Þjóðviljinn - 30.06.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.06.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 30. júní 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Norrænar minjar grafnar upp í Jórvík á Englandi Fornleifafræöingar í kapphlaupi viö tímann Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, er nýkominn úr ferö til Englands þar sem hann var gerður aö heiðursdoktor viö háskólann i Leeds. Hann notaöi tækifærið til að lita á mikinn fornleifauppgröft, sem nú fer fram I Jórvik (York), á minjum norrænnar byggöar þar frá vik- ingatlmunum. Þjóöviljinn átti i gær samtal viö forsetann um þessa heimsókn. Þarna er um að ræða mjög merkar minjar frá sama tima og landnám islands átti sér stað og sögualdartimunum og leiðir i ljós að búseta norrænna manna hefur verið meiri i Jórvik heldur en kemur fram i skráðum heimild- um, sagði Kristján. Ég var þarna i einn dag en ég er einn af vernd- urum þessa uppgraftar. Það var Rætt við dr. Kristján Eldjárn, forseta íslands, sem er nýkominn úr heimsókn þaðan Magnús Magnússon i Skotlandi sem stóð fyrir þvi en hann drifur þetta áfram með miklum auglýs- ingakrafti. Uppgröfturinn fer fram i mið- borg Jórvikur og eru þvi fornleifafræðingar i kapphlaupi við timann. Þeir hafa nú eitt og hálft ár til stefnu og verður þá hætt hvernig sem á standur þvi að þarna eiga að koma byggingar, bilastæði og götur. Aðalsvæðið er i Copper Gate, sem áður hét Járnsmiðagata, og þar er ekki mikið að sjá. Svæðið er eins og hvert annað flag og fornleifafræðingar á við og dreif hver með sina teskeið. Þeir vanda sig mjög mikið eins og nú er yfir- leitt gert og er unnið úr þvi sem upp kemur á rannsóknarstofum. Þeir hlutir sem þarna hafa komið fram er hafðir til sýnis og eru þeir svipaðir og við könnumst við frá sögualdartimanum. Einn- ig hafa verið gefnir út margir smábæklingar um uppgröftinn. Eins og áður sagði hefur þarna Kristján Eldjárn verið stórt norrænt hverfi með margs konar iðngreinum. Þarna hefur verið kambasmiði, skart- gripasmiði, klæðagerö og skógerð svo aö eitthvað sé nefnt. Hlutirnir sem fundist hafa eru ekki beint dýrlegir en ákaflega þýðingar- miklir, sagði dr. Kristján að lok- um. —GFr Cr Vopn frú Carrar eftir Brecht sem sýnt veröur fram á haust. Enn metár í Þjóðleikhúsinu 433 sýningar og yfir 130 þúsund áhorfendur • Leikrit Jökuls, Káta ekkjan, Á sama tíma að ári, Fröken Margrét og Mæður og synir sýnd í haust • Tveir einþáttungur eftir Agnar Þórðarson í æfíngu Leikári Þjóöleikhússins lauk m eö sýningu á Kátu ekkjunni um sl. helgi. Er þá lokiö einu um- svifamesta leikári ieikhússins til þessa. Tala sýningargesta var rúmiega 133 þúsund og sýninga- fjöldi hvorki meira né minna en 433 á leikárinu. Meirihluti þess- ara sýninga var i leikhúsinu sjálfu, en hins vegar hafa aldrei verið jafnmargar sýningar utan höfuðborgarinnar eöa á annaö hundraö. Leiksýningar á sjálfu leikárinu dreifast á rúmlega 9 mánaða tlmabil og ef frá eru dregin mánudagskvöldin, sem eru fri- kvöld leikara og þriggja vikna hlé vegna verkfalls opinberra starfs- manna i haust, kemur i ljós að leikhúsið hefur haft sem svarar tveimur sýningum á dag. Tala sýninga á Stóra sviöinu var 209 eða svipað og undanfarin ár og tala gesta rúmlega 96 þúsund. A Litla sviöinu voru sýningar 63 og tala gesta 4.823. Sýningar utan- húss i leikferöum i skólum og við- ar vorusamtals l62ogtala áhorf- enda rúmlega 33 þúsund. A verkefnaskránni voru sam- tals 20 viöfangsefni.4 leikrit voru sýnd eftir isl. höfunda. Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnars- son, Grænjaxlar eftir Pétur Gunnarsson o.fl. og Stalin er ekki hér eftir Véstein Lúðviksson og voru þau öll frumflutt, auk þess voru svo sýningar á Gullna hliöi Daviðs Stefánssonar, sem tekið var upp til sýninga frá fyrra leik- ári. Tvær forsýningar voru á enn einu nýju islensku leikriti á Lista- hátið, það er Sonur skóarans og dóttir bakaranseða Söngurinn frá My Lai eftir Jökul Jakobsson, sem siðan verður frumsýnt i haust. Þrjú viðfangsefni voru sérstak- lega ætluð börnum eða ungling- um: öskubuska, Dýrin i Hálsa- skógi og Grænjaxlar. lslenski dansflokkurinn stóð með Þjóð- leikhúsinu að þremur sýningum á árinu, Hnotubrjót Tsjaikovskis, sem var i fyrsta sinn fluttur á Is- landi, m.a. með Helga Tómassyni I einu helsta hlutverkinu, sömu- leiðis voru frumfluttir ýmsir dansar, m.a. á listahátið verk eftir Yuri Chatal og Ingibjörgu Björnsdóttur við tónlist eftir Jón Asgeirsson og Þursaflokkinn. Meðal gestadansara I vetur auk Helga voru Anna Aragno, Matti Tikkanen, Þórarinn Baldvinsson. Sveinbjörg Alexanders og Alpo Pakarinen. Á leikárinu var i fyrsta sinn fluttur i leikhúsinu griskur harm- leikur. Það var ödipús konungur eftirSófóklesi islenskum búningi eftir Helga Hálfdanarson. önnur erlend verk voru eftir John Mill- ington Synge, Bertolt Brecht, Roberto Athayde, Per Olov En- quist, Eduardo de Filippo og Bernard Slade. Leikrit hins siðastnefnda, A sama tima aö ári, var frumsýnt á Húsavik I marsmánuði og hefur veriö sýnt á 51 staö úti um land samtals 83svar sinnum. Hefur ekkert leikrit verið sýnt jafn oft utan Reykjavíkur siöan leikferöir hófust á lslandi. Þessi gaman- leikur verður sýndur á stóra sviði leikhússins i haust. Nótt ástmeyjanna var sýnd 12 sinnum i leikför um Austur- og Norðurland i haust. Grænjaxlar var þaö leikrit sem sýnt var næst- oftast á leikárinu, voru sýningar alls 63,16 I 8 skólum i Reykjavik og 25á 12 stöðum utan Reykjavik- ur, þá voru þeir sýndir nokkrum sinnum I Þjóöleikhúsinu og 12 sinnum á Kjarvalsstööum. Þá voru sýningar tslenska dans- flokksins i skólum og i Stykkis- hólmi og Hnifsdal, sömuleiöis var Fröken Margrét sýnd i Mennta- skóianum á Isafiröi og viö Sund. Þannig hefur Þjóöleikhúsiö veriö meö sýningar á 70 stööum viös- vegar á landinu á þessu liöna leikári. Sýningar á Fröken Margréti urðu samtals 55, þar af 52 á Litla sviðinu i leikhúskjallaranum og hefurekkertleikrit verið sýntþar jafnoft. Bæði Fröken Margrét og Mæður og synir verða sýnd aö nýju I haust, enda sýnd fyrir fullu húsi fram undir lok leikár. Tvær gestaleiksýningar voru á árinu: Raatikko dansflokkurinn frá Finnlandi sýndi á Stóra svið- inu m.a. leikdans byggðan á sögu Halldórs Laxness, Sölku Völku, og Leikfélag Akureyrar sýndi Alfa Beta á Litla sviðinu. Og loks má ekki gleyma Kátu ekkjunni, sem hefur reynst ein vinsælasta óperettusýning leik- hússins fyrr og siðar og veröur tekin til sýningar að nýju I haust. Þar kemur m.a. fram sem kunn- ugt er Þjóðleikhúskórinn, sem hélt upp á 25 ára afmæli sitt meö tvennum tónleikum á árinu. Auk þeirra verka, sem nefnd hafa ver- ið má nefna að fleiri verk hlutu mjög góða dóma svo sem Týnda teskeiðin og Stalin er ekki hér. Rúmlega 30 leikarar eru fast- ráönir viö leikhúsið, en auk þess léku um 20 aðrir leikarar eitt eöa fleiri hlutverk á árinu. 1 Kátu ekkjunni sungu 5 einsöngvarar, i Islenska dansflokknum eru 10 dansarar og i Þjóðleikhúskórnum 40söngvarar. Þá tóku rúmlega 60 hljóðfæraleikarar þátt i sýning- um leikhússins i vetur og um 20 aukaleikarar, en fastráðið starfs- fólk er um 50 manns. Algengt er að um 300 manns séu á launum hjáleikhúsinu I hverjum mánuði. 