Selja aftur i verzlunum gúrkur og tómata 2. flokks á lágu verði eins og fyrr. 2) Frysta niðurskornar gúrkur og selja að vetri. 3) Selja á heildsöluverði og með afslætti kassa af gúrkum og tömötum beint til neytenda og auglýsa slika sölu vel. 4) Leiðbeina neytendum varð- andi frystingu og niöursuðu græn- metis. Til hliðsjónar mætti hafa þær leiðbeiningar, sem SG gaf út fyrir nokkrum árum um notkun og meðferð grænmetis, enda var sú hugmynd mjög til fyrirmynd- ar. Viljum við vinsamlegast biðja yður um skriflegt svar sem allra fyrst.” Alþýöu- banda- lagið Vinnugleði Alþýðubandalagið I Reykjavik heldur kosninga- hátið i Þórscafé n.k. sunnu- dagskvöld. Húsið verður opnað kl. 21, en klukkan 22 hefst stutt dagskrá, með ávarpi Svavars Gestssonar ritstjóra. Dagskráin verður nánar auglýst i Þjóðviljanum á morgun, en að henni lokinni verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta þeir 500 krónur. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, félagar og þó sérstaklega þeir sem voru i störfum fyrir G-list- ann á kjördag er velkomnir. Ferð Akveðið hefur verið að fara i hina árlegu sumarferð i lok sumars að þessu sinni. Ferðin er ákveðin um mánaðamótin ágúst september og verður áfangastaður auglýstur síð- ar. Félagsfundur Félagsfundur verður haid- inn miðvikudaginn 5. júli Fundarstaöur og dagskrá nánar auglýst i Þjóðviljan- um þriðjudag og miðviku- dag. Frá aöalfundi SÍS í Bifröst Heildarvelta SÍS jókst um tæp 50% á árinu í gær morgun hófst að Bifröst I Borgarfirði ’76. aöalfundur Sam- bands isl. samvinnufélaga. Gert er ráö fyrir, að honum ljúki sið- degis á morgun, fóstudag. Fund- inn sækja um 100 fulltrúar frá rúmlega 40 Sambandsféiögum, auk stjórnar Sambandsins, fram- kvæmdastjórnar og allmargra gesta. Formaður Sambandsstjórnar, Eysteinn Jónsson, setti fundinn og minntist i upphafi látinna sam- vinnumanna. Fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Eldjárn Þórar- insson og Friðfinnur ólafsson til vara og fundarritarar þeir Páll Lýðsson og Björn Teitsson. Eysteinn Jónsson flutti siðan skýrslu stjórnar og skýrði frá helstu viöfangsefnum hennar á liönu ári. 1 lok ræðu sinnar lýsti Eysteinn Jónsson þvi yfir, aö hann bæðist undan endurkosn- Eysteinn Jónsson lætur af formennsku ingu sem formaður og þar með i stjórn Sambandsins, en þar hefur hann átt sæti i þrjá áratugi. Heildarveltan jókst um 48,9% Heildarvelta Sambandsins 1977 nam 43.429 milj. króna og jókst um 14.255 milj. frá árinu á undan eða 48,9%. Veltan skiptist þannig niöur á einstakar deildir Sam- bandsins: Búvörudeild 10.020 milj., S já varafurðadeild 14.916 milj., Innflutn- ingsdeild 8.272 milj., Véla- deild 3.682 milj., Skipadeild 1.633 milj. Iðnaðardeild 4.829 milj. og smærri starfsgrein- ar 77.1 milj. Af veltu Sambands- ins var útflutningur 21.5 miljarö- ar króna. Þar af var útflutningur Búvörud. 5.3 miljarðar, Sjáv- arafurðadeildar 14.2 miljarðar og Iðnaðardeildar 2 miljarðar króna. Jókst útflutningurinn um 58.7% frá árinu á undan i krónum talið. Rekstrarkostnaður jókst um 49,3% Hinar miklu hækkanir, sem fylgdu í kjölfar kjarasamning- anna i júni á siðasta ári, settu svip sinn á rekstur Sambandsins á árinu. Rekstrarkostnaður hækkaði mjög mikiö, eða um 49.3%, en brúttótekjur jukust að- eins um 38.8%. Þrátl fyrir þetta Eysteinn vikur úr stjórn eftir 30 ára setu. tókst að ná hallalausum rekstri, og varð tekjuafgangur af rekstri Sambandsins fyrir árið 1977 103.6 milj. kr. á móti 376.9 milj. kr. árið 1976. Er þábúið að taka tilgreina fyrningar fastafjármuna að upp- hæð 428.9 milj. kr., vexti að upp- hæð 852.0 milj. kr. og opinber gjöld að upphæð 334.5 milj. kr. Auk þess eru tekjur utan rekstrarreikningsaf sölu eigna og jöfnunarhlutabréfum 96.9 milj. kr. færöar á höfuðstólsreikning. Lokafærslur á rekstrarreikningi eru endurgreiðslur til kaupfélaga og frystihúsa, 108.7 milj. kr., og minnkun birgöavarasjóðs 6.4 milj., svo aö eftir þær er óráð- stafaður tekjuafgangur 1.3 miljónir króna, envar 125.6 milj. kr. árið á undan. Nær hálfur miljarður i Holtagarða. Fjárfestingar Sambandsins i fasteignum, skipum, vélum og áhöldum námu samtals 1.222.3 Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.