Þjóðviljinn - 12.08.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 12, ágúst 1978[ÞJ0ÐVI]LJINN — stÐA 7
JGrein Svans Kristjánssonar lýsir svo mikilli
vanþekkingu á starfsemi SHA, að
ég, óbreyttur liðsmaður i þeim samtökum, gat ekki
stillt mig um að taka penna í hönd...
GuömundL
Georgsson
lækn r
Valkostur herstööva-
andstæðinga í utanríkis-
stefnu íslands er skýr
Að undanförnu hefur birst
nokkur gagnryni á starf og
baráttuaöferöir Samtaka her-
stöövaandstæðinga (SHA) á siö-
um Þjóöviljans. Ber þar helst til
aö nefna Dagskrárgrein Svans
Kristjánssonar laugardaginn
29. júli'. Sá þráöur var siöan tek-
inn upp og spunninn áfram I
pistlinum Klippt og skoriö viku
siöar.
Grein Svans Kristjánssonar
lýsir svo mikilli vanþekkingu á
starfsemi SHA, aö ég, dbreyttur
liösmaöur i þeim samtökum,
gat ekki stillt mig um aö taka
penna i hönd, enda þótt ég geri
ráö fyrir aö miönefnd SHA muni
af þessu tilefni gera grein fyrir
starfsemi samtakanna. Ég mun
þvi ekki fara ýtarlega úti þá
sálma.
Vanþekking Svans á starf-
semi SHA kemurskýrast fram i
eftirfarandisetningu: „verkefni
herstöövaandstæöinga er ekki
eingöngu þaö aö skipuleggja
Keflavikurgöngur og fundi i
Háskólablói, þar sem menn fá
venjulega alltaf sama skammt-
inn úr tslandsklukkunni” og
hann heldur áfram: ,,Megin-'
verkefni herstöövaandstæöinga
er aö vinna skoöun sinni fylgi
meöal þjóöarinnar”. Þaö er
alltaöþvi ærumeiöandi, aö
Svanur skuli telja þörf á þvi aö
segja okkur, sem tökum þátt I
störfum SHA, aö viö þurfúm aö
vinna skoöun okkar fylgi. Fjöl-
mörg samtök um margvisleg-
ustu efni, meira aö segja stjórn-
málaflokkar, hafa komist aö
þessari skynsamlegu niöurstööu
fyrir löngu. Vandinn er hins
vegar sá meö hvaöa hætti mál-
staö herstöövaandstæöinga
veröi best unnið fylgi meöal
þjóöarinnar. Um þaö má deila
og er deilt. Herstöövaandstæö-
ingar eru fylgjendur upplýs-
ingastefnu og hafa taliö aö mál-
staönum yröi best unniö fylgi
meö þvi aö auka þekkingu
almennings á eöli Atlantshafs-
bandalagsins og hinum marg-
víslegu afleiöingum hersetunn-
ar. Þaö er t.d. nokkuö almenn
skoöun innan SHA aö undir-
skriftir fjölda manns á plagg
Varins lands hafi byggst á van-
þekkingu. Þá vanþekkingu og
hvernigbest megi Utrýma henni
ber oft á góma yfir kaffibolla á
fundum herstöövaandstæöinga
(þaö er semsagt rétt aö viö fá-
um okkur gjarnan kaffi á fund-
um). Hins vegar hefur ill-
mennska skoöanaandstæöinga
ekki veriö rædd yfir þeim fjöl-
mörgu kaffibollum, sem ég hef
tæmt á fundum herstöövaand-
stæöinga. Ég leyfi mér þvi aö
draga i' efa aö herstöövaand-
stæöingum hætti til þess öörum
fremur aö ftokka andstæöinga i
illmenni og samherja I góö-
menni, eins og Svanur gefur I
skyn.
1 anda þeirrar upplýsingar-
stefnu sem SHA fylgja hefur
verið reynt að útbreiöa þekk-
ingu á herstöðvamálinu og
NATÓ. M.a. hefur Dagfari kom-
iö út þrisvar á þessu starfsári,
fréttabréf og dreifirit hafa verið
gefin út. Herstöövaandstæöing-
ar hafa tekiö þátt i umræöu-
fundum { skólum, kynningar-
fundir veriö haldnir og
erindrekstur átt sér staö. A
þennan máta hafa herstöðva-
andstæöingar komiö á framfæri
margvíslegum fróöleik um eöli
NATÓ og hin fjölþættu áhrif
hersetunnar á íslenskt þjóölif.
