Þjóðviljinn - 05.08.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Gils Gudmundsson alþingismaður skrifar
Súkkulaðihertoginn
endurborinn?
Benedikt svaf ekki en fékk sig-
urinn á silfurfati og heimtar nú að
sér séfært súkkulaðið, segir Gils.
Hertoginn af Marlborough er
fyrirferðarmikil persóna f Breta-
sögu. Afkomandi hans, Winston
Churchili, taldi hann hafa verið
mikilmenni, og vist var það, að á
hans dögum vegnaði Bretum vel I
hernaði. Ýmsir sagnfræðingar
draga þó stjórnlist hertoga þessa
nokkuð i efa og telja sigursæid
breska hersins öðrum fremur að
þakka en honum. Sú var venja
hertogans, að drekka fulla könnu
af nýhituðu súkkulaði á fastandi
maga að morgni dags, áður en
hann smeygði sér i úniformið og
festi á sig orðurnar.
Einhver afdrifarikasta orrusta
i herforingjatið umrædds hertoga
var háð aö næturlagi, og er dag-
aði höfðu Bretar stökkt gjörvöll-
um Frakkaher á flótta. Meðan
þau tíðindi gerðust er sagt að her-
toginn hafi sofið fast i herbúðun-
um, en vaknað með andfælum að
morgni við hróp og háreysti
sigurglaðra hermanna sinna. Þá
sagði hertoginn af Marlborough,
svo sem frægt varð: „Hvern
fjandann eruð þið að drolla, kom-
ið með súkkulaðið mitt”.
Með tilvisun til þessarar góðu
sögu verður þvi naumast á móti
mælt, að talsverður skyldleiki er
með hertoganum af Marlborough
og Benedikt Gröndal formanni
Alþýðuflokksins. Launþegahreyf-
ingar landsins eiga i langri og
harðvitugri baráttu við tvo sterka
stjórnarflokka, sem rift höfðu
kjarasamningum og tekið af fólki
hluta af umsömdu kaupi. Bene-
dikt flokksformaður telst einn
helsti hershöfðinginn i þessari
styrjöld. A einum kosningadegi
vinna launþegar landsins frægan
sigur og stökkva liðsveitum
stjórnarflokkanna gömlu á skipu-
lagslitinn flótta. Rangt væri að
halda þvi fram að formaður
Alþýðuflokksins hafi sofið meðan
þessi stórtiðindi gerðust, en hitt
er ekki fjarri lagi að honum og
flokki hans hafi verið færður sig-
urinn á silfurfati. Og nú er það
sem likingin með hertoganum af
Marlborough og Benedikt Grön-
dal verður ótviræð. Nær jafn-
skjótt og tilraunir til myndunar
vinstri stjórnar hefjast, gerir for-
Komíð strax með súkkulaöið mitt
hrópaöi Benedikt eftir orrahrið
kosninganna.
maður Alþýðuflokksins það að
meginkröfu sinni, að i kjölfar 15%
gengisfellingar sætti launþegar
sig við 7% kauphækkun,allt að þvi
helmingi meiri kjaraskerðingu en
fráfarandi stjórn hafði staðið
fyrir. Eins og hertoginn forðum
hrópar Benedikt til launþega-
samtakanna: Komiö þiö strax
meö súkkulaöiö mitt.
Enginn efi er á þvi, að mjög
margir kjósendur Alþýðuflokks
jafnt og Alþýðubandalags óskuðu
þess af heilum hug, að þessir
flokkar mættu bera gæfu til sam-
komulags — 1 þvi skyni fyrst og
fremst að breyta um stefnu, svo
að hætt yrði að leysa rekstrar-
vandamál atvinnuveganna með
stöðugri skerðingu á kjörum lág-
launafólks.
