Þjóðviljinn - 05.08.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins
Gunnlaugur: Llst illa á þjóöstjórn
og illa á þriggja flokka stjórn.
Sé engan stjórnarmyndunar
möguleika.
Framsóknarflokkurinn á aö
vinna til vinstri.
Segir já vid Geir
Myndun þriggja flokka stjórnar talin raunhæfari kostur
Skiptar skodanir um samvinnu vid Framsóknarflokkinn
Miðstiórnarfundur
Framsóknarflokksins
hófst um miðjan dag í
gær á Hótel Sögu. Var
hann f jölmennur og áttu
miðstjórnarmenn von á
löngum og miklum um-
ræðum.
Fundarefniö var staðan eftir
kosningarnar, einkum var
reiknaö meö miklum umræöum
um þá stjórnarmöguleika sem
nú þykja blasa við, „þjóðstjórn”
eða stjórn þriggja ílokka,
Framsóknarflokks, Sjálfstæöis-
flokks og Alþýðuflokks.
Þjóðviljinn leit inn á fundinn
og tók nokkra miðstjórnarmenn
tali um stjórnarmöguleikana.
Fyrst varð fyrir okkur Gunn-
laugur Finnsson frá Hvilft:
„Mér list satt að segja illa á
þjóðstjórnarhugmyndina — og
mér list lika illa á þriggja flokka
stjórn Framsóknarflokks, Al-
þýðuflokks og Sjálfstæöisflokks.
Þetta er þó allt mjög óljóst enn,
og ekki er hægt að útiloka neitt
fyrr en farið er aö kanna ein-
staka þætti i málefnasamningi.
Ég á ekki von á að fundurinn
samþykki að taka þátt 1 þjóð-
stjórn eöa þriggja flokka stjórn,
eöa að gera það ekki. Málin
verða ekki íögð fram á þann
veg. Heldur tiltekið hvaða mál-
efnalegar kröfur flokkurinn set-
ur aö skilyrði fyrir þátttöku i
rikisstjórn.
Hugsanlegt er að mönnum
veröi veitt umboð, þannig aö
ekki þurfi að kalla miöstjórn
saman á ný ef til stjórnarþátt-
Framsóknarmenn þinguðu um stjórnarmyndun I gær.
töku kæmi.
Við munum leggja áherslu á
málefni, en hins vegar verður
hér ekki búiö neitt til af kröfum
sem veröa að ásteytingarsteini.
Mál sem mikilí ágreiningur
gæti orðiö um, ef til viðræðna
um þriggja flokka stjórn kæmi
er visitalan og landbúnaðar-
málin.
Ég tel áframhaldandi stjórn
núverandi stjórnarfiokka einnig
óhugsandi, það væri að hundsa
kosningaúrslitin, og auk þess ó-
liklegt að allir þingmenn þess-
ara flokka myndu styðja hana.”
Gerður Steinþórsdóttir:
„Ég tel aö þjóðstjórn væri
æskileg ef menn vildu setja
þjóðarhag ofar flokkshagsmun-
unum. En eins og nú horfir er
það útilokað.”
Þjv: Hvað um þriggja flokka
stjórn með Sjálfstæðisflokki og
Alþýðuflokki?
Gerður: „Ég vil að Fram-
sóknarflokkurinn vinni til
vinstri.”
Gestur Kristinsson, einn nýju
Möðruvellinganna var spurður
um mat á þjóðstjórn:
„Þvi get ég svaraö með einu
orði: timasóun”.
Þjv.: En þriggja flokka
stjórn?
Gestur: „Ég tel þann mögu-
leika einnig mjög vafasaman.”
Þjv.: Hvaða stjórnarmyndun-
armöguleika séröu þá?
Gestur: „Satt að segja eygi ég
engan möguleika eftir að vinstri
stjórnar möguleikinn fór út um
þúfur”.
Þriggja flokka viöræður
Það er almennt hald manna
að þótt engar samþykktir verði
gerðar um stjórnarmyndun á
þessum fundi, þá muni hin
raunverulega niðurstaða af
honum verða sú, að Framsókn-
arflokkurinn taki þátt i myndun
þriggja flokka stjórnar, með
Sjálfstæðisflokki og krötum.
Er ekki taliö óliklegt að slikar
viðræður hefjist um eða eftir
helgina.
eng.
