Þjóðviljinn - 30.06.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 30.06.1978, Side 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN! Föstudagur 30. júnl 1978 Hvað þarf að fela? Liklega eru þaö fáir sem eru óvelkomnir á veitinga- og kaffi- hús borgarinnar, svona um miðjan dag, ódrukknir og hrein- lega til fara. Málið snýst þó óvenju harkalega við, þegar sá hinn sami er meö ljósmyndavél, hvað þá ef hann er blaðamaður á Þjóðviljanum. Þetta fékk undirrituö að reyna, ekki aðeins meðan á feröalaginu stóð, held- ur einnig eftir að það var afstaö- ið. En hvers vegna má ekki taka myndir af s'tarfsaðstöðu fólks á vinnustöðum? Hvers vegna má ekki fylgjast með deilum sem atvinnurekendur eiga i viö verkalýösfélag sem hefur um 500 félagsmenn? Hvaö er það sem ekki má sjást á prentaðri ljósmynd i Þjóðviljanum, og hvaö er það sem ekki má segja frá i blöðunum? Min reynsla er að það sé eitthvað sem þarf aö fela. Eitthvað sem menn vita að er ekki til fyrirmyndar og telja þvi ekki rétt að komi fyrir sjónir almennings. Ef þessir ágætu menn og konur, sem eru svo hræddir við ljósmyndara og blaðamenn, standa undirritaða aö þvi að falsa ummæli sin eða ljósmyndir, — þá er þeim vel- komið að visa mér frá og neita mér um aö taka ljósmyndir. Hins vegar er það hreinn dóna- skapur aö ætla mönnum slikt fyrirfram, hvað þá að ætla sér að ritskoða það sem frá manni fer um eitthvert atriði áöur en það birtist i blaðinu. —AI 1 eldhúsinu á Skálanum. Kristrún og Hrefna ræöa við starfsfólkiö. 5,; f. 'v ,, - t'- -. „1 þessum störfum duga ekki nema dugnaöarforkar” Blaðamaður Þjóðviljans hafði hug á að kynna les- endum störf og starfsaðstöðu þeirra, sem vinna við afgreiðslu á matsölustöðum i borginni, og hafði af þvi tilefni samband við formann Félags starfsfólks i veitinga- og gistihúsum, Kristrúnu Guðmundsdótt- ur. Þá stóð þannig á, s.l. þriðjudag, að hún ásamt gjaldkera félagsins, Hrefnu Jóhannsdóttur var á leið i nokkra matsölustaði i borginni, til þess að ræða við forstjóra þeirra um kvartanir sem borist höfðu frá starfsfólki. Endirinn varð að blaðamaður slóst i för með þeim, en áður sögðu þær undan og of- an af starfsemi félagsins. 1 Félagi starfsfólks i veitinga- og gistihúsum eru tæplega 500 fé- lagsmenn. Kristrún sagðist ætla að yfirgnæfandi meirihluti, jafn- vel yfir 80% þeirra væru konur. Talsvert er af ungum stúlkum, sem stoppa stutt í þessari vinnu, sagði Kristrún, og þær fylgjast litið með störfum félagsins af þeirri ástæöu. Hins vegar hefur færst mjög I aukana að einmitt þessar ungu stúlkur séu vakandi gagnvart sinum félagslegu rétt- indum og þær þora aö leita til fé- lagsins, þegar þær telja á sér brotið. Þá er einnig algengt, sér- staklega nú i byrjun sumars, að mæðurnar hringi i okkur vegna dætra sinna, sem ráðið hafa sig i sumarvinnu, og kynni sér taxta og réttindi, sem þeim ber. Þd er einnig talsvert af full- orðnum konum, sem hafa langan starfsaldur og hafa oft veriö ára- tugum saman á sama staðnum. Þær eru oftast i erfiðustu vinn- unni — i uppvaski og hreinsa til, og i rauninni eru þær látnar vinna öll skltverkin, sagði Hrefna. Þessar konur eru vanar þvi að gera það sem þeim er sagt og þær sjá lika fyrir hvað þarf að gera á staðnum, og ganga I þau verk þegjandi og hljóðalaust. Ungu stelpurnar eru miklu harðari af sér og segja bara nei, ef þeim er bent í verk sem þær telja að séu ekki hluti