Þjóðviljinn - 05.08.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 05.08.1978, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1978 Umsjón: Hallgerður Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Steinunn H. Hafstad Mæðralauní stað dagheimila ? Þaö aö mæöurnar fari aftur aö vera heima og hugsa um börnin slnheyriststundum ídag og þá sérilagi þegar kreppa ndl- gast i auövaldsþjóöfélaginu, at- vinnuleysis fer aö veröa.vaft og óöryggi að gripa um sig meöal almennings. Þá er móöurástinni sungiö lof og pris. Þá \)eröur staður kortunnar heimiliö og æösta köllun hennar aö ala upp börnin, enfaðirinn á afturámóti að vinna 12 klst. á sólarhring, eöa írteira viö aö framfleytaöllu saman. Þaö er ekki tekiö út meö sældimri aö vera heima og <ala upp íi'til börn. Þvi fylgir oft félagsleg einangrun og mögu- leikarnir tíl’þess að taka þátt i llfinu utan heimilisins minnka til muna. En hiö göfuga móöur- hlutverk þolir kannski allt, móöirin sættir sig kannski viö hvað sem er viö þaö aö sinna þessari heilögu skyldu. Þaö var kannski svolitiö ööruvlsi hér áö- ur fyrr, fyrir mæöur aö vera heima hjá börnunum sinum, félagsleg einangrun var ekki eins mikil og nú vill veröa i ómanneskjulegum úthverfum á borð við Breiöholtiö. Fyrir nú utan það að i þvi nútima sam- félagi sem við lifum i dag, er honum hreinlega nauösyn að verða sér úti um starfsmennt- un og þjálfun. Kjarnafjölskyld- an er að veröa ansi völt,hjóna böndin verða ekki alltaf eilif og konan situr kannski ein uppi einn góöan veöurdag meö fullt hús af börnum og enga aöra starfsmenntun en þá sem hún hefur öðlast i margra ára heimilisstarfi og sú starfs- reynsla er ekki sérlega mikils metin i dag. Börn eiga lika feður — undarlegt nokk 1 umræðum um uppeldismál vill það gleymast aö börn eiga feður. Uppeldishlutverkiö er af- skaplega göfugt þaö vantar ekki, og þar aö auki hlutverk konunnar. Það hlýtur aö vera æskilegast bæöi fyrir börnin og foreldra þeirra aö báöir for- eldrarnir leggi sem jafnast af mörkum til þess að sjá fyrir Þriðjudaginn 18. júlí vekur Morgunblaðið athygli á ummælum Þóris Stephensens Dómkirkjuklerks, þar sem hann biður nýkjörna alþingismenn að stuðla að því að mæður fái borgað fyrir að ala upp börnin sín svo þau þurf i ekki aðalasf uppi á stofnunum.Og engan skyldi furða að Morgunblaðinu þyki þetta athyglis- vert, þeir hömpuðu því ekki svo lítið s.l. vetur að Soffia Karlsdóttir forstjórafrú hefði verið heima og alið upp börnin sín 10, enda hef ur bóndi hennar senni- lega átt næga peninga til þess að borga brúsann. Það virðist vera alveg í anda þeirra Morgunblaðsmanna að reyna að snúa aftur til þess tíma þegar konurnar voru heima og sinntu störf um sínum þar en karlmað- urinn var fyrirvinnan. heimilinu og ala upp börn sin. Þaö er kánnski kominn timi til þess aö karlmenn fari aö berja hnefanum i boröiö og krefjast- þess að fá aö njóta samvista við börn sin á viö mæöurnar, en þaö hefur þeim af einhverjum undarlegum ástæöum ekki dott- iö i hug ennþá Ekki nema þeim feðrum sem af einhverjum ástæðum hefur verið bannað að umgangast þau börn sem þeir eiga, án þess aö vera giftir mæðrum þeirra. Börnin verða ekki betri