Þetta reyndist þvi miður ekki
hægt. Astæðan var fyrst og
fremst sú, að leiðtogar Alþýðu-
flokksins (og Framsóknarflokks-
ins?) vildu ekki i vinstri stjórn
fara. Það lá fyrir frá upphafi, að
Benedikt Gröndal og helstu sam-
starfsmenn hans vildu fara i
stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Þeir voru i rauninni neyddir til
viðræðna um vinstri stjórn, en
tóku þátt i þeim með hangandi
hendi og án nokkurs áhuga. Allan
timann sem viðræðurnar stóðu
yfir, var i Alþýðublaðinu haldið
uppi látlausum árásum á þá
flokka, sem verið var að semja
við, einkum Alþýðubandalagið,
og minnist ég þess ekki að
samningatilraunir um stjórnar-
myndun hafi nokkru sinni farið
fram við slik skilyrði.
Innan Alþýðubandalagsins var
fullur einhugur um að mynda
þyrftj vinstri stjórn sem fylgdi
fram vinstri stefnu. Það reyndist
þvi miður ekki hægt. En þar heyr-
ist engin rödd, sem hvetur til að-
ildar að stjórn til að framfylgja
verðbólgu- og kaupskerðingar-
stefnu fráfarandi rikisstjórnar.
Vinstri leiðin reyndist þvi miður
vera harðlokuð. Það getur hvorki
orðið hlutverk Alþýðubandalags-
ins né verkalýðshreyfingarinnar
og annarra launþegasamtaka að
hjálpa til við framkvæmd ómeng-
aðar ihaldsstefnu i efnahags- og
kjaramálum. Það gera aðrir.
Gils Guömundsson.
r
Akvöröun um lán-
veitingar Húsnæöis-
málastiórnar
í águst, september og
októbermánuði munu
koma til greiðslu 5 lánveit-
ingar Húsnæðismálastofn-
unar ríkisins, samtals að
Leiö-
rétting
I verðkönnun Neytenda-
samtakanna, sem birt var i
blaðinu i fyrradag, var ein
misritun á tölum. 2 kg. af
sykri i Kron við Langholts-
veg kosta 280 kr. en ekki 380,
eins og stóð i verðkönnun-
inni. Þetta leiðréttist hér
með.
fjárhæð um 1250 miljónir
króna, er húsnæðismála-
stjórn tók ákvörðun um á
fundum sínum hinn 11. og
21. júlí sl. Lánveitingar
þær, sem hér um ræðir, eru
þessar:
1) Frumlán (þ.e. I. hluti) eru
veitt til greiðslu eftir 25. ágúst nk.
þeim lánsumsækjendum til
handa, sem áttu fullgildar og
lánshæfar umsóknir fyrirliggjandi
hjá stofnuninni fyrir 1. júli sl. og
höfðu sent henni fokheldisvottorð
vegna ibúða sinna fyrir þann
tima. — Samtals nemur þessi lán-
veiting um 360 miljónum króna.
2) Miðlán (2. hluti) eru veitt til
greiðslu eftir 10. ágúst nk. þeim
umsækjendum til handa, sem
fengu frumlán sin greidd eftir 10.
febrúar 1978. — Samtals nemur
þessi lánveiting um 340 miljónum
króna.
3) Lokalán (þ.e. 3. hluti) eru
veitt til greiðslu eftir 15. ágúst nk.
þeim umsækjendum til handa,
sem fengu frumlán sin greidd
eftir 15. ágúst 1977 og miðlán sin
greidd eftir 6. mars sl. — Samtals
nemur þessi lánveiting um 130
milj. kr.
4) Lokalán (þ.e. 3. hluti) eru
veitt til greiðslu eftir 20. septem-
ber nk. þeim umsækjendum til
handa er fengu frumlán sin
greidd eftir 20. september 1977 og
miðlán sin greidd eftir 1. april sl.
— Samtals nemur þessi lánveit-
ing um 81 miljón króna.
Allar ofangreindar lánveitingar
eru veittar til húsbygginga.
5) Lán til kaupa á eldri ibúðum
(G-lán) eru veitt til greiðslu eftir
1. október nk. þeim umsækjend-
um til handa, er sóttu um þau á
timabilinu 1. janúar-1. april sl. —
Samtals nemur þessi lánveiting
um 340 miljónum króna.
Frá og með 1. október sl. til 1.
april sl. hefur stofnunin þar með
veitt lán tif kaupa á eldri ibúðum,
samtals að fjárhæð um 500
miljónir króna.