Fyrnim leidtogi Frjálslynda flokksins sak-
adur um hómósexúalisma og mordsamsæri
Alvarlegustu ásakanir á hendur breskum stjórnmálamanni á síðari timum
4/8 — Jeremy Thorpe, fyrrum
leiðtogi Frjálslynda flokksins i
Bretlandi, kom fyrir rétt i dag i
Minehead í Englandi vestan-
verðu, ákærður fyrir aö standa
að samsæri i þeim tilgangi að
myrða mann nokkurn, Norman
Scott að nafni, er heldur þvi fram
að hómósexúalskt samband hafi
verið á milli þeirra Thorpe. Þar
með er meiriháttar hneykslismál,
sem verið hefur i gerjun siðustu
tvö árin, á allra vörum i Bret-
landi.
A siöari timum hefur enginn
annar breskur stjórnmálamaður
sætt svo alvarlegri ákæru og mál-
ið gæti orðið Frjálslynda flokkn-
um dýrt i næstu þingkosningum,
sem búist er við aö fari fram i
október. Thorpe, sem nú er 49
ára, var leiðtogi Frjálslynda
flokksins, þriðja stærsta stjórn-
málaflokks Bretlands, árin
Salt Lake City:
Módir grandaði
sjálfri sér og sex
börnum sínum
4/8 — Fertug kona, Rachel David
að nafni, varð i gær sex börnum
sinum að bana með þvi að henda
þeim út af eða knýja þau til að
stökkva fram af hótelsvölum á
elleftu hæð. Konan réð sér siðan
bana með þvi að stökkva á eftir
'börnunum. Gerðist þetta i mor-
mónaborginni Salt Lake City i
Utah, Bandarikjunum. Sjöunda
barnið, 13 ára telpa, sem móðirin
lét einnig stökkva fram af svölun-
um, lifði af fallið vegna þess að
hún kom niður á lik systkina
sinna. Hún er i sjúkrahúsi, hættu-
lega slösuö.
Eiginmaður konu þessarar og
faðir barnanna. Emmanuel
David, framdi sjálfsborð sl.
þriðjudag með þvi að soga að sér
útblástursgas úr bil. Hann var
gerður rækur úr mormónakirkj-
unni fyrir fimmtán árum en leit
til hins siöasta svo á, að hann væri
einn af leiðtogum hennar. Haföi
hann um sig eigin trúflokk og var
sannfærður um að hann væri i
eigin persónu Guð faðir, sonur og
heilagur andi, að sögn lögreglu-
foringja eins. Ekki lét hann börn
sin ganga i skóla og þau og móðir
þeirra komu sjaldan út úr þriggja
herbergja ibúð, sem þau höfðu á
leigu á hóteli nokkru i Salt Lake
City. Talið er að fjölskyldan hafi
lifað af tiund, sem fylgjendur
Davids hafi goldið honum.
Börnin, sem létu lifiö, voru á
aldrinum 5-15 ára. Fólk úti á
götunni horfði á, þegar konan var
að henda yngstu börnunum fram
af, og héldu þau sér i handriöið i
dauðans angist þar til móðirin
sleit þau laus. Lögreglumenn
sögðu að eldri börnin hefðu getað
hindrað móðurina i ásetningi sin-
um, ef þau hefðu viljað, en töldu
að þau likt og móðirin, heföu ver-
ið sannfærð um að það eina rétta
væri að fyrirfara sér til þess að
komast sömu leið og heimilisfað-
irinn.
1967—1976. Auk hans eru þrir
menn sakaðir um aðild að morð-
samsærinu gegn Scott, sem er 37
ára og fyrrverandi ljósmynda-
fyrirsáti.
Thorpe, sem naut i leiðtogatið
sinni verulegra alþýðuvinsælda,
hefur alltaf þvertekið fyrir að
nokkuð sé hæft i fullyrðingum
Scotts um samband þeirra, en
Scott heldur þvi fram að þeir hafi
átt með sér ástarævintýri
snemma á siðastliðnum áratug.
Flugmaður, sem fyrrum starfaði
hjá flugfélagi, hefur i blaðagrein-
um fullyrt aö háttsettur
stuðningsmaður Frjálslynda
flokksins hafi leigt hann til þess
að drepa Scott, með það fyrir
augum að tryggt væri að sam-
skipti þeirra Thorpes yrðu áfram
i þagnargildi.