Allt þetta virðist hafa fariö
framhjá Svani Kristjánssyni.
Þaöeina, sem hann hefur oröiö
var viö er Keflavikurganga og
fundur i Háskólabiói. En um
gildi þessara aðgeröa hafa
einna helst orðið nokkrar
vangaveltur innan SHA, en hins
vegar hefur enginn mér vitan-
lega dregiö I efa gildi þess aö
fræöa sem flesta um herstööva-
máliö. Fjöldaaögeröirnar hafa
einkum haft þann tilgang aö
reyna aö vekja athygli og um-
ræöu um herstöövamáliö og
halda þvi vakandi. Viröist full
þörf á þvi, ef önnur starfsemi
SHA nær ekki einu sinni athygli
fylgjenda SHA, en ég efast ekki
um aö Svanur Kristjánsson telj-
ist til þeirra og kunni jafnvel aö
vera góömenni einnig.
1 málflutningi herstöövaand-
stæðinga hefur gætt margvis-
legra sjónarmiöa. Oftar en einu
sinni hef ég ekki verið viss um
að ailar þær röksemdir, sem
fram hafa komið, hafi veriö
málstaönum til framdráttar, en
hins vegar sannfærður um aö
tilgangur þeirra, sem hafa sett
þær fram var sá aö færa okkur
nær þvi marki aö losna úr viöj-
um hernaöarbandalags og her-
setu. Ég efa þvi ekki, aö hiö
sama vakir fyrir Svani
Kristjánssyni erhann beinir þvl
til herstöövaandstæöinga, a ö
þeir segi alþýöu þessa lands,
eins oghannoröar þaö, frá þeim
erfiöleikum, sem hanntelur, aö
brottför hersins geti haft I för
meö sér. Ég er hins vegar efins
um, aö þaö sé mjög heillavæn-
legt til aö afla málstaö fylgis aö
benda einkum á „neikvæöar”
afleiöingar. Hins vegar er þaö
rétt aö SHA hafa ekki fullbúnar
tillögur um þaö, hvernig leysa
eigi vanda þeirra sem missa
atvinnu er herinn fer. Þaö
merkir ekki, aö samtökin hafi
ekki hugleitt þann vanda, þvl aö
þetta er eitt af mörgum verk-
efnum á þeim langa lista sem
síöasta landsráöstefna her-
stöövaandstæöinga samþykkti.
Þaö vantar ekki viljann en hins
vegar mannafla. Fáir finna sár-
ar fyrir þvi en virkir herstööva-
andstæöingar hversu margt er
ógert. Mikið af tima hinna fáu
virku félaga i SHA fer i hvers-
dagslegt puö, t.d. viö aö tryggja
fjárhag samtakanna. Þvi miður
er það svo aö aðeins sárafáir
herstöövaandstæöingar leggja
þaö á sig aö koma sjálfir fjár-
framlögum til skila, heldur
veröur aö hringja i þá og sækja
framlög, svo aö dæmi sé nefnt.
Sem betur fer eru herstööva-
andstæðingar viöar virkir en
innan SHA. Ég hef fregnaö, aö
innan Alþýöubandalagsins sé
veriö aö vinna aö Suöurnesja-
áætlun sem m.a. tekur fyrir
vanda þeirra er missa atvinnu
viöbrottförhersins. Þeirriáætl-
un mun, þegar hún er fullunnin,
veröa óspartbeittlmálflutningi
herstöövaandstæðinga. Þaö er
hins vegar misskilningur á eðli
“SHA og oftrú á getu þeirra aö
ætla aö samtökin geti haft áhrif
á hvert Islendingar beina utan-
rikisviöskiptum sinum, hvert
þeir sækja lán eöa hvort Banda-
rlkjamenn muni beita efna-
hagslegum refsiaögeröum, ef
hernum veröur vikiö úr landi.