af ráöningunni. Fullorðnu konurnar eru oftast þakklátar fyrir að fá að vinna þó ekki sé nema brot úr degi, og þær eru auðvitaö hrædd- ar við aö veröa reknar, þvi þær fá ekki svo auðveldlega vinnu aftur eins og ungu stelpurnar. „Þær sofa i vinnunni” Annars er þaö nú svo, aö á flest- um stööum, sem reknir hafa veriö lengi hér i borginni, aö þar er fastur kjarni starfsliðs, sem unn- ið hefur á staðnum árum saman. Mér hefur þdtt atvinnurekendur ósanngjarnir l garð þeirra, sem þessi störf vinna, sagði Kristrún, þvf allt of algengt er að þeir telji alla sem fyrir þá vinna lata og hyskna, — þær sofa i vinnunni og nenna engu, er viökvæðiö. Hins vegar stenst þetta engan veginn, þvi þessi vinna er mjög erfið og erilsöm og það myndu ekki duga í þessu nema dugnaö- arforkar. — Hver eru lágmarkslaunin? Þau eru nú i kringum 140.000 krónur fyrir 8 stunda dagvinnu. Heimsókn á Skálann Tilefnið var kvörtun frá stúlku, sem unnið hafði 3-4 mánuði i bakariinu á Hressó. Samkvæmt samningum átti hún að eiga fri alla sunnudaga og annan hvern laugardag, en hún fékk aldrei fri á laugar- dögum þann tima sem hún vann á staðnum. Þegar hún svo neitaði að vinna laugardaginn 17. júni, fékk hún uppsögn. Stúlkanfór fram áaðfá greidd- an uppsagnarfrest sinn, sem er hálfur mánuöur, en þvi var neitaö og henni boöiö að vinna þetta af sér i öörum verkum, t.d. viö upp- vask. Forstjórinn var ekki við og þær Kristrún og Hrefna gáfu sig á tal við starfsfólkiö og gengu um eld- húsiö og inn i bakariið. I samtöl- um þeirra viö starfsfólkið kom fram aö þær sem starfa i salnum ogfágreitt 15% þjónustugjald en engin föst laun eða kauptrygg- ingu, eruoft undir lágmarkstaxta félagsins, sem er 140.000 krónur. T.d. sagðist ein stúlknanna fá 5-6000krónur á dag fyrir 8 stunda vinnu. Þó þessi stúlka ynni alla daga mánaöarins fengi hún ekki lægstu byrjunarlaun. Enginn hefur kvartað til félagsins, en siöast þegar samningar voru geröir voru þó uppi raddir um að taka bæri þessi 15% út eöa greiða f þaö minnsta kauptryggingu. Það náö- ist þó ekki fram, en Hressingar- ^skálinn er eini staðurinn sem ræður fólk upp á þessi býti. Myndataka i bakariinu bönnuð Þá þótti blaöamanni einnig ljóst aö þessi heimsókn stjórnar- mannanna þótti jaðra við hnýsni, oghafðieinstúlknannaaðorði, aö hún myndi koma til félagsins ef henni þætti ástæða til aö kvarta, en hún kæröi sig ekki um að stjórnarmenn kæmu svona fyrir- varalaust á staðinn. Best væri aö þeir sneru sér til forstjórans (sem var jú erindið með heimsókn- inni), eða töluðu við verkstjór- ann. Trúnaöarmaöur er enginn á Hressingars kálanum. Blaðamaöur fylgdist með þvi sem fram fór og tók nokkrar myndir i eldhúsinu og veitinga- salnum, —en þegar inn I bakariiö kom, geröi verkstjórinn athuga- semd og sagðist halda aö það þyrfti leyfi forstjórans til þess að taka þar myndir. Voru þvi engar myndir teknar þar, og satt best að segja var þar erfitt um vik til myndatöku, sökum þrengsla, hvort sem er. —AI Spjallað við Kristrúnu Guðmundsdóttur og Hrejnu Jóhannsdóttur um störf á matsölustöðum A skrifstofu Félags starfsfólks i veitinga- og gistihúsum. Hrefna Jóhannsdóttir gjaldkeri og Kristrún Guðmundsdóttir formaöur félagsins. 1 Matstofu Austurbæjar. Kristrún og Þórir þrátta um vinnutfma og laun. Föstudagur 30. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Til viöbótar kemur vaktaálag, en á flestum þessara staða er unnið á vöktum, og bætist oftan á dag- vinnuna rftir klukkan 5 á daginn. Venjulega eru það milli 90 og 100 tlmar á mánuöi, og lágmarks- vaktaálagið er 245 krónur, þannig að lágmarkskaup fyrir vakta- vinnu er um 165.000 krónur. Þetta eru byrjunarlaunin sam- kvæmt skertum samningum, en það eru þó nokkuö margir sem borga samkvæmt samningum og þá er kaupið auðvitað hærra, sagði Kristrún. 40 eða 44ra stunda vinnuvika? — Hver eru helstu kvörtunar- efnin frá þessum stöðum? Þaö er allt mögulegt, sagði Hrefna. Algengast er aö vaktirn- ar séu vitlaust upp settar, en hér i eina tiö meðan 44 stunda vinnu- vikan var og hét, þá var vöktun- um auðvitaö deilt i þær. Margir forstjórar viröast ekki enn hafa áttaðsig á þvi, að nú gildir hér 40 stunda vinnuvika, og aö vöktun- um verður aö deila I hana. Þetta er algengasta orsökin fyrir of löngum vinnutima,ogfyrir þessar aukastundir er þá ekki borgað. Þá ber aö greiða þeim sem hætta vinnu eftir aö síðustu strætisvagnar fara, eitt og hálft startgjald leigubila, en á þvi er mikill misbrestur. Vaktavinnan er þannig, að menn eiga að vinna 5 daga og eiga síðan tveggja daga fri, og þessir fridagar flytjast til f vikunni. A mörgum stöðum er bara unnið um helgar, eða 3-4 daga I viku, og atvinnurekendur greiða gjarna dagvinnu með vaktaálagi fyrir þá vinnu I stað þess að greiöa næturvinnutaxta eins og þeim ber. Einum vissi ég af, sagði Kristrún, sem bauð starfsfólkinu að greiða þeim vaktaálag ádagvinnuum helgari stað þess að greiða þeim start- gjaldið! Sllkt er auðvitað tvi- mælalaust brot á samningum fé- lagsins við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda. Einu sinni neitaði Hótel Saga að taka til greina starfsreynslu stúlku, sem unnið haföi á Hótel Loftleiöum, og ætlaöi aö setja hana á byrjunarlaun. Uppvaskið á Loftleiðum hefur liklega verið svona ólikt uppvaskinu á Sögu, sagði Hrefna, að hún hefur orðið að læra það upp á nýtt. ! HlíðagriU sótt I HHðagrilli var eigandinn ekki ■ við þegar okkur bar að garði, og Isögðust þær stöliur hafa verið að eltast við hann i heilan mánuð. Þó hafði tekist að ná sambandi við ■ hann i sima. Astæða heimsóknar- innar var kvörtun frá stúiku, sem hafði hlaupið grátandi út af staðnum eftir að hafa verið þar I • vinnu i 31 dag. Hún á þvi rétt á Ihálfs manaðar uppsagnarfresti, en atvinnurekandinn segir hana hafa hlaupið út af miðri vakt og • þvi fái hún ekki eyri. IStúIkunni var einfaldlega gert ókleift að vinna hér eftir aö hún • hafði leitað til félagsins vegna Ideilu hennar og atvinnurekand- ans um eftirvinnu og næturvinnu, sagöi Kristrún. Það var gert með ýmis konar áburöi og leiöindum, sem hún stóð ekki undir. Nú er hún búin aö fá aðra vinnu, enda kom fram i viötölum minum við fyrri atvinnurekendur hennar að litil ástæða var til að ætla að áburöurinn væri réttur. Þessi staður er með margra ára skuldabagga á herðunum vegna félagsins, sagði Hrefna. Hér hefur aldrei verið borgaö i lifeyrissjóð, aldrei i sjúkra- og orlofssjóð og aldrei innheimt félagsgjöld. Mannaráðningar eru mjög tiöar, og skipta stúlkurnar sem hér vinna á einu. ári Ifklega hundruöum. —AI. I Hliðargrill við Hamrahlið, einn þeirra staða sem heimsóttur var án ■ árangurs á þriðjudaginn var. jMatstofa Austur ■ jbæjar heimsótt Fyrirvaralausar uppsagnir Þá er einnig töluvert um fyrir- varalausar uppsagnir, sagði Kristrún, og þá er oft erfitt að fá