Þjóðviljinn - 01.07.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.07.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. júll 1978 Eitt er það í íslensku sem kallað er að velta vöngum. Ég er ekki alveg klár á því hvernig orðtakið er tilkomið, þó minnir mig að amma min, sem kenndi mér að tala, hafi einhvern tíman sagt mér að vangarnir væru sitthvoru- megin á andlitinu, svoleiðis að sá sem veltir vöngum er sennilega þarmeð að snúa sér á hina hliðina. Mér finnst hálfpartinn af þeim sem ég hef hitt eftir kosningarnar, að sú skoðun sé ríkj- andi að rétt væri fyrir fyrrverandi (núver- andi) stjórnarherra að fara að velta vöngum svolitið yfir því hvers vegna landslýðurinn er hættur að nenna að hugsa sér framsókn og sjálfstæðisforystuna við stjórnvölinn. Enginn læs maður og skrif andi í þessu auma landi skilur það hvers vegna Ólaf ur Jóhannes- son og Geir Hallgrímsson segja ekki af sér eftir þá útreið, sem flokkar þeirra fengu í ah þingiskosningunum. Slíkt væri talið sjálfsagt í öllum löndum hinna svokölluðu siðuðu manna. En hver er kominn til með að segja að íslend- ingar séu siðaðir menn. Nóg um það. Nú skul- um við velta vöngum svolítið yf ir því hverjar séu hinar raunverulegu orsakir úrslitanna í síðustu alþingiskosningum. Allir eru á einu máli um það að fylgisaukn- ing Alþýðuflokksins eigi rætur að rekja til þeirrar staðreyndarað málgagn Alþýðuf lokks- ins, Alþýðublaðið hefur ekki komið út að undanförnu, þannig að skoðanir álþýðuf lokks- manna hafa ekki fengið að líta dagsins Ijós í nokkra mánuði á prenti. Þá er það almennt álitið að Alþýðubandalagið haf i aukið f ylgi sitt með því að láta Ólaf Ragnar Grímsson bara sýna útsíðurnar á efnahagsbæklingnum í sjón- varpinu. Sennilega hefði Alþýðubandalagið þurrkast út ef innmaturinn hefði verið á boð- stólum fyrir hinn almenna neytanda. Nú allir vita náttúrlega hvers vegna Sjálf- stæðisf lokkurinn tapaði svo geigvænlega sem dæmið sannar, en ég get nú ekki að því gert að mér er hlýtt til íhaldsins enda er ég borinn og barnfæddur reykvíkingur, svo þetta er nú ein- hvern veginn hálfpartinn langamma mín — dauð að vísu —-, en sem sagt að það sem er álitið orsaka fylgishrun sjálfstæðisflokksins eru eftirtalin atriði: (Og hér á ég að sjálf- sögðu fyrst og fremst við kjördæmið okkar Reykjavík). Jæja, númer eitt er auðvitað sú stórvafasama ráðstöfum að setja söluturninn á Lækjartorginu þannig fyrir framan Bakara- brekkuna að hann skyggir gersamlega á AAorgunblaðshöllina. Síðan hin umdeilda ráð- stöfun að láta klukkuna á Lækjartorgi alltaf vanta tuttugu mínútur í tólf. Þá verður það að teljast óheillavænlegt skeytingarleysi, að fá ekki Sigurjón á Hressingarskálanum til að skipta örar um afgreiðslustúlkur, því ef hann gerði það þá gæti maður þó átt von á því að þær gömlu kæmu aftur. Og svo dettur náttúr- lega engum í hug að kjósa f lokk, sem ekki man einu sinni eftir því að skrúfa frá gosbrunnin- um á vorin. Guð minn góður, maður er bara farinn að halda að Geir Hallgrímsson muni bókstaflega ekki eftir lífríkinu við Tjörnina. Og hugsið þið ykkur