I greki sinni ber Svanur
Kristjánsson tof á ýmis samtök
fyrir aö fórna stundarhagsmun-
um fyrir hugsjónir en vitir hins
vegar herstöövaandstæöinga
fyrir aö huga ekki nægilega aö
stundarhagsmunum. Ég tel mig
hafa fært rök aö þvi aö þessi
ásökun sé óréttmæt. Mér er hins
vegar engin launung á þvi, aö
sjálfur tel ég hættuna af veru
hersins fyrir lif og limu núlif-
andi og komandi kynslóöa þaö
geigvænlega, aö ekki sé um
neina árekstra stundarhags-
muna og hugsjóna aö ræöa þeg-
ar SHA setja fram kröfuna: Is-
land úr NATÓ og herinn burt.
Ég vil vara við þeim grunn-
færna skilningi á eöli Aronsk-
unnar aö flokka hana einfald-
lega undir lágkúru. Ég þekki
fólk sem lltur á þaö sem hug-
sjón. Enda þótt ég telji þaö á
villigötum, treysti ég mér ekki
til aö draga einlægni þess I efa.
Þaö er hins vegar mikiö og
veröugt verkefni fyrir sósialista
aö reyna aö breyta þvi rang-
snúna gildismati sem er undir-
rót stefnu eins og Aronskunnar
og viröist því miður standa
djúpum rótum I islensku þjóöfé-
lagi.
Aö tokum: Valkostur her-
stöðvaandstæöinga i utanrikis-
stefnu tslands er skýr. Hann
feist i þeirri meginkröfu, aö Is-
land segi upp aöildinni aö Nató
og hernum veröi vikiö brott og
merkir aö viö viljum hlutlaust
og vopnlaust tsland.
Reykjavik, 8. ágúst 1978
Guöm. Georgsson
bridge
Umsjón:
ólafur
Lárusson
Um komandi
starfsár
Þar eö undirritaður hefur tek-
iö aö sér umsjón „stærsta”
bridgefélagsins á landinu, er
ekki úr vegi að huglciöa kom-
andi starfsár, einmitt meö hliö-
sjón af þessari nýjung, aö ráö-
inn sé framkvæmdastjóri aö is-
lensku bridgefélagi. Sú spurn-
ing hlýtur aö vakna, hvert sé
mitt hlutverk I félaginu, og hver
séu völd min.
Hlutverk framkvæmdastjór-
ans er nýtt I bridge á Islandi.
Jafnvel bridgesambandiö hefur
ekki eiginlegan slíkan, heldur
sér forseti um daglegan rekstur
þess. En einhverjar starfsregl-
ur hef ég, og þær eru I stuttu
máli þær, að undir minn hatt
fellur allt framkvæmdavald i
félagsstarfinu, að undangengn-
um stjórnarákvöröunum, aö
sjálfsög öu.
Hlutverkiö inniheldur m.a.
þaö, aö útvega verölaun, sjá um
spilastaö, ákveöa og semja hin
ýmsu keppnisform, ráöa
keppnisstjóra eöa stjórna
keppnum sjálfur, og þannig má
lengi telja. Til aö viöunandi
Um komandi starfsár
árangur náist I vetur, þarf sam-
starf viö félaga BR og allt þaö
áhugafólkum bridge,er fýsir aö
reyna meö sér innan veggja
félagsins. Iþeim húsum rúmast
allir.
Ég legg höfuöáherslu á það,
aö breyta þeim anda sem rikt
hefur i okkarstaönaöa bridge aö
undanförnu, lifga upp á daglega
starfssemi, auka æfingatimann,
jafnvel spila tvisvar i viku og þá
nota annan daginn eingöngu til
æfinga, en hinn undir mótshald
eöa stærri keppnir.
Þaö er timi til kominn, aö rek-
iö sé alvöru bridgefélag á Is-
landi, félag sem getur gert
ákveöna hluti og gerir þá, félag
sem þjappar saman slnum
félögum en ofbýöur þó engum.
Meöstuöningi og skilningi mun
reksturBR á komandi starfsári
ekki vera erfiöur kross.
Nv. formaður BR er Baldur
Kristjánsson.
Um íslandsmót
og
Reykjavlkurmót
1 ár er haldinn aöalfundur
bridgesambands Islands. A
þeim fundi þarf margt aö gera
og mikiö veröur eflaust sagt.
