Þjóðviljinn - 12.08.1978, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. ágúst 1978 (ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA i?
Aö vanda lætur irski háðfuglinn Dave Allen móöan mása I þrjú kortér frá kl. 20.30.
Búast má við þvi að hann hæðist samkvæmt venju að flestu þvi sem viðtekið er, og kemur hann vafa
litið enn sem fyrr fólki i gott skap með irskri kimni sinni.
A myndinni sem hér fylgir er hann vafalltiö að skopast að einhverju, sem öðrum er heilagt. —jsj.
Síðasti síðutogarinn
A sunnudaginn að afloknum auglýsingum og dagskrá, kl. hálfniu, verður sýnd mynd sem sjónvarps-
menn tóku i marsmánuði á siðasta ári I veiðiferð með togaranum Þormóöi goöa, siðasta sfðutogara sem
gerður var út hérlendis. 1 myndinni er rakið I stórum dráttum upphaf togaraútgerðar á islandi og lýst er
mannlifi og vinnubrögðum, sem senn hverfa af sjónarsviðinu.
Myndin er i litum, og annaðist Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndun, Oddur Gústafsson hljóösetn-
ingu, Ragnheiður Valdimarsdóttir klippti myndina, en textahöfundur og þulur er Björn Baldursson.
Umsjónarmaður er Rúnar Gunnarsson. —ísi-
útvarp
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb
7.55 Morgunbæn
8.00 Fréttir. 8.10 dagskrá..
8.15 Veöurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
8.30 Af ýmsutagi:Tónleikar.
'9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.20 Óskalög sjúkiinga:
Kristín Sveinbjörnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Mál til umræðu: Þáttur
fyrir börn og foreldra i
umsjón Guðjóns Olafssonar
og Málfriðar Gunnarsdótt-
ur.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Brotabrot. Einar
Sigurðsson og Ólafur Geirs-
son sjá um þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin.
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 ,,Einná ferö”, smásaga
eftir Ingu Birnu Jónsdóttur.
Jónas Jónasson les.
17.20 Tónhornið Stjórnandi:
Guörún Birna Hannesdóttir.
17.50 Söngvar I léttum tón.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Allt i grænum sjó.
Umsjónarmenn: Hrafn
Pálsson og Jörundur
Guðmundsson.
19.55 Jörg Demus sem ein-
leikari og hljómsveitar-
stjóri. Hann flytur ásamt
kammerhljómsveit
belgiska útvarpsins tvo
pianókonserta eftir Bach, i
F-dúr og d-moll. (Hljóðritun
f rá tónlistarhátið I Chimay i
Belgiu).
20.30 Viðey og sundin blá.
Tómas Einarsson tók sam-
an. Rætt við Lýð Björnsson
sagnfræðing og örlyg Hálf-
danarson bókaútgefanda.
Lesari: Valdemar Helga-
son.
21.20 Gleðistund. Umsjónar-
menn: Guðni Einarsson og
Sam Daniel Glad.
22.05 „Fýsnin til fróðleiks og
skrifta” Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræðir viö Guðmund
Illugason, — siðari hluti.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
16.30 tþróttir Umsjónarmaöur
Bjarni Felixson.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Dave Allen lætur móðan
mása (L) Breskur
skemmtiþáttur. Þýöandi
Jón Thor Haraldsson.
21.15 Vetur i þjóðgarði (L)
Stutt mynd án orða, tekin aö
vetrarlagi i Yellow-
stone-þjóðgarðinum i
Wyomingfylki i Bandarikj-
unum.
21.25. Þrjár systur Leikrit
eftir Anton Tsjekov, kvik-
myndað i Bandarikjunum
árið 1965. Aðalhlutverk Kim
Stanley, Geraldine Page,
Sandy Dennis og Shelley
Winters. Aðalpersónur
leiksins eru systurnar Olga,
Masja og Irina. Þær eru
aldar upp i Moskvu en hafa
um margra ára skeiö dval-
ist i smábæ á landsbyggö-
inni ásamt bróöur sinum,
Andrei. Þeim leiðist lifið i
fásinni sveitaþorpsins og
þrá að komast til æsku-
stöðvanna, þar sem þær
álita aö glaðværð riki og lif
hvers og eins hafi takmark
og tilgang. En forsjónin er
þeim ekki hliðholl, og
draumurinn um Moskvu
virðist ekki geta orðið að
veruleika. Leikrit þetta
birtist fyrst árið 1901, þrem-
ur árum fyrir andlát höf-
undarins. Það hefur áöur
verið sýnt i islenska sjón-
varpinu, 28. desember 1974,
i leikgerð norskra lista-
manna, og það var sýnt á
vegum Leikfélags Reykja-
vikur árið 1957. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
00.05 Dagskrárlok
Lögtaks-
úrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald-
föllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins
1978 álögðum i Kópavogskaupstað, en þau
eru: tekjuskattur, eignarskattur, kirkju-
gjald, slysatryggingagjald v/heimilis-
starfa, iðnaðargjald, slysatryggingagjald
atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr.
67/1971, lifeyristryggingagjald skv. 9. gr.
laga nr. 11/1975, atvinnuleysistryggingar-
gjald, almennur og sérstakur launaskatt-
ur, kirkjugarðsgjald, iðnlánasjóðsgjald og
sjúkratryggingagjald. Ennfremur fyrir
skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vita-
gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bif-
reiða og slysatryggingagjaldi ökumanna
1978, vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og
ógreiddum skemmtanaskatti og miða-
gjaldi, söluskatti af skemmtunum, vöru-
gjaldi af innl. framl sbr. 1 65/1975, gjöld-
um af innlendum tollvörutegundum, mat-
vælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar-
sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygg-
ingum, söluskatti, sem i eindaga er fall-
inn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagn-
ingum söluskatts vegna fyrri timabila.
Verða lögtök látin fara fram án frekari
fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu
úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki ver-
ið Serð- BæjarfógetinniKópavogi.
10. ágúst 1978.
Sigurgeir Jónsson
lnnilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með gjöf-
um og heillaskeytum á sextugsafmæli mlnu 30. júli siðast-
liðinn
Kristinn óskarsson
Kúrlandi 1. Reykjavik
" ............... *
Maðurinn minn,
Sigurður Þórðarson,
Bröttugötu 12 A,
andaðist i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. ágúst.
Margrét Stefánsdóttir og börn.
-
* .............................
Móðir okkar
Ingiriður Sigurðardóttir
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 15.
ágúst kl. 2.30
Börnin