bara. Nú er svo komið fyrir höfuðstöðvum Sjálfstæðisf lokksins á ís- landi, AAorgunblaðshöllinni, að Keli Valda á víst lóðina undir henni og allt um kring. Hann á að minnsta kosti öskutunnuportið á bakvið (það er víst þar sem mogginn leitaði svo oft fanga og með þeim árangri, sem dæmin sanna — og svo á Keli fortóið fyrir framan, svoleiðis að AAatthisas kemst í framtíðinni ekki inná blaðið, nema stökkva á stöng, eins og Svein- björn Egilsson forðum. Um fylgishrun Framsóknarflokksins nenni ég ekki að skrifa. Hann liggur fullvel við höggi. AAaður sparkar ekki í liggjandi — ja nú veit ég ekki hvað. Eitt er víst víst og það er að þriðjungurinn af nýja þingliðinu eru grænjaxl- ar, eða eins og segir í vísunni: Nú er kominn tími til að kenna öpum að kynnast þingsköpum. Flosi. P.S. „svoleiðis" á ekki að breyta í „þannig". Háskólabókasafniö: Gefur út árs- skýrslu og leiö- arvísir Háskólabókasafniö hefur gefið út ársskýrslu fyrir áriö 1977 og leiðarvisi um safnið. 1 ársskýrsl- unni kemur m.a. fram aö útlán voru i fyrra ails 15.410 en voru 13.822 árið áður. I.ánþegar voru samtals áriö 1977 2.695 en voru 2.092 árið áöur. I inngangi að ársskýrslunni kemur fram að hlutdeild bóka- safnsins i heildarrekstrarkostn- aði Háskólans hefur fallið úr 3.8 afhundraöi 1973 i 2.9 af hundraði 1978 en marktækar heimildir telji þetta hlutfall þurfa að vera um 6 af hundraði. bá segir ennfremur að þegar bornir séu einstakir rekstrarliöir safnsins saman hafi bókakaupin orðið verst úti á síð- ustu mísserum. Þau tóku til sin 31,6 hundraöshluta rekstrarfjár safnsins 1976 en einungis 20,8 árið 1977. Að krónutölu stóð fjárveit- ing til bókakaupa i stað þessi ár og hækkun 1978 var svo óveruleg að i algjört óefni horfir, segir i skýrslunni. Arsskýrsla Háskólabókasafns 1977 er 23 bls. á lengd og skiptist i eftirfarandi kafla: 1. Inngangur, 2. starfslið, 3. aðföng, 4. bókband, 5. húsnæði.húsbúnaður og tæki, 6. útlán, 7. miliisafnalán, 8. ljósrit- un, 9. flokkun og skráning, 10. samskrár, 11. safndeildir, 12. al- menn safnþjónusta og safnkynn- ing, 13. þjóöarbókhlaða, 14. þátt- taka i fundum og námskeiðum, 15. ritaskrá. Leiðarvisir safnsins er i hand- hægu formi og i honum er hægt að finna allar helstu upplýsingar um safnið og hvernig á að nota það. —GFr Stórmerk færeysk bóka- gjof Jacob Lindcnskov landstjórn- armaður i Færeyjum tilkynnti ríkisstjórn Islands i júlí 1974, að FÓroya Landsstýri hefði i tilefni af ellefu alda afmæli íslands- byggðar ákveðið að gefa lslend- ingum bókagjöf er afhent yröi siðar, þegar nánari ákvöröun liefði verið tekin um inniliald hennar. Samkvæmt tillögu færeyska landsbókavarðarins, Sverris Eg- holms, skyldu tslendingar sjálfir segja til um, hverjar bækur þeir kysu sér, og varð að ráði, að Landsbókasafn Islands fengi i sinnhlutýmis rit, er það vantaði i hinn færeyska bókakost safnsins, en bl Háskólabókasafns er ætti minna fyrir, gengi gott úrval fær- eyskra rita, einkum frá siöari ár- um. Þegar Sverri Egholm lands- bókavörður sótti um daginn þing norrænna rannsóknarbókavarða i Reykjavik I boði