Þjóðviljinn - 05.08.1978, Síða 16

Þjóðviljinn - 05.08.1978, Síða 16
Laugardagur 5. ágúst 1978 AQalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná 1 blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BUOIM simi 29800, (5 línurr—" Verslið í sérverslun . með litasjónvörp oghljómtæki Jakob Björnsson Orkumálastjóri: 350 miljónir duga skammt Ólíklegt ad þær nægi fyrir lagfær- ingu og borun á nýrri holu vid Kröflu Rikisstjórnin hefur ákveðið að veita 350 miljónum til að láta fara fram lagfæringar á holu 11 við Kröflu og bora auk þess eina nýja holu til viðbótar. Þjóð- viljinn leitaði álits Jakobs Björnssonar á þessu með tilliti til hvort ekki væri of seint að hefja boranir i ár. Jakob sagði aö út af fyrir sig væri hægt áð bora holu ef fé væri fyrir hendi, en hins vegar efað- ist hann um að þessar 350 milj- ónir. dygðu til þess ásamt þvi sem þarf að gera að öðru leyti þ.á.m. lagfæring á holu 11. Jakob tjáði blaðinu einnig, að i reynd væri ekki of seint að byrja að bora eina nýja holu, en ef þær ættu að vera fleiri þá væri of áliðið. Jakob kvaðst ekki treysta sér til að segja fyrir um það hvað lagfæring á holu 11 gæfi mikið rafmagn af sér né við- bótarhola. Það færi eftir þvi hvernig borunin tækist. Til að afla 65 megavatta orku eins og gert er ráð fyrir að virkjunin framleiði, þá þyrfti að bora 10- 20 holur og skipti kostnaðurinn við það nokkrum miljörðum, sem þó væri aðeins brot af þvi sem búið væri að eyða i virkjun- ina. Jakob taldi að lokum að það væri ekkert áhorfsmál að bora allar holur sem þarf að bora þvi annars hefði þessum fjármun- um sem farið hefðu i virkjunina nú þegar verið kastað á glæ. —Þig. Tekjuskattur á Suöurlandi Einstaklingar hækka 70% — félög 26% Skattskrá Suðurlands- umdæmis hefur verið lögð fram. I henni kemur fram að álögð gjöld nema sam- tals 3.1 miljarði króna og eru þau lögð á 7125 ein- staklinga og 466 félög. Tekjuskattur einstaklinga nemur 1.063 miljónum og hækkar um 69.5%, en tekjuskattur félaga nemur 111 miljðnum og hækkar um 26%. Útsvör nema nú 1.096 miljónum króna og hækka um 66% frá fyrra ári, en þá vantaði inn i nokkur sveitarfélög, sem sjálf sáu um á- lagningu útsvara. Hæstu gjöld bera eftirtalin félög: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi: 44.2 milj. kr. Kaupféag Arnesinga, Selfossi: 41.1 milj. kr. Meitillinn hf., Þorlákshöfn: 40.4 milj. kr. Kaupfélag Rangæinga, Hvols- velli: 17.3 milj. kr. Glettingur, Þorlákshöfn: 12.4 milj. kr. Hæstu gjöld einstaklinga bera: Framhald á 14. slðu Margt Ijótt er um Armannsfell sagt. Fyrst voru þeir sakaöir um mútur viö byggingu Sjálfstæöishússins og nú um aö reyna aö koma Breiöholti hf. á kné. Eru tengsl milli Armannsfells og Magnúsar L. Sveins- sonar borgarfulltrua ihaldsins? Sigurður Jónsson hjá Breiðholti hf. ístak og Ármannsfell reyna ad koma okkur á kné ásakar Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúa um trúnadarbrot i sambandi við fréttir af f járhagserfiðleikum Breiðholts h.f. hefur fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins Sigurður Jónsson látið að því liggja að sterkir að- ilar séu að reyna að koma honum á kné. Þjóðviljinn hafði samband við Sigurð um þetta mál I gær. „Jú, það er alveg rétt”, sagði Sigurður, „ákveðnir aðilar hafa gert allt sem þeir geta til þess að bregða fyrir okkur fæti. Og ég verð að segja það að mér finnst það undarlegt þegar fulltrúi hins frjálsa framtaks er farinn að pre- dika það i fjölmiðlum að stjórn verkamannabústaða eigi sjálf að fara að taka að sér verk I stað þess að bjóða þau út.” Þjv.: Þú átt hér við Magnús Sveinsson, borgarfulltrúa. Sigurður: „Já, ég á við hann. Og ég vil lika segja það að það er einhver sá mesti dónaskapur sem ég hef lent í að eiga bréfaskipti við svona menn, i trúnaöi og trausti að maður heldur, til þess aö leysa viðkvæm mál. Og svo eru partar úr bréfunum birtir I fjöl- miðlum dag eftir dag, slitnir úr samhengi. Þetta er skýlaust trúnaðarbrot hjá manninum (Magnúsi Sveinssyni, innsk. Þjv.) og mér er til efs aö hann geti talist hæfur til setu i opinber- um embættum eftir svona hegð- un.” Þjv.: Hverjir eru það sem reyna að bregða fyrir þig fæti? Sigurður: „Ja, fyrirsögnin i Visi segir I raun allt sem þarf að segja i þvi efni. Það er forystan i Verktakasambandi Islands, sem er i höndum tveggja fyrirtækja, Istaks og Armannsfells. (Þessi tvö fyrirtæki áttu næstlægsta og þriöja lægsta tilboðið i byggingu Framhald á 14. siðu Sumarferð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík Sumarferð Alþýöubandalagsins I Reykjavik verður farin sunnudaginn 3. september. Fariö veröur i Þjórsárdal og viöa um uppsveitir Arnessýslu. Nánar veröurskýrtfrá ferðatilhögun i næstu viku, hér i blaðinu. Væntanlegir þátttakendur hafi samband viö starfsmann Alþýöubandalagsins i sima 17500. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður um orkuspána: Sníðum okkur stakk eftir vexti Þjóðviljinn átti tal við Hjörleif Guttormsson alþingismann og bað hann skýra ýmis atriði raforku- málanna með hliðsjón af þeirri orkuspá sem frá var sagt i Þjóðviljanum í gær. Hjörleifur sagði: Hér er um aö ræða endurskoðun á fyrri spá sömu nefndar frá þvi i 'febrúar 1977, en þessi spá sem nú er út gefin er merkt janúar 1978. A fyrri og siöari gerð spárinnar er óverulegur munur hvað orku- framleiðslu og aflþörf snertir; þó er hvort tveggja áætlað nú ivið lægra i endurskoðuðu gerðinni, bæði á næstu árum og til alda- móta. Munurinn liggur aöallega i minni fólksfjölgun og í betri nýt- ingartima á afleiningu. Aöeins það samnings- bundna Aðeins er gert ráö fyrir samningsbundinni stórnotkun en það þýðir, til viðbótar við það sem nú er, 33 megavött i afli vegna málmblendis og 8 megavött til ál- bræðslu i forgangsorku, svo og ögn meira til Aburðarverk- smiðju. Þetta er þvi aðallega spá um þróun almennu notkunarinn- ar, en þar er innifalin öll venjuleg atvinnnustarfsemi og heimilis- notkun. Gert er ráð fyrir þreföldun á heimilisnotkun rafmagns fram til aldamóta. Þetta er nokkuð mikið i lagt, þvi að heimili landsins mega þegar heita all vel vélvædd. En nefndin hefur sinar forsendur og fyrirmyndir. Fjarvarmaveitur Rafhitun húsa er nokkuð stór notkunarþáttur, en gert er ráð fyrir að 20% ibúanna muni hita hús sin með rafmagni, en 80% með jarðvarma. Rafvæðingunni verði að mestu lokið 1986. Settir eru fram tveir kostir, annar sá að eingöngu verði nýtt forgangsraf- orka, en hinn — og það er nýtt I þessari gerð spárinnar — að sett- ar verði upp fjarvarmaveitur i þéttbýli sem nyci afgangsorku. Með þessum siðari kosti sparast um 600 gigavattstundir i fram- leiðslu eða rúmlega 100 megavött i afli miðað við næstu aldamót. 27 mv. árleg aukning Gert er ráð fyrir að aukningin i allri almennu notkuninni i heild minnki úr 8,8% 1978 I 4,2% alda- mótaárið 2000. Varðandi árið 1977 gerði spáin ráð fyrir 10,2% orku- aukningu til almenningsnota, en rauntala mun aðeins hafa orðið um 7,6% eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið. Spáin segir að aflþörf vegna al- menna markaðarins aukist um 26—28 megavött á ári næsta ára- tug fram til 1980 eða um 270 megavött I heild á 10 ára bili. Hrauney jafoss Samkvæmt mati sérfræðinga Landsvirkjunar er talin þörf á viðbótarafli miðað við núverandi kerfi fyrir árslok 1981, og er þá gert ráð fyrir Kröfluvirkjun að hálfu (35 mv.) og 15% varaafli. Sú virkjun sem ákveðin hefur verið umfram núverandi kerfi er ein- mitt Hrauneyjafossvirkjun á veg- um Landsvirkjunar með 140 megavatta afli I byrjun (1981—82) og væntanlega 70 megavött til viðbótar með tilkomu þriðju afl- vélarinnar nokkru siðar. Þessi 210 megavatta Hrauneyjafoss- virkjun mundi þvi nægja vaxandi aflþörf almenna markaðarins i nær 8 ár þótt ekkert annað kæmi til. Meðalstór virkjun að auki td. Bessastaðaárvirkjun, með 60 megavatta afli mundi þá brúa bil- ið að fullu fyrir þetta 10 ára tima- bil til 1990. Gæti þ^ spurningunni um Kröfluvirkjun i fullum rekstri verið ósvarað eftir sem áður. 3—4 ára aflþörf Vert er að rifja upp þá stað- reynd að uppsett vélarafl i vatns- afls- og jarðvarmastöðvum nem- ur nú um 580 megavöttum, og er þá aðeins önnur vélin i Kröflu meðtalin. Þetta er aflþörf sem samkvæmt orkuspánni er talin nauðsynleg á árunum 1981-82. Þessi viðhorf benda til þess að i mikla fjárfestingu hafi verið ráð- ist með ákvörðuninni um Hraun- eyjafossvirjun, þar eð allmörg ár mun taka að fullnýta hana, nema aukinn orkufrekur iðnaður komi til. Hóflegur hraði Almenna notkunin sem orku- spáin gerir ráð fyrir kallar á um 100 megavatta virkjun á 3—4 ára fresti, en slikir virkjunaáfangar gætu talist hóflegir. Eitt meginat- riði varðandi orkubúskapinn virðist mé.r vera að nýta sem verða má það fjármagn sem þeg- ar hefur verið bundið i virkjunum og halda siðan hóflegum hraða varðandi nýjar virkjanir miðað við okkar eigin þarfir og innlend iðnaðarmarkmið, en verja þvi fé sem til ráðstöfunar getur verið i endurbætur á dreifingarkerfinu, byggingar stofnlina um landið og i dreifikerfi þéttbýlis og til sveita. —h.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.