en þær aðstæður sem þau alast upp við Þvi miöur er þaö staðreynd I ORÐ BELG Ég ætla að senda ykkur orö í belg, í tilefni af frásögninni um klámritin eöa pornóiö, éins og þaö heitir vfst á útlensku. Það er áreiöanlega tilfelliö þetta meö ónæmiö sem ykkur datt réttilega i hug aö nefna. Almenningur lltur oröiö á þetta skolpræsaþrykk sem sjálfsagöan hlut — já næstum eins og Morgunblaöiö. Látum nú myndirnar eiga sig, þær geta þó aldrei oröið af öðru en berstripuðu fólki eða pörtum af þvi. Textinn i þess- um ritum (Konfekt) er hins- vegar með þeim hætti að hver einasti frjótæknir mundi hugsa sig um tvisvar áöur en hann léti kýrnar heyra slikt orðbragð. Enda visast að dytti úr þeim nytin. Ekki þarf aö fjölyröa um boðskap rita þessara. Ná- kvæma leiösögn er þar aö finna um notkun fikniefna. Kvenimynd sú er lesandanum gefst, er gjarnan uppdópuð vændiskona sem á sér aöeins eina ósk — að geöjast neyt- anda sinum — millanum. Þvi það er hinn eini og sanni há- tindur lifsins og lukkunnar. Ne-hei stelpur þiö farið nú ekki að hátta hjá neinum öskukörlum. Og biöum við — sem lesandinn nú flettir bók- menntunum og býst viö aö fá islensku þjóöfélagi i dag, að margir foreldrar hafa engan tima til þess aö vera heima og hugsa um börnin sin, þó þeir fegnir vildu. Þaö tekur þaö mik- inn tima aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö og strita fyrir brauöinu aö börnin veröa út undan. Þó eru alltaf til undan- tekningar, þ.e. þeir sem þéna það vel aö þeir geta veitt börnunum sinum þann „lúxus” endanlega úr þvi skorið hversu margar bólferðir sögu- hetjan hespi af á sólarhring — getur hann alveg eins rekist á staðfestingu þess v.oða- lega gruns sem hefur þjáö hann og þjakaðárum saman: Að síæmir eru kommarnir. Og þá er vist allt komiö sem fólk þarf aö vita. Lesandi góöur, ef þér þykir eitthvaö að, þá éttu dóp og drekktubrennivin og igrundaöu kynfærin. Þá gleymist þetta allt saman og þér kemur ekki til hugar að fetta fingur út I rikjandi ástand. Sem sagt stúlkur — vanmet- ið ekki sorpritin. Þau eru lúmskur og sterkur óvinur. Allt frá klámritum til hinna útþynntu kvennablaöa hafa þaueim og aöeins einn tilgang. Að vera lesandanum það snuð sem fær hann til aö þegja. Steinunn Eyjólfsdóttir. aö bjóöa þeim upp á eitthvert heimilislif. En börnin verða-íkki betri en þær aöstæður sem þau alast upp við þó þaö sé auövelt aö skella bara skuldinni á þau. Þau eru bara ómöguleg. Þaö er litið um þaö talaðaö þaö eru foreldrarn- irog þjóöfélagiö sem hefur svik- iö skyldur slnar viö þau. Þaö er miklu auöveldara aö keyra bara niður i miöbæ um helgar, benda á krakkana á á Hallærisplaninu til þess að sannfæra sjálfan sig um að þaö eru unglingarnir sem eru ómögulegir, eitt stórt vandamál.unglingavandamálið. Aö þetta sé skemmtilegt fólk meö fullt af frjóum hugmynd- um, það lætur enginn sér til hugar koma, og vita ekkert um það vegna þess að þeir hafa ekkert rætt við þetta fólk. Þetta er bara vandamál, og þvi á nú að bjarga með þvi að senda mæöurnar heim til að gæta æskunnar sem á aö erfa landiö og bjarga okkur frá nýj- um Geirfinnsmálum í framtiöinni. Þaö gleymist bara aö þjóöfélagið i dag er ekki eins og þaö var