forráðamanna þess, hafði hann meðferðis fær- eysku bókagjöfina, en í henni eru alls um 450 bindi, er skiptast á milli Landsbókasafns og Há- skólabókasafns. Gefendur hafa látið gera sér- staka skrá um gjöfina: Bóka- gavan frá Fóroya Landsstýri, og er hér að ofan stuðst við greinar- gerö á kápu- skrárinnar, en þar segir svo að lokum: „Hetta fjölbreytta úrval saman viö teim bókum, sum framman- A miðri myndinni eru Sverri Eghoim landsbókavörður I Tórshavn og kona hans frú Anna, en með þeim eru Finnbogi Guömundsson lands- bókavörður (t.v.) og Einar Sigurösson háskólabókavörður. Myndin var tekin á norrænu bókavaröaþingi i Reykjavik fyrir skömmu, en þar flutti Sverri Egholm erindi um Foroya Landsbókasavn. undan eru i islendsku sövnunum, gevur rættiliga góða lýsing av Foroyum — landinum og fólkin- um, söguogmentan — og fer vón- andi at gera sitt til fruktargott samstarv millim brööratjóðirn- ar”. Rithöfundurinn og listamaður- inn William Heinesen hefur gert afarskemmtilegt bókmerki, sem limt hefur verið i hverja bók. En Sverri Egholm hefur i bréfi 16. maí sl. gert svofellda grein fyrir bókmerkinu: „Ég kann siga tær, at William Heinesen hevur teknað eitt bú- merki (exlibris) til bókagávuna. Evnið er kendu fóroysku drang- arnir Risin og Kellingin, ið sum tú veit, vóru fyrstu Islendingar sum (i sagnold) vitjaðu Fóroyar og ætlaðu at toga oyggjarnar við sær til Islands. Hetta eydnaðistikki, ti beint sum var reis sólin og hesi bæöi heidnu vórðu at steini og standa har enn sum tá og lita norðurvestur i hav. Fyrstu og helst einastu islendsku imperial- istarnir”. Söfnunum báöum, Landsbóka- safni og Háskólabókasafni, er hinn mesti fengur að þessari merku bókagjöf, en með tílkomu hennar hefur mjög eflst hinn fær- eyski bókakostur þeirra. Ætlunin er aö efna i vetrarbyr j- un til sýningar bæði i Landsbóka- safni og Háskólabókasafni á fær- eysku bókagjöfinni, og verður þá væntanlega tækifæri til að skýra nánara frá henni. (Frétt frá Landsbókasafni og Háskólabókasafni) Léleg nýtíng lesstofa 1 Háskólanum t nýútkominni ársskýrslu Ilá- skólabókasafns árið 1977 er vikiö að þeim vanda að einungis örfá lessæti eru i tengslum við aðal- safnið þó að i Háskólanum séu alls 822 lessæti fyrir stúdenta. Segir aö slikt þætti hvarvctna ó- viöunandi ástand. Þó aö nær þvi þriðji hver stúdent gæti setiö i cinu viö lestur á lesstofum Há- skólans er nýting léieg. Þaö kemur m.a. til a.c þvi að reynt hefur verið að leysa les- sætaþörf hverrar greinar fyrir sig þ.e. i tiltölulega smáum ein- ingum. Þar helga einstaklingar sér gjarnan sæti, svo að samnýt- ing verður litil, enda verður skipulagningu á nýtingu vart við komið viö rikjandi ástæður. Segir i skýrslunni að full ástæða væri til að leggja niður sumar hinna smáu lesstofa og koma upp allrif- legu lestrarhúsnæði i sem mestri nánd við aðalsafn, og yrði starfs- maður þar tii umsjónar og fyrir- greiöslu daglangt. Þetta yrði al- mennt lestrarrými, þar sem stefnt væriað a.m.k. þrefalt betri nýtingu en nú tiðkast I lesstofum Háskólans. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.