uppsagnarfrestinn greiddan. Hann er ekki langur, hálfur mánuður fyrsta árið og 1 mánuð- ur eftir áriö. Þá eru atvinnurek- endur tregir að borga I sjúkra- og orlofssjóð, I lifeyrissjóö greiða þeir oft meðhöppum og glöppum, og sama er aö segja um fé- lagsg jöldin. — Eru það alltaf sömu aðilarn- ir sem kvartað er undan? Nei, það getum við ekki sagt. Þessar kvartanir koma frá jafn- mörgum stöðum og þær eru margar. Þeir- virðast allir vera sama marki brenndir. — Hvernig er félagskerfið? Það er afar bágborið, sagði Kristrún, og erfitt hefur veriö að fá fólk til þess að velja sér trúnað- armann á vinnustaðnum. At- vinnurekendur hræða fólkið frá þvi og I rauninni eru margir félagsmenn dauðhræddir við að tala viö okkur. Þetta er áreinanlega ekki auðveldasta verkalýðsfélagið til að starfa fyrir, enda eru atvinnurekendur þvi mjög and- snúnir. Þegar ekki tókst að láta kjósa trúnaðarmenn á nokkr- um stöðum 1 haust neyddumst við til þess að skipa fólk, eins og ákvæði er um i samningum okk- ar en atvinnurekendur uppá- stóöuaö félagiö heföin engan rétt til sliks, og þetta væri ólöglega gert. Þeir hafa verið ótrúlega harðir i andstöðu sinni viö trúnað- armannakerfið, og Flugleiðir drógu t.d. laun af trúnaöarmanni þar, vegna þess aö hann sótti trúnaðarmannanámskeiö I 5 daga, sem á að greiöa full laun fyrir skv. samningum. 1 rauninni eru margir dauöhræddir við að vera fulltrúar félagsins gagnvart „húsbóndanum” og þetta er eitt af þvi sem við veröum að breyta. —AI A Matstofu Austurbæjar var til- efni heimsóknarinnar kvörtun frá tveimur stúlkum, sem ekki höfðu fengið rétt uppgjör á vaktaálagi, og reyndar ýmislegt fleira, svo sem skuldir fyrirtækisins við sjóði félagsins. Þær Kristrún og Hrefna áttu greinilega ýmislegt vantalað við framkvæmdastjórann og voru orðaskiptin snörp. Þetta var i fjórða skiptið sem hann var heim- sóttur vegna þessa máls, auk simtala, sagði Kristrún. Þú hefur ekki sinnt rukkunum i Sjúkra- og orlofssjóð frá 1974, og þær segja að þú borgir vaktaálag- ið eftir brjósta.og mittismáli. Ég geri þetta upp á þriggja mánaða fresti, en borga mánaðarlega, ýmist of mikið eða of litið, sagði framkvæmdastjór- inn. Ég er hér með launamiöa i heilt ár frá einni stúlkunni og þaö árið hefur aldrei verið gert upp vaktá- álagið. Svo er ég hér meö launa- miða I þrjá mánuði frá annarri, og eftir þá þrjá mánuði skuldar þú henni um 70 þúsund krónur fyrir vaktaálag og yfirvinnu. Hún hefur unnið tæplega 43 tima á viku. Ef þú gerir þetta ekki upp, þá fer ég með þetta beint i lög- fræðing i dag. Ekki vildi Þórir samþykkja þetta og þarna var þráttað um vinnutima, opnunartima staðar- ins, vaktaálag og fleira og fleira. Sýndu mér kvittanirnar og stimpilkortin, ég hef ekki ástæðu til að trúa þér frekar en þeim pappirum sem ég hef I höndunum og þvi sem stúlkurnar segja sjálf- ar! Endirinn á heimsókninni varð sá, að þær Kristrún og Hrefna samþykktu að koma i fimmta sinn i heimsókn á Matstofu Austurbæjar þann 4. júli, og sagð- ist framkvæmdastjórinn þá mundu hafa öll gögn sin til reiðu. —AI | 1 eldhúsinu á Matstofu Austurbæjar. Samband verksmiðjuverkafólks á Norðurlöndum ályktar: Atvinnuleysi er glæpur auðvaldsins Rætt vid Þóri Danielsson fram- kvæmdastjóra Verkamannasam- bands íslands um ársfund norræna sambandsins í vestrænum löndum eru tugir miljóna manna án atvinnu og í þróunar- löndum er gifurlegur skortur á