fyrir 50 árum siöan, þegar mæöur ólu upp börnin sin isveitinni, „unglingavandamál- iö” var óþekkt fyrirbæri og þjóðfélagsgeröin allt önnur en nú er. Dagheimilin burt? Þórir Stephensen minntist einnig á það i útvarpsmessunni aö barnasálfræöingar úti ilönd- um hafi komist aö þvi aö heils- dags dagheimilisvist sé börnum skaðleg. Og það er örugglega rétt að þaö er ekki gott fyrir nokkurt litiö barn að dvelja kannski 10 klst. á sólarhring á dagheimili eins og dæmi eru tíl hér i borginni. Ekki af þvi að foreldrarnir eða foreldrið vilji ekki sinna barninu sinu meira, heldur af þvi aö aðstæður bjóöa hreinlega ekki upp á annaö. Aö láta sér'detta i hug aö hætta að byggja dagheimili er furöulegt. Dagheimili eru nauö- synleg og eiga fullan rétt á sér. Þaö á aö krefjast þess að þau séu góö og öll börn eiga aö eiga rétt á dvöl þar. Þau eiga ekki aö þurfá aö vera þar lengur en 6-7 tima á dag. Þau eiga siöan aö geta komiö heim tíl foreldra sem ekki eru útkeyrð af þreytu. Allir foreldrar eiga að hafa sama rétt til þess aö sinna börnunum sinum og taka þátt I lifinu innan sem utan veggja heimiiisins. Og til þess aö svo geti.oröiö veröur fjölskylda aö geta lifaöaf dagvinnusinni. Þaö væri kannski brýnna verkefni fyrir nýkjörið Alþingi aö reyna • aö stefna aö þvi, heldur en aö fara aö koma á mæöralaunum i staö dagheimila. Aö reyna frek- ar aö koma i veg fyrír aö foreldrar þurfi aö púla myrkr- anna á milli, og láta börnin sin sitja á hakanum. Það þarf að koma i veg fyrir barneignir fólks innan við tvitugt Það væri kannski ráð fyrir ný- kjörið Alþingi að fræöa börn og unglinga eitthvað um kynferöis- mál, barneignir og fjölskyldu- stofnun. Ogreyna aðkoma i veg fyrir aö ungt fólk fari að leika sér I mömmuleik innan viö tvltugt. Það er alltof algengt hér aö fólk eignist börn áöur en þaö er búið að ná þeim þroska sem þarf tíl þess að axla slika á- byrgð. Og þaö ætti ekki að þurfa aö gerast að ungar stúlkur eign- ist börn utan hjónabands löngu áður en þær hafa veriö búnar að mennta sig eða ákveöa hvernig þær vilja haga lifi sinu. Þegar barnið er svo komið getur veriö aö það verði ungri móður hindr- un sem hún á erfitt meö aö sætta sig við og þá bitnar það á barn- inu. Það er orðið auöveldara um vik að fá fóstureyöingu nú, hjá þvl sem áöur var, en frjálsari fóstureyðingum ætti aö fylgja aukin fræðsla. Annað er fárán- legt, fóstureyðing er neyðarúr- ræöi en ekki getnaðarvörn, og hana á aö nota sem slikt. Kyn- ferðisfræðsla i skólum hefur aldrei verið nein hér á landi og það er timi til kominn aö bæta úr þvl. Uppeldi á ekki að slita úr tengslum við önnur þjóðfélagsmál Það er ágætt þegar á aö fara að huga að velferð barnanna i velferðarþjóðfélaginu að byrja á réttum enda. Reyna aö kom- ast fyrir orsakirnar en ekki plástra bara yfir stærstu götin. Þaöaðfaraaö senda mæöurnar inn á heimilin er engin lausn á „unglingavandamálunum”. Þaö er bara yfirborðslausn til þess að friðþægja klerkum út i bæ sem sjá Mariu meyfyrirsér meö Jesúbarnið I fanginu þegar uppeldismál ber á góma, en slita þau algjörlega úrtengslum við þjóðfélagið i heild sinni. Erna Indriöadóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.