10 leikstjórar störfuðu i Þjóð- leikhúsinu i vetur og eru þeir þessir: Baldvin Halldórsson, Benedikt Arnason, Briet Héöins- dóttir, Gisli Alfreösson, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Klemens Jónsson, Sigmundur örn Arngrimsson, Stefán Bald- ursson og Sveinn Einarsson. Leikmynda- og búningateiknarar voru þessir: Birgir Engilberts, Æjörn G. Björnsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnar Bjarnason, Gylfi Gislason Magn- ús Tómasson, Messiana Tómas- dóttir, Sigurjón Jóhannsson og gestirnir Alistair Powell og Una Collins. Eins og fyrr segir hef jast I sept- ember sýningar á hinu nýja leik- riti Jökuls Jakobssonar, á Kátu ekkjunni og Á sama tima að ári á Stóra sviðinu en á Fröken Mar- gréti og Mæðrum og sonum á Litla sviðinu. Þar er jafnframt verið að æfa tvo nýja einþáttunga eftir Agnar Þórðárson. Verdur jardvarmadeild úr Háskóla Sameinuöu þjóöanna stofnuö hér á landi? Þjálfun í jarövarma- fræðum á r Islandi A 25 ára afmæli Sameinuöu þjóöanna var gerö samþykkt um aö stofna bæri Iláskóla Sam- einuöu þjóöanna (HSÞ) sem væri starfsræktur þannig, aö deildir hans væru staösettar viöa um heim. Eftir að tekiö var aö ræöa um þennan háskóla vaknaöi áhugi á lslandi fyrir þvi aö fá eina deild hingaö er snerti jarövarma- fræöi. Lengi þvældist þó máliö fyrir innlendum stofnunum og ráöuneytum og voru urn tima horfur á aö lslendingar misstu af þessu tækifæri að fá deild frá HSÞ staösetta hér á landi. Það var loks I mars s.l. að rikis- stjórn Islands sendi tillögur til HSÞ um þjálfunar-áætlun á veg- um HSÞ á sviði rannsókna og vinnslu á jarðvarmaorku. 1 þeim tillögum er gert ráð fyrir aö Is- lendingar standi straum af meginhluta þess kostnaöar sem beint er tengdur innlendri aðstöðu og mannafla, en HSÞ standi straum af dvalarstyrkjum og erlendum kostnaði styrkþega. Jafnframt tilkynnti ríkistjórnin HSÞ að hún hefði i hyggju að veita árlega einn styrk, er tengd- ur sé þessari starfsemi og muni sá styrkþegi valinn af Isienskum stjórnvöldum. I tiliögum sinum lagði rikisstjórnin til, að starfsemin skyldi hefjast á árinu 1979 og að á þvi ári yrðu veittir sem svaraði 5 ársdvalarstyrkj- um. Lét rikisstjórnin i ljós áhuga á að gera formlegan samning um fyrirkomulag þessa starfs. I fréttabréfi Verkfræöinga- félags Islands er frá þvi greint að vinnufundur á vegum Háskóla Sameinuöu þjóðanna veröi haldinn að Laugarvatni dagana 3.-7. júli n.k. ,,Til fundarinshefur verið boðið ýmsum heimþekktum jarö- varmavisindamönnum og vis- indamönnum frá þróunarlöndum, alls 10 einstaklingum auk sér- fræðinga frá Orkustofnun og Háskóla Islands. Einnig sækja fundinn ýmsir forráöamenn frá HSÞ, Unesco og Sameinuðu þjóðunum a' sviðum auðlinda- nýtingar og menntamála. Þeir menn, sem koma til fundarins erlendis frá, eru: A. Alcaraz, Filippseyjum T. Boldizar, Ungverjalandi R. S. Bolton, Nýja Sjálandi R. Cataldi, Italiu G. Cuéllar, E1 Salvador R. Hánel, Vestur-Þýskalandi L. J.P.Muffler, Bandarikjunum S. Murali, Indlandi S. B.Ojiambo, Kenia S. Onodera, Japan J. M.Harrison, HSÞ Walther Manshard, HSÞ Walt Shearer, HSÞ J.R. McNitt, Sameinuðu þjóðun- um E. M.Fournier d’Albe, Unesco Sveinn S. Einarsson, Sam. þj. Undanfarnar vikur hefur verið starfandi vinnuhópur skipaður sérfræðingum frá Orkustofnun og Háskóla tslands, sem haft hefur það verkefni að semja drög að starfsáætlun fyrir þjálfun 1 jarð- varmafræðum á Islandi á vegum HSÞ. Verða þessi drög lögö fram, kynnt og rædd á vinnufundinum að Laugarvatni. Þá mun einnig væntanlega verða úr þvi skorið, hvort af samningum verður um tillögur rikisstjórnarinnar til HSÞ. Ef samningar takast og jarövarmadeild HSÞ veröur stofnuö á tslandi, er ekki aö efa, aö þaö veröur mikil lyftistöng fyrir islsnska visindamenn og verkfræöinga á sviöi jarðvarma og fyrir þróun þeirra mála hér á landi I framtiöinni.” —óre

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.