atvinnutæki- færum. Hægt væri aö verja fé og kröftum til að skapa atvinnu og um leið að auka þróunaraðstoð við fátækar þjóðir. Þetta er ekki gert,en í staöinn er jafngildi 400 miljarða dollara varið til vígabún- aðar á ári, 25 sinnum meira en til þróunarað- stoðar. Vigvélar eins og nifteindasprengjan þjón- ar markmiðum heims- valdastefnu og auð- valds. Þvi eru kröfurnar: afvopnun — burt með nifteindaspreng jur — aukin þróunaraðstoð — atvinna handa öllum. Það sem hér fór á undan vai útdráttur úr ályktun full- trúafundar norræns verk— smiðju-verkafólks, en hann var haldinn iSviþjóðsnemma i júni. Stéttarfélög verk-smiðju- verkafólks á Norðurlöndum hafa með sér samband sem 1 nefnist „Nordiska fabrikar- betare-federationen”. Verka- mannasamband tslands á aðild að sambandinu og sendir full- trúa á fundi þess. Þórir Danielsson lram- kvæmdastjóri Verkamanna- sambandsins sótti norræna full- trúafundinn að þessu sinni. Þjóðviljinn hafði tal af Þóri og spurði hann: — Hafa íslendingar áöur sótt slika fulltrúafundi? — Já, það höfum viö yfirleitt gert reglulega, Verkamanna- sambandið er siðan 1972 aðili að norræna sambandinu fyrir hluta af félagsmönnum sinum, þ.e. þá sem vinna i verksmiðjum, Áburðarverksmiðjunni, Sem- entsverksmiðjunni , Alver- inu o.fl. Fulltrúafundir eru haldnir árlega, og þess er skemmst að minnast aö fundur- inn i fyrrasumar, 1977, var ein- mitt haldinn hér á Islandi við ágætar aðstæður á Húsavik. — Hvað gerist á fulltrúafund- unum? — A þessum árlegu fundum, sem teljast aðalfundir sam- bandsinsoghaldnir eru til skiptis i aðildarlöndunum,fara að sjálf- sögðu fram venjuleg aðal- fundarstörf, fluttar eru skýrslur frá hverju landi og haldið eitt Þórir Danielsson. veigamikiö erindi frá gistiland- inu. Það eru aö sjálfsögöu hags- munamál verksmiðju-verka- fólks sem þarna er verið að fjalla um. Að þessu sinni var það Hans Gústafsson þingmað- ur og fyrrverandi ráðherra jafnaðarmanna i Sviþjóð sem erindið flutti, og hann ræddi pólitiska og efnahagslega stöðu Sviþjóðar um þessar mundir. — Þú hefur getað fært þeim kosningafréttir héöan að heim- an? — Já, ég hlaut aö sjálfsögðu aö fjalla nokkuð um stjórnmálin i minni skýrslu og niðurstöður þá nýafstaðinna sveitar- stjórnarkosninga, og ég get ekki sagt annað en það hafi verið hlustað með athygli á mitt mál. Staöa launafólks á Islandi er svo nátengd stjórnmálunum að ekki er hægt að fjalla um annað án hins. — Þið eruð ansi pólitiskir i þessari ályktun, norrænir bræð- ur. — Við erum það sannarlega. Atvinnuleysi er eittt aðalvanda- máliö i heiminum i dag, og þvi er slegið föstu aö atvinnuleysið sé glæpur. Og það er vissulega ekki farið I grafgötur um, hver sökudólgurinn er. — önnur verkefni sambands- ins? — Sambandið gengst fyrir ráðstefnum um ýmislegt er varðar stöðu og hagi verkafólks i verksmiðjuiðnaði. A siðast- liðnu ári var haldin ráðstefna um vinnurétt og aðbúnað og heilsuvernd á vinnustaö, og ný- lega var haldin ráðstefna um gleriönað á Norðurlöndum, en hann er nú i miklum vanda gagnvart ásókn fjölþjóðahringa Þjóðviljinn þakkar Þóri fyrir spjallið. Þess má að lokum geta, aö Samband verksmiðju-verka- fólks á Noröurlöndum tekur til 400.000 manna i 5 löndum, en aðildarsamböndin eru 13 Aðal- fundinn i ár sátu 35 fulltrúar, en hann var haldinn i bænum Ronneby á suðurströnd Sviþjóð- ar. —h.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.