Hneykslismál þetta hefur
smám saman veriö að sækja i sig
veðrið undanfarna mánuöi og
hefur viötæk rannsókn fariö
fram. Fjöldi manna hefur veriö
yfirheyrður., þar á meöal margir
þekktir stjórnmálamenn. Hinir
ákæröu eru auk Thorpes David
Holmes, fyrrum aðstoðarfé-
hirðir Frjálslynda flokksins, John
le Mesurier, rúmlega fertugur
kaupsýslumaður og George nokk-
ur Deakin. Hægt er lögum sam-
kvæmt að dæma menn til ævi-
langrar fangelsisvistar fyrir sák-
ir sem þessar, ef þeir verða sekir
fundnir.
Thorpe var að vonum fölur og
niðurdreginn, þegar hann mætti i
réttinum.
Drápid á sendifulltrúa PLO í París:
Verk arabísku synjun
arfylkingarinnar
4/8— Menn þeir tveir, sem drápu
sendifulltrúa aðalsamtaka Pale-
stinumanna (PLO) i Paris og að-
stoðarmann hans i gær, voru
sendir af Abú nokkrum Nidal,
Palestinumanni sem lengi hefur
dvalist i Bagdað i skjóli íraks-
stjórar. Nidal hefur þaðan út-
varpað áróðri gegn Arafat, aðal-
leiðtoga PLO, og grunur leikur á
að menn hans hafi ráðið af dög-
um sendifulltrúa PLO i Lundún-
um og Kúvæt, sem báðir voru
drepnir á þessu ári og voru
stuðningsmenn Arafats.
Abú Nidal var sjálfur áður i
PLO, en 1974 varð missætti milli
hans og félaga hans og átti hann
fótum fjör að launa. PLO hefur
siðan sakaö hann um að gera út
flugumenn á hendur Arafat.
Fyrir fimm vikum krafðist PLO
þess af íraksstjórn að hún fram-
seldi Nidal og félaga hans en
trakar tóku litið undir það.
Að sögn frönsku lögreglunnar
eru banamenn sendifulltrúans,
þess þriðja sem menn Nidals ráða
af dögum, báðir jórdanskir þegn-
ar og að likindum palestinskrar
ættar. Lögreglan hefur einnig
eftir þeim að bapði þeir og Nidal
séu félagar i samtökum, sem
heita Arabiska synjunarfylkingin
og fór að heyrast frá eftir að það
fór að fljúga fyrir að Arafat og
fleiri leiðtogar PLO væru ef til vill
tilleiðanlegir að slá eitthvað af
4/8 — Bandarikjadollar féll held-
ur gagnvart vesturevrópskum
gjaldmiðlum i dag, en þó minna
en i gær, þegar seðlabankar Vest-
ur-Evrópurikja urðu að bregðast
við honum til hjálpar. Hinsvegar
hélt dollarinn aldrei þessu vant
sinu gagnvart japanska jeninu i
vesturevrópskum kauphöllum, og
er skýringin á þvi sú, að i gær
rauk dollarinn allt i einu upp fyrir
190 jen i Tókió, eftir að hafa kom-
ist niður i 183.80 jen — lægra en
nokkru sinni fyrr — fáum dögum
áður.
kröfum sinum á hendur Israelum.
Synjunarfylkingin telur að deilu-
málin við Israel verði aðeins leyst
með striði, og tekur Irak undir þá
afstöðu.
Franska stjórnin hefur nú tals-
verðar áhyggjur af þvi að ara-
biskir vigamenn séu búnir að
kjósa Paris sem vettvang fyrir
blóðhefndir sinar og Giscard
d’Estaing forseti hefur fyrirskip-
aö listinn yfir erlenda' sendi-
ráðsmenn i borginni skuli yfirfar-
inn og athuguð skilriki þeirra,
sem tortryggilegir kunna að
þykja.
Tatsúó Múrajama, fjármála-
ráðherra Japans, sagöi i dag, að
þess yrði skammt að biöa, aö jen-
ið yrði veikara, og aö hinn mikli
völlur á þvi undanfarna daga ætti
sér fremur sálfræöilegar rætur en
en fjármálalegar.
Dregið hefur úr eftirspurn eft-
ir gulli við það að dollarinn sýnist
vera að sækja i sig veðrið.
1 Lundúnum var gullveröið sið-
degis i dag 201,55 dollarar únsan,
en var i gær 202,20 dollarar. Fyrr i
vikunni komst gullúnsan upp i
208,40 dollara, sem er met.
Hver veit nema doll-
arinn hressist
Er aö ná sér upp gagnvart jeninu