(Fréttatilkynning)
Ellillfeyrisþegarnir munu dveljast á Helios hóteli á Mallorka.
Sunna efnir til sólar-
landaferða fyrir elli-
lífeyrisþega
Ferðaskrifstofan Sunna hóf þá
nýbreytni fyrir nokkrum árum að
efna til ódýrra og hagkvæmra
sólarlandaferða bæði til lengri og
skemmri dvalar fyrir ellillfeyris-
þega.Þessar ferðir eru til Mall-
orka og Kanarieyja. Feröaskrif-
stofan hefur skipulagt þessar
ferðir i samvinnu við ýmsa hópa,
félagasamtök, söfnuði, félags-
málaráð o.fl. aðila úr Reykjavik,
Kópavogi, Keflavik, Akranesi,
Austfjöröum og vlðar.
A þessu hausti er ráðgert að
skipuleggja 3 ferðir fyrir ellillf-
eyrisþegana til Mallorka og eina
eftir áramót. Þessar ferðir eru:
Loks verður efnt til 3ja mánað-
a dvalar frá 3. janúar — 6. april
og er verðið miðað við ellilifeyr-
inn eins og hann er frá
Tryggingastofnun rikisins að við-
bættri tekjutryggingu. Verðið er
þvi áætlað 84 þúsund á mánuði
eða 252 þúsund fyrir 3 mánuði.
Innifalið i verðinu eru ferðir fram
og til baka, dvöl i ibúð og ein aðal-
máltið á dag.
(Byggtá fréttatilkynningu.
—Þig)
1. ferð: 1. okt. — 20. okt. 4 vikur Verð 116.800,-kr.
2. ferð: 29. okt. — 26. nóv. 4 vikur Verð 116.800,-kr.
3. ferð: 26. nóv. — 20. des. 25 dagar Verð 98.000.-kr.
Dregið í kosningahappdrætti
Alþýðubandalagsins
Kínaferö á
nr. 14.473
Dregið hefur verið I kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins og
komu vinningar á eftirfarandi miðanúmer:
1. Ferðtil Kina með hópferð.......................nr. 14.473
2. Orlofsferð fyrir 2 til Búlgariu ..\............nr. 15.317
3. írlandsferð 114daga............................nr. 2.546
4. trlandsferð 114 daga...........................nr. 7.341
5. Sólarlandaferð fyrir tvo.......................nr. 10.619
6. Orlofsferðfyrirtvotil Júgóslaviu.............. nr. 10.626
7. Skáldverk Halldórs Laxness.....................nr. 9.260
8. Ritverk Þórbergs Þórðarsonar ..................nr. 6.626
9- Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson..............nr. 8.942
10. Ritverk aðeigin vali hjá M.M. fyrir 40.000 kr..nr. 2.245
Vinninga má vitja á skrifstofu Alþýöubandalagsins, Grettisgötu
3, simi 1 75 00.
Sumartónleikar í
Skálholtskirkju
Sumartónleikar hafa
verið haldnir undan-
farnar helgar i Skál-
holtskirkju. Hefur að-
sókn að tónleikunum
verið mjög góð.
Um verslunarmannahelgina
verða tónleikar laugardag,
sunnudag og mánudag og hefjast
þeir.allir kl. 3. Áð þessu sinni mun
Manuela Wiesler leika einleiks-
verk fyrir flautu eftir barokk- og
tútimatónskáld. Mun hún á tón-
leikunum frumflytja verkið
„Söngvar úr fangelsi” eftir
austurriska tónskáldið Paul Kont,
en verk þetta er samið fyrir áhrif
af ljóðum eftir Ghandi.
Ennfremurer á efnisskrá henn-
ar „Ascéses” (Meinlæti) eftir
franska tónskáldið André Jolivet,
Partita eftir Johann Sebastian
Bach og tvær Fantasiur eftir
Georg Philipp Telemann. Veit-
ingasala er i Skálholti eftir tón-
leikana. A sunnudag er messa i
Skálholtskirkju- kl. 5.
Aðgangur að Sumartónleikum i
Skálholtskirkju er ókeypis.
(Fréttatilkynning)