Fyrir öllu er þó (vonandi) aö
tala saman um hlutina og bæta
úr þeim vanköntum sem upp
hafa komiö nýlega.
Fyrir mér eru Reykjavikur-
mótiö og landsmótiö i ár ákaf-
lega hugleikiö efni og þarf aö
bæta þar ýmislegt. Til aö
mynda landsmótiö i tvimenn-
ing. Menn uröu almennt sam-
mála um þaö, aö styrkleiki
þessa móts er ekki boölegur, þvi
jafnvel einstöku félagskeppnir
eru margfalt sterkari. Breyta
þyrfti þessu móti þannig, að
auka þátttökufjölda para úr 44 i
t.d. 56 eöa 60 pör og siöan væri
þaöúrtaksmót fyrir t.d. 16 para
úrslitakeppni, sem allir spiluöu
svo viö alla, og þá fleiri en 2 spil
milli para, t.d. 6-8 spil.
Þaö er út I hött aö halda
„hraömót” einu sinni á ári, hóa
i einhver pör að a ustan eöa vest-
an, tilþess eins aö veröa núm-
er 27 eöa 38 i rööinni.
Hver nennir aö mæta til
Reykjavikur upp á þessa skil-
mála, ár eftir ár? Nei, þaö þarf
aö breyta og verður breytt, aö
öllu óbreyttu (sic....).
Fy rirkomulagiö I sveita-
keppni er nokkuö gott eins og
þaö er 1 ár, og er þvl ekki aö
kenna, aö ein sveit hefur einok-
aö þaö sl. 2. ár. Sú sveit hefur
einfaldlega veriö best, en von-
andi breytist þetta meö tíö og
auknum tima.
Fyrirkomulagiö i Reykjavfk-
urmóti i tvimenning er erfitt
viöfangsefni, en þó er ég inni á
þvi, aö litiö þurfi aö breyta þvi.
ÞaÖ er ágætt einsog þaö er, og
mun litiö batna, þó reynt yröi.
En sveitakeppnin er hneyksli,
sem verður örugglega ekki á
dagskrá i vetur, enda munu nýir
vendir sópa þarum gólf á kom-
andi starfsári.
Um bikarkeppni
BSÍ
Þættinum hafa borist tvenn
úrslit úr 2. umferö bikarkeppni
BSl, sem nú stendur yfir. Sveit
Guðmundar T. Gfslasonar sigr-
aöi sveit Alfreös G. Alfreösson-
ar af Suöurnesjum, nokkuö
örugglega.
Og sveit Steinbergs Rikharðs-
sonar sló meistarana frá I fyrra,
sveit Armanns J. Lárussonar,
út.
Sl. fimmtudag áttust viö
sveitir Vigfúsar Pálssonar og
Georgs Sverrissonar.
Ég minni á, aö sveitum býöst
aö æfa sig i dag, laugardag, i
Domus M., og einnig veröa þar
á dagskrá bikarleikir. Fyrirliða
sveita minni ég á, aö hafa sam-
band viö þáttinn og skýra frá
úrslitum leikja.
Leikjum skal vera lokiö i 2.
umferð fyrir 20. ág. n.k.
r
Frá Asunum
Bridgeáhugafólk er minnt á,
að keppni i sumarbridge As-
anna veröur framhaldiö n.k.
mánudag.
Allir aö sjálfsögöu velkomnir,
meöan húsrúm leyfir. Spilað er i
Félagsheimili Kópavogs, uppi.
Brýning
Þátturinn vill eindregiö
hvetja allt bridgeáhugafólk,
hvar sem er á landinu aö senda
inn skemmtileg spil og efni (al-
veg sama hvaö þaö er) brand-
ara eöa stuttar sögur, skylt
bridge.
Látið nú heyra i ykkur. Utan-
áskriftiner: Bridgeþáttur Þjóö-
viljins, Siöumúli 6 R.vik. I ráöi
er, ef nægt efni fæst á næstunni,
að tileinka þættinum smáauka-
rými t.d. á sunnudögum, en þaö
er aö sjálfsögöu undir lesendum
komiö.
Skrifiö, ha?